Morgunblaðið - 27.01.1991, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.01.1991, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1991 21 ATVIN WmiMAUGL YSINGAR Laus störf LANDSPITALINN Reyklaus vinnustaður frá 1. jan. 1991. Gjörgæsludeild Vegna vaxandi starfsemi óskum vð eftir fleiri áhugasömum hjúkrunarfræðingum til þess að starfa með okkur við einstaklingshæfða hjúkrun (80-100% vinnuhlutfall æskilegt). Á gjörgæsludeild Landspítalans dveljast milli 1200-1300 sjúklingar árlega (börn og fullorðn- ir) með margvísleg heilsufarsvandamál. Störf hjúkrunarfræðinga á deildinni eru oft erfið og krefjandi en bjóða upp á mikla fjöl- breytni og dýrmæta reynslu varðandi hjúkrun og meðferð mikið veikra einstaklinga á öllum aldri. Á deildinni er samstilltur hópur fólks, sem hefur það að markmiði að veita skjólstæðing- um sínum og ástvinum þeirra, sem besta umönnun og stuðning. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í gefandi og þroskandi starfi, þá bjóðum við: a) 12 vikna starfsaðlögun (lesdagar, ásamt 40 til 50 fyrirlestrum) hefst 1. október 1991. b) Morgunvaktir byrja kl. 08.00 og unnið er þriðju hverja helgi - 12 tíma vaktir. c) Góðan starfsanda. Umsóknum fylgi upplýsingar um nám og fyrri störf og berist skrifstofu hjúkrunarforstjóra. Nánari upplýsingar veitir Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601000. Uppvöknun Hjúkrunarfræðingar óskast á uppvöknun á eftirfarandi vaktir: - Tvær kvöldvaktir og eina morgunvakt í viku (virka daga). - Þrjár næturvaktir í viku (virka daga). Annar vinnutími og vinnuhlutfall kemur einnig til greina. Umsóknum fylgi upplýsingar um nám og fyrri störf og berist skrifstofu hjúkrunarstjóra. Nánari upplýsingar veitir Eva Hreinsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 601377, eða Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, í síma 601000. Hjúkrunarfræðingar óskast á næturvaktir á taugalækningadeild 32A. Á deildinni eru sjúklingar með vefræna taugasjúkdóma. Vinnuaðstaða er mjög góð og deildin er vel búin hjálpartækjum. Upplýsingar gefur Jónína Hafliðadóttir, hjúkr- unardeildarstjóri, í síma 601650, og Hrund Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, í síma 601300. Sérhæfður aðstoðarmaður óskast á lyflækningadeildir á morgun- og næturvaktir. í starfinu felast m.a. sendiferðir og flutningur á sjúklingum innan spítalans. Einnig þarf hann að geta hjálpað til við að lyfta og snúa sjúklingum. Nánari upplýsingar gefur Hrund Sch. Thor- steinsson, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601300. Rannsóknamaður Rannsóknamaður óskast á taugarannsókna- stofu Landspítalans. Nánari upplýsingar í símum 601672 og 601674. Skrifstofumaður Skrifstofumaður óskast til starfa á röntgen- deild sem fyrst. .Starfshlutfall er 50-60%, vinnutími er sveigjanlegur. Upplýsingar gefur Mitta Tyrfingsson, skrif- stofustjóri, í síma 601084. Umsóknir sendist skrifstofustjóra. Blóðbankinn Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa við blóð- töku í Blóðbankanum. Um er að ræða 50% starf og vinnutími frá 13.00 til 17.00. Upplýsingar gefur Sigurbjörg Jóhannsdóttir í síma 602027. SKRIFSTOFUVELAR sund hf eru leiðandi fyrirtæki í sölu’ og þjónustu á skrifstofutækjum, staðsett á Nýbýlavegi 14-18, Kópavogi. Fyrirtækið byggir á göml- um grunni og er í mikilli sókn. Við leitum að hæfu fólki í eftirtalin störf: Verslunarstjóri Verkefnið: Að stýra sölu á rekstrarvörum, bæði úr verslun og með beinni sölu. Að sýna/selja skrifstofutæki í verslun. Kröfur: Viðkomandi verður að hafa mikinn áhuga á sölu og auk þess reynslu af verslun- arstjórn. Grunnþekking á skrifstofutækjum og rekstrarvörum er æskileg. í boði er: Áhugavert og krefjandi starf, sem viðkomandi getur mótað sjálfur. í boði eru góð laun auk bónusmöguleika. Markaðsfulltrúi á tölvusviði Verkefnið: Að selja hágæðaeinkatölvur og heildarlausnir við tölvuvæðingu fyrirtækja og stofnana. Kröfur: Viðkomandi verður að hafa mikinn áhuga á sölu og auk þess einhverja þekkingu á tölvum. í boði er: Áhugavert og krefjandi starf, sem býður upp á mikla framtíðarmöguleika. í boði eru góð laun auk bónusmöguleika. Umsóknum skal skilað til Ráðningarþjónustu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, fyrir 1. febrúar nk. QidntTónsson RÁÐCJÖf &RÁÐNINCARÞJÓNLISTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Rafmagnsverk- fræðingur/ -tæknifræðingur/ viðskiptafræðingur (163) Traust þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða tæknimenntaðan stjórnanda „markaðsmála". Starfið: - Uppbygging og endurskipulagning mark- aðs- og þjónustumála. - Dagleg stjórnun þjónustumála. - Tæknileg ráðgjöf. - Samvinna við aðra starfsmenn fyrirtækis- ins varðandi tækni- og markaðsmál. - Spennandi starf með mikla framtíðar- möguleika fyrir réttan aðila. Við leitum að manni með: - Rafmagnsverkfræði- eða rafmagnstækni- fræðimenntun. - Eða viðskiptafræðingi með tæknilegan bakgrunn. - Málakunnátta (Norðurlandamál + enska). - Frumkvæði, áhuga og skipulagshæfileika. - Reynsla. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarmiðlunar Ráðgarðs merktar „163“ fyrir 2. febrúar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar veitir Adolf Ólason í síma 679595. RÁÐGARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Ræstingastarf (5) Slysavarnafélag íslands óskar að ráða starfsmann sem fyrst til að sinna ræstingum í húsi félagsins á Grandagarði 14, Reykjavík. Vinnutími er frá kl. 16-20 (ca) þrjá daga vik- unnar, þ.e. mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Við leitum að manni á aldrinum 30 ára og eldri, sem er samviskusamur og heiðarlegur í hvívetna. Framtíðarstarf. Rannsóknamaður (18) Við leitum að töluglöggum manni til starfa á rannsóknastofu í verksmiðju. Æskilegur aldur 40-50 ár. Stúdentspróf æskilegt, en ekki skilyrði. Laust strax. Afgreiðslumaður (61) Við leitum.að innanhússarkitekt eða öðrum með sambærilega menntun til afgreiðslu- og þjónustustarfa í verslun með húsgögn fyrir heimili og fyrirtæki. Vinnutími kl. 13-18. Laust strax. Upplýsingar veita Katrín S. Óladóttir og Erna Guðmundsdóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okk- ar, merktar númeri viðkomandi starfs. Hagya ngurhf Grensásvegi 13 Reykjavík | Sími 83666 ] Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Matráðskona Óskum eftir að ráða matráðskonu í mötu- neyti okkar til að annast léttan hádegisverð. Vinnutími er frá kl. 10.30-13.30. Bindindi áskilið. Umsóknir um starfið sendist skrifstofu okkar í Lágmúla 5 fyrir þriðjudaginn 29. janúar. Tryggingafélag bindindismanna Lágmúla 5, s. 679700. RIKISSPITALAR Geðdeild Landspítalans Hjúkrunarforstjóri óskast á 60% næturvakt- ir. Um er að ræða fastar næturvaktir yfir þremur geðdeildum á Landspítalalóð. Upplýsingar gefur Nanna Jónasdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, í síma 602600. Hjúkrunarfræðingar óskast á deildir 32C og 12. Um er að ræða móttökudeildir á Land- spítalalóð og Kleppsspítala, þar sem fram fer fjölþætt hjúkrunarþjónusta. 100% vinna eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur Margrét Sæ- mundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í símum 602600 og 602652. Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar eða sem fyrst eftir samkomulagi á deild 13 mót- tökudeild á Kleppi. Um er að ræða fjölþætt hjúkrunarstörf með einstaklinga og tengsl við fjölskyldur þeirra. Vaktavinna og vinnu- hlutfall eftir samkomulagi. Húsnæði í boði og boðið upp á aðlögunartíma. Upplýsingar gefur Guðrún Guðnadóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í símum 602600 og 602649. evn .... i .. ■!■■■!■ III ■■ I ■ II ■ ■■■■!■■■ ■■■■■IfmiOTlIiTffff IlHlf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.