Morgunblaðið - 27.01.1991, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/.SMA &UNN.l/PAG}JR 27. JANÚAR 1991
25
ATVINNU V /( ’:/ YSINGAR
Gjaldkeri á kassa
Gjaldkeri óskastá kassa í byggingavöruversl-
un. Um er að ræða hálfsdagsstarf og er
vinnutími frá kl. 13.00.
Umsóknir með upplýsingum um aldur og
fyrri störf þurfa að berast auglýsingadeild
Mbl. fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 30. janúar
merktar: „Kassi - 100“.
©
Ríkisútvarpið auglýsir laust til umsóknar starf
fréttamanns í innlendum fréttum á frétta-
stofu útvarpsins. Háskólamenntun og/eða
reynsla ífrétta- og blaðamannsku er æskileg.
Umsóknarfrestur er til 29. janúar nk.
Umsóknum ber að skila til Ríkisútvarpsins,
Efstaleiti 1, á eyðublöðum sem þar fást.
RÍKISÚTVARPIÐ
Heilsugæslustöðin
á Hólmavík
Staða heilsugæslulæknis á Hólmavík er laus
til umsóknar nú þegar.
Umsóknarfrestur er til 28. febrúar.
Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu-
blöðum.
Nánari upplýsingar gefur Elísabet í símum
95-13395 eða 95-13132.
Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar.
Rennismiður
Traust fyrirtæki í verklegum framkvæmdum
óskar að ráða rennismið sem fyrst.
Framtíðarstarf á litlu renniverkstæði, sem
rekið er í tengslum við bifreiða- og vélaverk-
stæði fyrirtækisins. Vinnustaður er á góðum
stað í Reykjavík og aðstæður eins og best
verður á kosið.
Umsóknareyðublöð á staðnum.
Nánari upplýsingar veitir Adolf Ólason í síma
679595 fyrir 2. febrúar nk.
RÁÐGARÐURHí
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88
Framtíðarstörf
Óskum eftir að ráða sem fyrst gott fólk í
eftirfarandi framtíðarstörf:
★ Framkvæmdastjóri tréiðnaðarfyrirtækis.
★ Framkvæmdastjóri verslunarfyrirtækis.
★ Bókari hjá lífeyrissjóði.
★ Afgreiðslumaður, bílavarahlutir.
★ Vélvirki, þungavinnuvélaviðgerðir.
★ Afgreiðslugjaldkeri, tölvuvinna.
★ Næturvarsla, eldri mann.
★ Sölumaður, húsgögn 50% starf e.h.
Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl.
9-12 og 13-15.
SWfSÞMUSM n/f
Nóatúni 17 105 Reykjavík Sími: 621315
Atvinnumiðlun • Firmasala • Rekstrarráögjöf
12!
Atvinnurekendur!
Munið Vinnumiðlun Kópavogs
í Fannborg 4.
Síminn er 45700.
Vinnumiðlun Kópavogs.
Prentsmiðjustjóri
Prentsmiðja í borginni vill ráða prentsmiðju-
stjóra til starfa. Ráðningartími ersamkomulag.
Leitað er að metnaðarfullum starfsmanni,
sem hefur góða stjórnunarreynslu og þekk-
ingu á sem flestum sviðum prenttækninnar
og er tilbúinn að takast á við krefjandi og
sjálfstætt starf.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar til 3. febrúar.
C\ TfíNT IÓNSSON
RÁÐCJQF & RÁÐN 1 N CARÞJ ÚN U STA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22
Smiður
- laghentur maður
Ós húseiningar hf. óskar eftir að ráða smið
eða laghentan mann til smíða og viðhalds-
starfa. Frekari upplýsingar gefur verkstjóri í
röradeild í síma 651444.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
fyrirtækisins. Umsóknum skal skilað í síðasta
lagi miðvikudaginn 30. janúar.
I!!
Útideild í Kópavogi
óskar eftir að ráða starfsmann í hálft stöðu-
gildi. Starfið er fjölbreytt með sveigjanlegum
vinnutíma, aðallega á kvöldin og um helgar.
Reynsla og/eða menntun skilyrði.
Umsóknarfrestur er til 7. febrúar nk.
Umsóknareyðublöð iiggja frammi í afgreiðslu
Félagsmálastofnunar Kópvogs.
Nánari upplýsingar veitir unglingafulltrúi í
síma 45700.
Félagsmálastofnun Kópavogs,
Fannborg 4.
Mikligarður, Garðabæ
Starfsfólk óskast
í Miklagarð í Garðabæ vantar fólk til
afgreiðslustarfa á kassa.
Tvö heilsdagsstörf.
Nánari upplýsingar um þessi störf fást hjá
Starfsmannaþjónustu Sambandsins, Sam-
bandshúsinu, Kirkjusandi, eða hjá verslunar-
stjóra.
Prentsmiður
Morgunblaðið, framleiðsludeild,
vill ráða prentsmið til starfa við umbrot.
Starfið er laust strax. Vaktavinna.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
eingöngu veittar á skrifstofu Guðna Jóns-
sonar, Tjarnargötu 14.
Umsóknarfrestur er til 2. febrúar nk.
Guðni Tónsson
RAÐCJÓF &RÁÐNINCARLJÓNUSTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Laus staða
Ritari óskast til starfa í sjávarútvegsráðu-
neytinu.
Umsækjandi þarf að hafa góða vélritunar-
og íslenskukunnáttu og æskileg er þekking
á ritvinnslukerfinu Word Perfect.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sendist ráðuneytinu
á Skúlagötu 4, fyrir 8. febrúar nk.
Sjávarútvegsráðuneytið,
23. janúar 1991.
Þurfum að ráða nokkra sölumenn í spenn-
andi og krefjandi verkefni. Um er að ræða
vinnu á skrifstofutíma, einnig kvöld- og helg-
arvinna. Miklir tekjumöguleikar.
Upplýsingar í dag, sunnudag, milli kl. 13.00
og 17.00 í síma 670677.
Einnig á skrifstofutíma 28. jan.-1. feb. í síma
12923 og 28787.
Sölustjóri.
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Lausar stöður
Hjúkrunarfræðinga vantar nú þegar, eða
eftir nánara samkomulagi á allar vaktir ,á
handlækningadeild 2B og 3B. Einnig vantar
hjúkrunarfræðinga á fastar kvöldvakatir á 2B.
Sjúkraliða vantar á fastar næturvaktir (aðrar
vaktir koma til greina) á handlækningadeild 2B.
Nánari upplýsingar veitir Björg J. Snorradótt-
ir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 604300.
Skattstofa
Reykjanesumdæmis
Á skattstofu Reykjanesumdæmis er laus til
umsóknar staða við skatteftirlit. Starfið felst
einkum í athugun á bókhaldi og eftirliti með
skilum á virðisaukaskatti og staðgreiðslu.
Umsækjendur þurfa annað hvort að hafa
lokið prófi í viðskiptafræðum eða hafa
trausta þekkingu og reynslu af bókhaldi og
gerð ársreikninga.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, óskast sendar skattstjóra
Reykjanesumdæmis, Suðurgötu 14, Hafnar-
firði, fyrir 8. febrúar nk.
Nánari upplýsingar eru veittarísíma 51788.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi.
IÐUNN
Sölustörf