Morgunblaðið - 27.01.1991, Side 31
morgunbiaðið FÓJLK í/FRfci > UM.'stmjjijA^ft^y.
31
in undir eróbiksalinn þannig að ég
er eiginlega heimilislaus. Fyrst um
sinn verð ég lítill drengur aftur og
flyt heim til pabba og mömmu.“
En þetta hefur væntanlega kostað
mikla vinnu?
„Ég hef verið að vinna í þessu
ásamt vinum og kunningjum á fullu
í hálft ár og nánast myrkranna á
milli' síðasta mánuðinn. Við höfum
farið með puttana oftar en einu
sinni í hverja einustu fertommu í
húsinu. Maður sleppti æfingum al-
gerlega og gaf sig alfarið í þetta.
I nótt má heita að ég hafi sofið út
í fyrsta skipti frá því að þetta hófst
og var sá svefn þó aðeins fimm
klukkustundir. Ég hef verið að láta
eins til tveggja tíma svefn duga,
jafnvel engan svefn innan um. Þetta
er geggjun, en sem betur fer lokið.
En þetta er þess virði. Þetta er
fyrsta stöðin sem búin er svona
tækjum sem opnuð er á Norðurlönd-
um, stöðin er hluti af alþjóðlegri
keðju sem heitir Gym ’80 og allir
sem hingað hafa komið til þessa
hafa farið ánægðir. Og hér geta
allir aldurshópar æft hlið við hlið.
Ég gæti setið andspænis henni
ömmu á bekkjunum, þannig eru þau
nú þessi nýju tæki. Og fólki fínnst
hafa tekist vel til að fara bil beggja
í umhverfi. Hlutar stöðvarinnar eru
heimilislegir og þægilegir, en aðrir
hlutar hafa á sér skemmtistaðablæ,
eins og til dæmis móttakan.“
En hvað tekur nú við hjá þér,
Jón Páll? „Eins og ég gat um áðan,
hætti ég alfarið æfingum á meðan
lokahnykkurirm var gerður. Ég
kláraði allt sem ég átti og 20 kíló
af sjálfum mér í ofanálag og mér
var sárast um þau! Ég hef titil að
veija, ég er „sterkasti maður
heirns" og þarf að veija þann titil
í árslok þannig að framundan hjá
mér eru þrotlausar æfmgar. Ég
þarf að ná fyrri styrk og helst gott
betur,“ segir Jón Páll Sigmarsson.
Skemmtinefndin, Stefán, Árni og Einar.
SKEMMTANIR
Við erum einir eftir
„Þeir hafa sagt okkur á Hótel Sögu, að í eina tíð hafi þrjú böll
ævinlega borið af öðrum að glæsileika og umgjörð allri. Pressubal-
lið, stórkaupmannaballið og árshátíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur.
Við erum einir eftir af þessum hópi og samkomurnar eru jafn glæsi-
legar og fyrrum,“ segir Stefán Á. Magnússon formaður Skemmti-
nefndar SVFR í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur í óða önn
verið að skipuleggja ball þessa árs ásamt félögum sínum í skemmti-
nefndinni Árna Jóhannssyni og Einari Sigfússyni og þeim Halldóri
Skaftasyni og Hafsteini Egilssyni hjá Sögu. Ballið er næstkomandi
föstudagskvöld og er viðbúnaður mikill að vanda.
steiktan nautahrygg sem verður
skorinn á sjálfu sviðinu með þátttöku
alls kokkaliðsins. Aðrir réttir eru
laxasúpa, agúrkukrapi og nougat-
frauð með perumauki. Þarna verður
einnig söngkabarett, 35 mínútna at-
riði með Agli Ólafssyni, Eddu Heiðr-
únu Bachmann, Jóhanni Sigurðar-
syni, Ásu Hín Svavarsdóttur og Jó-
hanni G. Jóhannssyni. Þegar þau
hafa lokið við sitt kemur Jóhannes
Knstjánsson eftjrherma á sviðið og
þar á eftir stjórnar Rósar Eggertsson
bikarafhendingum fyrir stóra laxa
veidda á vatnasvæðum félagsins.
Einnig má nefna getraun sem kölluð
er hátíðarfluga kvöldsins, vísubotna-
keppni og happdrætti. Veislustjóri
verður Sverrir Hermannsson banka-
stjóri," segir Stefán.
Stefán segir enn fremur að mikil
vinna liggi að baki slíkrar veislu.
Undirbúningur hefjist þegar í nóv-
ember, skemmtinefndarmenn og
sögumenn setjist þá á rökstóla og
ákveði matseðil kvöldsins. Fyrirvar-
inn er góður til að svigrúm sé til
þess að nálgast allt það besta hrá-
efni sem völ er á. Síðan hefst mót-
taka borðapantana og niðurröðun og
skipulagning borða. Þá þuríí að velja
sérstök skemmtiatriði þar sem slíkt
efni sem í gangi er á viðkomandi
skemmtistöðum sé yfirleitt allt of
langt fyrir félagsskap eins og SVFR
sem væri með mýmargar uppákomur
aðrar undir borðum.
Hvað verður fólki sem sagt boðið
upp á á föstudagskvöld? „Aðalréttur-
inn er í sjálfu sér nokkurs konar
skemmtiatriði. Um er að ræða heil-
Fjölskylduverð:
Laugardaga og sunnudaga kl. 11.00-15.00
11eikurfyrir2kr.300,-
1 leikurfyrir 3 kr. 400,-
11eikurfyrir4kr. 490,-
11eikurfyrir5 kr. 580,-
11eikurfyrir6 kr. 670,-
Keilusalurinn,
Öskjuhlíð,
sími 621599.
ÖÐRUVÍSI SUMAR
Nú í sumar mun AFS á íslandi bjóða uppá
skemmtilega og lærdómsríka sumardvöl fyrir
ungt fólk á öllum aldri í eftirtöldum löndum:
NÝJA SJÁLAND
2 mánaða enskunám og útivist, 16-18 ára.
BANDARÍKIN
6 vikna enskunám og fjölskyldudvöl, 15-20 ára.
JAMAICA
6 vikna enskunám og fjölskyldudvöl, 18-30 ára.
ZIMBABWE
4ra vikna vinnu- og fræðsluferð, 18 ára og eldri.
Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 1991.
Opið daglega milli kl. 14 og 17.
Upplýsingar fást hjá
AFS Á ÍSblNDI
Alþjóöleg fræðsla og samskipti
Laugavegi 59, 4. hæð, sími 91-25450,
pósthólf 753, 121 Reykjavík.
Óla M. ísakssyni t.h. og Ármanni Eggertssyni þykir félagsskap-
urinn greinilega góður.
HOFÐINGSSKAPUR
Utbýtir milljónum
til líknarstofnana
Oli M. ísaksson varð 93 ára í
gær, laugardag. Þegar hann
varð níræður birtist hér í Morgun-
blaðinu viðtal við kempuna og þar
sagði hann frá lífshlaupi sínu,
áratugirnir hjá Heklu, hrossin sem
hann hafði ljjá sér í íbúðarhúsinu
á Dyngjuvegi og svo ern var hann
enn níræður að hann ók til og frá
vinnu dag hvern. Hann var þá
meira að segja nýbúinn að kaupa
sér nýjan bíl. Auðvitað keypti
hestamaðurinn gamli „Mitzubishi
Colt“, en colt er enskt nafn á
tryppi.
En Oli hefur vakið á sér at-
hygli síðustu misserin fyrir allt
annað en hestamennsku og
hraustleika í hárri elli. Hann hefur
verið að gefa milljónir króna til
hinna ýmsu líknarstofnana. Alls
eru milljónirnar orðnar sex sem
hann hefur látið af hendi rakna
til Blindrafélagsins, Styrktarfé-
lags lamaðra og fatlaðra og Sól-
heima. í desember síðastliðnum
fengu allar stofnanirnar hver sina
milljón.
Myndin sem hér fylgir var tek-
in er Óli brá sér austur í Sólheima
til að afhenda fúlguna. Vegna
þessa hefur eitt herbergi í veg-
legri visteiningu verið tileinkað
Óla og eiginkonu hans heitinni,
Unni Olafsdóttur listakonu, og er
myndin tekin í herberginu og þar
stendur Óli ásamt Ármanni Egg-
ertssyni sem býr í herberginu. Það
hefur helst verið að heyra á Óla
að ástæðan fyrir því að hann er
dreifandi þessum milljónum á
milli stofnana sé sú að hann sé
ekkert þurfandi, en það séu blind-
ir, lamaðir, fatlaðir, vangefnir og"
fleiri hins vegar og því sé pening-
unum best varið með því að hjálpa
slíku fólki.
40%—60%
afsláttlir ^
IYJAR VORUI
med
20% afslætti
á meðan
útsalan
sténdur