Morgunblaðið - 27.01.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.01.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1991 B 23 um byggingarsamvinnufélög, þarf áritun byggingarsamvinnufélagsins á afsal fyrir þinglýsingu þess. ■ SAMÞYKKIMAKA — Sam- þykki maka þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og veðsetningu fast- eignar, ef ij'ölskyldan býr í eigninni. ■ GALLAR — Ef leyndir galíar á eigninni koma í ljós eftir afhend- ingu, ber að tilkynna seljanda slíkt strax. Að öðrum kosti getur kaup- andi fyrirgert hugsanlegum.bóta- rétti sakir tómlætis. GJALDTAKA ■ ÞINGLÝSING — Þinglýsingar- gjaid hvers þinglýst skjals er nú 600 kr. ■ STIMPILGJALD — Það greiðir kaupandi af kaupsamningum og afsölum um leið og þau eru lögð inn til þinglýsingar. Ef kaupsamningi er þinglýst, þarf ekki að greiða stimpilgjald af afsalinu. Stimpil- gjald kaupsamnings eða afsals er 0,4% af fasteignamati húss og lóð- ar, þ. e. 4.000 kr. af hverri milljón. ■ SKULDABRÉF — Stimpilgjaíd skuldabréfa er 1,5% af höfuðstóli (heildarupphæð) bréfanna eða 1.500 kr. af hveijum 100.000 kr. Kaupandi greiðir þinglýsingar- og stimpilgjald útgefinna skuldabréfa vegna kaupanna, en seljandi lætur þinglýsa bréfunum. ■ STIMPILSEKTIR - Stimpil- skyld skjöl, sem ekki eru stimpluð innan 2ja mánaða frá útgáfudegi, fá á sig stimpilsekt. Hún er 10% af stimpilgjaldi fyrir hveija byijaða viku. Sektin fer þó aldrei yfir 50%. LÁATAKEADLR ■ NÝBYGGING — Hámarkslán Byggingarsjóðs ríkisins vegna nýrra íbúða nema nú — janúar - marz — kr. 4.746.000.- fyrir fyrstu íbúð en kr. 3.322.000,- fyrir seinni íbúð. Skilyrði er að umsækjandi hafi verið virkur félagi í lífeyris- sjóði'í amk. 20 af síðustu 24 mánuð- um og að hlutaðeigandi lífeyrissjóð- ir hafi keypt skuldabréf af bygging- arsjóði ríkisins fyrir amk. 55% af ráðstöfurnarfé sínu til að fullt lán fáist. Þremur mánuðum fyrir lán- veitingu þurfa eftirtalin gögn að liggja fyrir: — Samþykki byggingarnefndar — Fokheldisvottorð byggingarfull- trúa. Aðeins þarf að skila einu vott- orði fyrir húsið eðastigaganginn. — Kaupsamningur. — Brunabótamat eða smíðatrygg- ing, ef húsið er í smíðum. ■ ELDRA HÚSNÆÐI — Lán til, kaupa á notaðri íbúð nemur nú kr. 3.322.000.-, ef um er að ræða fyrstu íbúð en 2.326.000.- fyrir seinni íbúð. Umsækjandi þarf að uppfylla sömu skilyrði varðandi lánshæfni og gilda um nýbygging- arlán, sem rakin eru hér á undany Þremur mánuðum fyrir lánveitingu þurfa eftirtalin gögn að liggja fyrir: — Kaupsamningur vegna íbúðar- innar. — Samþykki byggingarnefndar, ef um kjallara eða ris er að ræða, þ.e. samþykktar teikningar. — Brunabótamat. ■ LÁNSKJÖR — Lánstimi hús- næðislána er 40 ár og ársvextir af nýjum lánum 4,5%. Gjalddagar eru 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. HEILDARLAUSN FYRIR FÓLK í FASTEIGNAVIÐSKIPTUM Þarfnastu almennrar ráðgjafar? Við í fasteignasölunni Húsakaupum höfum það að markmiði að auka og betrum- bæta þá þjónustu sem veitt er í fasteignaviðskiptum. Við bjóðum kaupendum og seljendum upp á almenna ráðgjöf og leggjum á það ríka áherslu að setja okkur vel inn í mál fólks, þ.e. meta aðstæður þess og möguleika. Á þennan hátt fer við- komandi vel undirbúinn út í fasteignaviðskiptin og um leið aukast líkurnar á því að árangurinn verði góður. Viltu spara þér tímay fé og fyrirhöfn? s A fasteignamarkaðinum er framboð og eftirspurn með breytilegum hætti á hverjum tíma. Okkar starf er að uppfylla og samræma ólíkar óskir fólks. Þekking okkar á aðstæðum kaupenda og seljenda gerir okkur kleift að vinna markvisst að lausn þeirra mála. Við höfum möguleika á að spara þeim mikinn tíma við leit að hinni réttu eign og auglýsingakostnað ef um sölu er að ræða. Vantar þig aðstoð við að taka rétta ákvörðun? / Arangursrík ákvarðanataka byggist á víðtækri þekkingu á fasteignaviðskiptum. Þegar ákvörðun er tekin er nauðsynlegt að hafa greiðsluáætlanir, upplýsingar um fjármögnunarleiðir og ávöxtunarmöguleika við höndina til að styðjast við. Við aðstoðum kaupendur við tilboðsgerð, gefum ráð um hagkvæmustu fjármögnunarleiðir og útbúum greiðsluyfirlit vegna kaupanna. Seljendur aðstoðum við á sama hátt við að meta kauptilboð, bendum á hugsanlega ávöxtunarmöguleika, skattaleg atriði og veitum ráðgjöf vegna kaupa á annarri fasteign. - Heildarlausn fyrir fólk JIr. í fasteignaviðshiþtum! MUwAlVAIJP BORGARTUN 29 • SIMI62 16 00 ✓ Quðrún Arnadóttir viðskiptafrœðingur Brynjar Harðarson viðskiptafrœðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.