Morgunblaðið - 27.01.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.01.1991, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGIMIR 8UNNWÐAQUR 27. JANÚAR 1991 Sýnishorn úr söluskrá ★ Prentþjónusta, filmuvinna o.þ.h. ★ Ljósritun, fjölritun, prentun, plöstun. ★ Framleiðsla á matvælum - sérhæft. ★ Billjardstofa. 6 borð. Stórt húsnæði. ★ Sala á notuðum barnavögnum. ★ Bóka- og ritfangaversl. Gott verð. ★ Snyrtistofa á góðum stað. Öll tæki. ★ Sólbaðsstofa. Nýir bekkir. Góð aðstaða. ★ Blóma- og gjafavöruversl. ★ Sérverslun með leðurvörur. ★ Fataverslun vel þekkt á góðum stað. ★ Skyndibitastaður með 1,5 m. mánaðar veltu. ★ Skyndibitastaður úti á landi. Húsn. getur fylgt. ★ Myndbandaleiga. Góðar aukatekjur. ★ Heildverslun með gjafavörur. ★ Stór sérhæfð heildversiun. ★ Söluturn með góða veltu (3 millj.). ★ Lítil matvörubúð. Ýmis skipti. ★ Eignaraðild að vaxandi fyrirtæki. Sérhæfum okkur í fyrirtækjasölu. TTTXcÝTirTTI SUÐURVE R I SlMAR 82040 OG 84755. REYNIR ÞORGRÍMSSON. FA5T6IGNASALA VITASTÍG 13 Opið í dag kl. 1—3 I miðborginni. Byggingarréttur að glæsil. 3 x 100 fm íbúðum á tveimur hæðum. Miklir möguleikar. Einnig 247 fm skrifstofu og verslunarpláss í sama húsi. Teikn. á skrifst. Góð lán áhv. Til afh. strax. Seijendur athugið! Höfum kaupendur að 3ja og 4ra herb. íbúðum í Reykjavík eða Kópavogi. Hverafold. 2ja herb. íb. 56 Tm. Góð verönd fyrir framan. Parket. Gott áhv. húsnlán. Frakkastígur. 2ja herb. íb. á 1. hæö 50 fm auk 28 fm bílskýli. Sérinng. * Verð 5,3 millj. Laus. Suðurgata — Hf. 2ja herb. íb. á 1. hæð ca 60 fm. Einarsnes. 3ja herb. íb. 53 fm í risi. Verð 3,5-3,7 millj. Lyngás — Gbæ. 3ja herb. íb. á jarðh. 108 fm. íb. selst tilb. u. trév. Nýl. húsnlán ca 3,3 millj. Verð 6,5 millj. Kóngsbakki. 3ja herjb. íb. 72 fm. Suðursvalir. Verð 5,6 millj. Grettisgata. 3ja herb. sérhæð 100 fm á jarðhæð. Tvö bílastæði fylgja. Stóragerði. 3ja-4ra herb. íb. 110 fm. Suðursv. Hæðargaður. 4ra herb. sérbýli 93 fm. Sérinng. Falleg íb. Klapparstígur. 3ja herb. íb. 112 fm. Fráb. útsýni. íb. skilast tilb. u. trév. Til afh. strax. Skógarás. 130 fm íb. á tveimur hæöum. Suðursv. Verð 8,7 millj. Hraunbær. 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð. Suðursv. Fallegt útsýni. Verð 7,0-7,2 millj. Rauðarárstígur. 4ra herb. íb. 100 fm. Mikið endurn. Sauna. Verð 5,6 millj. Kaplaskjólsvegur. 4ra herb. íb. 95 fm á 1. hæð. Parket. Verð 7,5 millj. Melabraut. 4ra herb. sérh. ca 100 fm auk bílsk. Frábært útsýni. Verð 8 millj. Granaskjól. 5 herb. sérh. 146 fm auk 30 fm bílsk. V. 11 m. Grettisgata. glæsil. 140 fm íb. á 3. hæö. Sérlega fallegar innr. Breiðvangur. 230 fm íb. á tveim- ur hæðum. Parket. Mikið endurn. Logaland. Raðhús á tveimurhæö- um 218 fm auk bílsk. Suöurgarður. Fjarðarsel. Raðh. á tveimur hæö- um 165 fm auk 26 fm bílsk. Stór garöur. Laufbrekka. Raðh. á tveimur hæðum 235 fm auk 195 fm iönaðar- húsn. undir húsinu. Hjallasel. Endaraöhús 244 fm með innb. bílsk. Mögul. á séríb. á jarö- hæð, einnig á garðstofu. Verð 12,5 millj. Garðhús. Parhús á tveimur hæð- um 195 fm meö innb. bílsk. Mögul. á séríb. á jarðhæð. Húsið selst fullb. aö utan og tilb. u. trév. að innan. Til afh. strax. Reykjavíkurvegur — Hf. Eín- bhús á þremur hæðum ca 100 fm. Mik- ið endurn. Verð 7,5 millj. Hverfisgata. Lítið einbhús 91 fm á 2 hæöum. Verð 4,5 millj. Grafarvogur. Glæsil. einbhús á einni hæö ca 207 fm með innb. bílsk. Gott lán áhv. Strýtusel. Glæsil. einbh. 319 fm m. bílsk. Friðað svæöi sunnanmegin við húsiö. Góö staösetn. í Skerjafirði. Glæsil. einbhús á tveimur hæðum 313 fm auk 48 fm bílsk. 50 fm garöstofa. Suðursv. Hús í sérfl. Mögul. að breyta í tvær íb. Vesturfold. Glæsil. einbhús á tveimur hæðum 220 fm. Tvöf. bílsk. Húsið selst fullb. utan, fokh. innan og lengra komið. Teikn. á skrifst. Kvenfataverslun. Til sölu kvenfataversl. í miðborginni. Góð sænsk umboð. Uppl. á skrifst. Barnafataverslun. Til sölu barnafataverslun í miöborg- inni. Góð velta. Uppl. á skrifst. Hverfisgata. lön.-, versl.- og skrifsthæö 246 fm. Fallegt útsýni. Laus. Verð 8,5 millj. Lyngás — Gbae. lönaðarhúsn. í nýbygg. 50 fm bil. Góöar innkdyr. Selst tilb. u. trév. og máln. Teikn. á skrifst. Tunguháls. lönaöar- skrifst-. og verslunarhúsn. 1140 fm að stærð. Stór- ar innkdyr. Byggréttur fylgir. Uppl. á skrifst. Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410. Svavar Jónsson hs. 657596. Hákan Branders, sendiherra og Sigurður Harðarson formaður Arki- tektafélagsins. Arliitektar fá bókagjöf frá Ftiuium Brilssel skrifstofu- borg Evrópu Briissel, höfuðborg Belgíu, er á góðri leið með að verða mesta skrifstofuborg Evrópu. Skrif- stofupláss þar er nú um 8,5 millj- óuir fermetra og vex stöðugt. Enda þótt skrifstofupláss kunni að vera enn meira í stærri borg- um, þá er það hvergi meira en í Briissel miðað við íbúafjölda. Samkvæmt opinberum tölum eru 8,5 fermetrar af skrifstofuhús- næði í Briissel á hvern íbúa þar, en samsvarandi tölur eru 1,5 fer- metri í Madrid, 2,5 í London og 3 í París. NATO og Evrópubandalag- ið, sem hafa aðalstöðvar sínar í Brússel, draga til sín æ fleira fólk. Samkvæmt síðustu ársskýrslu eins helzta fasteignafyrirtækis heims, Jones Lang Wooton, sem fær í sínar hendur mjög mikið af fyrirspurnum um skrifstofupláss í Briissel. BÓKASAFNI Arkitektafélags ís- lands fékk á dögunum vegiega bókagjöf um finnskan arkitektúr og hönnun í Finnlandi Það var Hákan Branders, sendi- herra Finnlands á íslandi sem af- henti gjöfina í upphafi námsstefnu um hlut finnsks arkitektúrs í ímynd Finnlands. Námsstefnan var haldin í tengslum við sýninguna Frá Finn- um, sem staðið hefur yfir í sýning- arsal Norræna hússins. Fjölbýlishús í Kópavogi. Einangrað að utan, útskiftanlegar svalir, stólað þak, glerjað án kíttis, hitalagn ir utanaáliggjandi, klætt með viðhaldsfríum plötum og steypt burðarvirki. Híbýli/Garður Endiiigargóó hús Athuguð hefur verið ending byggingarhluta í húsum sem byggð eru á hefðbundinn íslensk- an hátt, þ.e.a.s. steypt á staðnum, einangruð að innan og máluð að utan með ísteyptum gluggum og steyptum svölum og svalahand- riðum. Alitið er að burðarvirki í slíku húsi dugi í yfír hundrað ár, þak í um 50 ár, gluggar í 20-30 ár, svalir í 20 ár og utanhússfrágangur (málning) í 3-5 ár. Af þessu má álykta að skipt hafi verið um þak tvisvar á hundrað ára gömlu húsi, skipt um glugga 4 sinnum, svalir 5 sinnum og húsið málað 25 sinnum. Þegar tillit er tekið til eðiisfræði húsa og skoðuð ending eldri bygg- inga með það fyrir augum að gefa sér forsendur fyrir tæknilegu óska- húsi, er rétt að stefna að húsi sem hefur steypt burðarvirki, einangrað að utan og klætt með viðhaldsfríum plötum, útskiptanlegum gluggum sem eru gleijaðir án kíttis, stóluðu þaki og með útskiptanlegum svöl- um. A komandi árum mun sjást mik- ið af húsum með svipuðu fyrirkomu- lagi og hús munu í framtíðinni verða endumýjuð með líftíma byggingar- hluta í huga. Algengt er að viðgerð- arkostnaður vegna steypuskemmda á 15-20 ára fjölbýlishúsum sé sem nemur verði á meðal fjölskyldubif- reið á hveija íbúð. Þó að þetta sé gert má búast við öðru bílverði í viðgerð á sama húsi að 20 ámm liðnum. Þessi atriði eru hluti af eðlis- fræðilegum og tæknilegum gæðum hússins. Þótt öll þessi atriði séu í lagi og til fyrirmyndar þarf það ekki að þýða að um sé að ræða gott hús. Fleira þarf til. Hús geta verið góð á margvísleg- an hátt. Þau geta verið falleg, starf- hæf og byggingarlistarlega vel gerð, fallið vel að umhverfí sínu, verið vel byggð þannig að þau þoli álag náttúmaflanna, fallega frá gengin, með góðu viðhaldi og fl. Þau geta líka verið góð að einu leyti en léleg á annan hátt. Til dæmis falleg en eðlisfræðiiega rangt hönnuð. Þau geta verið klassísk að forminu til en tækníléga endingarlítil. Þau geta verið ódýr og góð; eða dýr og léleg — og öfugt. Af þessu sést að gæði húsa má mæla eftir mörgum mælistikum. Þama er um að ræða eins og áður er getið, fegurð hússins, starfhæfni þess, væntanlegan rekstrar- og við- haldskotnað og fleira og. fleira. Gott hús er það hús sem fær háa einkunn á sem flestum þessara sviða. Þetta er svipað og í skóla, jafn- vel þó fögin séu öll mæld að jöfnu við útreikning á aðaleinkunn þá eru þau ekki öll jafn mikilvæg. Léleg einkunn í einu fagi getur valdið því að nemandinn falli. Eins er það með hús, það skiptir ekki máli hvað húsið er starfhæft og fallegt, það fellur ef það lekur. Sama gildir um eðlisfræðilega og tæknilega vel byggðt hús sem heldur vatni og vindum en er hvorki fallegt né starf- hæft, þa 'er það líka fallið á prófinu. Þegar arkitektinn hefur vinnu sína byijar hann með autt blað og kastar sér út í að leysa verkefni sem aldrei hefur verið leyst áður. Það hefur aldrei áður verið hannað hús á þessari tilteknu lóð fyrir þessa tilteknu starfsemi fyrir þennan til- tekna notanda. Arkitektinn verður að leggja huglægt mat á mjög stór- an hluta af forsendum verksins. Mjög takmarkað er hægt að sækja í staðla og reiknilíkön. A eftir koma verkfræðingar og eðlisfræðingar sem slá upp í bókum og finna við- eigandi forsendur fyrir þeirra lausn- um sem síðan eru reiknaðar út. Tæknilegar lausnir má finna og rökstyðja með tvennum hætti. I fyrsta lagi fræðilega með hönnun og ýmiss konar reiknilíkönum og í öðru lagi með því að líta í kringum sig og sjá hvernig lausnirnar hafa reynst í byggingum sem staðið hafa í nokkur ár eða áratugi. Hægt er að reikna sig fram til niðurstöðu eins og í stæðfræðinni. Gefnar eru forsendur og svo er reiknað þar til niðurstaða er fengin. Að byggja eðlisfræðilega gott hús er tiltölu- elga efínfalt mál, vegna þess að lausnirnar byggjast flestar á þekkt- um vandamálum sem hafa verið leyst bæði fræðilega og verklega áður. eftir Hilmoi Þór Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.