Morgunblaðið - 29.01.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 29.01.1991, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 3UóVötroW$iírti> 1991 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR BLAÐ B HANDKNATTLEIKUR / KVENNALANDSLIÐ Ema leikur með á Ítalíu Kemurfrá Sviss til að taka þátt í undirbúningi landsliðsins. Halla'Geirsdóttirkemurfrá Noregi til móts við liðið á Ítalíu ERNA Lúðvíksdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í landsliðið að nýju fyrir C- heimsmeistarakeppnina á Ítalíu, en hún lék síðast fyrir íslands hönd á C-keppninni í Frakklandi 1988. Þá mun Halla Geirsdóttir, sem leikur í Nor- egi, einnig mæta til leiks á Ítalíu. Ema hefur undanfarin tvö ár leikið í Sviss og er nú í toppbar- áttu í svissnesku 1. deildinni með liði sínu ZMC Amacitia. „Þegar ég kom heim um jólin hafði Gústaf Bjömsson, landsliðsþjálfari, sam- band við mig til þess að athuga hvort ég gæfí kost á mér í landslið- ið fyrir C-keppnina á Italíu í mars. Það er auðvitað alltaf heiður að leika fyrir hönd Islands, en ég hef ekki leikið með landsliðinu síðan ég fór til Sviss í júní 1989. Það verður gert hlé á svissnesku deildinni á sama tíma og á íslandi. Sviss tekur einnig þátt í C-keppninni. Síðasti leikurinn fyrir hlé er 2. mars og ég kem heim þann þriðja og tek þátt í undirbúningnum fyrir Italíu. Það er ekki spurning að sú ákvörð- un Gústafs að kalla á eldri leikmenn er rétt því að þó að við eigum mik- ið af ungum og efnilegum stúlkum þá eu þær ekki tilbúnar í slaginn enn,“sagði Erna. Margrét Thedórdórsdóttir, for- maður landsliðsnefndar, sagði í gær að verið væri að vinna í því að fá fleiri af þeim sem hætt höfðu und- anfarin þrjú ár í landsliðinu og þau mál skýrðust á næstu dögum. Gústaf velur 22 manna hóp 10 febrúar. Halla Geirsdóttir hefur gefið jákvætt svar. Vegna deildar- keppninnar í Noregi kemst hún ekkL í undirbúninginn hér heima, heldur kemur tii móts við liðið á Ítalíu. Erna Lúðvíksdóttir hefur leikið flesta landsleiki með kvennalandsliðinu. KNATTSPYRNA Guðmundur aft- uráferðina Guðmundur Torfason, landsliðsmiðherji hjá St. Mirren, er aftur kominn á ferðina eftir tveggja mánaða hvíld. Guðmundur, sem kinnbeinsbrotnaði ( byrjun desember, skoraði tvö mörk þegar St. Mirren vann Stranraer, 5:1, á vesturströnd Skot- lands. Leikmenn Stranraer veittu St. Mirren keppni fyrstu 30 mín., en þá opnaði Guðmundur leikinn með marki af stuttu færi. Við það tvíefldust leik- menn St. Mirren, sem leika gegn Celtic í næstu umferð bikarkeppninnar. „Ég er ánægður með að vera kominn á ný í slaginn," sagði Guðmundur, sem var valinn maður leiksins (skosku blöðunum. „ísmaðurinn er kominn úr kuldanum," var ein fyrirsögnin. Framarar skoruðu þijú mörkánýja Nýr glæsilegur gervigrasvöllur var vígður í Kópavogi á laugardaginn. Breiðablik fékk íslandsmeistara Fram í heimsókn og voru meistar- arnir sterkari - unnu 3:0. Einn af ungu ieikmönn- unum hjá Fram, Haukur Pálmason, skoraði tvö mörk og Guðmundur Steinsson eitt. Einnig lék kvennalið Breiðabliks gegn landsliðinu og varð jafntefli, 1;1. Breiðablik leikur heimaleiki sína í 1. deild karla og kvenna á gervigrasvellinum í sumar. RUÐNINGUR Stóðvid stóru orðin! MT Iþróttafréttamaðurinn Rob Roberts á Nornell Even- ing Post var ekki mjög gáfulegur á föstudaginn þarsem hann ýtti hnetu með nefinu niður .eftir götu í Hornell, úthverfi New York. Með þessu uppátæki var hann að efna loforð sem hann gaf í grein um lið Buffalo Bills í NFL-deildinni í i-uðningi. Roberts sagði í grein um Buffalo, sem birtist fyr- ir keppnistímabiiið: „ . . .ef þeir komast í úrslit skal ég ýta hnetu með nefinu niður Aðalstræti." Rúmlega þúsund manns komu til að fylgjast með Roberts standa við stóru orðin, þrátt fyrir mikinn kulda. „Þegar leið á mótið var ég minntur á loforðið og það kom ekki annað til greina en að standa við það. Það gekk þokkalega og nefið er í heilu lagi,“ sagði Roberts. Nánar um úrslitaleikinn / B4 KNATTSPYRNA / FRAKKLAND Forseti Marseille í árs bann Leikmenn neita að leika íyrir félagið og franska landsliðið meðan bannið varir BERNARD Tapie, milljónamæringurinn franski og eigandi Olympique Marseille, besta knattspyrnufélags Frakklands, var í gær úrskurðaður í 12 mánaða bann af aganefnd f ranska knatt- spyrnusambandsins fyrir að sverta ímynd knattspyrnunnar. Hann má ekki hafa opinber afskipti af íþróttinni þann tíma. Tapie sagð- ist í gærkvöldi ekki myndu áfrýja úrskurðinum og hygðist hætta störfum. Leikmenn félagsins lýstu því yfir í gær að þeir lékju hvorki fyrir félagið né f ranska landsliðið fyrr en banninu yrði aflétt. Bernard Tapie. Aganefndin hefur undanfarna níu mánuði rannsakað gagn- kvæmar ásakanir Tapies og Claude Bez, fyrrum forseta Bordeaux, um mútustarfsemi og fleira óskemmti- legt. Þá á Tapie að hafa farið niðr- andi orðum um dómara, svo vægt sé tii orða tekið, og reynt að kúga þá með hótunum. Tapie, sem tók við félaginu 1986, hefur lagt mikið fé í rekstur þess í þeim tilgangi að gera það að besta knattspyrnuliði Evrópu. Leikmenn Marseille samþykktu einróma á fundi í gær, í mótmæla- skyni vegna úrskurðar aganefndar- innar, að leika hvorki fyrir félagið — ( deildar- bikar- eða Evrópuleikj- um — né gefa kost á sér í franska landsliðið þar til banninu verður aflétt. Jean-Pierre Papin, fyrirliði liðsins skýrði frá þessu. Fyrsti leikur Marseille, eftir þennan úrskurð, á eða átti að fara fram á föstudagskvöld gegn Borde- aux í beinni útsendingu sjónvarps. Liðið er komið í 8-liða úrslit Evrópu- keppni meistaraliða og á að leika gegn AC Mílan 6. og 20. mars. Þá á franska landsliðið mjög erfiðan leik framundan í Evrópukeppninni gegn Spáni í París 20. febrúar og verður þá án sjö leikmanna Mars- eille ef svo fer sem horfir; Manuel Amoros, Basile Boli, Bernard Ca- soni, Eric Cantona, Phillippe Verc- ruysse, Papin og Bernard Pardo. Frakkland leikur í sama riðli og ísland. Tapie hvatti leikmenn sína strax til að hætta við fyrirhugað verk- fall. „Verkefni mitt næstu daga verður að finna úrræði sem duga til að halda Marseille á þeim stalli sem félagið er komið á,“ sagði hann. „Leikmennirnir verða að halda áfram þó ég hætti. Þeir verða að sigra AC Mílan og vinna síðan Evr- ópukeppnina." Hann sagðist ekki eiga annarra kosta völ en hætta sem forseti félagsins. „Það er ekki hægt að fjarstýra félaginu. Maður verður að vera í daglegri snertingu við reksturinn." Hann sagðist ánægður með að nefndin hefði hreinsað Marseille a| ásökunum um mútur á síðasta keppnistímabili, og sagðist ekki hafa reiknað með að fá ársbann „fyrir að vera ókurteis við dómara fyrir átján mánuðum." Hann viður- ikenndi að þá hefði hann ekki breytt rétt, „en ef allir sem einhvern tíma haga sér ekki rétt gagnvart dómur- um yrðu úrskurðaðir í bann yrðu ekki margireftir í knattspyrnunni." ■ HAIMDKIMATTLEIKUR; ALFREÐ BIKARMEISTARIÁ SPÁIMI / B8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.