Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞKII)■)l.;i)A(;LiR 29. JANÚAR 1991 TENNIS / OPNA ASTRALSKA MEISTARAMOTIÐ „Sjö ára vinna skilaði árangri“ BORIS Becker og Monica Seles sigruðu á opna ástralska meistaramótinu ítennis um helgina, bæði ífyrsta sinn. Becker sigraði Lendl ífrábær- um úrslitaleik og einvígi tveggja bestu tennisleikara heims. Sigurinn á mótinu var þó alls ekki það eina því Beck- er náði einnig efsta sæti heimslistans sem hann hefur lengi stefnt að. Sjö ára vinna skilaði árangri og ég hef í raun ekki enn áttað mig á þessu,“ sagði Becker á blaða- mannafundi eftir leikinn. Hann kom ekki beint á fundinn heldur fór út af vellinum og skokkaði góða stund. „Ég var orðlaus og þurfti að jafna mig áður en ég fór á fundinn. Ég hugsaði um hve lengi ég hafði stefnt að þessu markmiði. Ég hef oft ver- ið nálægt og í hreinskilni sagt átti ég ekki von á því að ná efsta sæt- inu núna,“ sagði Becker. Byrjunin benti reyndar ekki til þess að Becker næði markmiðinu. Ivan Lendl virtist líklegur til að ná efsta sætinu af Stefan Edberg með sigri, 6:1, í fyrstu lotunni. Upþgjaf- irnar voru kraftmiklar og Becker virtist ráðalaus. En hann náði sér á strik og stal sigrinum í annarri lotu með laglegri forhönd. Þarmeð var sjálfstraustið komið í lag og þrátt fyrir góðan leik Lendls átti hann ekki svar við snilldarleik Beck- ers. Reuter Boris Becker fagnaði innilega eftir sigur sinn í Ástralíu. Hann er nú kominn í efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn. í úrslitalotunni unnu báðir upp- gjafahrinur sínar þar til í þeirri tíundu er Becker komst í 40:0 og svaraði svo uppgjöf Lendls með glæsilegri forhönd út við línu og tryggði sér sigur. „Það tók mig klukkutíma að komast inní leikinn og'ég held að hann hafi verið góður. Þetta var bara spurning um nokkra bolta á mikilvægum augnablikum,“ sagði Becker. „Ég lék vel og er mjög sáttur við leikinn. Ég reyndi að gefa hon- um ekki færi en hann sá við mér,“ sagði Lendl. Seles sú yngsta Monica Seles sigraði í kvenna- flokki og varð yngsti meistarinn í sögu mótsins, aðeins 17 ára. Hún KNATTSPYRNA / ITALIA Baggio í banastuði Roberto Baggio fór hamförum með Juventus á sunnudag er liðið sigraði nýliða Parma 5:0 í ítölsku 1. deildinni. Nýliðarnir hafa staðið sig vel í vetur, voru í þriðja sæti fyrir helgi en brotlentu í Tórínó. Baggio lék frábærlega — lék félaga sína vel uppi og kórónaði góða frammistöðu með því að gera tvö síðustu mörkin, á jafn mörgum mínútum. Juventus er í öðru sæti, ásamt Sampdoria og AC Mílanó, en Inter, sem gerði jafntefli við Cagliari, er í efsta sæti. ■ Úrslit og staðan / B6 sigraði Jönu Novotnu 5:7 6:3 6:1. Þetta var annar sigur Seles en hún segist eiga margt ólært. Hún sagði að sig vantaði stöðugleika og ætti í vandræðum með uppgjafirnar og lágu boltapa. „Mig langar að læra alvöru tennis. Það er erfitt að leika gegn slíkum spilurum og að ná sterkari uppgjöfum hefði mikið að segja fyrir mig,“ sagði Seles. Novotna bytjaði vel í fyrsta úr- slitaleik sínum á risamóti og vann fyrstu lotuna, 7:5. Hún sótti fast að netinu og gaf Seles fá tækifæri. Seles náði að svara fyrir sig í ann- arri lotu og komst í 3:0. Novotna jafnaði 3:3 en Seles vann síðustu þtjár hrinurnar. í síðustu lotunni hafði Seles mikla yfirburði og sigr- aði örugglega, 6:1. „Ég reyndi að leika af öryggi og beið eftir mistök- KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILDIN Njarðvíking- ar einfaldlega miklubetii - sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálfari UMFG, eftir að lið hans hafði tapað í Njarðvík N jarðvíkingar styrktu enn stöðu sína á toppi A-riðils með sann- færandi sigri, 99:81, gegn Grindvíkingum í „Ljónagryijunni“ í Njarðvík á sunnu- Björn daginn. Grindvík- , Blöndal ingar verða hins skrifar vegar að taka sig verulega á í þeim 9 umferðum sem eftir eru ef þeir ætla sér að komast í úrslitakeppn- ina. Leikur liðanna vár jafn framan af í fyrri hálfleik, en síðan skildu leiðir þegar botninn datt algjörlega úr leik Grindvíkinga og í hálfleik varmunurinnorðin 13, stig 50:37. í síðari háifleik náðu Grindvík- ingar að minnka muninn í 8 stig, 68:60, en Njarðvíkingar voru ekki á því gefa neitt eftir og áður en varði höfðu þeir náð afgerandi for- ystu aftur og stóðu uppi sem örugg- ir sigurvegarar í lokin. „Njarðvíkingar eru með gott lið, því verður ekki neitað og þeir voru einfaldlega miklu betri. Við áttum afleita kafla þegar ekkert gekk upp hjá okkur og það dugar ekki í Njarðvík. Stiginn voru mikilvæg sem við,-urðum af, en með góðum endáspretti getum við enn komist í úrslitakeppnina," sagði Gunnar Þorvarðarson þjálfari UMFG eftir leikinn. Rondey Robinson í liði UMf’N var besti maður vallarins eins og svo oft áður en auk hans áttu Teitur Orlygsson, Hreiðar Hreiðarsson og Friðrik Ragnarsson góðan leik. Þá má nefna Gunnar Orlygsson sem lætur meira að sér kveða með hveijum leik. Þetta var ekki dagur Grindvíkinga. Guð- mundur Bragason, aðalmaður þeirra, náði sér aldrei á strik og skoraði aðeins 4 stig — öll í fyrri hálfleik. Gjörbreytt ÍR-lið Lið ÍR hefur heldur betur breyst síðan fyrir áramót. Snillingurinn Franc Booker kom til félagsins og þá eru Ragnar Torfason, Björn Steffensen og Karl Guðlaugsson allir komnir í ÍR-búninginn á ný. Tindastóll kom í heimsókn í Selja- skólann um helgina og varð að sætta sig við tap gegn ÍR. Þess má geta að Pétur Guðmundsson er enn meiddur ög lék ekki með Tinda- stóli. Morgunblaðið/Einar Falur ÍR-ingar sigrudu Tindastól ÍR-ingar hafa sótt sig í veðrið að und- anförnu, og fögnuðu sigri gegn hinu sterka Tindastólsliði. Bandaríkjamað- urinn Franc Booker átti stórleik að vanda með ÍR. Skoraði 49 stig. Á myndinni að ofan er Booker með knöttinn í góðu færi en hér til hliðar fagnar hann svö ásanit félögúm sínuhi eftir að flautað hafði verið til leiksloka. ÍHém FOLX ■ STEFANIA Antonini varð um helgina fyrsta konan til að fá leik- bann hjá Knattspyrnusa.mbandi Evr- ópu, UEFA. Hún fékk eins leiks bann fyrir grófan leik í landsleik ítala gegn Svíum í Evrópukeppninni í desember. Þýska knattspyrnusam- bandið var dæmt til að greiða'MOO þúsund krónur í sekt fyrir ólæti áhorfenda og Spánverjar fengu sömu sekt vegna framkomu áhorf- enda í U-21 árs landsleik gegn Al- baníu. ■ BRETT Hull, sem leikur með St. Louis Blues, í bandarísku íshokkýdeildini (NHL), varð um helgina fimmti maðurinn til að gera 50 stig í 50 leikjum. Hann gerði tvö stig gegn Detroit Red Wings og komst þarmeð í hóp með mönnum á borð við Wayne Gretzky og Mario Lemieux. - ■ ROBERT Prosinecki, einn besti knattspyrnumaður Júgóslava, hefur verið bannað að skipta um félag næstu íjögur árin. Mörg félög hafa áhuga á honum og AC Mílanó, Real Madrid, Napólí og París Sai- nt Germain hafa öll spurst fyrir um hann en fengið það svar að hann fái ekki að leika með erlendu félagi fyrr en hann verður 26 ára. Prosinecki er 22 ára og verður því að leika næstu fjögur árin með Rauðu Stjörnunni frá Belgrad. ■ BRYAN Robson var valinn í gær valinn í enska landsliðshópinn sem mætir Kamerún í vináttuleik 6. febrúar á Wembley. Hann fór heim frá HM á Ítalíu í sumar vegna meiðsla og óttuðust margir að lands- liðsferli Robsons væri lokið, en svo er ekki. ■ ENSKA landsliðshópinn skipa annars eftirtaldir: Chris Woods, David Seaman, Nigel Mai*tyn, Gary Stevens, Lee Dixon, Stuart Pearce, Tony Dorigo, Gai-y Pall- ister, Des Walker, Mark Wright, Steve Hodge, Bryan Robson, Trevor Steven, Neil Webb, Pauí Gascoigne, Steve McMahon, David Platt, Chris Waddle, Gary Lineker, Nigel Clough, Ian Wright.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.