Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐ.IUDAGUR 29. JANÚAR 1991 B 5 NDSMOTIÐ Morgunblaöið/Einar Falur irki Sigurðsson stóð sig afbragðs vel í sóknarieik Víkings. Með hugann við úrslitakeppnina - segja þjálfararnir Þorbergur Jensson, Val, og Eyjólfur Bragason, Stjörnunni EINAR Þorvarðarson gerði gæfumuninn, þegar Valur vann Stjörn- una 27:22 í Garðabæ á laugardag. Hann fór í mark Vals, þegar liðlega 11 mínútur voru til hálfleiks og staðan 9:8 fyrir heima- menn, og varði vel, ekki síst einn á móti einum. Stjarnan var næst því að komast inní leikinn í stöðunni 23:21 fyrir Val, en þá gerði Einar vonir heimamanna að engu, er hann varði glæsi- lega frá Skúla Gunnsteinssyni af línunni eftir hraðaupphlaup. Leikurinn skipti bæði lið máli og úrslitin eiga hugsanlega eftir að hafa áhrif í síðustu fjórum umferðunum — hætta er á að fjög- ur eða fimm efstu liðin slaki á og tapi stigum til félaga, sem eru að berjast um sjötta sætið í úrslitakeppninni um íslandsmeistara- titilinn. Heimamenn byrjuðu vel, en fóru illa að ráði sínu í lok fyrri hálfleiks og áttuðu sig ekki fyrr en gestirnir höfðu gert tvö mörk á fyrstu minútu eftir Steinþór hlé. Þeir gáfust end- Guðbjartsson anlega upp eftir skrífar fyrrnefnt hraðaupp- hlaup og gera ekki stóra hluti í úrslitakeppninni með slíku baráttuleysi. Baráttuleysi Tveir af lykilmönnum Stjörnunn- ar, Sigurður Bjarnason og Patrekur Jóhannesson, hafa gengið í gegnum stíft tímabil með landsliðinu að undanförnu ,og hugsanlega hefur það sett strik í reikninginn hjá Garðbæingum. Skúli Gunnsteinsson var ógnandi í sókninni hjá Stjörn- unni óg Axel Björnsson gerði góða hluti í vinstra horninu en að öðru leyti var sóknarleikur liðsins frekar bitlaus. Sigurður Bjarnason hafði hægt um sig, en vann vel fyrir fyrr- nefnda félaga sína. Markvarslan var slök og vörnin stöð. Stjarnan-Valur 22:27 íþróttamiðstöðin Garðabæ, íslands- mótið í handknattleik, 1. deild karla — VÍS-keppnin — laugardaginn 26. jan- úar 1991. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 3:1, 4:4, 5:4, 5:7, 10:10, 12:10, 13:13, 13:15, 16:19, 18:19, 18:21, 21:23, 21:27, 22:27. Mörk Stjörnunnar: Skúli Gunnsteins- son 7, Magnús Sigurðsson 5/1, Axel Björnsson 4, Sigurður Bjamason 3, Guðmundur Albeitsson 2, Patrekur Jóhannesson 1. Varin skot: Brynjar Kvaran 7 (þar af tvö, er boltinn fór aftur til mótheija), Ingvai1 Ragnarsson 2 (þar af fór bolt- inn í annað skiptið til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 9/3, Jón Kristjánsson 6, Dagur Sigurðsson 4, Jakob Sigurðson 4, Júlíus Gunnai*s- son 3, Finnur Jóhannsson 1. Varin skot: Einar Þorvaröarson 10 (þar af tvö, er boltinn fór aftur til mótheija), Arni Þ. Sigurðsson 2. Utan vallar: 2 mínútur. Áhorfendur: Um 150. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögn- vald Erlingsson. „Þetta var dauft hjá okkur,“ sagði Eyjólfur Bragason, þjálfari el Björnsson sækir að marki Valsmanna. Finnur Jóhannsson er til varnar. Morgunblaðið/Júlíus Stjörnunnar, við Morgunblaðið_. „Baráttúleysið hefur verið helsta vandamál okkar í vetur og varnar- leikurinn er ekki nógu góður. En Valsmenn spiluðu mjög vel og í heildina hefði leikurinn verið góður og spennandi, ef við hefðum ekki gert öll þessi mistök síðustu mínút- urnar. Yfirburðir Leikur Valsmanna var mun fjöl- breyttari, ógnunin meiri í sókninni og í heildina hafði liðið yfirburði á öllum sviðum, þó varnarleikurinn hafi oft verið betri, „Ég er ánægður með þetta,“ sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals. „Það virðist vera stígandi l- liðinu, en vörnin var slök í byrjun. Hins vegar vantaði kraft í Stjörnu- menn.“ Landsliðshornamenn Vals fengu að leika lausum hala og nýttu sér það. Valdimar Grímsson gerði níu mörk og Jakob Sigurðsson fjögur. Jón Kristjánsson fékk næði á miðj- unni, lék mjög vel og var atkvæða- mikill. Dagur Sigurðsson er gríðar- lega efnilegur og gerði góð mörk. Sóknarnýting beggja liða var 56% í fyrri hálfleik. Valsmenn héldu uppteknum hætti eftir hlé, en sókn- arnýting Stjörnunnar var þá aðeins 35%. Biðtími Þjálfarnir sögðust báðir hafa stefnt að sigri. „Við litum á þetta sem lykilleik," sagði Eyjólfur. „Með sigri hefðum við átt möguleika á öðru sæti, en það er eins og menn séu að bíða eftir úrslitakeppninni." Þorbjörn var á sama máli. „Innst inni eru menn með hugann við úr- slitakeppnina, því það er hún, sem gildir. Við urðum hins vegar að sigra til að tryggja annað sætið og það er nánast í höfn. Því skipta næstu leikir í raun engu máli. Við' mætum afslappaðir til leiks og kom-' um til með að nýta þá sem best fyrir úrslitakeppnina.“ Barátta eða ekki? Þorbjörn sagðist halda að úrslita-' keppnin yrði mjög jöfn. „Það verður gríðarlegt álag á alla leikmenn enda í raun ný keppni,_ þar sem hver leik- ur skiptir máli. Eg held að keppnin verði mjög jöfn og ekkert eitt lið eigi eftir að stinga af.“ Eyjólfur sagði að Stjarnan hefði ekki sömu breidd og hin liðin. „Ef dæmið gengur ekki upp hjá skyttum hinna efstu liðanna fara horna- mennirnir í gang og öfugt, en svorí& er þetta ekki hjá okkur. Því erum við ekki sérlega bjartsýnir, en við berjumst fyrir efsta sætinu og ger- um það sem við getum.“ ar óstöðvandi? an sigur. Fjai-vera þeirra tveggja skipti engu máli átjándi sigur liðsins í jafn mörgum leikjum varð staðreynd. Bjarki Sigurðsson stóð sig afbragðs vel í sókna- raðgerðum Víkinga, fyrst í horninu og síðan fyrir utan eftir að Karl meiddist. Gerði glæsimörk og var að öðrum ólöstuðum besti maður liðsins. Bjarki er greinilega að komast á fulla ferð á ný eftir meiðsli og orðinn fullur sjálfstrausts. Víkingar voru að vísu lengi í gang. KA komst í 2:0 og Dagur Jónasson gerði fyrsta mark heimal- iðsins eftir rúmar níu mín. Jafnræði var svo með liðtmum fram yfir miðjan hálfleikinn en þá skildu leiðir. Sóknarleikur Víkinga var fjölbreyttur, hraðinn var mikill í leik liðsins og leikmenn öruggir. Vörn- in var einnig góð langtímum saman. Það sama verður ekki sagt um KA. Sóknarleikur liðsins var ómarkviss og samvinna leikmanna langt frá því fullnægjandi. Vörnin var góð framan af leiknum. Víkingur - KA 25:17 Laugardalshöll, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild — VlS-keppnin — laugardag- inn 26. janúar 1991. Gangur leiksins: 0:2, 3:2, 4:4, 7:5, 8:6, 11:6, 11:7, 12:7, 13:7, 13:9, 17:9, 18:11, 24:12, 24:16, 24:17, 25:17. Víkingur: Bjarki Sigurðsson 8, Dagur Jónasson 5, Árni Friðleifsson 5/1, Birgir Sigurðsson 3, Karl Þráinsson 1, Björgvin Rúnarsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Hilmar Sigurgislason 1. Alexej Trúfan, Ingimundur Helgason. Varin skot: Hrafn Margeirsson 9 (þar 2 er knötturinn fór aftur til mótherja), Reynir Þ. Reyhisson 1. Utan vallar: 4 mínútur. KA: Hans Guðmundsson 7/1, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 4/3, Guðmundur Guð- ntundsson 3, Erlingur Kristjánsson 2, Pétur Bjarnason 1. Jóhannes Bjarnason, Frið- jón Jónsson, Þoivaldur Þorvaldsson, Arnar Dagsson, Andrés Magnússon. Varin skot: Axel Stefánsson 9/1 (þar af 2/1 er knöt.turinn fór aftur til mótheija). Björn Björnsson. Utan vallar: 12 mínútur. Áhorfendur: Seldir miðar voru um 50, en áhorfendur hafa verið að minnsta kosti 100. Dómarar: Guðmundur Kolbéinsson og Þorgeir Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.