Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 “h KNATTSPYRNA / ENSKA BIKARKEPPNIN 1| HANDKNATTLEIKUR / ÍSLA „Otrúlegt" - sagði John Byrne, sem jafnaði, 2:2, fyrir Brighton gegn Liverpool, sem hafði yfir 2:0 Mark Hughes skoraði sigurmark Man. Utd. rétt fyrir leikslok. foém FOLK ■ PERRY Digweed, markvörður Brighton, hefur leikið sjö sinnum gegn aðal- eða varaliði Liverpool og aldrei verið í tapliði. Hann var í liðinu, sem lék til Frá úrslita 1983 eftir að Bob hafa slegið Liver- Hennessy pool Út í 4. umferð. ; Englandi a IAN Rush hefUr gert samtals 35 mörk í bikarkeppn- inni og nálgast metið, en Dennis Law gerði 41 mark á sínum tíma. ■ 6.000 áhorfendur frá Brighton voru á Anfield, en 10.000 manns fylgdu Bolton til Manchester. ■ BOLTON vann Manchester United 2:0 í úrslitum 1958. Fyrir leikinn á laugardag, gengu leik- menn Bolton frá 1958 heiðurshring á Old Trafford. ■ DANINN Henrik Mortensen, sem var settur á sölulista á föstu- dag, gerði annað mark Norwich gegn Swindon. Þetta var fyrsta mark hans fyrir félagið. ■ JOHN Bond tók við Shrews- bury fyrir skömmu, en sigurinn gegn Wimbledon var sá fyrsti á heimavelli undir stjórn Bonds. ■ BOND var ekki ánægður með leik Wimbledon. „Það er ömurlegt að horfa á liðið. Það er jafnvel verra en að horfa á listdans á skautum í sjónvarpinu.“ ■ CLIVE Allen var varamaður hjá Manchester City, en gerði sig- urmarkið eftir hornspyrnu. „Settu mig inná núna,“ sagði hann þegar hornið var dæmt, „því ég skora örugglega." „Ertu tilbúinn?" „Ég er heitur.“ Skipting, fyrirgjöf, og Allen skoraði með skalla. ■ 12.087 áhorfendur voru á leik Luton og West Ham, en þar fær aðkomuliðið enga miða. Skjár var settur upp á Upton Park og þar mættu 4.162 áhorfendur. ■ PERSAFLÓASTRÍÐIÐ hefur áhrif á aðsókn „stóru“ liðanna í London. „Við erum venjulega með um 1.000 áhorfendur frá Norður- löndum á heimaleikjum okkar, en nú koma þeir ekki,“ sagði Chris Bates hjá Tottenham. ■ GUY Whittingham, miðheiji Portsmouth, sem var keyptur frá hernum fyrir 450 pund, gerði fjögur mörk í 5:1 sigri gegn Bourne- mouth. Hann er uggandi vegna Persaflóastríðsins og á von á því að verða kallaður í herinn á hverri stundu. Frá Bob Hennessy ÍEnglandi BRIGHTON gerði Liverpool lífið leitt í bikarkeppninni 1983 og 1984 og hélt uppteknum hætti á laugardag. lan Rush kom heimamönnum í 2:0, en John Byrne jafnaði 12 mínútum fyrir leikslok og liðin mætast aftur á morgun. „Þetta er ótrúlegt," sagði John Byrne, sem gerði jöfnunarmarkið, en hann gekkst undir uppskurð í hné fyrir fjórum vikum. „Ég átti ekki von á að geta leikið og að skora gerir þetta enn eftir- minnilegra." Liverpool hefur leikið frekar illa að undanförnu, aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum og komst áfram í bikarnum á sjálfs- marki fyrir þremur vikum. Liðið var án átta fastamanna á laugardag, en Kenny Dalglish sagði að það væri engin afsökun. „Við erum með nógu góða leikmenn til að sigra, en leikurinn olli von- brigðum. Við áttum að sigra, en getum aðeins sjálfum okkur um kennt.“ Dalglish hefur að undanförnu sagt að liðið sýndi ekki réttan bar- áttuanda. „Það tekur þá nokkrar vikur að ná sér á strik á ný. En við erum enn með í bikarnum og ætlum okkur sigur á miðvikudag, en Brighton á heiður skilinn." « Byrne var viss um að úrslitin væru ráðin, þegar staðan var 2:0. „Þá var ég viss um að við kæm- umst ekki inn í leikinn aftur og mættum þakka fyrir fjögur eða fimm núll tap.“ Sigurvegarinn ann- að kvöld á heimaleik gegn Everton í næstu umferð. StórleikurGazza Paul Gascoigne átti stórleik, þeg- ar Tottenham vann Oxford 4:2 — skoraði tvö og lagði upp hin tvö. „Hann var stórkostlegur,“ sagði Terry Venables. Brian Horton, stjóri Oxford, tók í sama streng. „Hann sýndi heimsklassaleik. Við hefðum þurft 12 nlenn til að gæta hans. Ég vona að við missum hann ekki til meginlandsins og víst er að leikmenn mínir fengu góða kennslustund." Tottenham dróst gegn Portsmouth á útivelli í næstu umferð. Meistarar Manchester United áttu í mestu erfiðleikum með þriðju deildar lið Bolton. Mark Hughes var í strangri gæslu, en slapp einu sinni og það nægði — Hughes skoraði og var það jafnframt 17. mark hans á tímabilinu. Alex Ferguson létti, þegar flaut- að var til leiksloka. „Það eru ekki mörg lið, sem leika á Old Trafford og koma í veg fyrir að við náum skoti." Paul Gascoiqne átti stórleik og fagnaði tveimur mörkum. Phil Neal, stjóri Bolton, var eínn- ig ánægður, þrátt fyrir tapið. „Ég er hreykinn af mönnum mínum og þeir hafa ástæðu til að gleðjast. Bilið á milli fyrstu og þriðju deildar minnkaði í þessum leik.“ Manchest- er United sækir Norwich heim í 5. umferð. Þriðju deildar lið Shrewsbury gerði betur og yann Wimbledon 1:0. Gary Shaw gerði eina mark leiksins og hefur hann nú gert 12 mörk fyrir Shrewsbury í 23 leikjum. Shrewsbury mætir Arsenal eða Leeds í 5. umferð. Woking úr með sæmd Utan deildar liðið Woking seldi Everton heimaleikinn og tapaði 1:0 á Goodison, en bjargaði Ijárhagn- um, því um 35.000 áhorfendur voru á leiknum. Mikil harka var í leik Arsenal og Leeds, sem lauk með markalausu jafntefli. Arsénal sótti stíft eftir hlé, en slapp með skrekkinn tveim- ur mínútum fyrir leikslok, þegar David Seaman varði meistaralega í horn eftir skot frá Gary McAllister. Urslit / B6 RUÐNINGUR / NFL-DEILDIN Titillinn til IMew York New York Giants sigraði Buff- alo Bills í 25. úrslitaleik NFL- deildarinnar, „Super-Bowl“. Leikur- inn var mjög spennandi en Giants sigraði naumiega Frá Gunnari 20:19. Buffalo fékk Valgeirssyni tækifæri til að í Bandaríkjunum tryggja sér sigur með vallarmarki átta sekúndum fyrir leikslok en skotið geigaði. Flestir áttu von á sigri Buffalo, enda liðið leikið vel í vetur. Giants missti hinsvegar tvo sterka ieik- menn. Aðal kastari liðsir.s, Phii Simms, meiddist í iok deiidarkeppn- innar og síðustu þijá leiki liðsins lék varakastari liðsins, Jeff Hosteddler. Hann hafði aðeins spilað einn leik á sjö árum en stóð sig vel í úrslita- keppninni og úrslitaleiknum. Maður leiksins var gamia kempan Otis Anderson, sem kom inní iiðið er aðalbakvörður liðsins meiddist í haust. Blaðamenn voru á einu máli um að þetta hafi verið besti leikurinn í sögu deildarinnar. „Góð vörn er góð sókn. Þannig tekst okkur að halda boltanum frá kastara þeirra," sagði Otis Anderson, maður leiksins. Scott Norwood, sem átti síðsta skot Buff- alo, var miður sín eftir leikinn: „Ég veit að ég brást liðinu og stuðnings- mönnum þess. Ég hefði átt að skora. En í þessari íþrótt fær maður ekki annað tækifæri." Hugsum lítiðum sigur- gönguna - sagði Bjarki Sigurðsson sem lék mjög vel gegn KA BJARKI Sigurðsson var besti maður Víkings fsigurleiknum gegn KA. Hann hefur verið meiddur, brákaði rifbein fyrir skemmstu en sagði að nú væri allt á réttri leið. „Það má segja að þetta hafi verið besti leikur minn í vetur. Ég var ákveðinn. Það hefur verið pressa á mér vegna þess að ég hef ekki staðið mig nógu vel og var ákveðinn að rífa mig upp úr þessu,“ sagði Bjarki við Morgunblaðið. Víkingar voru lengi í gang. Skoruðu ekki fyrr en eftir rúmar níu mínútur. „Ég veit ekki hvernig stendur á þessu. Við höfum ekki náð að byq'a nógu vel í undanfömum leikjum. Hin liðin hafa verið á undan að skora og það er eins og það taki menn ákveðinn tíma að átta sig á að leikurinn sé byijaður og að taka verði á.“ Sovétmaðurinn Trúfan, án efa einn besti leik- maður deildarinnar, ef ekki sá besti, meiddist strax á 3. mín. Tók vítakast, Axel Stefánsson varði en Trúfan stökk upp og náði frákastinu. Sovétmaðurinn snéri sig á ökkla er hann lenti og var ekki meira með. Karl Þráinsson meiddist líka í fyrri hálfleiknum. „Þegar Trúfan fór út af vissu menn að ekki var hægt að stóla á hann. Menn áttuðu sig á því að velgengnin er ekki ein- göngu honum að þakka. Það má segja að við séum með besta kjarnann í 1. deildinni — leik- mann í nánast hverri stöðu, sem getur tekið við af þeim sem byija inni á.“ Átján sigurleikir í röð eru nú að baki og Bjarki sagði menn gera sér grein fyrir því að ef liðið tapaði gæti orðið ákveðið spennufall. „En menn hugsa lítið um sigurgönguna, heldur reynum við að taka hvern leik fyrir sig — að vinna einn í einu. En við erum ákveðnir í að vinna forkeppn- ina.“ Bjarki sagðist ekki hugsa mikið um úrslita- keppnina. „En við reynum að bæta okkur í hveij- um leik og komum efidari til leiks þegar úrslita- keppnin hefst. Ég gæti trúað að hún yrði helm- ingi erfiðari en deildin hefur vefið í vetur. Sérs- taklega fyrir okkur þar sem öll liðin leggja örugg- lega sérstaka áherslu á að vinna okkur. En við ætlum að halda okkar striki. Liðið hefur verið gott og við ætlum okkur auðvitað sigur eins og önnur lið.“ Bjarki var spurður hvaða lið hann teldi geta veitt Víkingum mesta keppni í baráttunni um meistaratitilinn: „Valsmenn eru með sterkt lið og reynslumikið. Þeir gætu reynst erfíðir, og jafnvel Stjarnan, þó hún hafi verið að missa dampinn. Þessi lið eru álíka, en mikið veltur á „karakter" hvers leikmanns og þoli hvers og eins í leikjunum." Landsliðsmaðurinn sagðist ánægður með deild- ina í vetur og fyrirkomulagið væri gott. „Þetta hefur verið góð keyrsla en áhorfendur hefur vant- að og mér finnst ekki hafa verið skrifað nóg um mótið. Ég veit ekki eftir hveiju áhorfendur eru að bíða. Kannski eftir úrslitakeppninni, en það er nauðsynlegt að áhorfendur séu fleiri en þeir hafa verið, til að skapa stemmningu.“ Skapti Hallgrímsson skrifar Bja Ax Víking KA-menn fengu til tevatnsins á laugardag er þeir heimsóttu Víkinga í Laugardalshöll. Heimamenn sýndu hvers vegna gengi þeirra hefur verið svo gott sem raun ber vitni í vetur; liðsheild þeirra er einfaldlega mjög sterk. Skapti Þrátt fyrir að Sovétmaðurinn Trúfan Hallgrímsson meiddist strax á upphafsmínútum skrifar leiksins og kæmi ekki meira inn á og Karl Þráinsson færi sömu leið síðar í fyrri hálfleik, lék liðið vel og vann auðveld- T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.