Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 8
Urslitaleikurinn var mjög spenn- andi, en Bidasoa vann 21:18 eftir framlengingu. Atlético skoraði ekki fyrstu 10 mínúturnar og Bid- asoa komst í 4:0. í hálfleik var staðan jöfn, 10:10, og At- lético gerði næstu tvö mörkin, en Frá Atla Hilmarssyni á Spáni komst síðan ekki á blað í 12 mínút- ur. Bidasoa gerði fjögur mörk á meðan, en skoraði síðan ekki í 10 mínútur og staðan jöfn, 14:14. Bidasoa var með pálmann í höndun- um, en Atlético jafnaði, 16:16, hálfri mínútu fyrir leikslok og fram- lenging var óumflýjanleg. í seinna hléi var staðan 18:17 fyrir Bidasoa og liðið bætti um betur í seinni hluta framlengingarinnar. Alfreð var markahæstur með 9/5 mörk. Wenta skoraði 8 og Olaja, þriðji útileikmaðurinn, var með tvö mörk. Homamenhirnir gerðu sitt markið hvor, en ekkert var skorað af línu. Bidasoa lék með sömu menn ... allan tímann og var mikið álag á útileikmönnunum, en þeir stóðu undir nafni. Þá var Zuniga frábær í markinu, en sömu sögu er ekki að segja af kollega hans hjá At- lético, því Svensson var langt frá sínu besta. Sigurður Sveinsson var marka- hæstur hjá Atlético með 5/2 mörk, en Alonso gerði fjögur. Kristján í 3. sæti Kristján Arason og samheijar í Teka únnu Barcelona 26:21 í keppni um 3. sætið. Barcelona, sem hefur leikið til úrslita síðustu fjögur árin, lét varamennina byrja og stóðu Alfreð Gísiason lék vel í Valencia um helgina. þeir sig vel, en aðalliðið missti niður fenginn hlut. Bidasoa vann Teka 27:19 í und- anúrslitum. Alfreð var með 5/2 mörk fyrir Bidasoa og Kristján 3 fyrir Teka. Mestu munaði að Olsson var langt frá sínu besta í marki Teka. I hinum undanúrslitaleiknum vann Atlético Barcelona 26:17. Barcelona komst í 5:4, en skoraði ekki næstu 16 mínúturnar, fyrst og fremst vegna frábærrar markvörslu hjá Tomas Svensson, og Atlético var yfir í hálfleik, 12:5. Það bil náði Barcelona ekki að brúa. Sigurður Sveinsson var markahæst- ur hjá Atlético með 8 mörk. KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD Hörkuleikur í Hólminum Leikmenn Snæfell voru greinilega ákveðnir í að sýna Keflvíkingum í tvo heimana og byijuðu af miklum krafti og náðu fljótlega forystu og leiddu í hálfleik með María 15 stigum, 57:42. Þeir Guðnadóttir Bárður Eyþórsson og skrifar Tim Harvey léku þá stórvel og skoraði Bárður 21 stig í fyrri hálfleik. í byijun seinni hálfleiks hélt Snæ- fell uppteknum hætti og hafði ávallt góða forystu. Um miðjan seínni hálf- leik var komið að Fáls þætti Harðar- sonar, sem skoraði 5 þriggja stiga körfur á stuttum tíma. Keflvíkingar mínnkuðu muninn og sigu framúr og unnu leikinn, 92:95. Bestir í liði Snæfells voru Bárður Eyþórsson, en þess má geta að hann var valinn íþróttamaður Snæfells 1990 á laugardaginn. Tim Harvey sýndi það og sannaði að hann er einn albesti útlendingurinn í deildinni, skor- aði 28 stig og tók 24 fráköst og flest þeirra með miklum tilþrifum. I liði IBK átti Albert Óskarsson stórleik, geysi- lega öruggur í sókn og sterkur í vörn. Jón Kr. Gíslason komst ekkert áleiðis í fyrri háifleik, en reif liðið upp í þeim seinni þegar hann mataði samheija sína með góðum sendingum. Fádæma f ramkoma að hálfuKKÍogÍBK Leikur Snæfells og ÍBK hófst einum degi of seint hér í Stykkishólmi þar sem Keflvíkingar mættu ekki til leiks. Leikurinn átti að fara fram kl. 16:00 á iaugardag, en var frestað að beiðni Keflvíkinga til kl. 20:00. Um kvöldið biðu leikmenn Snæfells og rúmlega 200 áhorfendur í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi þar til að boð komu, um 30 min. eftir að leikurinn átti að hefj- ast, að Keflvíkingar kæmust ekki þar sem ekki væri flugveður. A sama tíma var 8. flokkur Snæfells á leið heim í Stykkishólm með flugvél frá fjölliða- móti í Njarðvíkum og þykir okkur Hólmurum þetta fádæma framkoma að liálfu KKÍ og Keflvikinga. Stigaskor / B6 „Bidasoa átti skilið að sigra" Kristján Arason, sém hafnaði í 3. sæti með samheijum sínum í Teka í spænsku bikar- keppninni, sagði við Morgunblaðið að Bidasoa hefði leikið mjög vel í keppninni. „Bidasoa átti skilið að sigra. Allt liðið lék mjög vel og munaði mikið um að Zunega, markvörður, var öryggið uppmál- að í öllum leikjunum, en sama er . ekki hægt að segja um markmenn hinna liðanna. Alfreð lék mjög vel, en við M'ats Olsson, markvörð- ur Teka, erum sammála um að Wenta er besti handboitamaður í heimi um þessar mundir." Kristján sagði að ánægjulegt hefði verið að sjá tvo íslendinga beijast um bikarmeistaratitilinn. „Maður gat ekki haldið með öðru liðinu, en það var gaman að ís- lendingur varð bikarmeistari.“ Hann sagði ennfremur að eftir sigur Teka gegn Valencia hefðu áhorfendur misst áhuga á mótinu. „Það voru ekki nema um 300 áhorfendur á undanúrslitaleik okkar gegn Bidasoa og það er ekki mikið í höll, sem tekur 2.500 til 3.000 áhorfendur. Bidasoa fékk síðan stuðning frá Irun í úrslita- leiknum og ég er viss um að liðið á eftir að verða ofarlega í deild- inni.“ BIDASOA lét alla spádóma sem vind um eyru þjóta um helgina, hratt öllum hindrunum úr vegi og stóð uppi sem bikar- meistari — í fyrsta sinn í sögu félagsins. Alfreð Gíslason átti «• stóran þátt ítitlinum og fór á kostum f úrslitaleiknum gegn Sigurði Sveinssyni og samherj- um í Atlético Madrid. Sigurður Sveinsson. Kristján Arason. „Alfreð vel að titlin- um kominn“ sagði SigurðurSveinsson, sem varð að sætta sig við 2. sætið Sigurður Sveinsson lék vel með Atlético Madríd í úrslitaleikn- um, en það nægði ekki til sigurs. „Sigurinn gat lent hvorum megin sem var og þetta var spurning um smá heppni,“ sagði Sigurður við Morgunblaðið. „Alfreð gerði mikil- væg mörk fyrir Bidasoa í byijun framlengingar á meðan við gerðum mistök. Þá urðum við að taka áhættu, en dæmið gekk ekki upp.“ Sigurður sagði að leikurinn hefði verið hörku spennandi allan tímann. „Þetta var skemmtileg keppni og við vorum allt of nálægt titlinum! Annars var ánægjulegast að sigra Barcelona með níu marka mun.“ Hann sagði ennfremur að varnar- leikur beggja Iiða í úrslitunum hefði verið góður, en Zuniga markvörður hefði gert gæfumuninn. „Hann varði stórkostlega eftir hraðaupp- hlaup og af línu, en Svensson var ekki eins góður í markinu hjá okk- ur. Annars eru Alfreð og Wenta hrikalega erfiðir og þessir þrír eru liðið, en hinir nánast meðhlauparar. Wenta og Alfreð eru með boltann 80% af tímanum og þetta var þeirra dagur, en Alfreð er vel að titlinum kominn.“ Kristján Arason: „Wenta bestur í heimi“ HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN A SPANI Bidasoa meistari ífyrsta sinn: Sigurður náði ekki að stöðva AHreð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.