Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 32
mörgunbLaðið ATVINNA/RAÐ/SMÁ sdnnddacuk » pebeúae i». r*o 32 Vélstjóri óskast á skuttogara frá Suðurnesjum. Upplýsingar í síma 985-22238 og á kvöldin í síma 92-27110. Vélvirki - bifvélavirki Loftorka, Reykjavík hf., óskar eftir að ráða mann á verkstæði. Upplýsingar á staðnum. Loftorka, Dalshrauni 8, Hafnarfirði. Bensínafgreiðsla - kassamenn Olíufélagið hf. Esso vill ráða kassamenn á bensínstöðvar í Reykjavík. Æskilegur aldur er 25-55 ára. Við leitum að starfsmönnum sem hafa reynslu í verslunarstörfum, reynslu í stjórnun, ánægju af að umgangast fólk, og eru röskir og liprir. Meðmæli æskileg. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veittar á Suðurlandsbraut 18, 5. hæð, frá kl. 9.00-11.00 mánudaginn 11. febrúar. Olíufélagið hf. Stefnumörkun - starfsmannahald Áhugavert starf við stefnumótun, fræðslu- mál, starfsráðgjöf og samræmingu fræðslu- kerfa. ★ Mótun og túlkun á stefnu í menntunar- málum. ★ Mótun gæðakrafna vegna starfsmenntunar. ★ Nefndastörf erlendis og innanlands um fræðslumál o.fl. tengt menntun og atvinnu. Við leitum að hugmyndaríkum og skipulögð- um manni, sem getur sinnt sjálfstætt fram- angreindum verkefnum og skipulagt störf annarra. ★ Háskólamenntun í „húmanískum" grein- um getur nýst vel í þessu starfi. ★ Góð enskukunnátta ásamt kunnáttu í a.m.k. einu Norðurlandamáli nauðsynleg, þýsku- og frönskukunnátta æskileg. Starfið er ekki hjá opinberum aðilum. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okk- ar, merktar: „Stefnumörkun 561“, fyrir 16. febrúar nk. Hagva ngurhf Grensósvegí 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusfa Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Sölumaður og afgreiðslumaður óskast Jötunn hf. vantar nú þegar sölu- og af- greiðslumann til starfa við tölvuskráðan vara- hlutalager fyrir vélar á Höfðabakka 9, Reykjavík. Væntanlegur starfsmaður þarf að tala góða ensku og vera vanur störfum við tölvuskrár. Starfið er mjög fjölbreytt. Skriflegar umsóknir sendist inn fyrir 21. febr. Starfsmannaþjónusta Sambandsins, Sambandshúsinu Kirkjusandi, 105 Reykjavík. -------f&t Sólheimar luSá íGrímsnesi Forstöðumaður Sólheima í Grímsnesi Laust er til umsóknar starf forstöðumanns Sólheima í Grímsnesi. Um er að ræða áhuga- vert og krefjandi starf. Búseta á staðnum er skilyrði. Starfinu fylgir rúmgott og fallegt húsnæði. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1991. Starfið er laust frá 1. júní nk. eða eftir nánara sam- komulagi. Nánari upplýsingar veitir Pétur Sigurbjarnar- son, stjórnarformaður, í síma 91-620555 og 91-14559. Sólheimar er sjálfseignarstofnun á vegum Þjóðkirkjunnar. Heimilið er miðsvæðis í Grímsneshreppi í 70 km fjarlægð frá Reykjavík. Til næstu byggðakjarna, Selfoss, Skálholts, Laugaráss og Laugarvatns, eru u.þ.b. 20 km. Á Sólheimum dvelja 39 vistmenn meö búsetu á fimm heimilum og í tveimur þjónustuíbúðum. Starfsmenn eru 33. Heimilið rekur vinnustað fyrir fatlaða: Garðyrkju- og skógræktarstöð, kertagerð, smíðastofu, vefstofu og búskap. Aðstaða fyrir frítíma- starf er með ágætum. Á staðnum er m.a. starfandi leikfélag og íþróttafélag. Umsóknirertilgreini starfsreynslu og mennt- un sendist: Stjórn Sólheima í Grímsnesi, Sólheimar, Grímsnesi, 801 Selfoss. Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki Hjúkrunarfræðingar Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga í eftirtaldar stöður: Deildarstjóra á sjúkradeild sem er blönduð lyfja- og handlækningadeild. Deildarstjóra til afleysinga á hjúkrunar- og dvarlarheimili fyrir tímabilið 15.5. 1991-1.2. 1992. Hjúkrunarfræðing til starfa nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga frá 1. júní 1991. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri á staðnum eða í síma 95-35270. Matreiðslumaður Óskum að ráða matreiðslumann/matarfræð- ing sem annast stjórnun og yfirumsjón í eld- húsi sjúkrahússins. Viðkomandi þarf að geta hafið ströf 1. maí 1991. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1991. Allar upplýsingar veita matreiðslumenn eða hjúkrunarforstjóri á staðnum og í síma 95-35270. Frá menntamálaráðuneytinu Laus staða Nefnd um barnamenningu á vegum mennta- málaráðuneytisins óskar að ráða, í tilrauna- skyni, tvo listamenn tii að stárfa að listsköp- un í grunnskólum á Austurlandi í samvinnu við kennara. Skilyrði er að þeir séu vanir og/eða fúsir að vinna með börnum og öðru fólki. Um er að ræða vinnu í 5-6 vikur vorið 1991. Nánari upplýsingarveittar á grunnskóladeild. Umsóknir sendist nefnd um barnamenningu, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. febrúar 1991. Frá menntamálaráðuneytinu Laus staða Við námsbraut í sjúkraþjálfun í læknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar lektors- staða í sjúkraþjálfun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 11. mars nk. Menntamálaráðuneytið, 7. febrúar 1991. Sölustjóri (462) Traust fyrirtæki vantar framsækinn sölu- stjóra. Starfið: Sölustjórnun (matvara). Æskilegir eiginleikar umsækjenda: Reynsla af sölustjórnun. Viðskipta- eða markaðsfræðimenntun æskileg. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningamiðlunar Ráðgarðs merktar: „462“ fyrir 16. febrúar. Nánari upplýsingar veitir Adolf Ólason í síma 679595. RÁÐGARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Goða hf. vantar nú þegar skrifstofumann á markaðssviði til starfa við símavörslu, reikn- ingagerð, sölumennsku o.fl. Áhersla er lögð á nákvæmni í störfum og góð samskipti við annað starfsfólk. Ef einhver vill breyta um starf eða á kunn- ingja, sem er að leita að vinnu - þá eru við- komandi beðnir að snúa sér til Erlings Aspe- lund, 5. hæð, Kirkjusandi, og fá nánari upp- lýsingar. Skriflegar umsóknir sendist inn sem fyrst. Goðihf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.