Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 43
r p MORG lí NBLAÐIÐ ÚTVARP/SiÓWVARPnn BYLGJAN FM 98,9 7.00 Eiríkur Jónsson og morgunvakt Bylgjunnar. 9.00 Páll Þorsteinsson. Startsmaður dagsins val- inn. íþróttafréttir kl. 11. Valtýr Bjorn Valtýsson. 11.00 ValdiS’Gunnarsdóttir á vaktinni. 12.00 Hádegisfréttir. 14.00 Snorri Sturluson. Froðleikur, létt spaug og óskalög. 17.00 ísland i dág. Jón Ársæll Þórðarson og Bjarni Dagur Jónsson taka á málum líðandi stundar. 18.30 Þráinn Brjánsson á vaktinni. 22.00 Kristófer Helgason. Tónlist. 23.00 Kvöldsögur. Simatimi ætlaður hlustendum. 24.00. Kristófer Helgason á vaktinni. 02.00 Heimir Jónasson á næturvakt.. EFFEMM FM 95,7 7.30 Til í tuskiö. 8.00 Morgunfréttir. Kl. 8.20 Textabrotið. Kl. 8.40 Frá hinu opinbera. Kl. 8,50 Stjörnuspá. Kl. 9.00 Frétayfirlit. 12.00 Hádegisfréttir. 19.00 Breski og bandaríski listinn. Vilhjálmur Vil- hjálmsson kynnir 40 vinsælustu lögin I Bretlandi og Bandarikjunum. 22.00 Jóhann Jóhannsson á rólegu nóturium. STJARNAN FM 102/104 7.00 Dýragarðurinn. Stjömutónlist, leigubilaleikur, getraunir. 9.00 Vinsældatónlist. Bjarni Haukur Þórsson. 11.00 Geðdeildin. Dóri-Mödder, Lilli og Baddi, Svenni sendill og allar figúrunar mæta til leiks. Umsjón Bjarni Haukur og Siguröur Helgi. 12.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. Getraunir og orð dagsins. 14.00 'Sigurður Ragnarsson. Ráðgjafaþjónusta Gabríels Stefánssonar, kvikmyndagetraunir, leikir og tónlist. 17.00 Björn Sigurðsson 20.00 Vinsældapopp. Jóhannes B. Skúlason. 22.00 Arnar Albertsson. 02.00 Næturtónlist. ÚTRÁS FM 104,8 9.00 Kristján H. Stefánsson. (F.G. 12.00 Hádegisspjall. (F.G.) 13.00 Davíð Ólafsson. (F.G.) 16.00 Skapti og Daði (F.G.) 18.00 Framhaldsskólafréttir. 20.00 Jón G. Geirdal og Þór B. Ólafsson (F.G.) 24.00 Nætun/akt (F.Gi). Stðd 2; Rauðhetta WUWH Fjalakötturinn sýnir í kvöld kvikmyndina Rauðhettu (The OQ 55 Company of Wolves). Hin sígilda saga hefur hér verið færð f nútímabúning. Stúlka hyggst fara til ömmu sinnar, sem býr hinu megin skógarins, en á leið þangað mætir hún myndarlegum manni. Hún verður hrifin af manninum en tekur eftir því að hann er sambrýndur og minnist þá aðvörunnar ömmu sinnar; að sambrýnd- ir menn eiga það til að vera loðnir að innan og því varúlfar. En stúlkan tekur varnaðarorð ömmu sinnar ekki alvarlega. Með aðalhlutverk fara Angela Lansbury, David Warner og Sarah Patterson. Leikstjóri er Neil Jordan. Að eiga fatlað bam Ui Yfirskrift þáttarins í dagsins önn í dag og tvo næstu daga 1Q 05 er „Að eiga fatlað barn“. í dag verður rætt við Jóhönnu AO ““ Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, Bjarna Kristjánsson framkvæmdastjóra svæðisstjómar og Gyðu Haraldsdóttur sálfræðing umjjá þjónustu sem fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra er boðin. A þriðjudag og miðvikudag verður auk þess rætt við tvenna for- eldra sem eiga það sameiginlegt að synir þeirra beggja eru mikið fatlaðir, annar með heilalömun en hinn með misþroska. Hvaða áhrif hefur það á daglegt líf einnar fjölskyldu þegar fatlað barn fæðist? Hvernig stuðningur er brýnastur? Er sú þjónusta sem í boði er snið- in að þörfum þeirra sem á þjónustunni þurfa að halda? Þessum og mörgum fleiri spurningum verður leitast við að svara í þáttunum I dagsins önn i dag, á morgun og á miðvikudaginn. Umsjónarmaður er Guðrún Frímannsdóttir. 4.00 Næturlög. leikur næturlög. 4.30 Veðurfregnir. Næturlögin halda áfram. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Endur- tekið úrval frá kvöldinu áður.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.35-19.00 Útvarp Norðurland. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 / 103,2 7.00 Á besta aldri. Umsjón Ólafur Tr. Þórðarson. Létt tónlist, gestur í morgunkaffi. 7.00 Morgun- andakt. Sérs Cesil Haraldsson. 9.00 Fram að hádegi. Umsjón Þuriður Sigurðar- dóttir. Kl. 9.15 Heiöar, heilsan og hamingjan. 9.30 Heimilispakkinn. Kl. 10.00 Hver er þetta. Verðlaunagetraun. Kl. 10.30 Morgungestur. Kl. 11 Margt er sér til gamans gert. Kl. 11.30 Á ferð og flugi. 12.00 Hádegisspjall. Umsjón, Helgi Pétursson. 13.00 Strætin úti að aka. Umsjón Ásgeir Tómas- son. Kl. 13.30 Gluggaö i siðdegisblaðið. Kl. 14.00 Brugð- ið á leik i dagsins önn. Kl. 14.30 Saga dagsins. 15.00 Topparnir takast á. Kl. 16.15 Heiðar, heils- an og hamingjan. (Endurtekið frá morgni). 16.30 Akademian. Kl. 16.30 Púlsinn tekinn i sima 626060. 18.30 Smásaga Aðalstöðvarinnar. 19.00 Kvöldtónar. Umsjón Halldór Backman. Ljúfir kvöldtónar. 22.00 j draumalandi. Umsjón Ragna Steinun Ey- jólfsdóttir. Draumar hlustenda ráðnir. 24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar. Umsjón Rand- ver Jensson. ALFA FM 102,9 8.45 Morgunbæn. Tónlist. 10.00 istónn. Ágúst Magnússon. 13.30 Alfa-fréttir. Blönduð tónlist. 16.00 „Svona er lífið" Ingibjörg Guðmundsdóttir. 20.00 Kvölddagskrá Krossins. 20.15 Hver er Guð? Fræðsluþáttur. Umsjón: Kol- beinn Sigurðsson. 20.45 Rétturinn til lífs. Ásgeir Hannes Eiriksson. 21.20 Kvöldsagan. Guðbjörg Karlsdóttir. 21.40 Á stund sem nú. Umræðuþáttur. Umsjón Gunnar Þorsteinsson. 23.00 Dagskrárlok. Sjónvarpið: Boðorðin ■■■i Senn líður af lyktum hins athyglisverða pólska mynda- 99 15 flokks um boðorðin, þ.e. hin tíu boðorð heilagrar ritningar eins og þau koma pólska kvikmyndaleikstjóranum Krysztof Kieslowski fyrir sjónir. Hann leggur hér næsta fijálslega út af boð- orðunum og bregður í leiðinni upp þjóðfélagsmyndum frá Póliandi samtíðarinnar, þ.e.a.s. frá síðustu árunum er Kommúnistaflokkurinn var þar við völd. í kvöld er á dagskránni níundi og næstsíðasti þátturinn og bygg- ir hann á níunda boðorðinu: Þú skalt ekki gimast konu náunga þíns. Hér segir af manni nokkrum sem glatað hefur getu sinni til kvenna. Hann er í hjónabandi og hefur áhyggjur af því að hjónabandssælan fari forgörðum með hjónalífinu. Hann leggur því til við konu sína að hún fái sér elskhuga, er geti sinnt þessum þætti sambúðarinnar, en slíkt fyrirkomulag hefur óneitanlega nokkrar flækjur í för með sér. Þýðandi er Þrándur Thoroddsen. LAUGARÁSBÍÓ ,ýni Sími 32075 Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.10. Bönnuðinnan12 ára. l_eí?ls|có/.A LÖGGAN ÍAGtm ‘iö; FEBRÚARA’991 ^43 dárur y eftir Elínu Pálmadóttur Lukkunnar pamfílar! Stalla mín hér á baksiðunni var í síðasta sunnudagsblaði að hóta því að segja sig úr þessu samfélagi, ef heimurinn tekur öðrum vendingum en hún getur sætt sig við. Aðvöran til þeirra sem skyldu hugsa til þess sama: Það er ekki hægt að segja sig úr þjóðfélaginu, eins og Halldór Lax- ness benti eitt sinn réttilega á. Þjóðfélagið hefur nefnilega ekkert heimilisfang. Gárahöfundur var raunar líka að snasa af heimsósómanum. Byijaði á að velta upp misjöfnu gengi smá- þjóðanna í henni veröld og hve ís- lendingar væru nú miklir lukk- unnar pam- fílar í þeim hópi. Höfum í rauninni aldrei staðið andspænis því að færa fómir til þess að heimta frelsi og lýðræði í eigin landi. Það blasir við ef litið er í‘ kring um sig í heiminum í dag. Hugsið ykkur til dæmis, ef írar eða einhver önnur þjóð hefði verið búin að búa sér ból á þessari eyju þegar norrænu „víkingarnir“ komu askvaðandi. Hvort sem þeir hefðu hrakið þá sem fyrir voru á brott eða út á einhvern útkjálkann í landinu, þá hefðu tvær þjóðir getað með rökum talið eyjuna sitt guðs útvalda land. Einmitt svona hagar til víða um heim. Og deilan um landið harðnar með fjölgun mannkyns og auknum land- þrengslum á jörðinni. Þannig er ástatt á öllu svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Myndast hafa ríki með nýjum landamærum og þjóð- flokkar flust til um aldir. Israels- menn og arabar áttu á einhveijum tíma forfeður á sama landi. Þann- ig var það á skaganum suðaustur úr Asíu, þar sem Evrópuþjóðir slengdu saman í eitt ættbálkum og skildu ekki fyrr en Norður- Víetnamar voru búnir að leggja undir sig Suður-Víetnama að þarna voru tveir ættflokkar að beijast um yfirráð á einum skaga. Þannig er það víða um Afríku oog víðar. En við íslendingar sátum frá upphafi einir að heilli áfmarkaðri eyju — sem enginn hefur reynt að taka af okkur. Þetta er oft þakkað því að ísland er eyja hér norður í höfum og svo langt frá vígaslóð, meðan önnur landsvæði með menningarlega sérstöðu og íöngun til ‘sjálfstæðis voru flest áföst við nágrannana eða um- kringd þeim. Ekki telur nýbakað- ur doktor Guðmundur Hálfdánar- son sagnfræðingur það veigamik- ið atriði eftir 8 ára samanburð á hertogadæminu Bretagne, sem hafði sérmál og sérlög, og ís- landi, þegar bæði voru að keppa að því að verða sjálfstæð þjóðríki á síðari hluta 19. aldar og fram á þessa. Honum sýnist miklu fremur í stóru verki sínu að við- horf ríkisins — annars vegar þess franska og hins vegar þess danska — hafi verið mjög ólík. Franska ríkisvaldið vildi innlima Bretagne og réðist því í að útrýma bretónsk- unni og innleiða sitt mál. Og í annan stað að koma sér hliðhollu fólki í áhrifastöður — gjaman með íjárútlátum. 1 Þegar að er gáð þá reyndu Danir aldrei í alvöra að gera ís- lendinga að Dönum, höfðu enga tilburði til að kveða niður íslenska tungu, sem er grundvöllurinn að því að við erum þjóð, eins og við segjum gjarnan enn með réttu á I hátíðastundum. Og þeir komu aldrei hér upp danskri yfirstétt : eða keyptu íslenska meðreiðar- sveina með embættum og fé til að eiga hér sitt fólk, eins og inn- . ásar- og herraþjóðir gera víðast um heim. Því fyrirfundust vart á * íslandi þeir sem studdu innlimun • í Danmörku, utan örfáir linir embættismenn. Allir hópar í landinu vildu sjálfstætt lýðveldi á íslandi — allir sem einn. Ekki þessar flækjur sem við horfum upp á hjá öllum smáríkjunum, sem eru að beijast fyrir frelsi sínu, hvorki þjóðemislegar, menningar- legar né trúarlegar. Við erum lukkkunnar pamfílar. Við að bera saman við aðrar smáþjóðir í vanda um víða veröld og skoða baráttu þeirra um aldír alda læðist að manni lúmskur granur. Kannski hefur hara eng- inn haft ágimd á okkur. Danir vildu auðvitað græða á verslun- inni og kreistu þar út hvem dropa. Flestar þjóðir gerðu það sem þær gátu í þá vera. En ef við lítum t.d.á 15. öldina, þegar stórveldin Englendingar og Hansamenn börðust hér af heift um þessa dýrmætu skreið, þá reyndi hvor- ugur að eignast þetta land. Með sinn stóra flota hefði Englendinga ekki munað um að taka landið, þar sem Bessastaðavaldið var einskis megnugt. En þeir gerðu það ekki. Vildu það ekki einu sinni þegar Danir buðu það Hinrik 8. Og Danir héldu bara fast þangað til þeir urðu annað hvort að beita sér eða sleppa. En ætli Englend- ingar hefðu sleppt svo ljúflega? Að minnsta kosti skila þeir ekki þjóðargersemum og við hefðum ekki fengið handritin heim. Þetta er að vísu allt önnur ís- landssaga en sú sem ég lærði í skóla. En hefur læðst að mér í grúski og með samanburði við aðrar smáþjóðir og aðstæður. Kannski hefír maður bara svona einfaldan smekk og heimssýn. En guði sé lof að íslensk þjóð lagðí á úfið Atlantshaf og lenti þar á hreggbarinni eyju, í stað þess að sigla á lygnari sjó tíl að taka land fyrir botni Eystrasalts eða inn á ljúfa hafíð bláa til landtöku í botni Miðjarðarhafs, þar sem margar þjóðir höfðu komið við og sprænt til að helga sér landsvæði eins og hundamir. Má ég þakka fyrir að fá að sitja hér í rokinu og óveðrun- um, þótt allt ætli niður að keyra og sé að fjúka ofan af manni. Eram við ekki miklir lukkunnar pamfílar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.