Morgunblaðið - 21.02.1991, Qupperneq 1
I A T
FfÁRMÁL: Hækkandi raunvextir í kjölfar aukinnar eftirspurnar eftir lánsfé/6
SAMKEPPNI: Hverjar veröa athyglisverðustu auglýsingar ársins?/8/9
VIÐSKIPn ÆVINNUIÍr
D
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 BLAÐ
Eignaleiga
Hagnaður Glitnis 32,5
milljónir í fyrra
Viðræður við erlenda aðila í gangi um sölu á Holiday Inn
HAGNAÐUR Glitnis hf. var 32,5 milljónir á siðastliðnu ári eftir
reiknaðan tekjuskatt sem nam rómum 22 milljónum. Staða eigna-
leigusamninga í árslok nam tæpum 2,6 milljörðum og hafði eignin
dregist saman um 403 milljónir frá fyrra ári. Þannig reyndust
ný útlán minni en nam endurgreiðslum vegna eldri samninga en
einnig hafði gengisfall dollars áhrif til lækkunar samninga. Þetta
kom fram á aðalfundi Glitnis sem haldinn var síðastliðinn þriðju-
dag.
„Minni fjárfesting í atvinnulíf-
inu þriðja árið í röð leiddi óhjá-
kvæmilega til þess að eftirspurn
eftir fjármagni til fjárfestinga var
í lágmarki á árinu,“ sagði Kristján
Óskarsson, framkvæmdastjóri
Glitnis, í samtali við Morgunblað-
ið. „Slíkt ástand hefur töluverð
áhrif á efnahagsreikning eigna-
leigufyrirtækja þar sem þau gera
að jafnaði samninga til tiltölulega
skamms tíma. Undir lok síðasta
árs og það sem af er þessu ári
hefur eftirspurn hins vegar verið
meiri en á sama tíma árið á und-
an.“
Heildareignir Glitnis námu í
árslok 3.384 milljónum saman-
borið við 3.546 milljónir árið áður.
Eigið fé samkvæmt efnahags-
reikningi nam 218 milljónum.
Víkjandi lán eigenda námu auk
þess 225 milljónum en voru 234
milljónir í ársbytjun. Víkjandi lán
og eigið fé nemur nú 13,1% af
heildaríjármagni en samkvæmt
lögum um eignaleigufyrirtæki þarf
þetta hlutfall að vera 10%. Á
síðasta ári voru lagðar 20 milljón-
ir króna á afskriftarreikning til
að búa fyrirtækið betur undir að
mæta tapi á útlánum í fram-
tíðinni. Kröfur að íjárhæð 17,5
milljónir voru afskrifaðar sem tap-
aðar. í lok árs var búið að leggja
127 milljónir króna fyrir til að
mæta hugsanlegu tapi í fram-
tíðinni eða 4,9% af samningseign.
Sambærilegt hlutfall var í ársbyij-
un 4,1%.
Starfsemi Glitnis er bæði fjár-
mögnuð með innlendu og erlendu
lánsfé. Félagið hefur lánssamn-
inga við Den Norske Bank sem
námu 1.215 milljónum í árslok
1990. Einnig hefur félagið láns-
samning við sex banka undir for-
ystu Manufacturers Hanover
Norge A/S sem nam 666 milljón-
um. Útistandandi skuldabréf á
innlendum verðbréfamarkaði
námu 908 milljónum.
Auk íjármögnunarleigu og
kaupleigu býður Glitnir nú nýtt
fjármögnunarform sem kallast
greiðslusamningur. Þetta form er
talið hentugt við fjármögnun
smærri fjárfestinga í vélum og
tækjum þegar óskað er eftir stutt-
um endurgreiðslutíma. Á samn-
ingstímanum er tækið eign Glitnis
en greiðandinn hefur kauprétt í lok
tímans fyrir verð sem ákveðið var
í upphafi eða rétt til að skila því
til fyrirtækisins.
Glitnir og Iðnaðarbankinn
leystu til sín Hótel Holiday Inn
árið 1989 eftir gjaldþrot hótelsins
og hefur það verið boðið til sölu
bæði innanlands og utan. Nokkrir
aðilar hafa sýnt hótelinu áhuga
að undanförnu, að sögn Kristjáns
Óskarssonar. Hann sagði að við-
ræður stæðu nú yfir við erlenda
aðila um hugsanleg kaup á hótel-
inu en of snemmt væri að segja
til um hvort samningar næðust.
(milljónir kr.)
11.200
17.000
D 1.500 LANDBÚNAÐUR
□ 1.000 AOrar vörur
Útflutningur sjávarafurða (miiijónir kr.)
E3 1.700 NIÐURLAQT
□ 1.300 HERT
D 52Ö Annað
Útflutningur iðnaðarvara (miiijónirkr.)
maE
I 2.700
1.400 TÆKNIVÖRURf. SJÁVARÚTV.
l 1.000 LOÐSÚTUÐ SKINN
CHD900 ULLARVÖRUR
m 500 KÍSILQÚR
SME3 1.400
o
9.600
CP
&
|§
CO^
10 helstu
Jin
ÚJFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS áætlar að gjaldeyristekjpr
Islendinga hafi numíð um t?5 milljórðum á siðasta ári. Gjatdeyris-
tekjur vegna þjónustu á árinu liggja ekki endanlega fyrir en þó er
gert ráð fyrir að þær verði ekki minni en 34 milljarðar. A myndinni
hér að ofan sést skipting gjaldeyristekna og skipting vöruút- vs::;
flutnings á helstu vöruflokka og lönd. Vöruútflutningurinn ein-
kenndist af mikilli verðmætaaukningu sjávarafurða en samdrætti í
idnaðarvörum vegna minni álútflutnings. Af nýjum
útflutningsvörum má nefna neyslúvatn sem fyrst var flutt út fyrir
alvöru á siðasta ári og nemur verðmætið háit í 50 milljónum króna
Alls voru fluttar út drykkjarvörur fyrir rúinar 150 milljónir.
Þýskaland er nú annað mikilvægasta landið hvað varðar
vöruútflutning og Frakkland skýst upp í fjórða sætið úr því sjötta.
Japan fellur hins vegar um eitt sæti, úr fjórða^sætinu í það fimmta
1
" er þjónusta sem gerir fjárrhólastjórum, gjaldkerum og
landsbankans sendimönnum fyrirtækja lífið léttara. Með því að tengja
tölvu fyrirtækisins við BOÐLÍNUNA opnar fyrirtækið í raun sína eigin bankaafgreiðslu sem opin er
frá kl. 8:00-19:00 alla virka daga. Með BOÐLÍNUNNI er hægt að millifæra af eigin reikningi á hvaða
reikning sem er í hvaða banka sem er, og greiða þannig t.d. alla gíróseðla, víxla, skuldabréf og laun
án þess að fara í banka. Jafnframt á fyrirtækið aðgang að fjölbreyttum upplýsingum um stöðu
sína í bankanum og ýmiskonar annarri þjónustu. Hugaðu strax að BOÐLÍNU Landsbankans
og mánaðamótin verða léttari. Allar nánari upplýs- LðnCÍSbSnkÍ
Mk íslands
ingarfást í bæklingi sem liggurframmi í næsta Landsbanka. ÁHJB Bankiallralandsmanna