Morgunblaðið - 21.02.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 21.02.1991, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 Greiðslukort Hefjum sókn frá traustum grunni — segir Örn Petersen, yfirmaður þróunarsviðs Diners Club í Dan- • mörku, sem hyggst auka útbreiðslu kortanna hér á landi ÖRN Petersen var í byrjun síðastliðins árs ráðinn til Diners Club greiðslukortafyrirtækisins í Danmðrku sem yfirmaður þróunarsviðs og markaðsstjóri Norður-Atlantshafssvæðis. Hann var valinn úr hópi hátt á þriðja hundrað umsækjenda en þar vóg án efa baggamuninn starfreynsla hans hjá VISA ísiandi og Samkorti þar sem hann gengdi starfi markaðsstjóra um árabil. Diners greiðslukortið er ekki ýkja þekkt hér á Iandi en korthafar munu þó vera um eitt þúsund talsins. Ferðaskrifstofan Atlantik var umboðsaðili fyrir kortið hér á landi þar til á síðasta ári en nýverið tók verðbréfafyrirtækið Handsal við umboð- inu. Þá hafa einnig náðst samningar við Islandsbanka um að annast móttöku sölunótna og umsókna vegna Diners. Öm hóf störf hjá VISA íslandi í ársbyrjun 1985 sem márkaðsstjóri fyrirtækisins. „Það var á þessum uppgangstíma þegar menn náðu varla að líta um öxl og allt bókstaf- lega gekk upp,“ segir hann. „Á þeim rúmlega þremur árum sem ég starf- aði hjá VISA þrefaldaðist í senn velta og fjöldi korthafa sem var meira en við höfðum þorað að vona. Starfið gaf mér góða reynslu á þessum tíma þar sem við fórum aðrar leiðir í greiðslukortanotkun en þekktist er- lendis. Teknar voru upp boðgreiðslur og raðgreiðslur sem vöktu athygli víða um heim. Árið 1988 skapaðist millibils- ástand hjá mér þegar ég tók að mér að markaðssetja skafmiðahappdrætti fyrir Skáksamband íslands og Hand- knattleikssamband íslands í launa- lausu leyfi frá VISA. Það gekk ekki upp og er betur gleymt. Eftir það ævintýri hóaði Halldór Guðbjamar- son, núverandi bankastjóri Lands- bankans, í mig til að markaðssetja Samkort. Ég vann að því í hartnær eitt ár að koma Samkortum á lag- gimar. Kortið hafði alla burði til þess að ná fótfestu á markaðnum og veita VISA og Eurocard harða samkeppni. En stoðimar brugðust, bakhjarlar félagsins höfðu við ýmis innri vandamál að etja sem bitnaði á markaðssetningu og sölu kortsins. Einn daginn sat ég á kaffístofunni í Norræna húsinu og var að fletta dönsku blaði þegar ég rakst á at- vinnuauglýsingu frá Diners Club í Danmörku. Ég fór beint í símann, kynnti mig og sagist vera á leiðinni. Ég notaði síðustu aurana mína til að kaupa farseðil til Danmerkur og mætti galvaskur í viðtal. Málin þró- uðust síðan þannig að ég fékk stöð- una en síðar kom í Ijós að ég var einn af 270 umsækjendum um hana. Þeir litu svo á að ég hefði reynslu í þessari grein og þekkti viðfangsefn- ið. í öðru lagi töldu þeir að maður sem legði leið sína alla leið frá Is- landi út í algjöra óvissu hlyti a6 nenna að vinna. Á einum og hálfum mánuði gengum við frá okkar hús- næði heima, settum búslóðina í gám og útveguðum okkur húsnæði hér.“ Starfið fólgið í útbreiðslu og framtíðarskipulagningu Starf Amar hjá Diners er fólgið í útbreiðslu og framtíðarskipulagn- ingu þ.e. áætlanagerð og að finna nýja notkunarmöguleika fyrir kortið í Danmörku. „Ég er nokkum veginn að nýta míha kunnáttu og reynslu frá íslandi við að færa Diners meira inn á innanlandsmarkaðinn og mark- aðinn fyrir daglegar vörur. Danir nota mest peninga, ávísanir og debet- kort við dagleg innkaup. Viðfangs- efni mitt er að færa kortið meira inn á þetta svið, sérstaklega núna þegar ferðalög era í lágmarki. Einnig gegni ég stöðu markaðsstjóra fyrir Norður- Atlantshafssvæðið sem er ísland, Grænland og Færeyjar. Starf mitt hefur falist í því síðustu mánuðina að gera ísland að sérstöku svæði. Enginn þekkir betur en íslendingur að starfsemi undir dönskum hatti á íslandi gengur ekki.“ Ferðaskrifstofan Atlantik hafði umboðið fyrir Diners hér á landi frá árinu 1984 þar til á síðasta ári. Nú hefur Diners náð samkomulagi við Handsal hf. um að taka að sér um- boðið. Örn var spurður hver væri helsta ástæðan fyrir þessári breyt- ingu. „Á síðasta ári urðu menn sam- mála um það að aðili innan ferðageir- ans gæti ekki einbeitt sér að greiðslu- kortum sérstaklega eftir að ferða- skrifstofurnar tóku upp samvinnu við VISA um Farkort. Við höfum því verið að leita að óháðum umboðs- manni. Það er komið í höfn núna með samningnum við Handsal og íslandsbanka; Um eitt þúsund kort- hafar eru á íslandi en ekkert hefur verið gert til að fjölga þeim. Við telj- um okkur hafa möguleika á því. Din- ers hefur upp á ýmislegt að bjóða sem VISA og Eurocard hafa ekki og það liggur beinast við að segja að við komum á réttu augnabliki inn á markaðinn. Visa og Eurocard hafa nú samvinnu á ýmsum sviðum t.d. í try ggi ngam ál u m. “ Fyrirtækjakort uppistaðan hjá Diners Diners hefur ekki í hyggju að höfða til neyslumarkaðarins hér á landi þannig að kortið er t.d. ekki ætlað til notkunar í stórmörkuðum eða við fastar greiðslur heimilishalds- ins. Öm segir kortið eingöngu ætlað þeim sem mikið þurfa að ferðast starfs síns vegna eða taka á móti viðskiptavinum. „Fyrirtækjakort er uppistaðan hjá Diners og ýmis hlunn- indi eru veitt starfsmönnum á við- skiptaferðalögum. Það má nefna t.d. að úttektarheimild er ótakmörkuð. Svo fremi sem Diners hefur sam- þykkt umsækjandann og hann staðið í skilum með sínar mánaðarlegu greiðslur verður honum ekki synjað um úttektir. Korthafi á ekki á hættu að vera stöðvaður erlendis þótt hann sé búinn að eyða umfram tiltekin mörk eða ekki næst í þann aðila sem veitir heimild. Þá veitir Diners kort- höfum sínum 24 tíma persónulega þjónusta alla daga ársins. Meðal annarra fríðinda má nefna DINERS — Örn Petersen var valinn úr hópi um 270 umsækj- enda til að gegna stöðu yfirmanns þróunarsviðs Diners Club í Dan- mörku jafnframt því sem hann er nú markaðsstjóri fyrir íslands, Færeyjar og Grænland. tryggingu gegn töfum sem virkar meðan á töf stendur. Ef fari seinkar um fjóra tíma eða meira hvort sem það stafar af veðri eða öðra, þá greið- ir Diners veitingar og. gistingu fyrir korthafann. Ef farangur tefst geta menn strax keypt sér þau föt og aðrar nauðsynjar sem þeir þurfa á að halda. Önnur tryggingafélög eða kortafyrirtæki haga sér öðruvísi og treysta sér ekki til að tryggja veður- far. Þetta þýðir að viðskiptamaður sem er á ferðalagi hvor sem er til London, Vestmannaeyja eða ísa- fjarðar fær bætur ef flugvélinni seinkar um 4 tíma eða meira. Fyrir þá sem mikið ferðast erlendis er um langan greiðslufrest að ræða. Að meðaltali er greiðslufresturinn 50 dagar vegna þess að úttektir eru ekki sendar gegnum gervihnetti heldur á milli aðildarfélaganna. Færslur hjá stærstu greiðslukorta- fyrirtækjunum fara mun hraðar á milli landa. Söluaðilar Diners Club greiða örlitlu hærri þóknun af móttöku kort- anna en annarra korta en fá uppgjör sent vikulega. Söluaðilar Diners Club á Islandi eru nú 1.600 talsins." Korthöfum gefst kostur á skyndiláni Öm segist hafa innleitt eina nýj- ung í Danmörku sem hann hafi lengi gælt við hér. Hún felur í sér að kort- hafar sem hafa áunnið sér traust hjá Diners geta dreift mánaðarlegri út- tekt að fjárhæð 250 þúsund íslenskar krónur á allt að 12 mánuði. Greiða þarf 13,9% vexti en lánið hefur ekki áhrif á eðlilega notkun kortsins á tímabilinu. Hér er því um nokkurs konar skyndilán að ræða. „Á íslandi hefðu fyrirtækin farið í beina sam- keppi við eigendur sína sem eru bankarnir. Diners er hins vegar einkafyrirtæki í eigu SAS og því komst þessi hugmynd á koppinn og verður stöðugt vinsælli. Ég er einnig stoltur af samningi Diners við dönsku jámbrautirnar (DSB). Opinber fyrir- tæki hafa ekki litið við greiðslukort- um til þessa en mér tókst ná samn- ingi við járnbrautimar sem er stærsta opinbera fyrirtækið. Diners er eina kortið sem fyrirtækið tekur við. Samningurinn vakti mikla at- hygli hér og það má líkja þessu við að hafa náð samkomulagi við ÁTVR á íslandi. í því sambandi má nefna að greiðslukort þykja sjálfsögð á bensínstöðum og í vínbúðum í Dan- mörku en matvörumarkaðir taka hins vegar ekki við kortum. Meðal verkefna minna er að koma kortun- um inn í stórmarkaðina og þeim ár- angri ætla ég mér að ná á þessu ári. Áskorunarverkefni eiga nefni- lega vel við mig og ég legg metnað minn í að ná árangri. Reynslan hefur þó kennt mér að líta jafnan um öxl og gefa mér tíma til umhugsunar um stefnu og markmið. Þróun greiðslukortamála á íslandi vekur athygli hjá greiðslukortafyrirtækjum um allan heim og að sjálfsögðu nýti ég mér sumt gott úr því búi. Ef til vill er þróunin gengin út í öfgar og ekkert pláss lengur fyrir óvæntu út- gjöldin á kortum sökum ýmissa fastra greiðslna. Þetta endar jafnvel ekki fyrr en korthöfum stendur til boða að semja um útför sína á ráð- greiðslum. En að öllu gamni slepptu hafa forráðamenn Diners Club skiln- ing á og bera virðingu fyrir íslenska markaðnum. Grundvallaratriðið er að hefja sókn frá traustum granni og ég er mjög ánægður með að hann skuli nú vera reistur á ekki lakari fyrirtækjum en íslandsbanka og Handsali hf.“ Mini-gröfurnar frá Komatsu eru á gúmmíbeltum og henta því vel til verka á blautu og viðkvæmu landi. Hreyfanleg bóma auðveldar t.d. skurðgröft við húsveggi og samsíða vélinni. Vélarnar eru m.a. búnar tveimur skóflum, upphituðu húsi, lögnum fram á bómu og stjórntækjum fyrir aukabúnað. Komatsu mini-gröfurnar eru til í ýmsum stærðum, frá 500 kg upp í 4.5 tn, á góðu verði og með góðum greiðslukjörum. Komatsu PC05 (1.4 tn) er á sérstaklega góðu verði, kr. (.700.000 án V.S.K. •HKOM MINI-GRÖFUR MAGNAÐAR VINNUVÉLAR Komdu og prófaðu sýningarvélina okkar í Toyota-húsinu Nýbýlavegi 8 eða hafðu samband við sölumenn í síma 44144, þeirgefa allar upplýsingar um Komatsu mini-gröfurnar. •H KOMATSU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.