Morgunblaðið - 21.02.1991, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.02.1991, Qupperneq 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 4- Sjónarhorn \ % | I * K r .• ■-' Skattaívilnun til ný- skapandi fyrírtækja í kjölfar eflingar rannsókna- og þróunarstarfsemi eftir Eirík Baldursson Nýverið hafa birst á síðum Við- skiptablaðsins hugleiðingar Páls Kr. Pálssonar, forstjóra Iðntækni- stofnunar íslands, um rannsókna- og þróunarstarfsemi (r&þ) hér á landi. í þessum hugleiðingum er víða komið við og tillögur eru gerð- ar bæði um breyttar áherslur í rann- sóknum og um aðferðir til þess að ná markvissari vinnubrögðum við stýringu fjármagns sem veitt er til r&þ starfsemi, jafnt af opinberum aðilum sem og fyrirtækjum. Jafn- framt gerir hann tillögur um veiga- mikinn uppskurð á skipulagi yfir- stjómar r&þ mála í landinu. Margt í tillögum Páls er vert alvarlegrar umræðu, og er rétt að minna á að lögin sem Alþingi setti um skipulag r&þ starfseminnar árið 1987 geyma ákvæði, þess efnis, að endurskoðun á þeim, og þar með skipulagsmálun- um, skuli fara fram ekki síðar en á árinu 1992. Það er orðið tíma- bært að setja sig í stellingar af því tilefni. í þessu skrifi verður aðeins drep- ið á eitt atriði sem nefnt var í grein Páls: Skattaívilnanir tii fyrirtækja vegna r&þ framlaga fyrirtækja í því skyni að hvetja stjórnendur þeirratil dáða í þeim efrium. Slíkum hugmyndum hefur reyndar oft ver- ið hreyft, m.a. í nýlegu viðtali Morg- unblaðsins við dr. Vilhjálm Lúðvíks- son, framkvæmdastjóra Rannsókn- aráðs ríkisins um vísinda- og tækni- J------------------------------------^ MIKILVÆGI MANNLEGA ÞÁTTARINS í STJÓRNUN - Má bæta þennan stjórnunarþátt? - Hver er vandi nýs stjórnanda? er umræðuefnið á MQRGUNVERDARFUNDI Félags viðskipta- og hagfræðinga þriðjudaginn 26. febrúar kl. 8.00-9.30 á Holiday Inn. Erindi flytja og svara fyrirspurnum: Jón Siguröur Karlsson, viðskipta- og sálfræðingur, og Þráinn Þorvaldsson, rekstrarhagfræðingur og ráðgjafi. Félagar í FVH og aðrir áhugamenn um stjórnun og starfsmannamál á tímum mikilla breytinga í rekstri, fjölmennið. Gestir velkomnir. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA 0G HAGFRÆÐINGA stefnu. Hingað til hefur ekkert umfram almennar reglur skattlagn- ingarinnar orðið úr. Litið er á fram- lög fyrirtækja til r&þ sem almenna rekstrarliði þegar til skattlagning- arinnar kemur. Jafnan hefur því verið við borið á tímum óðaverð- bólgu og óvissu um rekstrarskilyrði fyrirtækja, að þá sjái stjórnendur þeirra lítinn akk í þeim smávægi- legu hagsbótum sem hlotist gætu af tæknilegri framför, þeir séu full- uppteknir við björgunarstörf frá degi til dags. Einhver kynni þó að spytja hvort fyrirtækjunum væri ekki einmitt við þær aðstæður brýn- ust þörf á því að reyna að hugsa um það sem til úrbóta kynni að horfa í rekstrinum um leið og horft er til framtíðar. Til þess að varpa nokkru ljósi á í hverju skattaívilnun vegna r&þ starfsemi gæti falist verður hér farið í fljótheitum yfír nokkur atriði í því hvernig þjóðir innan OECD haga opinberum stuðningi við ný- sköpunaráform fyrirtækja. Rétt er að benda á að r&þ er aðeins einn þðttur í nýsköpun, einatt mikilvæg- ur. Hvers vegna nýsköpun“ Það er viðurkennt grundvallarat- riði að fyrirtæki þurfa að skila hagnaði til þess að velmegun sé almenn. Meðal hlutverka stjórn- valda er að skapa skilyrði til at- vinnurekstrar sem tryggja þetta. Lykilatriði er að fyrirtæki séu í „Þaö er aug- ljóst að skatta- leg ívilnun til fyrirtækja vegna r&þ skiptir litlu máli ef fjár- hagsleg staöa þeirra í fram- haldinu er slík aö þau geta ekki hafiö starfsemi á grundvelli nýj- unganna sem r&þ fjárfest- ingin gaf.“ stakk búin til þess að mæta sam- keppni. Stefna stjórnvalda getur því falist í því að hvetja til nýsköpunar með því að bæta rekstrarskilyrði. Það er viðtekin skoðun að fjárhags- lega sterk fyrirtæki séu líklegri en veikburða fyrirtæki til þess að fjár- festa í nýsköpun. (Þetta er reyndar ekki einhlítt.) Þess vegna er í flest- um löndum OECD beitt aðgerðum sem auka líkurnar á því að fyrir- tæki fjárfesti í nýsköpun, eða þeim er beinlínis veitt aðstoð til slíkrar fjárfestingar. Stjórnvöldum er nokkur vandi á höndum þegar meta á virkni þeirra aðferða sem notaðar eru til að styðja og hvetja til nýsköpunar. Það er ekki einfalt að greina á milli áhrifa af nýsköpuninni sjálfri og ávinnings af almennt bættum rekstrarskilyrðum og vegna afkomu einstakra fyrirtækja eða atvinnu- grejna. Nýsköpun er afrakstur marg- þætts ekki-línulegs samspils rann- sókna, tæknilegrar útfærslu og markaðsvinnu. Hana má einatt, en ekki alltaf, rekja til þess að tækni- leg kunnátta, til orðin í r&þ starfi, er nýtt í því skyni að hagnast á henni. Nýsköpunina má allt eins oft rekja til breytinga á markaði, stjórnunaraðgerða í fyrirtækjum, almennra skilyrða, góðs efnahags- legs ástands o.s.frv. Hvers vegna styðja stjórnvöld nýsköpun? Ástæða þess að stjórnvöld styðja við nýsköpun tengist fjárhagslegum ákvörðunum fyrirtækja. Með opin- berri þátttöku í kostnaði í verkefn- um auka stjórnvöld líkurnar á því að jafnvægi útgjalda og tekna kom- ist fyrr í augsýn fyrirtækja og þau geti metið áhættuna sem fylgir því að komast að niðurstöðu og hag- nýta hana. Ástæða opinbeiTar að- stoðar er sú að yfirleitt hlýtur það fyrirtæki sem í hlut á aðeins part af þeim ávinningi sem næst með nýsköpuninni. Ávinningur ajvinnu- greinar í heild af tæknibreytingu er jafnan meiri en það sem hinu nýskapandi fyrirtæki fellur í skaut. Til dæmis hagnast hagkerfíð allt, og einnig einstakir neytendur, á þvf að bifreiðavélum sé breytt þannig að þær eyði minna bensíni. Þar með ér fundin réttlæting þess að opin- herum fjármunum sé varið tíl þess að styrkja einstök nýsköpunarverk- efni hjá fyrirtækjum. Lausn á al- mennum tæknilegum vanda getur einnig verið keppikefli stjórnvalda, af ýmsum ástæðum, og ekki er allt- af hægt að ætlast til þess að ein- stök fyrirtæki standi straum af kostnaðinum við að finna hana. Aðferðir við stuðninginn Stjórnvöld beita tvenns konar aðgerðum við þennan stuðning: Beinni aðstoð, t.d. niðurgreiðsl- um, styrkjum til verkefna, vaxta- lausum lánum, „mjúkum“ lánum sem endurgreiðast þegar/ef hagn- aður verður, ábyrgðum o.s.frv. Óbeinni aðstoð sem felst í skatta- legum ívilnunum við beina eða óbeina skattlagningu á afkomu fyr- irtækja. Hér á eftir verður ekki fjall- að frekar um beina aðstoð, nema að því leyti sem drepið er á sam- bland hennar og óbeinnar aðstoðar. Óbein aðstoð felst í fráviki frá almennum skattareglum sem giida um fyrirtæki. Hún getur verið tíma- bundin, staðbundin, beinst að ákveðinni gerð fyrirtækja, atvinnu- greina eða tegund nýsköpunar. í OECD-löndum ber almennt meira á óbeinum aðgerðum til hvatningar fjárfestingu — í þeirri von að ný- sköpun verði fyrir valinu — með því að heimila viðbótarfrádrátt frá skattstofni, heldur en á heimildum til þess að fella niður álögð gjöld eða til að lækka álagsprósentu. Aðgerðirnar eru annaðhvort sér- tækar eða almennar. Þær almennu beinast að almennri sköttun fyrir- tækja. Sértæku aðgerðirnar beinast að því að hvetja til nýsköpunar sér- staklega, og snúa annaðhvort að atriðum sem varða hana beint eða að atriðum sem hafa óbeina þýðingu eða eru hluti af rekstrarskilyrðum. Aðgerðir sem varða nýsköpun einstakra fyrirtækja beinlínis eru t.d. skattaleg meðhöndlun kostnað- ar, m.a. r&þ framiög, kostnaður við að afla nýrrar tækni (patent, lic- ence) eða skattaleg meðferð ávinn- ings af tæknilegri nýsköpun. Sértækar óbeinar aðgerðir sem varða rekstrarskilyrði eru t.d. hvati til stofnunar fyrirtækja, útvegun áhættufjármagns, kaup véla og tækjabúnaðar sem breytir tækni- stigi, framlög til stofnana/félaga (non-profit). Stuðningoir í OECD-löndum í flestum OECD-löndum er pbeinni aðstoð beitt til að hvetja til fjárfestingar í r&þ. R&þ krefjandi atvinnugreinar njóta því meiri að- stoðar og stærri starfandi fyrirtæki fá meira í sinn hlut en ný lítil fyrir- tæki. Á sama tíma má leiða líkur að því að jaðartekjur á borð við aukinn skattaafslátt skipti stór starfandi fyrirtæki mun minna máli en ný lítil og einatt r&þ krefj- andi nýsköpunarfyrirtæki. Ákveðin mismunun milli fyrirtækja og jafn- vel atvinnugreina kemur því fram í beitingu aðgerða af þessum toga. Þessi mismunun er ekki alltaf ófyr- irséð, heldur birtist stefna stjórn- valda í henni. Það er augljóst að skattaleg íviln- un til fyrirtækja vegna r&þ skiptir litlu máli ef fjárhagsleg staða þeirra í framhaldinu er slík að þau geta ekki hafið starfsemi á grundvelli nýjunganna sem r&þ fjárfestingin gaf. Mikilvægi r&þ og kostnaður við nýsköpun er mjög mismunandi eftir atvinnugreinum. Þannig hafa aðgerðir stjórnvalda mismikla þýð- ingu fyrir fyrirtæki eftir því í hvaða grein þau starfa. Jafnframt er Ijóst að skattaeftirgjöf gagnast aðeins þeim fyrirtækjum sem afla skatt- skylds hagnaðar. Þau fyrirtæki sem helst þyrftu á eftirgjöf að halda eru e.t.v. ekki í þeirri aðstöðu að eiga rétt á henni. Reyndar má búa þann- ig um hnútana að fyrirtækjum gef- ist heimild til að safna saman frá- dráttarheimildum og beita þeim ef hagnaður myndast. (í Bandaríkjun- um má nýta slíka heimild í allt að 15 ár frá því kostnaður myndaðist.) Flest OECD-lönd beita aðgerðum til aðstoðar fyrirtækjum við kaup á nýrri tækniþekkingu, hvort sem um er að ræða véla- og tækjakaup eða öflun einkaleyfa eða framleiðslu- leyfa (licence). Flest löndin hafa komið á aðgerðum í þágu lítilla og meðalstórra fyrirtækja og styðja tilurð nýrra. R&þ starfsemi er oftast til um- fjöllunar í tæknistefnu þjóða. Ástæðan var áður nefnd: Afrakstur heildarinnar og arðsemi fjárfesting- arinnar er talin meiri það eitt sem kemur í hlut einkaaðila. Tækni- breytingar verða oft í r&þ krefjandi atvinnugreinum. Þær dreifast til annarra atvinnugreina og breyta smám saman samkeppnisaðstöðu hagkerfa. Rök fyrir skattalegri hvatningu Skattalegur stuðningur hefur að nýju rutt sér til rúms í OECD-lönd- um eftir nokkurt hlé. Á tímabili dró úr slíkum aðgerðum m.a. vegna þess að erfitt þótti að meta árangur- inn. Ein ástæða þess að rykið er dustað af þessari aðgerð er viðleitni til þess að halda í við aukningu útgjalda hins opinbera. Ýmislegt fleira kemur þó tih Stuðningur rennur gjarnan til fyrirtækja sem líklegt er að skapi atvinnutækifæri og bryddi upp á nýjungum (lítil og meðalstór fyrir- tæki). Slík fyrirtæki eru oft í vand- ræðum m.a. við að mæta skilyrðum um mótframlög til viðtöku beinna styrkja af opinberu fé, t.d. frá sjóð- um sem styðja verkefnabundna r&þ starfsemi. í sumum löndum er lögð áhersla á að það séu óháðar ákvarðanir stjórnenda fyrirtækjanna sem skuli ráða framvindu nýsköpunar hjá þeim. Lægri útgjöld ríkisins. Aðstoðin er metin sem lækkun á skattstofni til greiðslu opinberra gjalda sem 1 ögð eru á atvinnurekstur, en birtist ekki sem útgjaldaauki á fjárlögum ríkisins. Með skattaívilnun er hægt að umbuna fyrirtækjum vegna þróun- ar sem verður til hliðar við þau skilgreindu verkefni sem unnið er „Gera verður samanburð á því hvort íslensk fyrir- tæki sitji í þessu efni við skarðan hlut miðað við fyr- irtæki, t.d. inn- an Evrópu- bandalagsins.“ að. Slík skilgreining og samþykkt verkefni kunna að mistakast, en engu að síður getur orðið til ófyrir- séð „aukaafurð" sem getur skilað hagnaði. Með þessu er horfst í augu við þá óvissu sem felst í r&þ, um leið og hægt er að umbuna fyrir- tækjum vegna framlaganna, þrátt fyrir að verkefnið sem styrkt var hafi misfarist. Skattaleg ívilnun hvetur r&þ starfsemi vegna þess að hún léttir á þeim þrýstingi sem skattalög setja á fyrirtæki vegna kostnaðar sem greiða þarf á árinu. Langtímafjárfestingu (tæki, bún- aður, húsnæði) má greiða niður á lengri tíma og afskrifa í áföngum. R&þ kostnaður er talinn til rekstar- útgjalda í þessu tilviki. Auknar frá- dráttarheimildir jafna að nokkru leyti þennan mun. Dæmi um skattalega ívilnun (25% álag) gæti litið svona út hjá hugsuðu fyrirtæki: Án Með 25% álags % álagi Heildártekjur 100,0 100,0 Rekstrarhagnaður 16,0 16,0 Eigið r&þ framlag 6,0 10,0 Skattsk. hagnaður 10,0 6,0 Skattur (50%) 5,0 3,0 •Skattaívilnun 0 2,5 Hagn. eftir skatt 5,0 5,5 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.