Morgunblaðið - 09.03.1991, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1991 B 3
Jan Klovslad, forstöðumaður Norðurlandahússins.
stærsti þátturinn sem þarf að hafa
í huga við hönnun bygginga. Ýmis-
legt sem þykir hagkvæmt í Skandin-
aviu hentar alls ekki hér í Atlants-
hafinu miðju. Við þörfnumst aukinn-
ar þekkingar, til að byggja á gam-
alli staðbundinni kunnáttu og verk-
lagi.
En svo ég komi aftur að listinni,
þá lít ég svo á að eitt af markmiðun-
um sé að kynna færeyska list betur
erlendis og gera hana að betri sölu-
vöru.“
— Og þið hafið listamennina?
„Já. Um þessar mundir er ég að
skipuleggja farandsýningu á fær-
eyskri list s_em færi af stað eftir eitt
til tvö ár. Ég vil fá utanaðkomandi
fagmenn til a velja fimm eða sex
listmenn, ekki fleiri, til að eiga verk
á henni. A síðustu færeysku farand-
sýningu voru eitthvað milli 30 og
40 listamenn, og það er ágætt til
að gefa breitt yfirlit, en ekki sann-
gjarnt gagnvart færeyskri list að
mínu mati. Það er ekki alltaf hægt
að hafa þann háttinn á, stundum
verður að sýna bara þá bestu. Ég
tel það vera nauðsynlegt þegar lítill
listheimur eins og þessi er í sviðsljós-
inu; áhorfandi á sýningu erlendis
verður að fá nokkuð heildstæða
mynd af því sem er á seyði. Fólk
verður að sjá það besta til að fá einng
áhuga á hinu sem gott er. Ég hef
ekki ákveðið endanlega hver velur á
þessa sýningu, en líklegast verður
það Ólafur Kvaran — ég vona það.“
Rói skrifar ekki
— Við höfum rætt um myndlist-
ina, sjónrænan miðil seni er greini-
lega vinsæll hér í eyjunum. Leikhús-
ið er annar sjónrænn miðill sem virð-
ist njóta vinsælda.
„Já, og margir myndlistarmann-
anna hafa einnig unnið við leikhús
og hannað leikmyndir. Tróndur Pát-
ursson og Bárdur Jákupsson hafa
til dæmis báðir komið nálægt því,
og einnig má nefna verk sem er
sýnt hér nú; Sníkurinn, eftir Jens
Pauli Heinesen, en leikmyndin var
gerð af keramiklistamanninum Guð-
rið Poulsen, og var mjög góð. Þá
hefur Messíana Tómasdóttir gert
góða hluti hér á þessu sviði. Þegar
leiklistarlífið hefur þurft á að halda,
höfum við í Norðurlandahúsinu reynt
að hjálpa til við að fá erlenda leik-
myndahönnuði, leiðbeinendur, og
jafnvel leikara. Það er ánægjulegt
að sjá að það fólk hefur nýtt hæfi-
leika sýna á fjölbreytilegan hátt
þann tíma sem það hefur dvalið hér.“
— Áhuginn á þessum sjónrænu
miðlum leynir sér ekki, og að á fær-
eyskum heimilum er mikið af mynd-
list; en aftur á móti ber ekki eins
mikið á bókum. Hvernig er með
bókmenntalífið hér?
„Ég tók nú eftir þessu sjálfur, að
það er kannski ekki svo mikið af
bókum í stofunum hjá fólki. Þær eru
til, eru bara í öðrum herbergjum.
Það er mjög mikið til af bókum á
færeyskum heimilum, þeir kaupa
mikið af þeim. Þýddum og frum-
sömdum, færeyskum og dönskum."
— Getur verið að bókmenntahefð-
in hér liggi frekar í sagnadönsunum
og kvæðum en nýjum ljóðum og
skáldsögum?
„Vissulega gerir hún það, en
Færeyingar kaupa samt meira af
bókum á hvern mann en þekkist í
flestum öðrum lönduin. Og það er
mikið samið á færeysku. Á síðasta
ári komu út sex skáldsögur hér, og
það var mjög ánægjulegt. Og sumir
höfundanna voru byijendur á þeim
vettvangi, höfðu kannski áður feng-
ist við ljóða- og smásagnagerð en
tókust nú á við stærri verk. Og önn-
ur stór verk hafa litið dagsins ljós,
nefna má tvö stór bindi um læknis-
fræði, mikið verk um Kirkjubæ, bók-
ina um listmálarann Sámai Joensen
Mykines. Þá kom út fyrsta kennslu-
bókin í stærðfræði fyrir framhalds-
skóla, samin á færeysku, og fyrsta
færeyska sögubókin kom út í sept-
ember síðastliðnum. Það var ákaf-
lega gott bókaár — þótt margar af
þessum bókum séu afskaplega dýr-
ar.“
— Hvað um ljóðlistina?
„Carl Johan Jensen gaf út í lok
1989, en annars var ekki mikið gef-
ið út af ljóðum. Rói Patursson skrif-
ar ekkert þessa dagana, og auðvitað
er það slæmt. Þetta er of lítið samfé-
lag til að gerlegt sé að lifa á skáld-
skap. Of smátt málsvæði. Og það er
í sjálfu sér sama vandamálið fyrir
ljóðskáld alls staðar, og líklega allra
verst í stórveldinu Bandaríkjunum!
En manni eins og Róa, sem hefur
fengið bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs, ætti að gera kleift að lifa
á einhvern hátt af skrifum. Hann
er eitt af bestu skáldum Norðurlanda
og á ekki möguleika á að lifa af
því. Hann verður því að sinna öðrum
störfum.“
— Eru engin listamannalaun, eða
einhverskonar styrkir til listamenna?
„Jú, en í mjög litlum mæli og
upphæðirnar eru smáar. Minni en
þær voru fyrir tíu árum. Margt þarf
að bæta, til dæmis er mikil þörf á
að styrkja tónlistarkennara til náms.
Þessi litlu og afskekktu samfélög
og málsvæði í norðrinu, eins og Sam-
ar, Grænlendingar og jafnvel Færey-
ingar, þurfa á aðstoð að halda i
þessum efnum. Island ætti að vera
nógu stórt til að geta bjargað sér.
Þetta er hlutur sem norrænir stjórn-
málamenn þurfa að bæta úr sem
fyrst.“
Mörkin milli gæða og snobbs
— Það hlýtur að há allri listsköþ-
un hér hvað markaðurinn er lftill.
„í dag geta nokkrir listamenn lif-
að af sköpun sinni, en það hefur oft
verið erfitt. Og er að verða erfiðara
á ný. Hagur fólks er að versna, og
þá er list það fyrsta sem hætt er
að kaupa. En það er þó afskaplega
gleðilegt að aðsókn Færeyinga að
menningaruppákomum hverskonar
hefur stóraukist. Síðustu fimm daga
hafa til dæmis 2.444 sótt þær uppá-
komur; tónleika og sýningar, sem
Noi-ðurlandahúsið hefur staðið fy'rir!
Þetta er alveg ótrúieg tala fyrir ekki
stærra samfélag. Á fimm dögum
hafa fimm prósent íbúa Færeyja
sótt uppákomur einnar stofnunar.“
— Það er greinilegt, og má vel
heyra á Færeyingum, að Norður-
landahúsið er ákaflega mikilvægur
þáttur í þjóðlífínu í dag. Hér er rými
og aðstaðá fyrir hverskonar sýning-
ar og uppákomur; aðstaða sem var
ekki til staðar áður.
„Já, húsið hefur breýtt ýmsu hér.
Það sém almenningi stendur til boða
í menningarlegum efnum hefur stór-
aukist, og virkni þeirra þar með.
Og ekki bara magnið heldur einnig
gæðin. Ég reyni að finna mörkin
milli gæða og snobbs; það er tvennt
ólíkt. Ég vil bæði hafa rokktónleika
og blokkflaututónleika. Og hvort
tveggja gott.
Erfiðast er að kynna færeyska
list erlendis. Því við erum lítil. Mörg-
um hættir til að hugsa sem -svo að
góðir hlutir komi ekki frá stöðum
sem eru smærri en þeir sem það
kemur sjálft frá. Oft er um einhvers-
konar stórborgarsnobb að ræða.
BBC gerði nýlega dagskrá um fær-
eyska menningu, og slíkt hjálpar
mikið til. Slík umfjöllun, og einnig
leiksýningar eins og uppfærslan á
Glötuðum snillingum Heinesens, í
Osló um þessar mundir, vekja at-
hygli og áhuga á færeyskri list og
menningu, -og fjölga vonandi einnig
ferðamönnum til eyjanna."
Viðtal: Einar Falur Ingólfsson
Morgunblaðið/Einar Falur
Leikhópurinn Þíbilja.
- Leikhópurinn Þfbilja er einungis
skipaður atvinnumönnum.
„Já. Við erum að vinna meira eða
minna við leiklistina. Þetta er þriðja
sýning Þíbilju, sú viðamesta, og
þetta er nánast ekki hægt. Að sam-
ræma tíma tíu leikara er mjög erf-
itt.“
- En af hveiju hóa atvinnuleik-
arar sig saman og sýna leikrit upp
á eigin spýtur?
„Þíbilja varð til fyrir þremur
árum, og þá vorum við sex sem stóð-
um að þessu og höfðum tíma af-
lögu. Ég var til dæmis að leika sex
kvöld í viku, og hafði ekkert að
gera á daginn. Því komum við sam-
an til að svala tjáningarþörfinni, og
skapa eitthvað saman. Svo fer manni
að þykja vænt um „afkvæmið" og
vill ekki að það deyi, svö önnur sýn-
ingin fór í gang, og nú sú þriðja.
Þessir hópar verða til vegna þess
að fólk vill láta reyna á sig, og síðan
vill það sífellt gera betur og betur,
taka sér vandasamari hluti fyrir
hendur."
Að treysta á kraftaverkið
- Þetta er annað leikstjórnarverk-
efni þitt. Hvernig er að sitja og skipa
fyrir og láta hina puða á sviðinu?
„Það hefur verið mjög gefandi
reynsla að bera ábyrgð á öllu þessu
fólki, að þurfa að stilla öllum sam-
an. Þegar maður er að leika er allur
fókusinn á manni sjálfum, í sam-
vinnu við hina. Það sem mér hefur
þótt erfiðast sem leikstjóri er að
átta mig á að hlutirnir verða ekki
fullmótaðir strax, og treysta því að
kraftaverkið gerist, því ég veit að
hlutirnir smella saman í síðustu
æfingavikunni. Ég vil alltaf hafa
allt hundrað prósent strax. Leik-
stjórn er ákafiega vandasamt starf
sem lærist einungis af reynslunni.
Það kann að vera að það hái mér
nokkuð að vera leikari sjálfur, því
ég er alltof mikið inní því sem leikar-
amir eru að gera. Ér kannski of
afskiptasamur.“
- Hvað með húsnæðið. Nú eruð
þið að setja upp í Lindarbæ, í að-
stöðu Leiklistarskólans.
„Við höfum notið stuðnings Leik-
félags Reykjavíkur, og emm að vissu
leyti gestir þess. Það hýsti okkur á
æfingatímabilinu, lánaði okkur tæki
og gegnum það fengum við Lind-
arbæ, því Nemendaleikhúsið er að
undirbúa sýningu á stóra sviðinu í
Borgarleikhúsinu.
Þetta er i annað sinn sem Leik-
félag Reykjavíkur er slíkur gestgjafi
sjálfstæðs leikhóps, og með þessu
vottar það þessum hópum virðingu
sína og sýnir þeim stuðning, en eins
og menn vita hefur verið rriikil
gróska í leiklistarlífinu undanfarin
ár. Húsnæðismálin og peningar hafa
verið stóru vandamálin. Margir leik-
hópar hafa steypt sér í skuldir, og
fyrir utan launaliðinn. í okkar til-
felli hafa laun til dæmis ekki verið
nein fram að þessu. En nú fengum
við styrk til að setja upp þessa sýn-
ingu og það hjálpar okkur rnikið."
- efi
tSMzm