Morgunblaðið - 09.03.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.03.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1991 B 5 f Ut *.•£" jff$ I í * _ eru mörg merkileg listaverk til eftir hann í Skandinavíu. Kollegar mínir á Norðurlöndum höfðu mikinn áhuga á að koma inn í þetta samstarf og sýningin byijar hér, fer síðan til Oslóar, Stokkhólms og loks til Helsinki. Einnig hefur ver- ið rætt um að hún endi í Pompidou- safninu, því þessi sýning bregður út af þeim efnistökum sem Frakkar hafa yfirleitt haft á verkum Légers. Verkin koma frá Skandinavíu, Þýskalandi og Frakklandi. Kostnaðurinn við trygg- ingar og flutninga er óheyrilegur, en Frakkar munu styrkja okkur eitt- hvað.“ — Hvað með íslenskar sýningar, gefst nokkur tími fyrir þær? „Fyrir utan það rými sem við leigj- um, verðum við með eina sýningu á verkum íslensks listamanns, en það er ívar Valgarðsson. Hann er ungur myndhöggvari sem hefur vakið mikla athygli síðastliðinn áratug, kannski ekki fengið það rými sem okkur finnst hann hefði mátt fá. Hann vann í fyrstu mikið út frá forsendum kons- ept-listarinnar, en hefur á seinni árum aðallega einbeitt sér að óhlutlægri myndgerð; einskonar mínimalisma, og hefur einkum velt fyrir sér tengsl- um hlutarins við rýmið. Við veljum ívar líka vegna þess að íslensk höggmyndalist hefur verið í gífurlegri uppsveiflu á síðustu árum, og við eigum orðið alveg óvenjulega persónulega og frumlega myndhöggv- ara, sem eru að vinna út frá mjög ólíkum forsendum." Ásmundur, Erró, Kjarval Gunnar segir að innan Listasafns Reykjavíkur séu þijú stór einkasöfn; verk þeirra Kjarvals, Errós og Ás- mundar Sveinssonar. Þau þurfi mikla umönnun og úrvinnslu; skrá þarf verk, bréfasöfn, skissur og þannig mætti áfram telja. Kjarvalsstaðir eru mjög stórt hús, og kjaharanum hefur verið breytt nýverið; listaverka- geymslur stækkaðar og öll vinnuað- staða þar bætt. Það mun síðan breyt- ast enn meira er verk Errós verða komin á Korpúlfsstaði, því þau eru mikil að umfangi og fylgja þeim fleiri hundruð kíló af teikningum, bókum, skrám og allskyns persónulegum munum úr eigu listamannsins, sem verður komið fyrir í tengslum við safn hans, og gestir munu geta haft aðgang að. „Við höfum nú hafið safna- kennslu,“ segir Gunnar, „ogþað hefur fengið ótrúlega góðar viðtökur. Þetta er hlutur sem hefur vantað, og er mikil viðbót við þá myndlistar- og menningarkennslu sem fer fram í skólakerfinu. Skólarnir hafa streymt hingað. Við höfum líka hafið sérstaka safnakennslu fyrir eldri borgara, og þeir geta pantað þá tíma sérstaklega og fengið leiðsögn." — Hvað líður Kjarvalssafninu sem fyrirhugað er að rísi á Miklatúni? „Það et- búið að teikna það, og þær teikningar eru mjög athyglisverðar, slíkt safn myndi vera Kjarval til sóma, og borginni líka, og yrði eflaust mik: il lyftistöng fyrir Kjarvai sem söguleg- an myndlistarmann. Það sem kemur inn í er að þetta er mjög kostnaðar- söm framkvæmd, og í millitíðinni kom þetta upp með Korpúlfsstaði og Erró- safnið. Því hefur verið ákveðið að bíða með Kjarvalssafnið, því verk hans hafa þó sitt rými hér á Kjarvalsstöð- um. Menningarmiðstöðin Korpúlfs- staðir er gífurlega fjárfrekt fyrirbæri, og hleypur á hundruðum milljóna, svo varla er hægt að sinna öðru á meðan. En Kjarval hefur nú á síðustu árum fengið mun meira rými og tíma en hann hafði til skamms tíma, og við, sem höldum utan um safn verka hans og vinnum að rannsóknum á þeim, teljum það skyldu okkar að setja upp vandaðar sýningar á verkum hans. Á þessu ári var því opnuð Kjarvalssýn- ing sem mun standa nánast í sex mánuði. Persónulega álít ég að á meðan Kjarvalssafn er ekki til staðar, eigum við að taka austursalinn undir verk hans, eins og reyndar var gert ráð fyrir í upphafi. Verkin má síðan alltaf taka niður um tíma þegar stór- ar sýningar berast sem þurfa allt húsið undir sig.“ — Lýkur viðgerðinni á Ásmundar- safni ekki á næstunni? „Jú, það verður væntanlega opnað um miðjan apríl, með þeim fráþæru salarkynnum sem eru komin þar. Á döfinni er einnig að endurnýja kúluhú- sið, en það er orðið illa farið. Einka- söfn, eins og Ásmundarsafn, þurfa á endurnýjun að halda, svo ætlunin er að skipta þar reglulega um sýningar. Þá er einnig fyrirhugað að bjóða er- lendum myndhöggvurum að sýna tvo mánuði á ári, og væntanlega verða sýnd verk frá Rodin-safninu í París næsta vor. Hugmyndin með því er að hleypa nýju lífi í stofnunina, og hefði það eflaust góð áhrif á verk Ásmundar.“ Óánægjuröddum hefur fækkað Þegar til lengri tíma er litið er Listasafn Reykjavíkur að undirbúa stóra sýningu á íslenskri fígúratívri list í Gautaborg, og þá er mikill áhugi fyrir því víða á Norðurlöndum að fá ítarlega sýningu á verkum Kjai-vals. Einnig er verið að athuga með að senda slíka sýningu til Þýskalands og Frakklands. — Þrátt fyrir víðtæka starfsemi og fjölda sýninga heyrast alltaf óánægju- raddir, til dæmis frá listamönnum sem eru ósáttir við stefnu safnsins. „Það er rétt, en það er minna um það nú en áður. Við hcfum mikinn metnað hér í stofnuninni, og menning- armálanefnd Reykjavíkur hefur með- vitað mótað nýja stefnu varðandi starfssvið og vettvang hennar, bæði hvað varðar íslenska og erlenda myndlist. Þá er nefndin mjög meðvit- uð um að gera þarf vel við ólíka hópa í því listmunstri sem við höfum. Þann- ig sýnum við nútímalist, eldri lista- menn, og erum með úttektir á eldri listamönnum sem eiga langan feril að baki. Vitaskuld heyrast alltaf ein- hveijar óánægjuraddir, en í dag eru miklu fleiri möguleikar fyrir þá sem vilja sýna en bara Kjarvalsstaðir. Áður voru þeir nánast eina húsnæðið í borginni en í dag eru til margir fal- legir salir, sem eru iðulega mun hent- ugri fyrir minni sýningar. Maður sem kemur hingað inn þarf nefnilega margar myndir, og mikil vinna þarf að liggja að baki þeim svo vel sé. Því reynum við að hugsa um hvernig við getum sem best komið til móts við þá sem sýna hér, og um leið til móts við íslenska menningu. Því Kjai'vals- staðir eru ekki bara fyrir listamenn, heldur fyrst og fremst fyrir listunn- endur.“ Viðtal: Einar Falur Ingólfsson Ný röð hljómdiska með íslenskri tónlist Ætlað að draga upp mynd af tónskáldunum Islensk tónverkamiðstöð er að ráðast í útgáfu á röð hljómdiska í sanivinnu við Ríkisútvarpið á verk- um íslenskra tónskálda og komu fyrstu tveir diskarnir út nú í vikunni. Eru þeir með verkum eftir Karólínu Eiríksdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson. Fleiri hljómdiskar eru væntanlegir á árinu en með þessari útgáfu er að rætast gamall draumur margra tónskálda uin nýtt átak í útgáfu tónlistar. Al- menningur fær nú nýtt tækifæri til að kynnast tónlist einstakra tónskálda í stað þess að heyra hana aðeins á tónleikum eða lesa raddskrár þeirra. etta hefur verið mjög lengi til umræðu meðal tón skálda og nú rætist lang- þráður draumur okkar, segir Þorkell Sigurbjörns son. -Mjög lítið hefur verið gefið út af íslenskri klassískri tónlist og segja má að eina tækifæri sem menn hafa haft til að kynnast verk- um okkar hafi verið á tónleikum. Þar heyrast verkin oftast aðeins einu sinni og síðan ekki söguna meir. Hafi ménn viljað kynna sér þau frekar hefur eina ráðið verið að lesa gegnum raddskrár og það búa ekki allir tónlistaráhugamenn yfir þeirri kunnáttu. Tónskáldin völdu sjálf úr verk- um sínum til flutnings og Karólína Eiríksdóttir er spurð hvernig því vali hafi verið háttað: -Ég valdi sjö verk, hljómsveit- ar-, einleiks- og kammerverk ásamt öðrum þætti óperu minnar Nágon har jag sett en þessi verk eru samin á árunum 1980 til 1988. Þau eru samin af ýmsum tilefnum og þetta eru allt upptökur sem voru til. Verkin gefa þannig ákveðna mynd af mér sem tón- skáldi en þau sýna líka örlitla mynd af því sem verið hefur að gerast í tónlistarlífinu. Þarna eru til dæmis tvö verk sem Jean-Pierre Jacquillat stjórnaði hér, annars vegar þegar Sinfóníuhljómsveitin lék Sinfóníettu sem samin var að beiðni Sjónvarpsins og hins vegar stjórnaði hann fimm lögum fyrir kammersveit sem íslenska hljóm- sveitin lék. Aðrir flytjendur hinna ýmsu verka eru Guðný Guðmundsdóttir, Halldór Haraldsson, Gunnar Kvar- an, Guðríður St. Sigurðardóttir, Kristinn Sigmundsson, Ingegerd Nilsson og Per Borin sem stjórnaði Hátíðarhljómsveit hundadaga. Verkin á hljómdiski Þorkels eru frá árunum 1970 til 1982 og eru flytjendur auk tónskáldsins sjálfs bæði innlendir og erlendir: Gunnar Egilson, Ingvar Jónasson, Manuela Wiesler, Hafliði Hallgrímsson, Hans Pálsson, Win Hooggewerf, Þóra Johansen, Unnur María Ing- ólfsdóttir og Hörður Áskelsson. Sem fyrr segir er það íslensk tónverkamiðstöð sem stendur að útgáfunni í samvinnu við Ríkisút- varpið og hefur Bergljót Jónsdóttir séð um framkvæmdina: -Við feng- um flestai' upptökurnar frá Ríkisútvarpinu og sá Bjarni Rúnar Bjarnason tónmeistari um flestar upptökurnar og endanlega sam- setningu þeirra á diskunum. Allir flytjendur gáfu eftir laun sín fyrir flutninginn og þannig má segja að þeir hafi lagt fram sinn skerf til að gera útgáfuna mögulega. Hluti kostnaðar við þetta er greidd- ur af höfundarlaunum íslenskra tónskálda en einnig hefur verið leitað eftir styrkjum. Bergljót segir að verk íslenskra tónskálda sem komið hafa út á hljóðritunum séu dreifð þannig að erfitt sé að fá heildarmynd af tón- skáldi nema að við að sér mörgum plötum. Því hafi verið ákveðið að gefa út þessa röð, portrett tón- skáldanna og er í ráði að gefa út verk yngri sem eldri tónskálda, núlifandi og látinna. Eins konar tónlistarsaga -Ég vil líka undirstrika að þótt hér sé um að ræða portrett þá eru hljómdiskarnir líka eins konai' brot af tónlistarsögu okkar. Þarna koma til dæmis við sögu flytjendur sem eru horfnir af sjónarsviðinu og þarna leika tónlistarmenn sem störfuðu saman fyrir 20 árum auk þess sem notaðar eru nýrri upptök- ur og í sumum tilvikum eru flytj- endur þeir sömu og verkin voru samin fyrir. Eiga flest íslensk tónskáld nógu mörg verk fyrir portrett sem þessi? -Islensk tónskáld hafa verið af- kastamikil og ég held að þau eigi öll auðvelt með að útvega efni á einn eða fleiri diska, segir Bergljót en á næstunni koma út diskar með verkum eftir Jón Leifs, Leif Þórar- insson og síðan koma þeir hver á fætur öðrum, 4 til 5 á ári. En hvernig sjá tónskáldin fyrir sér notkun á hljómdiski sem þess- um? -Þarna er ekki aðeins verið að gefa út tónlist fyrir íslendinga heldur vonumst við til að hún fari til annarra landa og að þannig geti íslensk tónlist komist á fram- færi erlendis, segja þau Þorkell og Karólína. -Þetta er alveg ný staða hjá tónskáldum og við getum til dæmis bara litið á tilnefningarnar til tónskáldaverðlauna Norðut'- landaráðs. Verkin sem tilnefnd eru hafa sjaldnast verið til útgefin og að því leyti allt önnur staða en hjá rithöfundum sem eiga verk sín á prenti. Við kennum líka bæði við tónlistarskóla og þar hefur alltaf skort íslenskt kennsluefni þannig að verði hér smám saman til mynd- arleg röð af íslenskri tónlist á hljómdiskum mun það bæta úr ákveðinni þörf. Greinar um tónskáldin Greinar um tónskáldin á þremur tungumáluin fylgja diskunum í bæklingi en þær hefur Guðmundur Andri Thorsson skrifað. Byggit' hann á samtölum við þau og nefn- ir hann grein sína um Þorkel „Þetta er forvitni" en greinina um Karólínu „Hugsunin fijóvguð“. í greininni um Þorkel segir meðal annars: „Og þeim sem hlustar finnst varla að þau hafi verið samin, þau streyma svo sjálfsögð og áreynslu- laus, hreyfíngin í þeitn er svo kvik og létt, andrúmsloftið svo óhát- íðlegt, innileikinn svo algjör. Sumt er kátlegt og þegar forte er slegið vekur það manni hressandi og jafn- vel fjörlegar kenndir, en ekki þung- an bölmóð og þó að sitthvað fleira sé á kreiki i Noktúrnum Þorkels en var í rómantískum smíðum sam- nefndum á síðustu öld, þá er frið- sældin allsráðandi undir lokin - sofnuð lóa og dáin ljós á flóa - fegurðin ríkir ein.“ Um Karólínu segir Guðmundur Andri Thorsson: „Hún stundar á listgrein sem mest er óbundin af veruleikanum, en sækir mest í bókmenntir, þá listgrein sem háð- ust er veruleikanum. í öllum verk- um hennar togast hið sjálfsprottna á við hið ráðgerða og undir ýmsu komið hvoru veitir betur hveiju sinni. Menntun hennar í tónvísind- um gerir það að verkum að hún hefur kynnt sér feiknin öll af tón- list allra alda - hún er mjög mennt- að tónskáld - en vísindamanninum er um leið haldið í ákveðnum skelj- um og skáldið látið leika lausum hala.“ Myndverk á bæklingunum gerði Erlingur Páll Ingvarsson myndlist- armaður. jt Morgunblaðið/Arni Sæberg Hafin er útgáfa á röð hljóindiska með verkum íslenskra tónskálda. Fyrst í röðinni eru þau Karólína Eríksdóttir og Þorkell Sigurbjörnsson (fremst) og bak við borðið stendur Bergljót Jónsdóttir fram- kvæmdstjóri Islensku tónverkamiðstöðvarinnar sem annast útgáfuna í samvinnu við Ríkisútvarpið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.