Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐ.JUDAGUR 16. APRÍL 1991 SKÍÐl / ICELANDAIR CUP || KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Rúnar Þór Valdemar Valdemarsson frá Akureyri varð annar í svigi á laugardag á ísafirði. Hann var með sjötta besta tíma í fyrri ferð í gær á Akureyri — besta tíma íslendings — er þessi mynd var tekin, en datt í þeirri síðari. Mogore Halka vann tvöfah Norðmenn í sérflokki í Hlíðarfjalli FRANSKA stúlkan Malgorzata Mogore Tlalka sigraði í stór- svigiá alþjóðamótinu, lce- landair Cup eða Flugleiðabik- arnum, á Akureyri í gær. Hún sigraði einnig í svigi sem fram fór á ísafirði á laugardag. Norð- menn röðuðu sér í þrjú efstu sætin íkarlaflokki i gær. Franska stúlkan Mogore Tlalka nældi í önnur gullverðlaun sín í Flugleiðabikarkeppninni er hún sigraði í stórsvigi kvenna í Hlíðar- fjalli við Akureyri í gær. Hún hafði áður unnið svigmótið á ísafirði á iaugardaginn. Guðrún H. Kristjáns- dóttir hafnaði í öðru sæti í stórsvig- inu og Eva Jónasdóttir í þriðja, en þær eru báðar frá Akureyri. Norðmenn í sérflokki Norðmenn röðuðu sér í þijú efstu sætin í stórsvignu í gær. Einar U. Johansen varð fyrstur, tæpri sek- úndu á undan Mads Ektvedt. Atle Hove varð þriðji og Tékkinn Peter Jurko, sem sigraði í svigmótunum á ísafirði á föstudag og laugardag, varð fjórði. Arnór Gunnarsson náði besta árangri íslendinganna er hann hafnaði í 11. sæti. Valdemar Valdemarsson, Islandsmeistari í svigi, var með 6. besta tímann eftir fyrri umferð en keyrði útúr í síðari umferð og varð úr leik. Ásta önnur í sviginu Ásta Halldórdóttir frá ísafirði varð önnur í sviginu á Isafirði á laugardag, tæpri sekúndu á. eftir Mogore. Ragnheiður Agnarsdóttir, ísafirði, varð þriðja og Guðrún H. Kristjánsdóttir ijórða, en henni hlekktist á í fyrri umferð og náði síðan besta tímanum í síðari um- ferð. Jurko bestur Tékkinn Peter Jurko vann bæði svigmótin sem fram fóru á Isafirði á föstudag og laugardag. Jurko hafði töluverða yfirburði í sviginu á laugardag, var tveimur sekúndum á undan Valdemar Valdemarssyni frá Akureyri. ísfírðingurinn Arnór Gunnarsson varð þriðji og Örnólfur 'Valdimarsson, Reykjavík, fjórði. Fjórða mótið í keppninni um Flugleiðabikarinn verður í Hlíðar- fjalli í dag og verður keppt í stór- svigi. Keppni í kvennaflokki hefst kl. 10 og kl. 13.45 í karlaflokki. ■ Úrslit / B11 „Grímmir leikir og góð æfing“ - sagði Hólmbert Friðjónsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, en hann var ekki ánægður með dóm- gæsluna í Færeyjum „ÉG er mjög ánægður með ferðina. Leikirnir gegn Færey- ingum voru grimmir og góð æfing fyrir strákana," sagði Hólmbert Friðjónsson, þjálfari 21 árs landsliðsins, sem gerði jafntefli, 2:2, við landslið Fær- eyja á sunnudaginn, en strák- arnir unnu úrvalslið á föstu- dagskvöldið, 1:0. Hólmbert sagðist hafa notað ferðina til að sjá leikmenn og kanna kosti þeirra og galla. „Hóp- urinn var vel samstilltur og góður. Við lærðum mikið í ferðinni og fengum reynslu í því að glíma við leikmenn sem leika gróft undir vemd heimadómara. Við vorum að leika á útivelli þar sem ætlast var til að annað liðið færi með sigur af hólmi með aðstoð dómara. Dóm- gæslan hefði frekar átt heima í fjöl- bragðaglímu en á knattsyrnuvelli," sagði Hólmbert, sem var ánægður með úrslitin í leikjunum tveimur. Færeyingar notuðu leikinn sem undirbúning fyrir Evrópuleik gegn N-írum í Belfast 1. maí. Ríkharður' Daðason skoraði bæði mörk íslenska liðsins - jafnaði í bæði skiptin. Ríkharður skoraði, 2:2, eft- ir að venjulegur leiktími var úti. Kurt Mörköre skoraði bæði mörk Færeyinga. Ríkharður Daðason fagnaði tveimur mörkum í Færeyjum. JUDO / OPNA BRESKA MEISTARAMOTIÐ „Sáttur við útkomuna“ - sagði Bjarni Friðriksson sem vann bronsverðlaun „ÉG er mjög sáttur við útkom- una,“ sagði Bjarni Friðriksson, sem vann bronsverðlaun í -95 kg flokki á opna breska meist- aramótinu í júdó sem f ram fór í Crystal Palace um helgina. Bjarni vann fimm glímur og tapaði aðeins einni glímu, fyrir Guenetfrá Frakklandi, sem glímdi síðan til úrslita. Bjarni sagði að mótið hafi verið mjög sterkt þar sem Frakkar voru með alla sína sterkustu menn. Alls voru 600 keppendur fra 21 þjóð sem tók þátt í mótinu. í -95 kg flokknum voru 26 keppendur. Bjarni vann tvær glímur á ippon, eina á yoko og eina á wasari. Hann tapaði síðan fyrir Frakkandum Gue- net á wasari í undanúrslitum. Bjarni mætti síðan Pesque frá Frakklandi í úrslitum um bronsverðlaunin og sigraði nokkuð auðveldlega á ippon. Sigurvegari í flokknum var Meiling frá Þýskalandi, sá hinn sami og vann silfurverðlaunin á síðustu ólympíuleikum í þessum flokki. „Þetta var nokkuð erfitt hjá mér vegna þess að ég varð að létta mig um þijú kíló rétt fyrir mótið til að komast í minn þyngdarflokk. Það tekur alltaf frá manni þrek að þurfa að létta sig svo skömmu fyrir mót. Þetta mót og mótið í Hollandi fyrir skömmu eru fyrst og fremst hugsuð sem undirbúningur fyrir Evrópu- meistaramótið sem fram fer í Prag 15. maí. Nú hefst lokaundirbúning- urinn hjá mér, en markmiðið er að standa sig vel í Prag,“ sagið Bjarni. Halldór Hafsteinsson keppti í -86 kg flokki og komst í '2. umferð. Hann vann fyrstu glímuna á ippon, en tapaði í næstu umferð fyrir Finna og var þar með úr leik þar sem Finninn féll úr umferð í næstu glímu á eftir. Hinir íslensku keppendurnir Sig- urður Bergmann, Þórir Rúnarsson, Eiríkur Ingi Kristjánsson og Karl Erlingsson féllu allir úr keppni í 1. umferð. BADMINTON / DEILDARKEPPNIN KNATTSPYRNA / SVIÞJOÐ C lið TBR sigraði í 1. deild Deildarkeppni Badmintonsambands íslands var haldin í Laugardalshöll- inni um helgina. Sextán lið frá níu félögum tóku þátt í keppninni. TBR c varð sigurvegari í 1. deild efir harða keppni við b og a iið TBR. TBR c gerði jafntefli, 4:4, við TBR a, en í síðustu umferð vann liðið TBR b, 5:3. Munaði þar mest um óvæntan sigur Áslaugar Jóns- dóttur og Aðalheiðar Pálsdóttur gegn Hönnu Láru Palsdóttur og Elsu Nielsen, sem er íslandsmeist- ari kvenna í einliðaleik. í sigurliði TBR c Iéku; Aðalheiður Pálsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Jó- hann Kjartansson, Skarphéðinn Garðarsson, Þorsteinn Páll Hængs- son, Gunnar Björgvinsson og Hann- es Ríkharðsson. TBR c fékk 9 stig, TBR b 8, TBR a 7, Víkingur 4, TBR d 2 og KR a 0. KR a féll í 2. deild, en TBR e varð óvænt sigurvegari í 2. deild. Þar með á TBR fimm af sex liðum í 1. deild næsta ár. Þeir sem voru í sigursveit TBR e voru: Sigríður Morgunblaðið/KGA Sigurvegari í 1. deild Badmintonsambandsins, C-lið TBR. Jónsdóttir, Sigríður M. Jónsdóttir, Njörður Ludvigsson, Skúli Sigurðs- son, Siguijón Þórhallsson, Jón E. Halldórsson og Walter Lentz. TBR e fékk 9 stig, TBA 8, KR b 7, TBR f 4, UMSB 2, BH 0. Hafnfirðingar féllu í 3. deild, en Siglfirðingar urðu sigurvegarar í 3. deildarkeppninni. Lið þeirra var þannig skipað: Sigrún Jóhannsdótt- ir, Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Har- aldur Marteinsson, Jóhann Bjarna- son, Bjarni Árnason og Halldór B. Sigurðsson. TBS fékk sex stig, HSK fjögur, IA tvo og KR c ekkert. Samtals voru leiknir 288 leikir á þremur dögum í deildarkeppninni, én þátttakendur voru 150. Gunnar skoradi Gunnar Gíslason skoraði eina mark Hácken á útivelli gegn liði Mjölby er það gerði jafntefli, 1:1, í 1. umferð sænsku 1. deildarinnar í knatt- spyrnu sem hófst um helgina. Gunnar kom liði sínu yfir strax á 5. mín. er hann skallaði í netið eftir hornspyrnu. Mjölby jafnaði hálftíma síðar og þannig endaði leikurinn. Hácken var mun betra liðið og var Þorsteinn óheppið að ná ekki að sigra, átti m.a. tvö stangarskot. Gunnarsson Gunnar fékk mjög góða dóma fyrir leikinn, var eins og skrifar klettur í vörninni. frá Svíþjóð SKIÐI / HM UNGLINGA Góð reynsla - segir Kristinn Björnsson Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði féll úr keppni í svigi á HM unglinga sem haldið var Geilo í Noregi á Iaugardaginn. Kristinn keyrði vel í fyrri umferð og átti möguleika á að vera á meðal 20 fyrstu, en því miður var það ekki raunin. Kristinn var að vonum óhress Erlingur lóhannsson skrífar frá Noregi með árangur sinn í sviginu, en aft- ur á móti þokkaiega ánægður með 36. sætið í stórsviginu á fþstudag. Hana-sagði- að-áþes&u-mótí-hefði- hann öðlast dýrmæta reynslu sem ætti eftir að koma honum að gagni seinna meir. Svein By, þjálfari Kristins, sagði í samtaii við Morgunblaðið að Krist- inn væri stórefnilegur skíðamaður. „Hann hefur til að bera flesta þá hæfileika sem þarf tii að ná ár- angri og ættil því að geta náð langt í framtíðinni." Kristinn er búsettur í Geilo, en þar er hann nemandi við skíða- menntaskóla og hefur tækifæri til að stunda æfingar við góðar að- 'Stæður- hjá -góðum- þjálfurum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.