Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 1
HANDKNATTLEIKUR JUiOíríJMttM&ífoitfo 1991 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRIL BLAD SKIÐI Héðinn á leið undir hnrfinn GOLF: IAN WOOSNAM SIGRAÐIÁ US MASTERS MÓTINU / B4 og B5 Dusseldorftryggði sér sæti í úrvalsdeildinni um helgina HÉÐINN Gilsson, landsliðsmaður í handknattleik, sem leikurmeð Dussel- dorf, fer inn á spítala ídag ogámorgun verður hann skorinn upp vegna meiðsla á hásin vinstri fótar. „Ég verð að hvíla mig í átta til tíu vikur og má ekki fara að æfa neitt að ráði fyrr en eftir þrjá mán- uði,“ sagði Héðinn, eftir að hann kom frá lækni ígær. Héðinn verður í viku inni/ á sjúkrahúsi. „Eg vona að aðgerðin heppnist vel. Það er kunnur læknir, sem sér um landsliðsfólkið í ftjálsum íþróttum, sem sker mig,“ sagði Héð- - inn. Dusseldorf 'tryggði sér rétt til að leika í úrvalsdeildinni næsta keppnistímabil með því að leggja Hiittenberg að velli, 20:17, í Diiss- eldorf, en félagið vann einnig fyrri leikinn, 20:17, í Huttenberg. ■ „Sáttur við útkomuna" / B3. „Það hefur verið viss presáa á okkur að undanförnu, en nú er- um við komnir í örugga höfn. Félagið mun reyna að fá tvo til þrjá nýja leikmenn fyrir næsta keppnistímabil," sagði Héðinn. Bjami nældi í bronsið á opna breska Héðinn. BJARNI Friðriksson, júdókappi, vann bronsverðlaun í -95 kg flokki á opna breska meistara- mótinu íjúdósem fram fór í Crystal Palace um helgina. Bjarni vannfimm glímur og tapaði að- eins einni, fyrir Gue- netfrá Frakklandi, sem glímdi til úrslita. Mótið var mjög sterkt, keppend- ur voru alls 600 og 26 í flokki Bjarna. Hann vann tvær glímur á ipp- on, eina á yoko og eina á wasari. Hann tapaði í undanúrslitum en tryggði sér svo bronsið með nokkuð auðveldum sigri. Þess má geta - að Bjarni varð að létta sig um þijú kíló fyrir mótið til að komast í þennan þyngdarflokk. Sigurvegari í flokkn- um varð Meiling frá Þýskalandi. Bjarni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Malgorzata Mogore Tlalka frá Frakklandi hefur verið sigursæl í alþjóðamótunum í alpagreinum, sem hófust á föstudag. Hún sigraði í stórsvigi kvenna á Akureyri í gær og varð í 1. og 2. sæti í svigi á Isafirði á föstudag og laugardag. Hér er hún á fullri ferð í fyrri umferð stórsvigsins í Hlíðarfjalli í gær. HANDKNATTLEIKUR Tillaga um breyttfyrirkomulag í 1. deild karla: Stefnt að átta liða úrslitakeppni Áfram tólf lið en útsláttarfyrirkomulag í úrslitakeppninni Handknattleiksdeild FH hyggst leggja fram tillögu til breytingar á mótafyrirkomulagi í 1. deild karla í hand- knattleik fyrir ársþing HSÍ. í stað úr- slitakeppni sex efstu liða, með tvöfaldri umferð, fari átta efstu liðin áfram og leiki með útsiáttarfyrirkomulagi, eins og gert er í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Tvo sigra þarf til að komast áfram. Samkvæmt tillögunni verða áfram tólf lið í deildinni og þar verða leiknar 22 umferðir í einum riðli. Liðið sem lend- ir í efsta sæti mætir liðinu í 8. sæti, liðið í 2. sæti mætir því í 7. og svo framveg- is. Ekki hefur verið ákveðið hvað verður um fjögur neðstu liðin í deildinni. Þessi tillaga á að skila meiri spennu í mótið, enda kæmi sæti í deildinni til að skipta miklu. Liðið sem væri ofar fengi fyrsta heimaleikinn og það þriðja ef til hans kæmi. Útlit er fyrir að flest lið deildarinnar verði komin með eigin heimavöll næsta vetur og því er að miklu að keppa. Tekjuskipting í síðasta leikn- um yrði þó jöfn, eins og gert er í bikar- keppninni. Svipuð hugmynd kom frá FH-ingum í fyrra en þá var ákveðið að hafa frekar sex liða úrslitakeppni eins og nú er. Að þessu sinni hefur tillagan fengið mun betri hljómgrunn og er fastlega búist við því að hún verði samþykkt á ársþingi HSÍ í lok maí. JUDÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.