Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991
KNATTSPYRNA
iÞRÓmR
FOLX
■ NAPOLÍ lék sinn fyrsta heima-
leik síðan Maradona var dæmdur
í bann. Áhorfendur mættu til leiks
með borða sem á stóð; „Maradona,
þú er bestur" og „Smámál getur.
ekki skemmt það sem þú hefur
gert fyrir okkur.“ Napoií vann
Atalanta, 2:0, og hrópuðu áhorf-
endur nafn Maradona eftir að
mörk liðsins voru skoruð.
■ TÉKKINN Tomas Skuhravy
skoraði tvö mörk fyrir Genóa gegn
Lazio, 3:1. Hann hefur skorað
grimmt að undanförnu og hefur
skorað samtals 12 mörk.
■ GONZALO Panadero, sem
dæmdi leik Atletico Madrid og
Sevilla, sýndi sjö mönnum hjá
Atletico gula spjaldið og rak tvo
leikmenn liðsins af velli. Einn af
þeim sem fengu að sjá gula spjald-
ið var þjálfarinn Tomislav Ivic.
■ JORGE Berger, þjálfari
Frankfurt, var rekinn frá félaginu
éftir að Frankfurt mátti þola
stórtap, 0:6, fyrir Hamburger.
Júgóslavinn Dragoslav Step-
anovic, 42 ára, sem lék með Frank-
furt 1976-1978 og einnig með
Manchester City, tekur við starfi
Berger.
H PÓLVERJINN Jan Furtok
skoraði þijú mörk fyrir Hamburg-
er gegn Frankfurt.
■ RAMON Mendoza var endur-
kjörinn forseti Real Madrid um
fydgina. Hann fékk 57% atkvæða,
en blaðamaðurinn Alfonso Ussia
fékk 40% atkvæða.
D 50 þús. áhorfendur á Ólympíu-
leikvanginum í Miinchen voru
ekki ánægðir með jafntefli, 1:1,
gegn Werder Bremen. Eftir leik-
inn hrópuðu þeir: „Heynckes burt!
Heynckes burt! Jupp Heynckes,
þjálfari Bayern, er ekki vinsæll
þessa dagana.
M„ÉG var búinn að bóka tap,
þegar staðan var 0:2,“ sagði Karl-
heinz Feldkamp, þjálfari Keist-
erslautern, sem náði að jafna, 2:2.
Markus Schupp varð fyrir því
óhappi að skora sjálfsmark á
síðustu sek. leiksins.
Sampdoria
og Barcelona
halda sínu
striki
SAMPDORIA hélt forustu sinni
á Ítalíu með þvi að leggja AS
Róma að velli, 1:0. Það var
varnarmaðurinn Pietro Vierc-
hewod sem skoraði sigurmark-
ið, eftir að hafa stolið knettin-
um af varnarmanninum
Sebastiano Nela. Róma lék
sinn fyrsta leik undir stjórn
nýja þjálfarans Giuseppe
Ciarrapico. Leikmenn liðsins
léku tíu undir lok leiksins þar
sem Rudi Völler fór meiddur
af leikvelli, en liðið hafði notað
báða varamenn sína.
Inter Mílanó fylgir Sampdoria
fast eftir. Sampdoria er með 43
stig, en Inter 41 og AC Mílanó
kemur í þriðja sæti með 40 stig.
Giuseppe Bergomi og Lothar Matt-
haus skoruðu mörk Inter. Matt-
háus, sem skorar mark í nær hverj-
um leik, braust skemmtilega í gegn-
um vöm Cesena og gulltryggði sig-
urinn, 2:0, með föstu skoti.
Giuseppe Dossena, miðvallarspil-
ari Sampdoría, sagði að með sigrin-
um gegn Róma væru möguleikarnir
50% hjá félaginu á að það verði
meistari, en 30% líkur hjá Inter og
20% hjá AC Mílanó.
Cagliari lagði Lecce að velli, 2:0,
og komu Uruguaymennirnir þrír hjá
félaginu mikið við sögu. Daniel
Fonseca lagði upp mörkin, sem
landar hans Jose Herrera og Enzo
Francescoli skoruðu, Lecce lék með
tíu leikmenn síðustu 25 mín. leiks-
ins þar sem Mario Altobelli var rek-
inn af ieikvelli eftir að hafa tvisvar
fengið að sjá gula spjaldið.
Barcelona færist nær
titlinum á Spáni
Barcelona nálgast meistaratitil-
inn á Spáni i fyrsta sinn síðan 1985.
Leikmenn liðsins lögðu Castellon
að velli, 1:0. Það var Ronald Koe-
man sem skoraði sigurmarkið úr
vítaspyrnu á 79 mín., en Daninn
Michael Laudrup fiskaði vítaspyrn-
una. Barcelona er með fimm stiga
forskot á Atletico Madrid þegar
átta umferðir eru eftir. Atletico
varð að sætta sig við jafntefli, 1:1,
gegn Sevilla. Bernd Schuster lék
ekki með Atletico, sem hefur ekki
tapað í síðustu átján leikjum liðs-
ins. Barcelona lék aftur án fimm
lykilmanna gegn Castellon. Kristo
Stoichkov, Jose Bakero, Aitor
Beguiristain og Jose Alexsanko
voru meiddir og Nando Munoz var
í banni.
„Eftir sigurinn er nokkuð ljóst
að við verðum meistarar,“ sagði
Julio Salinas hjá Barcelona. „Það
eru átta leikir eftir. Við þurfum að
leika mjög illa til að Atletico nái
okkur," sagði Ronald Koeman.
D Úrslit / B10
D Staðan / B10
Lothar Matthaús skorar í nær
hveijum leik með Inter Míklanó.
gegn Xamax
LEIK Grasshoppers gegn Xam-
ax í svissnesku deildarkeppn-
inni í knattspyrnu nú um helg-
ina lauk með jafntefli, 1:1, en
Grasshoppers skoruðu bæði
mörkin. Liðið gerði sjálfsmark
á 31. mínútu en Sigurður Grét-
arsson jafnaði fjórum mínútum
síðar.
Þetta var annað mark Sigurðar
með Grasshoppers síðan hann hóf
störf með liðinu í upphafi þessa
leiktímabils. Hann lék á miðjunni á
■^■HDD laugardag, en hann
Anna hefur verið látinn
Bjarnadóttir prófa ýmsar stöður í
skrifar ár. Hann segir í við-
fráSviss tali við svissneska
blaðið Sonntags Zeitung á sunnudag
að hann hafi búist við meiru af sjálfum
sér þegar hann gekk til liðs við Grass-
hoppers en bendir á að hann hafi ver-
ið meiddur í upphafi leiktímabilsins
og síðan misst þrjár vikur úr vegna
meiðsla- í vetur. En nú segist hann
finna á sér að hann muni láta kveða
meira að sér og stuðla að fleiri mark-
tækifærum.
Grasshoppers eru í öðru sæti í deild-
arkeppninni með 21 stig en Sion í
fyrsta með 22. 6.100 áhorfendur
mættu á völlinn í Zurich til að sjá leik
Grasshoppers og Xamax. Leikurinn
fór ágætlega af stað og Grasshoppers
sóttu vel. Sigurður setti boltann beint
í markið eftir góða sendingu frá Hásl-
er. En lítið gerðist eftir það og áhorf-
endur fóru að tínast burt áður en leikn-
um lauk, eins og gerist oft í Zúrich.
Arnór Guð-
johnsen í
leik með
Bordeaux.
Hann leikur
á miðjunni
á heima-
velli, en
fremsti
maður í
sókn á
útivelli.
Papin skoraði þriú mörk
Jean-Pierre Papin skoraði þrjú mörk þeg-
ar Marseille vann Nancy, 6:2. Papin
hafði ekki skorað mark i deildarkeppninni
í tvo mánuði, en aftur á móti hafði hann
skorað í Evrópuleikjum og leikjum með
franska landsliðinu. ' ■ 1
Papin hefur skorað 22 mörk. Hann skor-
aði með skalla strax á þriðju mín. leiksins.
Chris Waddle, sem skoraði beint úr auka-
spymu, Laurent Fournier og Basile Boli
skoruðu hin mörk Marseille, sem er með
þriggja stig;a forskot i, Frakklandi. Félagið
bí 2 X f16Ötii'3 Wf. 1 j, ijq 1 >i-
er með 47 stig, en Mónakó, sem vann St.
Etienne, 2:0, er með 45 stig.
Júgóslavinn Dragan Stojkovic, sem hefur
verið frá vegna meiðsla á hné, kom inná
sem varamaður í seinni hálfleik hjá Mar-
seilte: f"*** W •■VUÍUÚ I -f
01 i ióiiuiil Oióki .vd'ioQ i “.'ií'si'uij'ió [íiuða
Léttyfir
í Bordeaux
Þeð er létt yfir mönnum eftir tvo sigur-
leiki í röð,“ sagði Arnór Guðjohnsen,
landsliðsmaður í knattspymu, eftir að
Bordeaux hafði unnið Rennes, 1:0. Battiston
skoraði sigurmarkið.
„Það eru fimm leikir eftir og við þurfum
að fá þrjú stig í þeim til að halda sæti í
deildinni,“ sagði Arnór, sem leikur á miðj-
unni þegar Bordeaux leikur heima, en er
einn frammi þegar félagið leikur á útivöll-
um. „Þá leikum við varnarleik og beitum
skyndisóknum."
Sigurður skorar