Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 7
6 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991
r
KÖRPUKNATTLÍÍKUR
Magnús og
Lindabest
Friðrik Rúnarsson besti þjálfarinn
Magnús Matthíasson, Vals-
maður, og Linda Stefáns-
dóttir, ÍR-ingur, voru kjörin bestu
leikmenn vetrarins í körfuknattleik.
Það voru leikmenn í úrvalsdeildinni
sem stóðu að kjörinu. Magnús stát-
ar reyndar af öðrum titli því hann
var einnig kjörinn besti nýliðinn í
úrvalsdeildinni og er það heldur
óvanalegt.
Friðrik Rúnarsson, þjálfari
Njarðvíkinga, var kjörinn besti
þjálfari úrvalsdeildarinnar og
Kristján Möller besti dómarinn.
Guðmundur Stefán Maríasson þótti
taka mestum framförum af dómur-
um og Snæfellingurinn Brynjar
Harðarson hlaut sæmdarheitið
prúðasti leikmaðurinn. Teitur Örl-
ygsson var kjörinn besti leikmaður
úrslitakeppninnar af Víkurfréttum.
Stigahæst
Njarðvíkingurinn Ronday Robin-
son var stigahæstur í úrvalsdeild-
inni en Anna María Sveinsdóttir,
ÍBK, í 1. deiid kvenna. Robinson
tók einnig flest fráköst í deildinni.
Franc Booker, ÍR, fékk einnig tvenn
verðlaun: flestar þriggja stiga körf-
ur og besta vjtanýting. Björg Haf-
steinsdóttir, ÍBK, náði sama ár-
angri í 1. deild kvenna.
Nike-liðin
Lið deildanna, Nike-liðin voru
einnig valin. í 1. deild kvenna eru
Björg Hafsteinsdóttir, Linda Stef-
ánsdóttir, Vigdís Þórisdóttir, Hafdís
Helgadóttir og Anna María Sveins-
dóttir. I Nike-liði karla voru Falur
Harðarson, Jón Kr. Gíslason, Teitur
Örlygsson, Valur Ingimundarson og
Magnús Matthíasson.
Morgunblaðið/Einar Falur
Þau bestu
Linda Stefánsdóttir og Magnús Matthíasson með verðlaunagripina á lokahófi KKÍ í Keflavík.
Morgunblaðið/Einar Falur
Verðlaunahafar á lokahófi KKÍ í K-17 í Keflavík. Efri röð frá vinstri: Kolbeinn Pálsson formaður KKÍ, Friðrik Rúnarsson, Kristján Möller, Guðmundur Stef-
án Maríasson, Hafdís Helgadóttir, Teitur Örlygsson, Vigdís Þórisdóttir, Anna María Sveinsdóttir, Björg Hafsteinsdóttir. Neðri röð frá hægri: Sigurður Ingimund-
arson, sem tók við verðlaunum bróður síns Vals, Brynjar Harðarson, Linda Stefánsdóttir, Magnús Matthíasson, Jón Kr. Gíslason og Falur Harðarson. A mynd-
ina vantar Ronday Robinson og Franc Booker.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA DEILDIN
Lið Portland er tilbúið
LIÐ Portland Trailblaizers sem
keppti til úrslita um NBA titilinn
í fyrra hefur átt hvern stórleik-
inn á fætur öðrum undanfarið
og er nú með besta árangurinn
í deildinni þegar aðeins ein vika
er til byrjunar úrslitakeppninn-
ar.
Liðin í NBA deildinni búa sig
nú annaðhvort undir sumarfrí
eða úslitakeppnina. 16 af 27 liðum
í deildinni hefja úrslitakeppnina eft-
ir viku, en þangað
Gunnar ' til þurfa þau að
l/algeírsson klára 3 - 4 leiki
skritar hvert.
Átta lið úr austur-
og vesturdeild keppa um meistara-
titilinn í hvorri deild, en síðan keppa
sigurvegarar hvorrar deildar um
sjálfan NBA titilinn. Það er lið Port-
land sem nú hefur besta árangurinn
í deildinni í heild, en liðið hefur
unnið góða sigra undanfarið. Á
laugardag sigraði Portland lið Los
Angeles Lakers á heimavelli sínum,
118:113. Portland hafði ávallt for-
ystu í leiknum og aðeins góður
sprettur Lakers á síðustu mínútun-
um gerði leikinn spennandi í lokin.
Það var Clyde Drexler sem var leik-
mönnum Lakers erfiður, hann skor-
aði 31 stig og Terry Porter gerði
23. í lið Lakers var framvörðurinn
Sam Perkins bestur og stigahæstur
með 32 stig. Þessi tvö lið verða að
teljast sigurstranglegust í vestur-
deildinni, en San Antonio og Phoen-
ix gætu sett strik í reikninginn. Þó
er mikið um meiðsl hjá Phoenix.
Tom Chambers er meiddur í baki,
Kevin Johnson á við meiðsl í hásin
að stríða, og Dan Majerle meiddist
í leik um helgina.
í austurdeild beijast Chicago og
Boston harðri baráttu um efsta
sætið. Boston hefur nú tapað einum
leik meira en Chicago, þrátt fyrir
ósigur Chicago gegn Detroit á
föstudag, 91:95, og sigur Boston
gegn New York á sunnudag,
115:102. í leik Detroit gegn
Chicago á heimavelli þeirra fyrr-
nefndu, gerði Isiah Thomas sér lítið
fyrir og skoraði 26 stig þrátt, fyrir
að hann sé enn að ná sér eftir upp-
skurð á hendi. Kappinn lætur þó
slíka smámuni ekki á sig fá og sagði
við fréttamenn eftir leikinn að það
þýddi lítið að hvarta um meiðsl
þegar úrslitakeppnin nálgaðist.
Michael Jordan gerði 40 stig fyrír
gestina í þessum leik. Kevin Gamble
skoraði 28 stig fyrir Boston í sigur-
leik gegn New York á heimavelli
og gamla kempan Robert Parish
skoraði 23. Liðið hefur leikið íjóra
síðustu leiki án Larry Bird, en hann
er nú hvíldur fram að úrslitakeppni
vegna þrálátra meiðsla í baki.
Eins og staðan er í dag munu eftir-
farandi lið keppa saman í fyrstu
umferð úrslitakeppninnar:
í vesturdeild:
Portland - Seattle
San Antonio - Golden State
Los Angeles Lakers - Houston
Phoenix - Utah
í austurdeild:
Chicago - New York
Boston - Indiana
Detroit - Atlanta
Milwaukee - Phladelphia.
■ TÍU manns fengu gullmerki KKÍ í loka-
hófinu í Keflavík. Það voru Sveinn Björns-
son, Birgir Örn Birgis, Helgi Ágústsson,
Hilmar Hafsteinsson, Hrafn G. Johnsen,
Ingvar Jónsson, Jón Eysteinsson, Krist-
björn Albertsson, Helgi Jóhannsson og Jón
Otti Ólafsson. Sá síðastnefndi með því skil-
yrði að hann hætti við að hætta að dæma.
■ DÓMARAR þurfa oft að sitja undir glós-
um frá áhorfendum sem þykjast vita betur.
Tíu slíkir fengu viðurkenningu; bókina Deilt
á dómarana eftir Jón Steinar Gunnlaugs-
son og með því fylgdi skjal sem sagði að við-
komandi hefði lokið tilskyldum fjölda tíma í
stúkudómgæslu.
■ NJARÐVÍKINGARNIR Ingi Gunnars-
son, Kristbjörn Albertsson og Heiða Gunn-
arsdóttir fengu viðurkenningu fyrir stúku-
dómgæslu. Frá Keflavík voru Sigríður Sig-
urðardóttir, Margrét Sturlaugsdóttir og
Magnús Jensson. Snæfellingar áttu tvo full-
trúa: Eyþór Lárentínusson og Þorvald
Pálsson og Ásgrímur ísleifsson var fulltrúi
Hauka. Síðastur í röðinni var Kolbeinn Páls-
son sem hefur gefið dómurum „góð ráð“ á
Ieikjum KR.
H ÞRIR leikmenn fengu íjérstök verðlaun
hjá dómurum; svokallaðan „heftiplástur.“
Albert Óskarsson fékk bronsplásturinn, ívar
Ásgrímsson silfur og Bárður Eyþórsson
gullplásturinn, en þessir eru alltaf reiðubúnir
til að aðstoða dómara við störf þeirra.
■ GÁFULEGUSTU ummælin hlutu einnig
viðurkenning en þar var gefið fyrir frumlegar
umsagnir í garð dómara. DV bar sigur úr
býtum í þeirri grein en þar sagði: „Dómarar
leiksins voru Árni Freyr Sigurlaugsson og
Bergur Steingrímsson og var engu líkara
en að þeir hefðu sprungið í upphituninni.“
Dagur fékk silfurverðlaun fyrir: „Dómgæsla
Árna Freys Sigurlaugssonar og Guðmund-
ar Stefáns Maríassonar rann hægt og ör-
ugglega út í sandinn. Þá er óvenjulegt að
dómarar svari áhorfendum fullum hálsi.“
Morgunblaðið krækti í bronsverðlaun fyrir:
„Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristinn
Óskarsson. Dæma alltaf betur en í gær.“
■ ANATÓLÍJ Kovtoúm, sovéski leikmað-
urinn sem var hjá KR í fyrra, var sérstakur
gestur á lokahófinu. KR-ingar buðu honum
til landsins en hann hefur verið að ná sér
eftir mjög alvarlegt bílslys. Gestir á lokahóf-
inu risu úr sætum og hylltu Kovtoúm sem
átti mjög stóran þátt í íslandsmeistaratitli
KR-inga í fyrra.
■ KR-INGAR voru allir í félagslitunum og
höfðu greinilega tæmt eins og eina kjólfata-
leigu. Ekki gekk þó vandræðalaust að fá föt
á Kovtoúm sem er vel yfir tvo metra á hæð.
MORGUNBLAÐIÐ IÞROI IIRÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991
B 7
Njarðvíkingarnir Friðrik Rúnarsson og Teitur Örlygsson:
„Spilum með hjartanu"
Eftir
Loga
Bergmann
Eiðsson
ÞAÐ KOM engum á óvart þeg-
ar Njarðvíkingar urðu íslands-
meistarar í körfuknattleik. Ekk-
ert lið hefur verið jafn sigur-
sælt á síðustu árum og þrátt
fyrir að titillinn hafi sveigt frá
Njarðvík þrjú ár í röð vissu all-
ir að hann myndi koma aftur.
Liðið er ótrúlega sterk heild
og strákarnir hafa þekkst í
mörg ár. Þeir eru yfirlýsinga-
glaðir, harðir og hafa ótrúlegan
sigurvilja. Liðið er það sem
skiptir máli. Þó er óhætt að
segja að tveir menn standi
uppúr: Teitur Örlygsson, leik-
maður úrslitakeppninnar, og
Friðrik Rúnarsson, hinn barn-
ungi þjálfari liðsins. Fyrir þá
sem gleyma nöfnum eru það
þessi með augun og þessi með
bindið!
Þeim ber saman um að lykillinn
að velgengni liðsins sé að í því
eru innfæddir Njarðvíkingar sem
hafa spilað saman í áraraðir. „Við
spilum með hjartanu
og það er mikill
metnaður í liðinu.
Við viljum vinna fyr-
ir bæinn og liðið og
stuðningsmennina," segir Teitur.
Friðrik er sama sinnis og segir það
einnig mikilvægt hve vel liðið held-
ur hópinn. „Við gerum allt saman
og erum miklir félagar. Það hefur
gengið á ýmsu í vetur en það hafa
aldrei komið upp nein leiðindi.
Þetta, að spila með hjartanu, er
mikið mál hjá okkur og við stöndum
fyllilega undir því,“ segir Friðrik.
Eins og að kaupa mjólk
Lee Nober, sem þjálfaði Keflvík-
inga fyrir tveimur árum, bar mikla
virðingu fyrir Njarðvíkingum. Hann
sagði að spila erfiða leik væri fyrir
þá bara eins og að fara útí búð og
kaupa mjólk: „Það er líklega eitt-
hvað til í þessu. Þegar við vorum
litlir litum við upp til meistara-
flokksins og það var Ijarlægur
draumur að fá að spila með meist-
araflokki Njarðvíkur, hvað þá að
verða íslandsmeistari. Hópurinn er
sterkur og sigur skiptir öllu máli,“
segir Teitur.
Gott dæmi um hörkuna í liðinu
er „skallatækni" bræðranna. Teits
og Gunnars. í tveimur síðustu leikj-
um liðsins skelltu þeir hausunum
saman: „Þetta var nú bara grín hjá
okkur. Þeir gera þetta hjá Phila-
delphia 76ers, Barkley og Mahorn
og eru báðir býsna harðir. Gunni
bróðir er þannig líka; ógurlegur
jaxl og hann hafði gaman af þessu,“
segir Teitur.
Annað sem einkennir Njarðvík-
inga er sigurvissa og hve öruggir
þeir eru með sjálfa sig. Fyrir nokkr-
um árum mættust bræðurnir Teitur
og Sturla í úrslitaleik í bikarkeppn-
inni en Sturla var þá þjálfari IR.
Þeir voru beðnir um að spá um leik-
inn á blaðamannafundi og Sturla
sagði að leikurinn yrði jafn og
spennandi og eitthvað fleira sem
menn segja venjulega fyrir svona
leiki. Þegar röðin kom að Teiti hall-
aði hann sér aftur og sagði: „Við
mölum þá!“
Hvernig gengur í handboltanum?
Þrír leikmenn úr meistaraliðinu
eiga svolitið merkilegan verðlauna-
pening. Það er fyrir íslandsmeist-
aratitil í 3. flokki í handbolta. Teit-
ur og Hreiðar Hreiðarsson voru í
liðinu og í markinu var Kristinn
;Einarsson. Liðið var öðruvísi en
önnur handboltalið og leikmenn
lagnir við að reka boltann milli
varnarmanna. „Við vorum í öllu og
það var ekkert mál að bæta hand-
boltanum við körfuna," segir Teit-
ur. Hann segist reyndar enn lenda
Félagarnir úr Njarðvík, Teitur Örlygsson og Friðrik Rúnarsson, með „þann stóra“ sem þeir endurheimtu fyrir helgi.
í því að gamlar frænkur komi til
hans og segi: „Jæja Teitur minn.
Hvernig gengur í handboltanum?
„Það getur verið svolítið pirrandi,"
segir Teitur og brosir.
„Við unnum"
Friðrik er yngsti þjálfári deildar-
innar, aðeins 23 ára. Hann tók við
liðinu af Ronday Robinson, sem var
greinilega mun betri leikmaður en
þjálfari. „Ég bjóst ekki við neinu
þegar við byijuðum en vissi að við
ættum góða möguleika á titlinum.
En mig óraði ekki fyrir því hve
erfitt það væri að þjálfa. Álagið
hefur verið ótrúlegt, sérstaklega
síðustu dagana. Daginn eftir sigur-
inn á Keflvíkingum í fjórða leiknum
vaknaði unnustu mín við það að ég
sat uppi í rúminum og hrópaði: Við
unnum. Þá var ég fyrst að átta
mig á því,“ segir Friðrik.
Sigur með sálfræði
Friðrik getur varla talist venju-
legur þjálfari því hann beitir sér-
stakri sálfræði til að ná því besta
úr mönnum: „Þegar við áttum að
spila við Tindastól, sem hafði unnið
alla leikina sína, kom hann inn í
klefa með úrklippu. Þar sagði að
Liverpool, uppáhaldsliðið hans,
hefði tapað fyrsta leik sínum í vet-
ur. Hann lét alla skoða úrklippuna
og sagði svo: Fyrst að Liverpool
getur tapað þá getur Tindastóll tap-
að. Svo fórum við í leikinn og möl-
uðum þá,“ segir Teitur.
Friðrik segir að sálfræði sé stór
hluti af þjálfuninni og það var aug-
ljóst þegar komið var inní búnings-
klefa Njarðvíkinga eftir sigurinn í
úrslitaleiknum. Þar voru ljósritaðar
myndir af Sigurði Ingimundarsyni,
fyrirliða Keflvíkinga, með íslands-
bikarinn, í tugatali. Við dyrnar var
svo mynd af Keflvíkingum að fagna
sigri í þriðja leiknum og fyrir neðan
hafði verið skrifað: Keflvíkingar
íslandsmeistarar?
„Við settum þetta upp um pásk-
Teitur Orlygsson.
ana og strákarnir þurftu að horfa
á þetta á hverri einustu æfingu.
Það bætti við keppnisskapið og ég
held að það hafi haft mikið að
segja," segir Friðrik.
Hann hefur einnig vakið athygli
fyrir að vara í jakka og með bindi
á varamannabekknum en segir að
það sé hluti af sálfræðinni: „Það
Friðrik Rúnarsson.
eru allir ánægðir með það enda
setur það svip á leikinn. Auk þess
gefur það skýrar til kynna hver sé
þjálfari," segir Friðrik. Hann leggur
einnig mikið uppúr aga og tækni-
villur eru sjaldséðar. „Þá fara menn
beint á bekkinn og það er regla sem
mér finnst að ætti að vera hjá öllum
liðum.“
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Ekkert kókaín!
Teitur hefur vakið athygli fyrir
galopin augu í leikjum. Þegar mikið
gengur á er engu líkara en að aug-
un ætli útúr höfðinu. „Nýjasta sag-
an er að ég taki kókaín fyrir leiki
og ég hló rosalega þegar ég heyrði
það. En ég veit ekki hvað þetta er.
Mér finnst fyndið að sjá myndir úr
leikjum þegar ég er með galopin
augun og ég finn ekki fyrir þessu.
Þetta er kannski spurning um ein-
beitingu.“
Njarðvíkingar státa af innfæddu
liði og hafa haldið hópinn vel, þrátt
fyrir ýmiskonar gylliboð. Teitur
hefur ekki farið varhluta af því og
hann hefur í gegnum árin fengið
margar hringingar. Um tíma var
það þannig að menn náðu ekki einu
sinni að stynja upp erindinu áður
en hann skellti á. „Það var svolítið
um þetta eftir að ég var valinn
maður mótsins, ’89. Þá hringdu
nokkrir. Ég fer ekki fet og það
kemur ekki til greina að spila með
öðru liði. Því sá ég engan tilgang
í að hlusta á þá,“ segir Teitur. „Ég
get þó ekki neitað því að ég var
svolítið montinn og leit á þetta sem
viðurkenningu.“
Yndislegt samfélag
Það er óhætt að segja að það sé
létt yfir Njarðvíkingum um þessar
mundir. Síðustu dagar hafa að
mestu leyti farið í að fagna meist-
aratitlinum og leikmenn hafa farið
í ófáar veislur: „Það var stórkost-
legt að vakna daginn eftir síðasta
leikinn," segir Friðrik. „Þá vorum
við vakin með söng og allir krakk-
arnir af barnaheimilinu komu og
gáfu okkur blóm,“ sagði Friðrik,
en unnusta hans, Anna Þórunn Sig-
utjónsdóttir, vinnur á barnaheimil-
inu. „Það hefur verið stutt vel við
bakið á okkur og þetta er búinn
að vera frábær vetur. Það er bara
eins og ég er alltaf að segja strák-
unum: Þetta er yndislegt samfélag.“