Alþýðublaðið - 11.02.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.02.1959, Blaðsíða 3
oougum tmmm i inric Zurich, 10. febr. (NTB- Reuter). — FORSÆTISRÁÐ- HERRAR Grikklands og Tyrk- , lands héldu í dag áfram við- ræðum um framtíðarsíöðu Kýpur. Var það fjórði fundur þeirra á sex döguni. Utanríkis- ráðherrarnir Averoff og Zorlu Jiafa annast allar undirbúnings viðræður, en forsætisráðherr- arnir munu endanlega ganga frá samkomuíaginu ef af verð- ur. Averoff, utanríkisráðherra Grikklands, sagði að loknum fundi forsætisráðherranna, að hann væri ekki vonlaus um, að samkomulag næðist. Zorlu, ut- anríkisráðheri'a Tyrklands, lét svo um mælt í gær, að hann væri bjartsýnn á árangur við- ræðnanna. Hann taldi, að lík- urnar fyrir samkomulagi væru yfirgnæfandi. Karamanlis og Menderes hittast aftur á mið- vikudag. ÁGREININGUR UM HERBÆKISTÖÐVAR. Fréttamenn telja að aðalá- greiningsatriðið sé sú krafa Tyrkja, að fá að hafa liðsveitir á Kýpur, ásamt grískum og brezkum hersveitum. Eigaþær að tryggja, að Kýpur verði ekki sameinuð Grikklandi. Af hin- um 500.000 íbúum á Kýpur eru aðeins 100.000 Tyrkir en 400 000 Grikkir. Tyrkir krefjast einnig trygg- ingar af hálfu Grikkja varð- andi það, að þeir sjái svo um að ekki komizt til valda á Kýp- ur kommúnistastjórn. Grikkir eru andvígir her- stöðvum Tyrkja á eynni og telja að slíkt gæti ógnað sjálf- stæði Kýpur. TVÆR RÍKISSTJÓRMR. Grískir Kýpurbúar hafa bar- izt gegn yfirráðum Breta á eynni í fjögur ár. í fyrstu kröfð ust þeir sameiningar við Grikk land en nú vilja þeir ekkert nema sjálfstæði. Ef samkomulag næst milli Grikkja og Tyrkja á ráðstefn- unni í Ziirieh, er búizt við, að boðað verði til ráðstefnu Breta, Grikkja 0g Tvrkja um Kýpur- málið og gengið endanlega frá framtíðars'jórnskipan á eynni. Fréttastofan AFP teiur að samkomu1ag hafi þegar náðst um að bæði þjóðarbrotin á Kýpur fái sína ríkisstjórn og þing en stjórn utanríkismála og varnarmála verði sameig- inleg, og væntanlega náin sam- viniia í efnahags- og samgöngu málum. Síðustu fréttir: ■ FORSÆTISRÁÐHERRAR Grikkja og Tyrkja náðu í kvöld sainkomulagi mn franitíðar- stjórnskirsan Kýpur, og hvern- ig tryggður skuli réttur grískra manna og tyrkneskra á eynni. Karamalis, forsætisráðherra Grikklands, og Menderes, for- sætisráðherra Tyrklands, rædd ust við í hálfa aðra klukku- stund í dag og að loknum fundi þeirra var ákveðið að síðasti fundur þeirra yrði á morgun og yrði þá lögð síðasta hönd á samkomulag beggja þjóðanna iim að stofnað skuli lýðveldi á Kýpur. Averoff, utanríkisráð- lierra Grikkja, sagði seint á þriðjudagskvöid, að samkomu- lagið væri mikilsvirði fyrir Kýpurbúa og mundi styrkja vináttu Grikkja og Tyrkja, - og einnig efla vináttutengsl við Englendinga. í samkomulaginu er gert ráð fyrir að Grikkir og Tyrkir kjósi fulltrúa á þing eyjarinnar í sam ræmi við íbúatölu, forseti Kýp ur verður Grikki, en varafor seti Tyrki. Talið að hann muni láta af embæiti utanríkisráðherra Waslhington, London. (NTB Reuter). JOHN FOSTEll DULLES, utanrfkisráðherra Bandaríkj anna lagðist í dag á spítala til uppskurðar. Liggur hann á Walter Reed herspítalanum í Washington. Stjórnmálafrétta ritarar heggja megin Atlants hafsins velta nú fyrir sér hvaða áhrif sjúkdómur hans kann að hafa fyrir utanríkis stefnu Bandaríkjanna og Vest urveldanna í heild. Flestir télja útilokað að Dull es taki aiftur við störfum utan ríikisráðherra, iþar eð hann verði lengi að ná sér eftir upp skurðinn og sýnt sé að hann hafi ekki lengi gengið heill til skógar. Svo lítur út sem hann hafi ætlað að ganga vel frá málum áður en hann ileti af störfum, hann heim.sækir allar helztu hcfuðhorgir V. Evrópu áður en hann fer á sjúkréhús og vinnur af því að samræm.a stefnu Vest urveldanna í a-fstöðunni til til lagna Rússa í Berlínardeilunni. í Hvíta húsinu var tilkynnt í ♦ dag, að Dulles mundi nota tím ann, sem hann verður á sjúkra húsinu til þess að hugleiða þann vanda, sem Vesturveldunum stafar af stefnu Rússa í Þýzka landsmJálinu og hann yrði til viðtals ef ráða þyrfti að leita hjá honum. boðskap páfa | íiKerjalirði \ \ UNGUR, spánslcur lista S S maður, Juan Casadesus, S S sem hér hefur dvalist í ^ S eitt og hálft ár, sýnir £ þessa dagana myndir í ; ^ Listamannaskálanum. -— ^ ^ Eins og þær bera með sér, ^ ^ hefur hann víða farið lun ^ ísland. Þessi er úr Skerja \ S firði. S reiss eidflauga London, 10. febrúar (Reuter) BREZKA geimrannsóknafélag ið tilkynnti í dag, að í undir- búningi væri að koma upp sam eiginlegum eldflaugastöðvum brezka heimsveldisins á Suð- urskautslandinu til þess að ,kanna geiminn. í þessu sambandi má geta þass, að ríki í brezka heims veldinu ráða yfir tveim þriðju af Suðurskautslandinu. Þar er því gífurlegt rými til að gera tihaunir með eldflaugnaskot. Einnig er talið, að hentugra sé að skjóta mannaðri eldflaug frá Suðurskautslandinu heldur ,en nokkurs síaðar annars stað- ar vegna þess* að þar er hið geislavirka belti, sem umlykur jörðina, þynnst. í ágústmánuði n. k. verður haldin ráðstefna allra ríkjanna í brezka sambandinu, þár sem þessi mál verða rædd. EISENHOWER BOÐAR ÓBREYTTA STEFNiU. Eisenlhiower forseti Bandiaríkj anna hélt hinn vikulega blaða , mannaifund sinn í dag, einum degi fyrr en ráð hafði verið gert fyrir. Hann minntist fyrst á heimiboð Krústjovs og sagði í því samibandi, að hann yrði að fá ákveðnara heimiboð ef verða ætti af för sinni til Sovétríkj anna. EiserJhower kvað vahheilsu Dullesar ekki .rmrndu hafa nein áhrif á sam.ninga við Sov étríkin, Vesturveldin m.undu haldia fast á Þýzkalandsmálinu og ekki láta af rétti sínum í Barl'ín, Hann kvað það gleði legt að Dulles 'hefði nú löksins viðurkennt að hann þyrfti á læknisaðstoð að hald a og óskaði hann honum. góðs bata. Eisenhower sagðist ekki mundu eyða meiri tíma tij at hugunar á utanríkismálum þótt Dúlles væri ekki lengur við stjórnivölinn þar. Forsetinn kvaðst undanfarin ár hafa unn iS misira í þágu utanríkisráðu nieytisins ’en mokkurs annars ráðúnéytis og hann gæti ekki hei.gað því .mieiri tíma en hann gerði nú þegar. Genf, 10. febrúar (Reuter). FRAMKVÆMDANEFND Al- þjóðákirkjuráðsins, sem aðset- ur hefur í Genf kom saman til fundar í dag til þess að ræða ,það boð kaþólsku kirkjunnar að kallað verði saman allsherj- arkirkjuþing á árinu 1961. í framkvæmdanefndinni eiga sæti 14 fulltrúar, sem koma saman tvisvar á ári. Kirkjur mótmælenda, anglikana og grísk-kaþólskra eiga aðild að Alþj óðakirkj uráðinu. Á fundi' framkvæmdanefnd- arinnar verða rædd viðbrögð .mótmælenda og grísk-ka- þólskra við tilboði páfa um kirkjuþing. Búizt er við að nefndin skili áliti næsta föstu- dag. Á morgun verða fulltrúum á ráðstefnu þríveldanna um bann við kjarnorkuvopnatil- raunum afhent ályktun Al- þ j óðakirk j uráðsins. i. SvarVesfurveld- anna ekki filbúið París, 10. febr. (NTB AFP). SVAR VÍISTURVELDANNA við orðsendingu Sovétstjómar innar frá 10. janúar, þar sem lag.t var til að kvödd yrði sami an ráðstetfna tuttugu og átta ríkja til iþess að ganga frá frið arsamininguim’ við Þýzikaland, hefur enn ekki verið lagt fyrir fastaráð Atlanjjihafsibandalags ins. Ríkisstjórnir Bandaríkj anna, Bretlandis, Frakklands og Vestur Þýzlcalands eru að leggja síðustu hönd á svarið og verður það því ekki rætt á hin um vikulega fundi fastaráðsins, sem haldinn er á miðvikudög um. Fellibylur veldur slérljéni í Sf. Louis Washington, 10 febr. (NTB). STÓRTJÓN varð í gær af völdum fellibyls í borginni St. Louis í Bandaríkjunum. Vitað er að 31 maður lézt í óveðrinu og lúný - 400 liggja særðir á s j úkrahúsum. Storn.bveipur inn fór yfir miðhluta borgarinn ara og gereyðilögðust öll hús á stóru svæði. Fellibylurinn reif tré upp með rótum, molaði steinveggi og kom víða upp eld ur í borginni. Talið er að fjöldi manns jiggi undir rústum fall i»na húsa. FÉLAG íslenzkra myndlista- nema var stofnað í fyrradag. Stofnendur voru 21, en auk þess er þeiin myndlistanemum, sem nú dveljast erlendis og óska að gerast meðlimir, gef- inn kostur á að teljast stofn- endur félagsins. í stjórn voru kosin: Gunnar S. Magnússon, formaður; Snorri Friðriksson, varaform.; Guðbjartur Guðlaugsson, rit- ari; Benedikt Gunnarsson, vara ritari; Kristján Sigurðsson, gjaldkeri, og meðstjórnendur Kristín Jónsdóttir og Sigríður Óskarsdóttir. TILGANGUR FÉLAGSINS. Tilgangur félagsins er að vinna að félagsmálum mynd- listanema, efla þá og myndlista fræðsluna og þar með myndlist ina almennt. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því, að því er segir í 2. grein laganna: 1) Sameina myndlistanema og skipuleggja starfsemi þeirra. 2) Fræðslustarfsemi, örva alls konar fræðslustarfsemi varðandi myndlist, svo sem | fyrirlestra séríróðra manna, sýningar alls konar, útvegpn bóka og tímarita um myndlist og annað, sem að gagni má verða og fært er að framkvæma á hverjum tíma. j 3) Að beita sér fyrir fjáröfl- I un til þess að stofna sjóð til stuðnings févana en efnilegum myndlistanemum til framhaldá náms. 4) Að gera ráðstafanir til þess að útvega félagsmönnum efni til myndsköpunar með sem hagkvæmustum kjörum.. 5) Að koma á fót sýningum á verkum félagsmanna. Alþýðublaðið — 11. febr. 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.