Morgunblaðið - 25.04.1991, Qupperneq 2
2 G
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF 'ÆBfflMfcifif 25.'ÁPRÍL' iðéi
Fyrirtæki
Eigiðfé OLÍS
einn oghálf-
ur milljarður
REKSTUR Olíuverslunar íslands
hf. gekk vel á síðasta ári og var
hagnaður eftir skatta í árslok
rúmar 95 miiyónir króna. Eigið
fé fyrirtækisins var 1.514,4 millj-
ónir króna og þar af var heildar-
hlutafé 665,2 milljónir.
Rekstrartekjur fyrirtækisins
voru alls 4.953,7 milljónir króna,
en rekstrargjöld 4.734 milljónir.
Fjármagnsgjöld í árslok voru 99,9
milljónir króna og reiknaðir skattar
24,6 milljónir.
Hlutafall eigin fjár Oiíuverslun-
arinnar í lok síðasta árs var 40,36%
og veltufjárhlutfall var 1,22. Aðal-
fundur félagsins fer fram á morg-
un, föstudaginn 26. apríl.
kOHL
GKS hf„ Hesthálsi 2-4
110 Reykjavík. Sími 91-672110
iiest
heimili landsins!
SKRIFBORÐSSTÓLAR
í MIKLU ÚRVALI
(noxos
S E R I A N
1200 BW6
Kr. 22.000
1200 BW8 Kr. 23.000,-
1200BW10 m/örmum Kr. 31.000,-
VANDAÐIR STÓLAR
Á HAGSTÆÐU VERÐI
GAMLA KOMPANÍIÐ
KRISTJÁN SIGGEIRSSON
Morgunblaðið/RAX
SAMSTARF — I vikunni var undirritaður samningur milli Intersport í Danmörku og Sportval/Inn-
tak. Á myndinni eru frá vinstri Kjartan Guðmundsson, Ejil Juul Nielsen og Guðmundur Kjartansson.
Fyrirtæki
Sportval ísamvinnu við
verslunarkeðjuna Intersport
NÝLEGA voru undirritaðir
samningar milli Sportvals/Inn-
taks og Intersport í Danmörku
Fyrirtæki
Hagnaður
Hampiðjunn-
ar um 40
milljónir
HREINN hagnaður Hampiðjunn-
ar hf. var á síðasta ári 40,2 millj-
ónir króna. Hagnaður af reglu-
legri starfsemi nam hins vegar
12,6 milljónum. Við þá tölu bæt-
ist hagnaður af sölu fasteigna
og gengishagnaður umfram
verðlagsbreytingar að upphæð
25,2 milljónir króna. Árið áður
nam gengistap 3,7 milljónum. í
ársskýrslu Hampiðjunnar kemur
fram að á síðasta ári voru 20
milljónir dregnar frá og lagðar
í sérstakan afskriftasjóð til að
mæta tapi útistandandi skulda.
Ársreikningur Hampiðjunnar
fyrir árið 1990 var í fyrsta skipti
samstæðureikningur Hampiðjunnar
og dótturfyrirtækisins Balmar Fios
í Portúgal. Rekstrartekjur fyrirtæk-
ins voru skv. reikningnum 777,3
milljónir króna samanborið við
706.7 árið áður. Miðað við bygging-
arvísitölu sem á sama tíma hækk-
aði um 19% dróst salan saman um
8%. Rekstrargjöld voru 741,6 millj-
ónir og vextir af iangtímalánum
námu 23 milljónum.
Eigið fé skv. efnahagsreikningi
nam í árslok 542,6 milljónum króna.
Heildareignir Hampiðjunnar voru
1.411.7 milljónir og var eiginfjár-
hlutfall þannig 38,4%.
Á síðasta ári bauð Hampiðjan
út nýtt hlutafé að nafnverði 20
milljónir króna og var það allt selt
á genginu 1,55. Eftir útboðið og
25% jöfnun hlutafjár á síðasta ári
var hlutafé fyrirtækisins alls 295
milljónir króna af eigin fé. Hlut-
hafar í árslok voru 269 og fjölgaði
úr 211 frá árinu áður.
Áskriftarsíminn et 69 11 22
um inngöngu verslunarinnar
Sportvals í Kringlunni í alþjóð-
legu verslunarkeðjuna Inter-
sport. Samningar tókust um
samstarf við Intersport í Dan-
mörku um sameiginleg innkaup
með um 100 íþróttavöruverslun-
um í Danmörku.
Intersport íþróttavöruverslan-
akeðjan er sú stærsta sinnar teg-
undar í heiminum í dag eftir því
sem Guðmundur Kjartansson hjá
Sportval sagði í samtali við Morg-
unblaðið. Tæplega 4.000 verslanir
eru í þessari alþjóðlegu verslanak-
eðju og felst samstarf þeirra í
sameiginlegum innkaupúm, aug-
lýsingum, innkaupum á rekstar-
vörum o.fl.
Guðmundur. sagði að þessi al-
þjóðlega verslunarkeðja væri ekki
rekin með það markmið fyrir aug-
um að hámarka hagnað, heldur
væri takmarkið að þær verslanir
sem væru aðilar að Intersport
nytu magninnkaupanna í lægra
vöruverði. Intersport lætur fram-
leiða mikið undir eigin vörumerkj-
um sem eru Etirel, Techno, Pro,
On line og Rombo. Að auki kaup-
ir Intersport beint frá stórum
íþróttavöruframleiðendum, Adid-
as, Reebok, Salomon, Atomic,
Nike, Puma o.fl.
Til. þess að öðlast inngöngu í
Intersport þurfa fyrirtæki að upp-
fylla ýmis skilyrði jafnhliða því að
leggja fram talsverða tjármuni.
Að sögn Guðmundar er Sportval
í Kringlunni nokkurs konar auka-
aðíli að Intersport samtökunum
vegna tengingunnar í gegnum Int-
ersport í Danmörku. „Við komum
þannig inn bakdyramegin, en njót-
um sömu kjara og aðrir meðlimir
þannig að þetta ætti að skila sér
í lægra vöruverði," sagði Guð-
mundur.
Veitingahús
Guffi tekur
Arnarhól
á leigu
VEITIN GASTAÐURINN
Arnarhóll var úrskurðaður
gjaldþrota fyrir nokkru og
hefur nýr eigandi, Pétur
Kjartansson, leigt Guðvarði
Gíslasyni, betur þekktum sem
Guffa á Gauki á Stöng, og
eiginkonu hans Guðlaugu
Halldórsdóttur rekstur húss-
ins. Miklar breytingar eru
fyrirhugaðar á innréttingum
að sögn Guðvarðar og áætlar
hann að opna staðinn að nýju
25. maí nk. sem skemmtistað
án matsölu.
Guðvarður segir að hugmynd-
in sé að endurvekja gamla nafn
hússins, Ingólfskaffi. „Við ætl-
um að opna þetta sem einn
skemmtistað. Á efri hæðinni þar
sem Arnarhóll var verður píanó-
bar, en niðri verður áfram diskð-
tek." Þá segist hann ennfremur
ætla að brydda upp a ýmsum
nýjungum eins og t.d. að bjóða
upp á kampavín, snittur og
konfekt ásamt því að ganga
sjálfur um staðinn og bjóða gest-
um upp á rósir, flögur, kjúkl-
ingavængi.
Fyrirtæki
*
Arsvelta Goða hf. áætluð
um 3,5 milljarðar
Búvömdeild Sambandsins velti röskum 3,8 milljörðum og jók markaðs-
hlutdeild sína
FYRSTI aðalfundur Goða hf. var haldinn fyrr í þessum mánuði. Þar
var lögð fram rekstraráætlun félagsins fyrir yfirstandandi ár sem
er fyrsta starfsár hlutafélagsins. Það var stofnað 11. desember sl.
en yfirtók rekstur Búvörudeildar Sambandsins um áramótin. Áætluð
velta ársins 1991 er 3,508 milljónir sem skipar Goða hf. meðal 20-30
stærstu fyrirtækja landsins samkvæmt lista Frjálsrar verslunar.
Síðasti ársfundur Búvörudeildar
Sambandsins var haldinn í sama
mund og þar kom m.a. fram að
velta deildarinnar á sl. ári var 3,878
milljónir sem er 23% aukning frá
fyrra ári, eða um 16% raunveltu-
aukning milli ára. Rekstur deildar-
innar skilaði hagnaði eins og undan-
farin ár.
Kindakjötssala innanlands var
2,907 tonn og jókst um 15% frá
1989 á sama tíma og heildarsala
kindakjöts í landinu stóð í stað.
Búvörudeildin hefur þannig aukið
markaðshlutdeild sína umtalsvert.
Kjötsala deildarinnar í heild jókst
um 13% meðan heildarkjötsalan í
landinu stóð nokkurn veginn í stað.
Búvörudeildin flutti út á sl. ári
alls 2,030 tonn af dilkakjöti sem
aukning frá árinu 1989 og umtal-
svert meira en gert er ráð fyrir á
þessu og næstu árum vegna ákvæða
búvörusamnings. Flutt voru út 65
tonn af hrossakjöti sem mjög gott
verð fékkst fyrir í Japan, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu, og
130 tonn af sviðum voru flutt út,
eingöngu til Færeyja, sem segir í
fréttatilkynningunni að telja verði
mikilvægasta útflutningsmarkað
ísléhdinga fyrir kjöt. 1:1 ■ ‘j •1
Búvörudeildin hefur einnig flutt
út æðardún í mörg ár og árið 1990
var fluttur út æðardúnn að andvirði
um 100 milljónir króna. Mikilvæg-
asti markaðurinn þar er Þýskaland.
Með breytingu búvörudeildar í
Goða hf. verður hlutfé félagsins 300
milljónir og skiptist þannig að Sam-
bandið á 50%, Kf. Héraðsbúa 6%,
Kf. V-Húnvetninga á 5,6%, Sölufé-
lag A-Húnvetninga á 5,2%, Kf.
Skagfirðinga á 4,9%, Kf. A-Skaft-
fellinga 4,4%, Kf. Borgfirðinga á
4,4% og aðrir alls 15% en hluthafar
eru alls 26.
Stjórnarformaður ér Jörundur
Ragnarsson, varaformaður Guðjón
B. Ólafsson, og aðrir stjórnarmenn
Sigrún Magnúsdóttir, Guðsteinn
Einarsson og Þorsteinn Sveinsson
en framkvæmdástjóri er Arni S.
Jóharirissön.'' .................