Morgunblaðið - 25.04.1991, Síða 10

Morgunblaðið - 25.04.1991, Síða 10
io 'C MORGUNBLAÐIÐ VlÐSKIPTI/fliWjLÍ^ræWDl FIMMTUDAGUR 25. APRIL 1991 FJÁRMÁL Á FIMMTUDEGI Umskiptín í peningamálum íslendinga haustið 1990 Of lágir vextir 1990 og deilur um vaxtamál síðasta misserið hafa leitt til vaxandi neyslu og eiga stóran þátt í því að mjög hefur hægt á aukningu innlends sparifjár eftir Sigurð B. Stefánsson Á haustmánuðum árið 1990 tók skyndilega að hægj'a á aukningu sparifjár á innlendum markaði og er ekki fjarri því að innlent fé hafi staðið í stað nú í hálft ár ef reiknað er á föstu verðlagi. Þessi snöru og óvæntu umskipti urðu eftir að innlent fé hafði verið að aukast hraðar og hraðar allt frá því í júlímánuði 1988 (sjá mynd). Á árinu 1988 náðu vextir hámarki og urðu það ár hærri en nokkru sinni fyrr eða síðar eða um 10% yfír verðbólgu að jafnaði. Líklegt er að hátt vaxtastig ásamt sam- drætti í þjóðarbúskapnum og minni eyðslu hafi leitt til þess að sparnað- ur tók að vaxa á nýjan leik og hraðar en áður. Eftir árið 1988 tóku vextir að lækka og náðu lág- marki á fyrri hluta ársins 1990. Hugsanlegt er að vaxtalækkun hafi þá gengið of langt og má vísa til þess að vextir af spariskírteinum í frumsölu voru þá lengi 6- 6,2% þótt vextir á eftirmarkaði væru mun hærri og ríkið sjálft byði stór- um kaupendum spariskírteini með 7,05% ávöxtun yfir verðbólgu. Lík- legt má telja að of lágir vextir og vaxandi eyðsla í þjóðfélaginu hafí orðið til þess að hægja tók á sparn- aði í fyrra. Utlitið seint í apríl 1991 er þannig að horft gæti til vandræða á innlendum markaði á þessu ári ef sparnaður tekur ekki að aukast á nýjan leik. Ella eru slæmar horfur á því að unnt reyn- ist að fjármagna hallarekstur ríkis- sjóðs á innlendum markaði á þessu ári öðruvísi en með yfirdrætti á reikningi ríkissjóðs Tijá Seðlabank- anum eins og gert hefur verið frá síðustu áramótum. Horfur á jafn- vægi á húsbréfamarkaði eru einnig slæmar þótt ávöxtunarkrafa sé komin í 8,4% yfir verðbólgu og er það sérstaklega óheppilegt þar sem sá markaður er enn í frumbernsku. Tilraun til að mæla breytingar á kaupgetu sparifjár í þjóðarbúinu Línuritið hér á síðunni er reikn- að með nokkuð sérstæðum hætti. Fyrst er reiknuð stærð sem kalla mætti samanlagt sparifé á fijáls- um markaði í landinu. Lögð eru saman ‘öll innlán banka og spari- sjóða ásamt útgefnum verðbréfum þeirra (bankabréfum og bankavíxl- um), markaðsvirði útgefínna spari- skírteina ríkissjóðs og ríkisvíxla, hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða auk hlutabréfa skráðra almenn- ingshlutafélaga. Sú stærð sem þannig fæst er færð yfir á fast verðlag lánskjaravísitölu í mars 1991 en línuritið sýnir tólf mánaða breytingar þessarar stærðar frá janúar 1987 til janúar 1991. Spari- fé íslendinga (þ.e. sparifé í eigu einstaklinga) er ákveðið hlutfall af innlánum, spariskírteinum o.s.frv., t.d. um þrír fjórðu hlutar innlána banka og sparisjóða, um helmingur spariskírteina, mestöll hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða og um helmingur skráðra hluta- bréfa. Ef þessi hlutföll haldast nokkurn veginn föst og óbreytt breytist sparifé þjóðarinnar og kaupmáttur þess með líkum hætti og stærðin sem hér var lýst. Þannig mætti segja að línuritið sýni breytingar á kaupgetu spari- ijár í landinu. Þegar hægt hefur á aukningu spai'ifjár um skeið er lík- legt að í kjölfarið fylgi samdrátt- artímabil og minni eyðsla í þjóðar- búskapnum. Þegar kaupgetan hef- ur aukist með sívaxandi hraða um meira en tveggja ára skeið eins og á tímabilinu frá miðju árinu 1988 fram á haustið 1990 er þess að vænta að eyðsla í þjóðar- búskapnum taki að aukast ef ekki er gætt að. í slíkri stöðu hefðu stjómvöld átt að taka frumkvæði að hækkun vaxtastigs í landinu. Þar sem snöggar breytingar á kaupgetu sparifjár geta haft óheppilegar afleiðingar í för með sér á jafnvægi í efnahagslífinu að öðru leyti er mikilvægt að stjóm- völd reyni að stuðla að stöðugleika með vaxtastefnu sinni og öðrum stjórntækjum á peningamarkaði. Dæmi um hið gagnstæða á ferli síðustu ríkisstjórnar voru breyting á grunni lánskjaravísitölu í febrúar 1989 og sífelld truflun, ádeila og afskipti af eðlilegum störfum Seðlabanka við stjórn peninga- mála. Ummæli fjármálaráðherra síðustu ríkisstjórnar í sjónvarps- þætti rétt fyrir kosningar fylltu mælinn. Þau vom eitthvað á þá leið að lækka bæri verðtryggða vexti banka og sparisjóða niður fyrir vexti af spariskírteinum ríkis- sjóðs til að örva sölu þeirra síðar- nefndu. Sannleikurinn er sá að vextir á verðbréfamarkaði hafa verið að hækka síðan um mitt árið 1990, t.d. hefur ávöxtunarkrafa húsbréfa hækkað úr 6,95% í 8,40% yfir verðbólgu nú eða um 1,45%. Sérstaklega er brýnt að hækka vexti í bönkum og sparisjóðum til að milda þau merki um þenslu og eyðslu sem komið hafa í ljós á síð- ustu mánuðum og best sjást á óvæntum 9,2 mrð.kr. viðskipta- halla þjóðarbúsins á árinu 1990. Sparifjáreigendur verðskulda sömu virðingu og erlendir lánadrottnar Peningalegur sparnaður í þjóð- arbúskapnum hefur aukist mikið síðasta áratuginn eftir að verð- trygging var heimiluð með lögum frá Alþingi á árinu 1979. í árs- skýrslu Seðlabankans fyrir árið 1990 kemur fram að peningalegur sparnaður sem hlutfall af lands- framleiðslu var um 70% árið 1970 en féll alveg niður í 46% á árinu 1979 eftir að neikvæðir vextir og verðbólga hafði geisað á áttunda áratugnum. I lok ársins 1990 var peningalegur spamaður sem hlut- fall af landsframleiðslu kominn vel yfir 100%. Óþarft er að rifja upp hér hve fjármál þjóðarbúsins voru erfið þegar peningalegur spamað- ur var sem minnstur, vel innan við 50% af landsframleiðslu, en þá þurfti að taka erlend lán fyrir hverri fjárfestingu sem heitið gat. En það gefur líka auga leið að aukinn peningalegur sparnaður leggur skyldur á herðar ráðamönn- um þjóðarinnar. Ekki dugir til lengdar að bukka sig og beygja fyfir erlendum lánadrottnum en sýna ekki innlendum sparifjáreig- endum tilhlýðilega virðingu. Van- traust sparifjáreigenda á ráða- mönnum sínum eykur stórlega hættu á glundroða og misvægi í fjármálum þjóðarinnar eins og hætta er á að nú hafi skapast. Breski forsætisráðherrann gerir aukningu sparifjár að einu helsta báráttumáli sínu Engin þjóð með sjálfstætt pen- ingakerfi getur komist af án inn- lends sparnaðar, það fengu íslend- ingar að sjá svart á hvítu í lok áttunda áratugarins þegar pening- alegur sparnaður fór niður í 46% af landsframleiðslu og verðbólga fáum misserum síðar yfir 100%. John Major forsætisráðherra Breta hefur gert aukningu sparifjár þjóð- ar sinnar að einu af helstu baráttu- málum sínum eftir að hann tók við embætti í nóvember 1990. Lágt hlutfall sparnaðar af tekjum merk- ir að stórum hluta tekna er varið til neyslu nú en lítill hluti þeirra er lagður til hliðar til fjárfestingar og ávöxtunar og neyslu í framtíð- inni. John Major heldur því fram að sparifé almennings auki „sjálf- stæði manna og frelsi þeirra til athafna“. Á árinu 1988 lögðu Bret- ar að jafnaði aðeins fyrir 5,3% af mánaðarlegum tekjum sínum og hafði hlutfallið lækkað úr 11,1% á tíu árum. Viðleitni Majors til að auka sparifé þegna sinna til að styrkja persónulegt og fjárhags- Iegt sjálfstæði þeirra er þannig í beinu framhaldi af starfi bresku ríkisstjórnarinnar á síðasta áratug við að gera fólki kleift að eignast eigið húsnæði og hugsa um það í stað þess að vera leiguliðar hjá ríki eða sveit, og eignast hlut í fyrirtækjum til að geta notið af- raksturs þeirra í stað þess að eiga íjárhagsafkomu eingöngu undir launum. Baráttu Majors fyrir au- knu sparifé almennings má jafn- framt líta á í ljósi þess að bresk stjórnvöld hafa verið að flytja ábyrgð af eftirlaunamálum þjóðar- innar frá ríkinu yfir á herðar fólks- ins sjálfs og þeirra lífeyrissjóða eða tryggingafélaga sem því er frjálst að velja sér viðskipti við. Aukin neysla er helsta skýringin á straumhvörfum á peningamarkaði nú Þau snöru umskipti sem orðið hafa í peningamálum íslendinga síðasta misserið sýna okkur svart á hvítu að fjárhagsmál þjóðarinnar og sparifé almennings þola illa að verða að þrætuepli meðal stjórn- málamanna eins og þráfaldlega hefur gerst í umræðu um vaxta- mál á síðustu mánuðum. í með- fylgjandi línuriti sem nánar er vik- ið að hér að ofan hefur markaðs- verðmæti skráðra hlutabréfa og hlutdeildarbréf verðbréfasjóða ver- ið talið með öðrum fjárhagsstærð- um í stað þess að líta eingöngu á innlán banka og sparisjóða og seðla og mynt í umferð. Ástæðan er sú að miklu stærri hluti af eignum fólks er nú orðinn markaðsvara heldur en var fyrir einum áratug. Þá var aðeins hægt að grípa til bankabókarinnar og að nokkru leyti til spariskírteina ef á þurfti að halda - eða ef fólk vildi skyndi- lega auka neyslu sína á kostnað eignanna. Nú eru öll markaðsverðbréf (skuldabréf og hlutabréf almenn- ingshlutafélaga) og jafnvei fas- teignir í þessum flokki markaðs- hæfra eigna auk bankareikninga sem eru jafnvel enn minna bundn- ir en áður. Ávöxtun allra þessara peningalegu eigna lýtur markaðs- kjörum að heita má og jafnvægi á fjármálamarkaði verður sífellt við- kvæmara fyrir neikvæðri íhlutun stjórnmálamanna. Enn hafa ís- lendingar ek'ki lifað það að pólit- ískir eða aðrir neikvæðir atburðir leiði til verðfalls á innlendum hluta- bréfamarkaði - til þess erú við- skipti enn of lítil og hæg. En spari- fjáréigendur hafa vissulega það val að auka neyslu sína með því að ganga á eignirnar, m.a. hlutabréf sem skráð eru á markaði. Ein helsta skýringin á straumhvörfun- um á peningamarkaði frá síðasta- liðnu hausti er sú að sparifjáreig- endur hafi í ljósi lækkandi vaxta Breytingar á kaupgetu sparifjár - innient fé í stað erlends i i i i i i i i 19 8 7 i i i i i i i i i i' 19 8 8 t—i—r-r 1 1—I—I I—I—TT 9 8 9 t—i—i—i—i—i—i—n—i—r 19 9 0 KAUPGETA sparifjár á íslandi jókst sífellt hraðar frá miðju ári 1988 fram á haustmánuði 1990. Breytingar á kaupgetu sparifjár eru fundnar með því að leggja saman mánaðarlega innlán í bönkum og sparisjóðum ásamt útgefnum verðbréfum þeirra, spariskírteini ríkissjóðs og ríkisvíxla, hlutdeildarbréf verðbréfasjóða og skráð hlutabréf á innlendum markaði, færa þessa stærð til fasts verðlags í mars 1991 og og reikna síðan breytingar hennar. Þótt raunverulegt sparifé landsmanna sé aðeins hluti af þeirri stærð sem hér er lýst er líklegt að breytingar á kaupgetu stærðanna tveggja séu svipaðar ef hlutfall sparifjár af heildarstærðinni tekur ekki miklum breytingum. í Ijos kemur að veruleg aukning varð að kaupmætti sparifjárins framan af árinu 1990 en síðan snöggdró úr þeirriaukningu. Slíkt kann að vera fyrirboði aukinnar eyðslu, meiri viðskiptahalla, erlendra lána og minni sparnaðar og kann að boða verra jafnvægi í fjárhagsstærðum á árinu 1991 en náðist á síðasta ári. Hlutfallsleg skipting nýs fjár á innlendum markaði 0 1985 1986 1987 1988 1989 1990 INNLENDUR sparnaður hefur leyst af hólmi erlent fé á síðustu árum. Við- skiptahalli er til marks um að eyósla sé umfram tekjur þjóðarinnar, hallinn er jafn mismuninum á innlendri fjarfestingu og innlendum sparnaði og hann þarf að fjármagna með erlendum lánum. Ef verulega dregur úr myndun innlends sparnaðar á árinu 1991 er hætta á því að erlendar lántökur aukist á ný þar sem sparnaðurinn dugir ekki fyrir innlendri fjárfestingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.