Morgunblaðið - 25.04.1991, Síða 12

Morgunblaðið - 25.04.1991, Síða 12
12 e MORGÚNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVIMNULÍT 'pffiffflM'f!fjR 25: APRÍL 1991 Iðnaður Við höfum áunnið okkur ákveðinn orðstír og traust Rætt við Bjarna Jónasson, framkvæmdastjóra íslensk skinnaiðanðar hf. á Aknreyri, sem flutti skinnavörur fyrir um 450 milljónir króna til Ítalíu á síðasta ári Á UNDANFÖRNUM árum hafa markaðslönd Skinnaiðnaðar Sam- bandsins, sem fékk nafnið Islenskur Skinnaiðnaður hf. um síðustu áramót þegar deildum Sambandsins var breytt í hlutafélög, verið að gjörbreytast. Áður fyrr voru stærstu markaðirnir Norðurlönd og Norður-Evrópa, en síðustu fjögur ár hefur orðið kúvending, þar sem Norðurlönd hafa fallið úr 47,8% niður í 6,3% markaðshlutdeildar, en sala til Ítalíu sem var 6,8% árið 1987 er orðin 52,4% af heildarútflut- ingi eða 450 milljónir króna að söluverðmæti. Sala innanlands hefur einnig verið að aukast litillega undanfarin ár en er þó einungis 4,1% heildarsölunnar — og þá aðallega ull meðan útflutningurinn er aðal- lega mokkaskinn. Nýjasti markaðurinn sem miklar vonir eru bundnar við er Kórea. Bjarni Jónasson er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Hann hóf störf sem efnafræðingur hjá Skinnaiðnaði Sambandsins árið 1980. Varð fram- leiðslustjóri þremur árum seinna og árið 1988 varð hann forstöðumaður Skinnaiðnaðar Sambandsins. Við núverandi starfi tók hann um síð- ustu áramót. Bjarni segir að ástæðurnar fyrir því að Norðurlönd duttu út af mark- aði hafi verið margþættar. Nefna megi að vinnulaun séu há, þá hafi komið hlýir vetur sem hindruðu sölu, auk þess sem Norðurlandabúarnir hafi ekki fylgst eins vel með tisku- sveiflum og t.d. ítalarnir. ,;Þegar við hófum aukin viðskipti við Ítalíu urð- um við að endurskipuleggja alla okkar hugsun varðandi vöruþróun, einkum í sambandi við liti. Við urð- um að bjóða upp á þá Iiti sem voru í tísku, en auk þess þurftum við að endurbæta skinnin, gera þau þéttari og mýkri og fá ullina meira glans- andi. Með þessari breyttu áferð auk- ast möguleikarnir á að framleiða tískuvöru," segir Bjarni og bætir við að fyrirtækinu hafi gengið mjög vel síðan þessar breytingar gengu í gegn. Það sé farið að festa sig veru- lega í sessi. Unnið úr hálfri milljón skinna á ári Aðalhráefni fyrirtækisins er ís- lenskt lambsskinn. „Við höfum verið að vinna úr um það bil 500 þúsund skinnum á ári og mestur hlutinn, eða um 85% er mokkaskinn. Þó ekki eins og það leit út fyrir nokkrum árum,“ bætir hann við. „Varan hefur þróast verulega og er nú framleidd í miklu fleiri litum. Það má segja að á hveiju ári þurfum við að bæta við 8-9 litum og fer það allega eftir hvað er í tísku hveiju sinni. Lítill hluti framleiðslu okkar er ieðurvinnsla, eða um það bil 15%. Leðrið höfum við aðallega selt til Norðurlanda, Bretlands og Ítalíu. Einungis brot af því er selt hér inn- aniands. Þá vinnum við trippa- og hrosshúðir í litlum mæli, sem fluttar eru til Frakklands og að lokum má nefna skrautgærur." Skrautgærurn- ar hafa m.a. verið seldar til Walt Disney-fyrirtækisins og víðar, þar sem þær eru notaðar í brúðugerð. Fjórföld afkastageta miðað við upphaflega áætlun Verksmiðjan getur nú annað 4 milljónum feta í vinnslu eða Ijórum sinnum meira en gert var ráð fyrir þegar núverandi verksmiðjuhúsnæði var byggt 1971. í fyrstu var hráefn- ið ýmist hálfunnið eða fullunnið, en árið 1982 var farið að fullvinna skinnin meira og minna, sem þýddi endurskipulagningu á öllu vinnslu- ferlinu ásamt nýjum tækjakaupum. Árið 1987 voru nánast öll skinn full- unnin á staðnum. Lægra verð fæst fyrir leðrið held- ur en mokkaskinnið, en á móti kem- ur að vinnslukostnaður við leðrið er lægri. Af hveiju er þá ekki lögð meiri áhersla á að auka leðui-vinnslu? Bjarni segir að í upphafi hafi verk- smiðjan verið byggð sem mokka- skinnaverksmiðja og allur vélbúnað- ur sé að mestu leyti miðaður við það. Ef vel gangi í mokkaskinnasölu Morgunblaðið/Rúnar Þór SKINNAIÐNAÐUR — Bjarni Jónasson framkvæmdastjóri íslensks Skinnaíðnaðar segist geta selt meira af íslenskum skinnum en með minnkandi sauðfjárslátrun sjái hann fram á skort á innlendu hráefni og hefur hafið innflutning á enskum lambsskinnum. Helstu markaðir íslensks skinnaiðnaðar* 1987-1990 ’Fyrirtækið hét áður Skinnaiðnaður Sambandsins 52,4 N- Evrópa 42,5 37,4 26,9 23,5 Italía 43Í Norður- lönd 29,2 87 ‘88 '89 '90 '87 '8f || 6,3 £ 1 u '87 '88 '83 '90 '87 gefi þau ívið meira en leðrið þegar upp sé staðið, miðað við þann tækja- kost sem til er. „En það gefur okkur auðvitað meiri sveigjanleika að geta unnið hvort tveggja," segir hann. „Nú þegar sauðfjárslátrun minnkar sjáum við fram á minnkandi hrá- efni. Þar sem afkastageta okkar er meiri en við getum aflað innanlands erum við farin að leita fyrir okkur annars staðar. Við höfum því hafið innflutning á enskum lambsskinnum sem hafa verið forunnin og eru tilbú- in í leðursútun. Við höfum einnig verið að leita fyrir okkur, hvort hægt sé að nota skinn af t.d. hrein- dýrum, dádýrum og elg, en það -er ekki komin endanleg niðurstaða af því ennþá." Vinnsla á roði gæti orðið vaxtarbroddur fyrir- tækisins Bjarni nefnir annars konar skinn, sem gæti orðið vaxtarbroddur í fyrir- tækinu, ef vel tekst til, en það er vinnsla á roði. „Verið er að athuga hvort ekki sé hægt að koma á sam- starfsverkefni milli íslensks skinna- iðnaðar, Loðskinns á Sauðárkróki, Háskólans á Akureyri og Rannsókn-’ astofnunar fiskiðnaðarins. í því skyni hefur verið sótt um styrk til Rannsóknaráðs ríkisins, sem ég veit ekki hvort verkefnið fær. Ef styrkur er veittur er meiningin að sjá hvort grundvöllur er fyrir að vinna leður úr t.d. steinbíts- eða hlíraroði. Gangi verkefnið upp ætti það að skera úr um hvaða roð er hentugast til að skila einhveijum fjármunum. Það er hægt að gera margt sniðugt úr roði,“ segir Bjarni og dregur fram sýnishorn af kínverskum karpa, sem litaður hefur verið blár. „Það er til dæmis hægt að búa til töskur úr þessu leðri, belti eða ólar á úr.“ Styrkur okkar er tækni- og markaðsþekking Við ræðum hvort borgi sig að flytja inn hráefni í skinnaiðnaðinn, vinna það hér heima og flytja það síðan út aftur. Bjarni segir að með því komi auðvitað einhver auka- kostnaður inn í verðið. Sútunariðn- aðurinn sé að mörgu leyti alþjóðleg- ur, menn kaupi hráefni langt að, vinni það í einu landi og flytji það síðan fullunnið til baka jafnvel til sama lands. I framhaldi af þessum umræðum nefnir Bjarni dæmi um stóra sútunarverksmiðju í Frakk- landi sem kaupi mest af sínu skinni frá Nýja-Sjálandi og flytji út um allan heim. Þeir hafi þekkinguna bæði varðandi tækni og markaðinn. „Það er í raun þetta sem málið snýst um,“ segir hann. „að finna hentugt Smáiðnaður Leggjum áherslu á að vinna úr íslensku leðri — segir Júlíus Steinarsson feldskeri hjá Skinn-Galleríi JÚLÍUS Steinarsson eigandi Skinn-Gallerís í Reykjavík er einn þeirra fáu aðila, sem notað hefur íslenska lambsskinnið í fram- leiðslu sína, en hann er með verslun og litla saumastofu við Lauga- veginn. Hann segist leggja áherslu á að sauma úr íslensku hráefni eins mikið og hægt er. „Náttúrueiginleikar íslenska skinnsins gera það að verkum, að það er mjúkt, þunnt og fallegt og gefur því mikla möguleika á fallegum flíkum. Við höfum undanfarin ár ver- ið að sauma úr þessum skinnum og þau hafa líkað mjög vel. Við eru einnig komin með nýja vinnsluaðferð á hið hefðbundna mokka- skinn sem nefnist nappalan, þ.e. við leðurhúðum rússkinnshliðina. Þetta hefur einnig vakið mikla athygli." Júlíus á ekki langt að sækja áhuga sinn á leðurvinnu, því faðir hans Steinar Júlíusson feldskeri rak vinnustofu í Reykjavík til margra ára. Júlíus vann í fyrstu hjá föður sínum, en fór til Svíþjóð- ar að læra iðnina ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Guðmundsdóttur. Hún lærði pelsasaum ásamt feld- skurði og starfar nú með Júlíusi á verkstæðinu. Auk þess vinna þar tvær konur við saumaskap. Júlíus segir að þau hjónin leggi áherslu á að hafa litla framleiðslu- einingu og hafi ekkí áhuga á að stækka búðina. „Útlendingar sem koma hingað taka það sérstaklega fram hvað þeim líkar vel að hafa framleiðsluna á þessu handverks- formi. Þrátt fyrir að þetta eigi ekki samkvæmt bókunum að vera hagkvæm eining,“ bætir hann við hlæjandi og segir frá því að við- skiptafræðinemar frá Háskólanum á Ákureyri hafi sótt hann heim og spurt hann spjörunum úr, því sam- kvæmt þeirra bókum átti einíng eins og þessi ekki að geta gengið upp. „Við gætum þess að framleiða ekki mikið í einu til að liggja ekki með stóran lager og sérsaumum því mikið. Það hefur einnig þann kost, að við getuni haft framleiðsl- una Qölbreyttari og m.a. blandað saman leðri og öðrum efnum. Þeg- ar minna er að gera grípum við í viðgerðir á leðurflíkum." , — Er íslenska leðrið samkeppn- ishæft í verði? „Ég tel að íslenska leðrið sé mjög samkeppnishæft í verði mið- að við það sem við flytjum inn. Litaúrvalið er reyndar ekki mjög fjölbreytt ennþá en fer sífellt vax- andi. Þeir Norðurlandabúar sem koma hingað þekkja oft vpl inn á skinn og þeim finnst þetta verð mjög samkeppnishæft. Það er hægt að kaupa ódýra vöru á Spáni, en þá er yfirleitt um lélegra hrá- FELDSKERAR — Júlíus Steinarsson feldskeri ásamt eig- inkonu sinni Sigrúnu Guðmundsdóttur, sem hefur e'innig lært feld- skurð og pelsasaum. Þau leggja mikla áherslu á að vinna úr íslensk- um skinnum. efni að ræða. Ég get t.d. ekki keypt inn hráefni frá Spáni og Italíu af því að þar eru góð skinn svo dýr.“ — Hvernig er hægt að þekkja hvort um gott leður er að ræða? „Það er mjög erfitt að þekkja hvort leður er gott eða lélegt. Það sem maður getur gert er að skoða í sauminn og þá sést stundum í ljósan lit undir, sem bendir til að liturinn sé mjög grunnur í leðrinu og það ber að varast. íslensku skinnin hafa það fram yfir þau innfluttu að litunin er betri. Þá má einnig benda á að frágangurinn á flíkinni segir töluvert um gæðin."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.