Morgunblaðið - 25.04.1991, Qupperneq 14
Jr4 G
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/fllVIlINULÍr. .IÍIMMTOBAtíUR 25. APRÍL 1991
Sjónarhorn
Sköpun atvinnutækifæra sem
þjóðaríþrótt
eftir Jón Erlendsson
Atvinnumál eru sívaxandi tilefni
manna hvar sem er í heiminum til
umfjöllunar,_ athugunar og
áhyggna. Á undanförnum árum
■,hefur orðið gríðarlegur vöxtur í
hverskyns athugunum, rannsókn-
um og aðgerðum erlendis til að
bæta atvinnuástand og samkeppn-
ishæfni fyrirtækja og þjóða.
Þessar athuganir hafa leitt margt
nýtt í ljós sem breytt hefur fyrri
niðurstöðum og hugmyndum
manna. Áður var talið unnt að skýra
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
DAGBÓK
Fundir
APRÍL
■ AÐALFUNDUR Granda
hf. verður haldinn föstudaginn
26. apríl nk. í húsakynnum
Granda við Norðurgarð og
hefst hann kl. 17.00.
■ AÐALFUNDUR Lagnafé-
lags íslands verður haldinn
föstudaginn 26. apríl nk. í
húsakynnum Héðins hf. Selja-
vegi 2. Á dagskrá er erindi
Helga Hjálmarssonar arki-
j tekts sem nefnist Samskipti
arkitekta og lagnahönnuða.
Síðan eru á dagskrá venjuleg
aðalfundarstörf og veitt verður
viðurkenning fyrir lagnaverk.
Að loknum aðalfundi býður
Héðinn hf. upp á veitingar.
■ AÐALFUNDUR OIÍu-
verslunar Islands hf. verður
haldinn föstudaginn 24. apríl
nk. Á dagskrá verða venjuleg
aðalfundastörf. Fundurinn
hefst kl. 16.00 og verður hald-
inn í Súlnasal Hótel Sögu.
■ AÐALFUNDUR Hluta-
bréfasjóðsins hf. verður hald-
inn mánudaginn 29. apríl nk.
Á dagskrá eru venjuleg aðal-
fundarstörf. Fundurinn hefst
kl. 17.00 og verður haldinn í
Ársal á Hótel Sögu.
■ AÐALFUNDUR Útgerð-
arfélags Akureyringa verður
haldinn föstudaginn 3. maí nk.
Á dagskrá eru venjuleg aðal-
fundarstörf og lagabreytingar.
Fundurinn hefst kl. 16.00 og
verður haldinn í matsal húss
útgerðarfélagsins á Akureyri.
Ráðstefnur
■ HÁSKÓLI íslands gengst
fyrir 2ja daga ráðstefnu undir
yfirskriftinni Horft til fram-
tíðar: Tölvur í söfnum dagana
26.-27. apríl nk.. Ráðstefnan
verður haldin í Odda við Suð-
urgötu. Fyrirlesarar sem eru
bókaverðir og upplýsinga-
fræðingar frá Reykjavík og
af landsbyggðinni, munu fjalla
um notkun tölva á bókasöfn-
um og öðrum upplýsinga-
stofnunum, lýsa reynslu sinni
á því sviði og Tjalla um hvaða
kostir eru fyrir hendi við tölvu-
væðingu, aðferðir við val á
kerfum og greiningu á þörfum.
í tengslum við ráðstefnuna
verður einnig sýning á tölvu-
búnaði, forritum og kerfum
sem eru í notkun í bókasöfnum
eða geta nýst slíkum söfnum,
auk kynningar á tölvubókum
og tímaritum. Þátttöku skal
tilkynna til Rannsóknarstöðv-
ar í bókasafna- og upplýs-
ingamálum-' við Háskóla Is-
lands.
misjafnan efnahagslegan árangur
þjóða með fábreyttum útskýring-
um, s.s. ódýru vinnuafli, eigin nátt-
úruauðlindum, greiðum sam-
göngum o.fl.
Þessar einföldu skýringar hafa
nú vikið fyrir öðrum sem leggja
megináherslu á staðbundið framtak
einstaklinga og hópa (e. Local En-
trepreneurship, Collective E.),
greiðan aðgang að nýrri þekkingu
og upplýsingum (t.d. með tengingu
menntastofnana og atvinnulífs),
nálægð við markaði, skilningi á
markaðsþörfum og sívirka nýsköp-
un í smáu sem stóru með þátttöku
allra (e. Constant Innovation).
Framfarir og gróska ríkja á þeim
landsvæðum og í þeim fyrirtækjum
þar sem stjórnendur, leiðtogar og
starfsfólk er síupptekið við að bæta
framleiðslu, þjónustu, vinnubrögð
auk þess sem það eykur í sífellu
þekkingu sína. Efnahagslegar
framfarir byggjast öðru fremur á
jákvæðu hugarfari í garð þeirra sem
ná árangri í atvinnulífi og tilraunum
alls þorra manna til slíks hins sama.
Þar sem á hinn bóginn ríkir öf-
und í garð þeirra sem ná árangri
og allur almenningur er athafna-
og hugmyndalítill en síupptekinn
við aðfínnslur gagnvart þeim sem
reyna sig við nýjar hugmyndir verða
litlar framfarir.
Einu gildir þótt allar ytri aðstæð-
ur séu í lagi ef áherslan í menning-
Reynsla Saga-film á
erlendum markaði
Saga-fílm hefur talsverða
reynslu af að selja auglýsingaþjón-
ustu erlendis. Fyrirtækið hefur rek-
ið söluskrifstofu og framleiðsludeild
fyrir sjónvarpsauglýsingar í Kaup-
mannahöfn frá 1988 í samvinnu við
finnskt kvikmyndafyrirtæki.
Jón Þór Hannesson sagði reynsl-
una vera þá að best gengi að selja
heildarþjónustu leikstjóra og kvik-
myndagerðarmanna. Hver Ieikstjóri
hefði sinn stíl og það væri þessi
stíll sem auglýsingastofur leituðu
eftir. Sagði hann að Ágúst Baldurs-
son, sem einnig stofnaði fyrirtækið
í Kaupmannahöfn með Saga-fílm,
væri nú orðinn eftirsóttur leikstjóri
sjónvarpsauglýsinga víða á Norð-
urlöndunum.
Starfsemi Saga-film nær til allra
Norðurlandanna. Það hefur hins
vegar háð fyrirtækinu að offjárfest-
ing Dana í tæk.níbúnaði hefur leitt
til lækkandi verðs á tæknilegri úr-
vinnslu. Það er því ekki lengur hag-
kvæmt fyrir Saga-fílm að reka
framleiðsludeild í Kaupmannahöfn.
Upphafleg ástæða þess að fyrirtæk-
ið sótti á þessi mið var að fá betri
nýtingu á tækjabúnaði hér heima.
Jón Þór sagði að lítil reynsla
væri yfirleitt á Norðurlöndum af
gerð sjónvarpsauglýsinga, því aug-
lýsingar hefðu til skamms tíma ver-
„Hvað myndir
þú, lesandi
góður, segja
um búhyggju
bónda sem
segðiþér á
miðju sumri að
hann væri að
„bíða eftir
kartöfluupp-
skeru hausts-
ins, en hefði að
vísu engu sáð
um vorið“?“
unni er ekki á sívirka nýsköpun og
sívirkt framtak sem iðju sem allir
eiga að taka til hendinni við hver
á sínum forsendum. Hið menningar-
lega andrúmsloft hefur miklu meiri
áhrif á efnahagslegar framfarir en
vextir og vísitala!
Þetta getur hver sæmilega
glöggur og reyndur maður séð.
Þrátt fyrir að svo sé hefur þar vart
verið fyrr en á allra síðustu árum
að þessi skilningur virðist vera að
ið bannaðar í sjónvarpi, nema í
Finnlandi. Saga-fílm hefði því víð-
ast hvar verið vel tekið, þó fínna
hafi mátt vantrú á því að íslenskt
fyrirtæki gæti gert góðar sjón-
varpsauglýsingar.
Állar þær sjónvarpsauglýsingar
og kynningarmyndir sem Saga-fílm
hefur gert fyrir erlenda aðiia hafa
verið eftir handriti hinna útlendu
aðila. Jón Þór sagði að mjög góð
þekking á siðum og venjum í hveiju
landi væri nauðsynleg til að hægt
væri að standa í auglýsingagerð.
Það sem hefði áhrif í einu landi
virkaði ekki í öðru og svo framvegis.
, Flugleiðir skipta við
staðarmenn í hverju landi
Pétur J. Eiríksson sagði reynsla
F'lugleiða sýndi að ekki gengi að
gera allar auglýsingar fyrir Flug-
leiðir í einu landi og þýða þær síðan
yfír á viðkomandi tungumál. Þar
skipti hið þjóðfélagslega umhverfi
svo miklu máli. Því yrði að skipta
við staðbundnar auglýsingastofur.
Pétur sagði að Flugleiðir reyndu
að skapa ákveðinn grunnramma til
að myndin af félaginu yrði svipuð
í hverju landi. Sagðist hann efast
um að íslenskar auglýsingastofur
ættu erindi sem slíkar á erlenda
grund vegna félagslega þáttarins.
Pétur benti jafnframt á að alþjóð-
legar auglýsingastofur, sem hafa
ná undirtökunum í atvinnumálaum-
ræðunni erlendis. Hér á landi eru
menn enn að beijast um í þröngum
heimi örfárra hagfræðilegra hug-
taka sem tröllríða allri umfjöllun
og takmarka útsýn á viðfangsefnið
í heild sinni. Skekkja því áherslur
og spilla árangri.
Nýjar áherslur þýða eflingu
staðbundins framtaks
Fjöldi höfunda hefur íjallað um
þessi mál á undanförnum árum.
Nefna má t.d. fræga höfunda og
fræðimenn eins og Peter Drucker,
Tom Peters og M. Porter. Sú mikla
vakning sem er í atvinnumálum í
Evrópu um þessar mundir dregur
mjög dám af þessum nýju áherslum
en hún beinist öðru fremur að því
að efla staðbundið framtak og
frumkvæði (e. Local Initative).
Þessi nýi skilningur hefur vikið
til hliðar að nokkru einhliða áhersla
endurbætur á almennu efnahags-
umhverfi, á samgöngubætur og
ýmislegt annað sem áhersla hefur
einkum verið á. Reynslan sýnir
nefnilega að í einu og sama landinu
og einu og sama almenna efnahags-
umhverfinu verður staðbundin
gróska afar misjöfn. Og skýring-
anna er að leita í fólkinu, menning-
unni og þeim framfaraanda sem
ríkir á hveijum stað. Mannlegiþátt-
urinn þ.e. nýsköpunarhneigð, tæki-
færaleit, framtak og áhugi á að
útibú í mörgum löndum, reiddu sig
ætíð á krafta innfæddra á hveijum
stað. Flugleiðir skipta til að mynda
við franska. auglýsingastofu,
Publicis, í New York, en starfsmenn
eru bandarískir.
íslenskar
auglýsingastofur
samkeppnishæfar?
Pétur J. Eiríksson taldi íslenskar
auglýsingastofur koma ágætlega
út í samanburði við erlendar á
mörgum sviðum. Til dæmis sagði
hann að íslenskar auglýsingastofur
seldu þjónustu sína á talsvert lægra
verði en auglýsingastofur á Norð-
urlöndunum og í Mið-Evrópu. Sól-
veig Olafsdóttir, framkvæmdastjóri
SÍA, skaut því að fundarmönnum
í tilefni af þessum orðum Péturs,
að samkvæmt nýjustu upplýsingum
væri þjónusta auglýsingastofa ann-
ars staðar á Norðurlöndum seld á
100 til 150% hærra verði en hér.
Þjónusta bandarískra auglýs-
ingastofa er hinsvegar ódýrari en
hér á landi, sagði Pétur, og þar er
þess mjög vel gætt að fara ekki
fram úr kostnaðaráætlunum.
Pétur sagði að tengsl markaðs-
ráðgjafa á erlendum auglýsinga-
stofum við viðskiptavininn væri oft
nánari en hér tíðkast. Hann sagði
hina erlendu markaðsráðgjafa oft
eiga frumkvæði í markaðsmálum
viðskiptavinanna.
íslenskar auglýsingastofur bera
hins vegar af hvað handverk snert-
ir, sagði Pétur. Hér eru miklar kröf-
ur gerðar um útlit auglýsinga og
meiri metnaður í þeim efnum en
víðast annars staðar. Spyija mætti
hvort þar leyndust
útflutningsmöguleikar.
efla eigin lífsbjörg erþað sem mestu
skiptir.
Og hvað er augljósara ef að er
gáð? Hvers virði eru t.d. góðar sam-
göngur og aðrar forsendur ef fram-
tak, sköpunargáfu og þekkingu
skortir?
Hér er á hinn bóginn komið að
þáttum sem fáir virðast telja þess
eðlis að á þá megi hafa áhrif. Eng-
ar langtímaáætlanir eru til í dag
um eflingu staðbundins framtaks,
þekkingar á atvinnulífi og aðgang
að upplýsingum og þekkingu. Þó
gætu slíkar áætlanir vafalítið skilað
miklu meiri árangri fyrir hveija
krónu sem til þeirra væri varið en
fæst t.d. með óhemjudýrum sam-
göngubótum. Er ekki kominn tími
til þess að menn snúi sér rakleitt
að kjarna atvinnueflingarinnar þ.e.
eflingar fólksins sjálfs og geri um
það langtímaáætlanir og kosti til
þess verulegu fé?
Ástandið hérlendis
Flestum ber saman um að íslend-
ingar séu vel menntaðir, atorku-
samir og framtakssamir í því sem
þeir fá áhuga á samanborið við
margar aðrar þjóðir (t.d. Skand-
inava). Meðan fólki frá öðrum lönd-
um fallast oft hendur þegar það
mætir óvæntum erfiðleikum þá er
það mál manna að íslendingar ráð-
ist oftast ótrauðir til atlögu við
vandamálin og leysi þau tiltöluiega
óháð starfsskyldum og fyrri
reynslu. Hver einasti maður sem
þekkir til atvinnulífs veit hvaða
þýðingu það hefur að hafa starfs-
fólk sem býr yfir frumkvæði og
áræði til að leysa þau vandamál sem
upp koma í stað þess að sitja með
hendur í skauti. Slíkt þýðir fram-
leiðslu sem getur haldið áfram til-
tölulega órofín þrátt fyrir ýmsar
Fyrirtækjanet til að takast
á við stærri verkefni
Kristján Jóhannsson hagfræð-
ingur hjá Vinnuveitendasamband-
inu sagði ráðstefnugestum frá fyrir-
tækjanetum, en það er samstarfs-
form fýrirtækja sem hefur verið að
þróast víða í Evrópu undanfarin ár.
Þekktasta dæmið um vel heppnað
fyrirtækjanet er ítalska Benetton
keðjan. Benetton er net 400 pijóna-
og saumastofa sem eru sjálfstæðar
en vinna saman að markaðsfærslu
vörunnar.
Kristján sagði að fyrirtækjanet-
inu væri ætlað að auðvelda minni
fyrirtækjum samstarf, þannig að
þau héldu sjálfstæði sínu að mestu
en hefðu sameiginlegan styrk til
að keppa við stærri fyrirtæki.
Fyrirtækin skuldbinda sig til
samstarfs á ákveðnum sviðum, en
geta jafnvel verið keppinautar á
öðrum. ítarlegir samstarfssamning-
ar eru gerðir og mikil vinna lögð í
undirbúning. Sagði Kristján að
Danir ynnu af fullum krafti að þró-
un fyrirtækjaneta þar í landi, eink-
um í iðnaði. Á síðasta ári voru 550
fyrirtækjanet komin á laggirnar í
Danmörku, með að meðaltali 5 fyr-
irtæki í hveiju neti.
Aðspurður sagði Kristján að fyr-
ir íslensk fyrirtæki á borð við aug-
lýsingastofur væri vafalítið hag-
kvæmt að stofna fyrirtækjanet um
útflutningsverkefni.
Vinnuveitendasambandið vinnur
nú að undirbúningi ráðstefnu um
fyrirtækjanet í samvinnu við fleiri
aðila. Þessi ráðstefna verður haldin
á Holiday Inn 29. maí næstkom-
andi.
Auglýsingar
Eiga íslenskar auglýsingastofur
möguleika á erlendum mörkuðum ?
Á ráðstefnu Sambands íslenskra auglýsingastofa, SÍA, kom fram að ýmis ljón eru í veginum
þó þjónusta íslensku stofanna sé ódýrari en víðast annars staðar
Eiga íslenskar auglýsingastofur vaxtarmöguleika með verkefnum
fyrir erlenda aðila eða með því að opna eins konar útibú á erlendri
grund? Þessari spurningu var varpað fram á ráðstefnu sem SIA,
Samband íslenskra auglýsingastofa, hélt að ioknum aðalfundi þess
nýlega. Þeir Kristján Jóhannsson hagfræðingur hjá Vinnuveitenda-
sambandi íslands, Jón Þór Hannesson hjá Saga-film og Pétur J.
Eiríksson framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða ræddu þessa
möguleika.