Morgunblaðið - 28.04.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.04.1991, Blaðsíða 4
jyiORGL'NljLApiÐ .SUNNljC>A,GUR, 28. ,ApÍL.i991 é-Æ MHTAÐ OGKRANSmSMDOmA ISLANDI HJARTASJUKDOMAR 06 VÆ6IAHÆTTUMTTA í nýlegiim niðurstöðum rannsókna um þróun hjartasjúkdóma hér á landi kemur fram að dregið hefur úr dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma um 30-40 prósent síðan 1967 er rannsóknir Hjarta- vemdar hófust. Guðmundur Þorgeirsson dósent og yfirlæknir á Landspítalanum fæst bæði við umönnun hjartasjúklinga og úr- vinnslu á gögnum Hjartaverndar. Hann var spurður nánar um rannnsóknirnar og vægi áhættuþátta. Reykingar og dánarlíkur reykingafólks Guðmundur sagði, að mark- miðið með rannsóknunum hafí verið að öðlast skilning á áhættuþáttum hjartasjúk- dóma hér á íslandi í þeim tilgangi að fá haldgóðar upplýsingar sem hægt væri að byggja á aðgerðir til forvama. „Fyrirfram hefði mátt búast við að áhættuþættir væm hér svipaðir og vom á Norðurlönd- um, í Evrópu og Norður Ameríku, þar sem margt er líkt með þessum þjóðum. Á hinn bógin væri vægi áhættuþátta eins og reykinga breytilegt frá einu landi til annars. í Japan og hjá öðmm Asíuþjóðum em reykingar ekki áhættuþáttur kransæðasjúkdóma, þó að þær skipti máli hvað snertir krabba- mein og langvarandi lungnasjúk- dóma. Það er því nauðsynlegt að hvert land kanni eigin aðstæður." Áhættuþættir og kransæðasjúkdómar „Hér á íslandi er því mikilvægt að vita hvaða áhættuþættir skipta hér máli. Þetta er ekki síst mikil- vægt fyrir konur, karlar hafa mik- ið verið rannsakaðir, þar sem sjúk- dómurinn er algengari hjá þeim. Konur hafa orðið útundan og karlarannsóknir verið yfirfærðar á þær, með hæpnum rétti. íslenska rannsóknin er því áhugaverð þar sem hún býður upp á möguleika á samanburði á konum og körlum.“ Guðmundur sagði að rannsókin hafí staðið frá 1967. Upphaflega var boðið 10.263 körlum á aldrin- um 35-60 áraog 11.069 konum og vom þær að meðaltali tveim ámm eldri. Af körlum mættu 8.001 a.m.k. einu sinni, en 8.486 af kon- unum. Þegar ákveðið var að kanna afdrif þessa fólks í árslok 1985, en þá hafði því verið fylgt eftir í 3-17 ár, höfðu 1.140 karlardáið eða 14,2% en aðeins 537 konur. Algengustu dánarorsakir karla reyndust vera kransæðasjúkdómar eða 43%, vegna krabbameins 27%, heilablóðfalls 7%, og úr öðrum hjartasjúkdómum eins og hjarta- loku-, eða hjartavöðvasjúkdómum 4%, og úr öðmm sjúkdómum 19%. Hjá konum em dánarorsakir af völdum krabbameins algengastar, en vegna kransæðasjúkdóma innan við 20%. Tíðni heilablóðfalla er svipuð og hjá körlum." „Reykingar reyndust vera mjög mikilvægur áhættuþáttur hjá báð- um kynjum, þótt vægi þeirra væri enn þyngra meðal kvenna. Áhætt- an tvöfaldast hjá þeim körlum sem reykja um einn pakka af sígarett- um á dag, en þrefaldast hjá stór- reykingamönnum. Pípu- og vindla- reykingar eru einnig marktækur áhættuþáttur hjá körlum. Hjá kon- um eru tengsl reykinga og krans- æðasjúkdóma enn skarpari. Ef þær reykja einn pakka eða minna á dag er áhættan þreföld, og ef þær reykja meira en 25 sígarettur á dag þá sjöfaldast áhættan. Kransæðasjúkdómar er mjög sjaldgjæf dánarorsök hjá konum yngri en 55 ára, en þær sem deyja úr kransæðasjúkdómi fyrir 55 ára aldur hafa yfírleitt verið stór- reykingakonur." Kólesteról hjá konum og körlum „Sumar rannsóknir á konum hafa þótt benda til þess að kóleste- rólið skipti ekki máli fyrir þær. Sænsk rannsókn ekki eins víðtæk og sú íslenska komst m.a. að þess- ari niðurstöðu. í rannsókn Hjarta- vemdar kom í ljós að ef kólesteról- ið hækkar hjá körlum um 1 mg/dl af blóði þá hækkar hlutfallsleg áhætta um 1%, þannig er kólester- ólið mjög marktækur áhættuþátt- • • AHRIF SMJORLIKIS Atliygliii öeinist að titunni sem notuð var í smjörlíkisgerö Fita er nauðsynleg til uppbyggingar á frumum líkamans og hún er orkugjafi sem líkaminn getur ekki án verið til lengdar. Aukningin á kransæðasjúkdómum sem kom fram á árunum eftir 1950 hefur verið tengd ofneyslu á fitu, aðaltega dýrafitu. Nú er ljóst að aldrað fólk hér á landi sem nú er að ná háum aldri, var beinlínis alið á dýrafitunni, tólginni, enda oft ekki um aðra fitu að ræða, samt eru íslendingar ein langlífasta þjóð heims. Það má því ætla að einhverj- ir fleiri þættir geti haft áhrif á kransæðasjúkdóma. Neyslumunstur breytist ekki að ráði hér á landi fyrr en aukið framboði verður á hráefni til matargerðar eftir 1960. Fór það eftir því hvar menn voru búsett- ir á landinu. Athyglin beinist því að samsetningu fæðutegunda eins og fitunnar sem notuð var til smjörlíkis- gerðar á þessum tíma. Neysla á smjörlíki fór vaxandi með batnandi efnahag. Margarin er fyrst framleitt í Frakklandi Margarin eða smjörlíkisgerð hefst um miðbik síðustu aldar í Frakkl- andi þegar Hippolyte Mége Mouriés, sem þekktur var fyrir rannsóknir í næringarfræðum, fann upp aðferð til að vinna feiti til neyslu sem kom- ið gat í stað smjörs. Mikill skortur var á smjöri í Frakklandi á þessum tíma. Pólitísk spenna var í samskipt- um Frakka og nágrannaríkisins Prússlands og Napoleon III óttaðist að skortur yrði á nægjanlegum orku- efnum eins og fítu, hjá her sínum og vinnandi fólki, ef til stríðs kæmi við Prússa. Mouriés fékk boð um að vinna að þróun næringarríkrar fítu sem fáanleg yrði á viðráðanlegu verði. Mouriés komst að því, við tilraun- ir, að sveltandi kýr framleiddu n\jólk sem ógjörlegt reyndist að vinna úr smjör og hann dró þá ályktun að mjólkurfítan hlyti að vera afleiða innfitu gripsins. Hann pressaði inn- fítuna (mörinn) við 30-40° C og fékk þannig fítu sem bráðnaði við 20-25° C. Þetta var samsetning hins fyrsta „oleo margarins" sem selt var á markaði og notað á heimilum í stað annarrar fítu, jaftivel smjörs, til matargerðar. Salan á margarini hófst í París árið 1874 undir heitinu „Margarin- smjör. Þeytt varð framleiðslannefnd- „sparnaðar-smjör“ en Mouriés breytti því í „Margarin Mouriés" þegar smjörheitið var dæmt ólög- legt. Mouriés fékk einkaleyfisrétt á uppgötvun sinni árið 1869. Hann seldi síðan þekkingu sína hollensku fyrirtæki Jurgens í Oss árið 1871 og einkaleyfi sín í Bretlandi, Banda- ríkjunum og Prússlandi seldi hann fjölmörgum smáfyrirtækjum. Smjörlíkisframleiðslan var einföld á þessum fyrstu árum, innfita naut- gripa, mjólk og undanrenna var auð- fengið og vel meðfærilegt hráefni sem einnig reyndist fremur auðmelt. I upphafi var margarínið matur hinna fátækari sem ekki höfðu efni á að kaupa smjör, en það átti eftir að breytast. Smjörlíkið var þó ekki í samkeppni við smjörið, heldur var samkeppni við sápuframleiðendur ur. Hjá konum eykst áhættan um 0,7% við hveija milligramms hækkun kólesteróls í desilítra af blóði sem einnig er marktækt. Kólesterólið virðist þó skipta þær minna máli en reykingarnar. Aldur er mikilvægurþáttur hjá báðum kynjum og hækkun á blóðþrýstingi eykur einnig áhættuna." Guðmundur sagði þetta vera hefðbundna áhættuþætti í hinum vestrænu löndum, þ.e. kólesterólið, hækkun á blóðþrýstingi og reykingar. Hér reyndist tríglyseríð einnig vera sjálfstæður áhættu- þáttur hjá bæði konum og körlum. Ofþungi hefði ekki komið út sem sjálfstæður áhættuþáttur. lægsta kólesterólflokki. Þannig voru 2% líkur á því að einstakling- ur í lægsta flokki dæi úr kransæða- sjúkdómi áður en hann næði 65 ára aldri, en 10% líkur fyrir ein- stakling í efsta flokki.“ Eldra fólk í áhættuhópi Kólesterólið og lífslíkurnar „Við vitum að kólesterólið er bæði háð erfðum og mataræði og þá fyrst og fremst neyslu á mett- aðri dýrafítu eins og fitu úr feitum mjólkurafurðum,“ sagði Guðmund- ur. „Ef spáð er í lífslíkur tveggja mismunandi aldurshópa karla 55 og 65 ára næstu tíu árin, þá gefur kólesteról í blóði stighækkandi lík- ur á því í báðum aldurshópum að menn deyi úr kransæðasjúkdómi innan 10 ára. í 55 ára hópnum var munurinn fimmfaldur á hæsta og „Mjög algengt er að kransæða- sjúkdómar komi fyrst fram á milli sextugs og sjötugs og skiptir þessi aldurshópur miklu máli þegar rætt er um þessa sjúkdóma. Hvað karla snertir þá skiptir kólesterólið mjög miklu máli fram yfir 65 ára aldur- inn. Þessvegna er mikilvægt að menn fram yfír sjötugt hagi lífí sínu þannig að lífshættirnir auki ekki kólesterólið upp úr öllu valdi.“ - Getur verið að neysla þessa fólks sé þess eðlis að hún auki svo mjög kólesterólið í blóði? „Ef bornar eru saman þjóðir eins og J apanir og Islendingar þá er kólesterólið mun hærra hjá íslend- ingum en Japönum. Æðakölkun Auglýsing frá fyrstu árum smjörlíkisins árið 1910. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.