Morgunblaðið - 28.04.1991, Blaðsíða 20
30 C
MORGUNBLAÐIÐ MEMIMIMGARSTRAUMAR SyNyUDAQUR 28. APRÍL 1991
■ Ný mynd eftir spennu-
sögu Tom Clancys er í
burðarliðnum og eins og í
Rauðum október fer Alec
Baldwin með eitt aðalhlut-
verkið. „Patriot Game“
heitir sagan og segir frá til-
raun írska lýðveldishersins
til að höggva skörð í bresku
konungsfjölskylduna.
I Ungur drengur að nafni
Brandon Lee hefur gert
stórsamning við hasar-
myndaframleiðandann
Mario Kassar hjá Carolco.
Brandon er algerlega
ófrægur og þó. Pabbi hans
var Bruce Lee og nú hefur
sonurinn fetað í fótspor
hans með sparkmyndinni
„Showdown in Little
Tokyo“. Sá sænski Dolph
Lundgren leikur gegn hon-
um.
■ Þá er uppi orðrómur um
að Mel Gibson og Julia
Roberts muni leika saman
í bíómynd innan tíðar. Talað
er um að hún verði vestri í
stíl „Butch Cassidy and
the Sundance Kid“.
■ Grínarinn góði Jim
Abrahams úr ZAZ-genginu
(Zucker, Abrahams, Zuc-
ker) er kominn af stað með
enn eina satíruna en í þetta
sinn tekur hann fyrir flug-
hetjumyndir í stíl við „Top
Gun“ og þá sem sýnd er í
Háskólabíói núna, Flug-
sveitina. Myndin hans heit-
ir „Hot Shots! An Import-
ant Movie“ en með aðal-
hlutverkin í henni fara
Charlie Sheen og Jon Cry-
er.
Kathleen Turner; dæminu snúið við.
Spæjarinn
Turner
Ef þú sérð Ijóshærða dúkku á einkaspæjarastofu í
bíómyndunum er hún örugglega að biðja karlhetjuna
ásjár. Kathleen Turner ætlar að snúa dæminu við í
næstu mynd sinni, „Fully Loaded“.
Ihenni ieikur hún einka-
spæjarann V.I. Wars-
hawski og hún er sannkail-
aður harðhaus myndarinn-
ar.
Persóna Tumers er
byggð á sakamálasögum
Söru Paretsky en sögu-
hetja hennar er kvenkyns
spæjari. Segist Tumer
lengi hafa leitað að einum
slíkum að til að leika í bíó-
mynd. „Af öllum þeim
kvenkyns spæjurum sem
ég hef lesið um er Wars-
hawski athyglisverðust,
hún hefur besta gildismat-
ið. Hún er spurð að því
hvað kosti að ráða hana
og hún segir: Réttan mál-
stað.“ í myndinni rannsak-
ar Warshawski morðið á
föður 13 ára stúlku sem
hún vingast við.
Leikstjóri er Jeff Kanew
sem gert hefur vægast sagt
slappar gamanmyndir í
gegnum tíðina („Revenge
of the Nerds“, „Troop Be-
verly Hills“). Það er því
ekki að furða þótt hann
segist hafa viljað fást við
eitthvað bitastæðara.
Franskar Víet-
nammyndir
Frakkar hafa snúið aftur til Víetnams núna 37 árum
eftir að herir þeirra fóru þaðan. I þetta sinn eru þeir
komnir til að gera bíómyndir en ekki færri en þrjár
franskar Víetnammyndir eru í framleiðslu þessa dagana.
Umfangsmest og dýrust
þessara þriggja er
„Dien Bien Phu“. Það er
önnur dýrasta bíómynd sem
Frakkar hafa gert, kostar
tæpa tvo milljarða króna, og
segir frá umsátrinu við Dien
Bien Phu sem stóð í 55 daga
og markaði endalok veru
Frakka í Indókína. Leikstjóri
er Pierre Schoendoerffer en
myndin er fyrsta bíómyndin
frá vesturlöndum sem tekin
er í Víetnam.
Þá er leikstjórinn Jean-
Jacques Annaud (Leitin að
eldinum) að vinna við bíóútg-
áfu verðlaunabókar Margue-
rite Duras, „L’Amant", en
tökur á henni hófust í janúar
síðastliðnum. Framleiðandi
er Claude Berri. Það er ást-
arsaga sem gerist í Víetnam
og það er þriðja Víetnam-
myndin einnig. Hún heitir
einfaldlega Indókína og er
með Catherine Deneuve í
aðalhlutverki. Leikstjóri er
Régis Wargnier. Myndin
verður tekin í Víetnam og
Malaysíu.
Aftur til Víetnam; Chat-
erine Denueve.
8.000 á Uppvakninga
Um átta þúsund manns
hafa séð bandarísku
bíómyndina Uppvakninga
í Síjörnubíói að sögn
bíóstjórans Karls Schiöth,
en hún hefur nú verið
sýnd í fjórar vikur.
Sagði Karl í stuttu sam-
tali að hann hefði búist
við að hún gerði betur en
þetta og bætti við að flest-
ir áhorfendurnir væru full-
orðið fólk, unglingarnir
Uppvakningar; fullorðið fólk í miklum meirihluta.
KVIKMYNDIR—
hefðu ekki látið sjá sig.
Uppvakningar er sannsög-
ulegt drama um sjúklinga
sem vakna af áratugalöng-
um dásvefni. Með aðalhlut-
verkin í myndinni fara Rob-
in Williams og Robert De
Niro.
Karl sagði að gaman-
myndin á Barmi örvænt-
ingar hefði gengið betur
en hann hefði átt von á.
Alls hafa nú séð hana um
9.000 manns og samtals
hafa um 16.000 manns séð
gamanmyndina Pottorma í
pabbaleit 2 með John Tra-
volta.
Hljóðkerfið í báðum söl-
um Stjörnubíós hefur nú
verið endurnýjað. Bíó-
myndin um rokkgoðið Jim
Morrison eftir Oliver Stone
með Val Kilmer í aðalhlut-
verki, byijar þann 3. maí
nk. að sögn Karls en á eft-
ir henni koma „Avalon"
eftir Barry Levinson og
gamanmyndin „L.A. Story“
Hverjar voru athyglisverdastar á vikunum?
Annállfjögurra vikna
Úr frönsku myndinni „Korczak"; endar í von.
ÞAÐ hefur sjálfsagt farið
framhjá alltof mörgum að
undanfarinn mánuð eða
svo hefur talsvert öflug
kvikmyndahátíð staðið
yfir í Reykjavík með
finnskum, dönskum,
svissneskum og frönskum
myndum. í hópnum var
m.a. nýbökuð
óskarsverðlaunamynd en
líka margar fleiri góðar.
Haldnar voru fjórar kvik-
myndavikur í röð hver
á eftir annarri. Þær byrjuðu
með Finnum en lauk með
Frökkum í vikunni. Þar birt-
ist úrval
mynda frá
hverju
landi fyrir
sig og var
•sériega
áhugavert
eflir ftmald að sjá við
Indrldason hvað kvik-
myndagerðarmenn eru að
fást úti í Evrópu, en það
býðst ekki á hveijum degi í
þessum mæli.
Alls voru sýndar á þriðja
tug mynda samanlagt.
Finnsku bræðurnir Aki og
Mika Karismauki voru mest
áberandi á finnsku vikunni
og var æði forvitnilegt að
sjá samanlagt fjórar myndir
frá þeim. Þar bar hæst verð-
launamyndina Ariel en
skemmtilegastar voru þó
Leningradkábojarnir halda
til Ameríku og Ég réði mér
leigumorðingja. Sú fyrri var
skælbroslegt ferðalag verstu
rokksveitar heimsins í hjarta
rokklandsins en hin um mis-
heppnaða skrifstofublók í
London sem réð leigumorð-
ingja til að drepa sig. Báðar
voru þetta frábærlega kynd-
ugar og kómískar myndir.
Þá kom dönsk kvik-
myndavika sem sýndi að
Danir eru mest uppteknir af
og gera best einkar næmar
og þekkilegar myndir um
hversdagslegt fólk í hvers-
dagslegum kreppum lífsins.
I myndum þeirra er einhver
sérstakur danskur blús,
ljúfsár og indæll, þær voru
allar mjög vandlega gerðar
og ekki síst sérlega vel leikn-
ar. Af þeim sem ég sá voru
bestar Nútímakonan um
tvær vinkonur í Kaup-
mannahöfn og ísbjarnadans
um áhrif skilnaðar á ungan
dreng, en Háskólabíó keypti
reyndar þá mynd til sýninga.
Á svissnesku vikunni kom
besta mynd þessarar óform-
legu hátíðar en það var
óskarsverðlaunamyndin
Vonarferð eftir Xavier Koll-
er. Hún sagði raunasögu
tyrkneskrar fjölskyldu sem
missir allt á smyglaraleið
yfir til fyrirheitna landsins,
Sviss, og að iokum eina
barnið sem þau gátu komist
með að heiman. Koller fann
ekki í þessari hrikalegu sögu
ódýrt melódrama heldur nísti
mann inn að beini með blá-
kaldri og raunsærri frásögn
í nk. heimildarmyndastíl af
ferðalagi fólksins, svikunum
og harðræðinu og loks lam-
andi sorginni. Onnur mynd
sem bar af á svissnesku vik-
unni var Hæðareldur eftir
gest vikunnar, Fredi M.
Murer, um systkini sem
verða elskendur í einangrun
á bóndabýli hátt uppi í sviss-
nesku fjöllunum.
Og loks var það franska
vikan en þar bar hæst nýj-
ustu mynd pólska leikstjór-
ans Andrzej Wajda, Korc-
zak, sem gerð var í samvinnu
Frakka, Þjóðveija og Pól-
verja. Hún er svart-hvít og
rekur sanna sögu rithöfund-
arins fræga Janusz Korczak
sem lést í fangabúðum nas-
ista í Treblinka árið 1942
ásamt hópi 200 munaðar-
leysingja sem hann hafði
undir sinni umsjón. Þetta
efni er í raun of hryililegt
til að orð fái því lýst en
Wajda kaus að enda mynd-
ina í von. Það kemur fram
að Korczak hafi látið lífið
ásamt börnunum í búðunum
en í myndinni lætur Wajda
síðasta vagninn losna frá
lestinni á leið í útrýminguna
og útúr honum hlaupa börn-
in í frelsið. Endir þessi, sem
kemur kökk í hálsinn, er
mjög umdeildur reyndar.
Wajda hefur verið gagn-
rýndur fyrir að veita falska
von en það getur varla verið
því hann tekur skýrt fram
hver raunveruleg örlög
biðu barnanna.
Það voru margar fleiri
ágætismyndir á hinum dýr-
mætu viicum en þessar voru
helstar og vil ég að lokum
þakka hlutaðeigandi fyrir að
gefa kost á að sjá þær.
ÍBÍÓ
Alls eru sýndar ellefu
barnamyndir um
helgar í bíóunum í
Reykjavík en þar af eru
fímm teiknimyndir.
Þetta er dágott úrval
en af teiknimyndunum
er óhætt að mæla sér-
staklega með Litlu haf-
meyjunni fyrir börnin
en húr. er frábærlega
gerð eftir ævintýri H.C.
Ándersens. Þá er líka
gaman að teiknimynd-
inni Allir hundar fara
til himna.
Tvær ævintýramynd-
ir standa bömum til
boða. Önnur er Gustur
um vináttu hests og
arabadrengs en hin
Ævintýraeyjan sem
kannski höfðar frekar
til eldri krakka. Þá má
minna á að ennþá er
íslenska barna- og fjöt-
skyldumyndin Pappírs-
Pési sýnd í Regnbogan-
um og Aleinn heima er
enn sýnd um helgar.