Morgunblaðið - 28.04.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.04.1991, Blaðsíða 30
 ! <¥9R<I™LAÐ1Ð SAMSAFNIÐsUNNIIDAGIK ^-.flPfrÍL 49,91 ÆSKUMYNDIN... ERAF SIGURÐIGESTSSYNI, ÍSLANDSMEISTARA í VAXTARRÆKT Hann undi sér við smíðar daginn langan j „HANN var rólegt og gott barn og lét fátt trufla sig. Ef hann hafði spýtur til að smíða úr, þá gat hann dundað sér við það klukkustundum saman," segir Guðrún Sigurðardóttir, móðir Sigurðar Gests- sonar, íslandsmeistara í vaxtarrækt. Sigurður er Akureyringur í húð og hár. Hann fæddist á Akur- eyri 21. ágúst 1957 og eru foreldrar hans þau Gestur Hjaltason járnsmið- ur og kona hans, Guðrún Sigurðar- dóttir. Hann ólst upp á Ytri-Brek- kunni svokölluðu, á Byggðaveginum nánar tiltekíð og gekk í Oddeyrar- skólann. Skólagangan gekk vel og Gagnfræðaskóli Akureyrar tók við piltinum að bamaskólaárum loknum. } Þá lá leiðin beint inn í Iðnskóla Akur- eyrar enda var hann löngu fullviss um það hvert hugurinn stefndi. í dag er hann verkstjóri hjá DNG á Akur- eyri og rekur jafnframt einu alvöru vaxtarræktastöðina á Akureyri, að eigin sögn. Hún varð til árið 1988 og því má fullyrða að vaxtarræktin sé bæði áhugamál og vinna. Hann smíðar gjaman sjálfur æfingatæki vaxtarræktarmanna, bæði fyrir eigin stöð og annarra. „Eg ákvað það fyrir lifandi löngu að ég ætlaði út í vaxtarrækt. Þannig i var að ég var keppnismaður á skíðum á mínum yngri árum og var harðá- kveðinn í að þegar skíðaferlinum lyki skyldi ég fara út í líkamsrækt. Og nú er ég búinn að vera í þessu í tíu ár og hef aldrei svo mikið sem misst viku úr. Þetta er ofboðslegur sjálfs- agi og rosaleg vinna,“ segir Sigurð- ur. Árangurinn þakkar hann heilsu- samlegu líferni, en þess má geta að hann er bindindismaður á vín og tó- bak auk þess sem mataræðið má teljast harla gott, Fisk borðar hann a.m.k. fimm sinnum í viku og frá því að hann byijaði að æfa 1981 hefur hann innbyrt hvorki meira né minna en eitt og hálft tonn af skyri. Dagskammturinn mun vera hálft kg. Sigurður var frekar smávaxinn sem barn og er reyndar enn, rúmlega 170 cm á hæð. Hann var einbeitt, rólegt og gott bam, en lét ekki mik- ið snúa sér. Hann var aldrei fyrirferð- armikill, en dálítið kraftmikill á köfl- um og öll hans orka fór í íþróttir; skíði á veturna og fótbolta á sumrin. „Ég skal segja þér eitt. Hann átti það til að vera dálítið þrár,“ segir Guðrún. „Hann gerði helst ekkert nema það sem honum sjálfum datt í hug hveq'u sinni. Ef hann var beð- inn um að fara suður á andapoll með litla bróður sinn, þá settist minn á þvottahúströppurnar og beið þangað til sá litli var orðin uppgefinn á því að bíða og vildi fara að klæða sig úr útigallanum aftur.“ Á sumrin tók Sigurður virkan þátt í sveitastörfum á bænum Rauðuskriðu í Aðaldal hjá ömmu og afa og móðurbróður sínum. „Þar lærði ég að vinna og var sveit- in ágætis undirbúningur undir lífíð,“ segir hann. í sveitinni heilluðu vél- amar mest. Stutt var í veiðimanninn í honum líka og er enn og smíðin er eitthvað sem Sigurði hefur verið í blóð borið því hann getur vart hugs- að sér lífið án þeirrar sköpunargleði sem henni fylgir. „Ég fæ útrás við smíðarnar alveg eins og í vaxtar- ræktinni,“ Sigurður Gestsson Æskuvinurinn, Ingvar Þóroddsson lögfræðingur í Reykjavík, segist muna eftir ýmsum prakkarastrikum þar sem Sigurður átti hlut að máli þó prúður væri að eðlisfari. „Þegar við vorum 16 ára fómm við í skíða- ferðalag til Frakklands. Síðustu nótt- ina úti gistum við á hóteli í Lúxem- borg og þegar við emm komnir niður í gestamóttökuna morguninn eftir og emm að ferðbúast, gýs ekki þá allt í einu upp þessi líka fnykur og enginn vissi sitt ijúkandi ráð. Sigurð- ur Gestsson var að vonum sakleysið uppmálað, en ég vissi betur því ég hafði staðið við hlið hans þegar hann festi kaup á flösku einni fyrr í ferð- inni sem var þeim kostum búin að ef hún yrði brotin þá myndi þessi lykt gjósa upp. En sem betur fer fannst sökudólgurinn ekki í það skip- tið,“ ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Dætur Krúsjeffs íheimsókn * Ibyijun júlí 1964 komu hingað til lands tvær dætur Khrústsjovs, þáverandi forsætisráðherra Sov- étríkjanna. Þær komu hingað í boði Gylfa Þ. Gíslasonar menntamála- ráðherra og Guðlaugs Rósinkrans Þjóðleikhússtjóra, en eldri dóttirin, Júlía, var (og er kannski enn) gift Viktor Gontar, óperu- stjóra við Kiev-ballett- •inn, sem staddur var hér á landi um þær mundir. Yngri dóttirin, Elena, var hins vegar ólofuð á þessum tíma, lögfræðingur að mennt. Meðal þess sem stúlkurn- ar tóku sér fyrir hendur í íslands- ferðinni var heimsókn að Gljúfra- steini ásamt félögum úr Kievbal- lettnum og Elena kom síðan aftur til að fara á hestbak. Um það seg- ir frú Auður Sveinsdóttir Laxness í endurminningabók sinni Á Gljúfrasteini: „Elena, yngri dóttir Khrústsjovs, kom hingað einn morguninn að fá að fara á hestbak. Með í för var Gontar mágur hennar og túlkur þeirra Vladimir Jakup, norrænufræðingur. Meðreiðarfólk héðan voru þær Sigga og Duna og ungt skáld, Ernir Snorrason sem þá átti heima hér á næsta bæ. Elena virtist mjög alvörugefin stúlka, en lifnaði yfir henni um leið og hún reið af stað með krökkunum. í síð- degisboði rússneska sendiráðsins sem haldið var þessu fyrirfólki vildi Elena helst tala við Erni, Siggu og Dunu. Ég var eitthvað að reyna að tala við hana og spurði hvort hún hefði farið í Tívolí í Kaupmannahöfn. „Nei,“ sagði hún, „ég sá hann útum gluggann á Hotel Royal, þetta er bara skemmtigarður", og þegar ég sagði að hann væri einstæður í heiminum, svaraði hún ekki.“ Síðar í kaflanum segir frú Auður: „Einhvers staðar í þessu spjalli um gestina talar Halldór um hvað Nína kona Khrústsjovs hafi heillað fólk, og ég man eftir því úr blöðum að allsstað- ar þar sem hún kom þótti hún aðlað- andi. Við urðum því hissa hvað eldri dóttir Khrústsjovs af fyrra hjóna- bandi var hlýleg og aðlaðandi, en Elena dóttir Nínu daufgerð. Það gæti hafa stafað af veikindum því hún dó fáum árum síðar úr ókenni- legum sjúkdómi.“ Þessi mynd birtist á baksíðu Morgunblaðsins 8. júlí 1964 með eftirfar- andi myndatexta: Má ég kynna yður fyrir Blesa. Á myndinni sjást Nóbelsskáldið, Auður, kona hans, og Elena, dóttir Khrústsjovs. SUNNUNDAGSSPORTID. Karate Sjálfsvarnaríþróttin karate er talin vera upprunnin hjá munkum í Kína. Síðar barst íþróttin til Japans og þaðan víða um heim. Hér á landi eru milli eitt ogtvö þúsund manns sem æfa karate á hverju ári. Karl Gauti Hjaltason formaður Karatesambands íslands byij- aði 17 ára gamall að æfa karate. Hann er núna 31 árs og hefur kennt íþróttina víða um landið. „íslenskir krakkar þjást af agaleysi og karate er góð lausn á því, vegna þess að í karate er lögð mikil áhersla Fá aga,“ segir Karl Gauti. íþróttin virðist höfða fremur til pilta en stúlkna því þær síðarnefndu eru ekki nema um 20% félagS' manna. Karl Gauti telur að best sé að krakkar byiji að æfa níu til tíu ára gömul. „Á þeim aldri sést oft mikil framför á einu ári,“ segir hann. „Mér fannst þetta spennandi ‘ íþrótt,“ svarar Karl Gauti þeg- ar hann er inntur eftir ástæðu þess að karate , varð fyrir valinu hjá hon- um. „Ég hef alltaf fyrst og fremst litið / á karate sem góða (jÉjSÉt líkamsrækt, því í ’ ,' Iþessari íþrótt eru És allir vöðvar líkam- mm ans þjálfaðir og einnig liðamót. Karate hefur líka ávallt haft mikið félagslegt gildi fyrir mig.“ Karl Gauti segir að yngstu krakkarnir sem teknir séu inn á æfingar séu sjö ára og hjá þeim sé aginn ekki eins strangur og hjá hinum eldri. Að hans sögn er karate í mikilli uppsveiflu núna og aldursdreifingin meiri en áður. Þegar menn hafa æft karate í þijá mánuði undirrita þeir eið þess efnis að þeir muni ekki beita fyrir sig karate í slags- málum. Hins vegar er þeim leyfilegt að beijast ef á þá er ráðist, eða einsog Karl Gauti segir: „Eins og sá sem A 1 æfir lyftingar má ýta ' frá sér eða lyfta ' manni sem ræðst á hann, má sá sem stundar karate beijast á sinn hátt í sjálfs- vörn.“ ÞANNIG____ SNYRTIR Hrönn Hreiðars- dóttir hundinn sinn Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Hrönn snyrtir Kay á sex vikna fresti. Þá er hann klipptur, rakaður og baðaður. „Hundum líður svo ofboðslega vel á eftir,“ segir hún. Ég klippi og snyrti hann Kay á sex vikna fresti, enda er hann alltaf fínn,“ segir Hrönn Hreiðarsdóttir og horfir stolt á hundinn sinn, Kay. Kay er níu ára gamall poodlc-hundur sem er þekktur í Hólahverfinu í Breiðholti fyrir hversu vel klæddur og snyrtur hann er. Hrönn hefur á undanförnum árum cinnig tekið að sér að snyi*ta annarra manna hunda, hvort sem þeir eru blendingar eða hreinræktaðir. Poodle-hundar eru miklar kulda- skræfur og þess vegna klæði ég Kay alltaf þegar kalt er úti. Hann á fullt af peysum og káp- um,“ segir Hrönn. Hún segir að hundasnyrtingin taki um tvo klukk- utíma. „Eg byrja á að snyria hund- inn á fótunum, klippi klærnar og raka í kringum þær. Síðan snyrti ég afturhlutann og andlitið, og að lokum rófuna. Þá fer hundurinn í bað og ég þvæ hann með hunda- sjampói og næringu. Næst er hann þurrkaður með hárblásara og burst- aður um leið. Það er mikilvægt að bursta vel til að ná öllum flóka í burtu. Þegar hundurinn er orðinn þurr klippi ég aftur og raka þar sem þarf.“ Hrönn segir að ekki megi líða of langt milli þess sem hundar af þessari tegund eru snyrtir. „Þegar meira en þrír mánuðir líða á milli er kominn svo mikill flóki í þá að það er nánast ógerlegt að ná honum úr.“ Hrönn segist hafa byrjað að kynna sér hundasnyrtingu fyrir sex árum og nú er hún meðlimur í Fé- lagi hundaklippara í Danmörku. „Sumum finnst voða sætt að hafa poodle-hunda loðna og ósnyrta, en ég skil ekki hvernig fólki getur fundist það fallegt," segir Hrönn. Hún segir að hundarn- ir sem hún snyrtir séu yfirleitt al- veg rólegir meðan verið er að klippa þá og snurfusa. „Svo líður hundun- um svo ofboðslega vel á eftir,“ seg- ir hún sannfærandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.