Morgunblaðið - 28.04.1991, Page 5

Morgunblaðið - 28.04.1991, Page 5
Guðmundur Þorgeirsson yfirlæknir. Reykingar eru mjög mikill áhættuþáttur bæði hjá konum og körlum. er sjaldgæf í Japan en algeng hér og virðist kolesterólið vera beinn orsakavaldur. Þessi mismunur á þjóðunum byggist á mataræði. Sá mismunur sem fínnst milli ein- staklinga einhvers tiltekins þjóðfé- lags, t.d. hins íslenska ræðst fyrst og fremst af erfðum. Sumir virð- ast þola vel feitan mat án þess að hækka verulega í kólesteróli, en hjá öðrum hækkar það við slíka neyslu. Vissir erfðaeiginleikar virð- ast ráða því í hvorum hópnum maður lendir. Þetta þýðir að sjálf- sögðu ekki að maður geti ekki haft stórtæk áhrif á eigið kólester- ól með mataræði. Þar sem kólesterólið virðist skipta minna máli sem áhættuþátt- ur hjá konum eru líkur á því að þær deyi úr kransæðasjúkdómi mun lægri en hjá körlum." Konur með hjartaáfall - minni lífslíkur - Nú hefur komið fram í Banda- ríkjunum að konur sem fá krans- æðasjúkdóm og hjartaáfall hafa minni líkur á lifa áfallið af? „Já, nokkrar rannsóknir hafa leitt í ljós að fái konur kransæða- sjúkdóma þá eru lífslíkur þeirra lakari en karla og jafnframt er árangur við kransæðaaðgerðir lak- ari,“ svaraði Guðmundur. „Senni- lega er það vegna þess að þær hafa minni æðar, hjörtun eru minni og erfiðara er að eiga þar við grennri æðar.“ íslendingar eru í hópi þjóða með lengstar ævilíkur Guðmundur sagði að þótt krans- æðasjúkdómar væri okkar stærsta vandamál, þá megi ekki gleyma því að meðalævi hér á landi er mjög há. „Þjóðin er mjög heilbrigð og lifir að mörgu leyti heilbrigðu lífi. Lífsstíllinn er að breytasttil hins betra, fólk virðist vera farið að hugsa meira um að borða nær- ingarríkan mat og sneiða hjá því sem hefur minni hollustu. Það hugsar einnig um aðra heilsufars- þætti eins og hreyfingu og áhættu reykinga. Áhættuþættir krans- æðasjúkdóma skipta máli. Sömu áhættuþættir skipta máli hjá kon- um og körlum en vægi þeirra er misþungt." ammmmw HOl 'JA di & U Ði íKi r/ Upplýsinoai eru oft misvísandi í hinu flókna ferli kransæðasjúkdóma og áhættu- þátta skortir viðunandi skýringar á mikilvægum atriðum. Ymsar breytingar hafa orðið á matvæl- um, bæði á hráefninu og framleiðsluaðferðum, sem gæti haft áhrif á neytendur og þar með hjartastarf- semina. ar sem við höfum aðeins eitt hjarta, veldur það okkur áhyggjum verði starfsemi þess fyrir trufl- unum. Það lá því beint við að leita nánari upplýs- inga á breytingum á samsetningu á fitu og matarolíum á þessum tíma og áhrifum á hjartastarfsemina hjá dr. Sigmundi Guðbjarnasyni prófessor, en hann hefur um 30 ára skeið rannsakað starfsemi hjartans. Ég bað um skýringar á þessum oft misvísandi upp- lýsingum sem koma fram um fitu og fituneyslu og áhrifin á kransæðasjúkdóma? Sigmundur sagði að fitan og mataræðið virtist skipta miklu máli fyrir hjartastarfsemina, um það væru flest- ir sammála. Þegar neysla á dýrafitu í smjörlíki minnk- aði, komu jurtafeiti og jurtaolíur í staðinn. Með herslu á jurtaolíum og fískolíum eða lýsi til smjörlíkisgerðar, hafi komið fram mikið magn af svonefndum „trans“- fitusýrum, en þær eru ekki nýttar af vefjum líkamans á sama hátt og svokallaðar „cis“-fitusýrur sem eru náttúrulegar. Þessar „trans“-fitusýrur eru notaðar til orkuvinnslu á sama hátt og aðrar fitusýrur, en þær eru ekki notaðar sem byggingareiningar t.d. í frumu- himnur. Þrátt fyrir miklar rannsóknir eru menn ekki á einu máli um óhollustu þeirra. En hvað fítuna varðar þá hefur komið fram í rann- sóknum að aukin fituneysla eykur fitumagnið í hjart- anu sjálfu, en það gæti haft óheppileg áhrif á hjarta- starfsemina undir áreynslu og streitu. „Dýratilraunir geta gefið villandi upplýsingar," sagði Sigmundur. „Við þessar rannsóknir eru oft not- uð dýr t.d. kanínur og apar sem neyta ekki mikillar fítu, og eru auk þess jurtaætur og þola ekki fituríkt fæði. Einnig eru of ung dýr notuð til rannsókna á sjúk- dómum sem aðallega hrjá fólk á miðjum aldri eða eldra fólk. Rannsóknir sem byggja á fóðurtilraunum standa oft yfir í of skamman tíma, í nokkrar vikur í stað mánaða eða ára. Af þessum niðurstöðum eru síðan dregnar ályktanir og þær yfírfærðar yfir á manninn. Sigmundur Guðbjarnason; í rannsóknum kemur fram að aukin fituneysla eykur fitumagnið í hjart- anu - en það gæti haft óheppileg áhrif á hjarta- starfsemina undir áreynslu og streitu. Þarna er að finna ákveðna skýringu á því hvers vegna kenningar og síðan reynsla virðast ekki alltaf falla saman.“ Sigmundur benti á í sambandi við fækkun á krans- æðadauðsföllum eftir 1985, að lýsisneysla hefði aukist um helming hér á landi á árunum 1986-1988, en fitu- sýrur bæði í físki og lýsi eru taldar vera mjög heppileg- ar fyrir hjartað. um nautgripafituna, og var smjörlík- isframleiðslan háð takmörkunum á hráefni allt fram til aldamóta. Hersla á olíum gjörbreytir smjörlíksgerð Gjörbreyting varð á smjörlíkis- gerð árið 1902 þegar fundin var upp aðferð til að herða olíur. Sú uppfínn- ing opnaði framleiðendum mögu- leika á notkun hráefnis til smjörlíkis- gerðar frá hitabeltislöndum. Vestur- Evrópa þurfti á feiti að halda til framleiðslu á smjörlíki og sápu. Samkeppni var mikil á milli þessara iðngreina sem varð þess valdandi að báðar iðngreinamar þörfnuðust stöðugt meira hráefnis. Það örvaði uppbyggingu á fyrirtækjum til hrá- efnisöflunar í hitabeltinu að í Norð- ur-Ameríku og Vestur-Evrópu voru jafnhliða þróaðar nýjar vinnsluað- ferðir við pressun, hreinsun og herslu á olíum. Hráefni í jurtaolíur kom í upphafi að mestu leyti frá fjarlægum lönd- um. Kókoshnetur voru snemma not- aðar í olíur, þær hafa verið rækt- aðar og notaðar í hitabeltislöndum frá alda öðli. Kókoshnetuolía hafði verið seld til Evrópu frá 1820, í upphafi til sápugerðar, en eiginleikar olíunnar gerði það að verkum að hún hentaði vel bæði til sápugerðar og smjörlíkisframleiðslu. Pálmaolía kom upphaflega frá Vestur-Afríku, og síðar frá Suðvestur-Asíu. Jarð- hnetur koma upphaflega frá Suður- Ameríku. Jarðhnetuolían var eitt fyrsta jurtaolíuhráefnið sem gat uppfyllt vaxandi kröfur smjörlíki- siðnaðarins í Evrópu. Sojabaunir hafa verið ræktaðar í Kína frá ómuna tíð, þær hafa fremur lágt fituinnihald (um 18%). Kínveijar fluttu þær út til nágrannalanda en þær urðu þó ekki alþjóðaverslunar- vara fyrr en fyrsti farmurinn var flutturtil Evrópu árið 1908. Sólblóm koma upphaflega frá Norður-Amer- íku og hafa þau verið ræktuð víða. Jurtin var þróuð í Argentínu og hef- ur með rannsóknum verið kynbætt. Sólblóm hefur mikinn forða af ómettuðum fitusýrum. Aðrar jurtir sem notaðar hafa verið í jurtaolíur eru ólífur, rapefræ, linolía og fl. Smjörið var viðbit en smjörlíki notað til matargerðar í sögu „Margarine, an economic, social and scientific history, 1869- 1969“ segir, að í upphafi smjörlíkis- framleiðslu, þ.e. frá 1875 til 1913, hafi uppbygging iðnaðarins verið fremur hæg, en framleiðslan óx hratt eftir fyrri heimsstyijöldina. Framleiðsluaukning var þó háð mis- munandi aðstæðum í löndunum bæði stjórnmálalegum og efnahagslegum. Skattar á smjörlíki drógu úr fram- leiðslunni, en hátt verðlag á smjöri jók hana. Iðnaðurinn var einnig háð- ur stífum reglum hins opinbera í mörgum löndum. Á fyrstu árunum var smjörið notað sem viðbit á brauð, en smjörlíkið til matargerðar, steik- ingar og til baksturs. Neyslan jókst misjafnlega hratt í hinum ýmsu lönd- um og þar hafði verðlagning á smjöri og smjörlíki mikil áhrif. Hvalalýsið mikilvægt í smjörlíkisiðnaði Hráefni til margarins- eða smjör- liksframleiðslu, kom ekki aðeins úr olíuauðugum plöntum og búpeningi, fíta sjávardýra var einnig notuð til smjörlíkisgerðar, má þar nefna hval- alýsi, ýmsar tegundir búklýsis og lifrarlýsis sem notað er sem vítamín- gjafi. Eftirspurn eftir hvalalýsi tengist hvalveiðum hér í norðurhöfum á síð- ustu öld, en hvalveiðar urðu hér ábatasamur atvinnuvegur eftir að skutullinn var fundinn upp árið 1856. Hvalalýsið var í upphafi aðal- lega notað sem smurolía, til ljósa og eitthvað til sápugerð. Hvalalýsi til matargerðar virðist hafa verið takmörkunum háð á þessum tíma vegna þess að lýsið þótti fitusmit- andi og illa lyktandi. Þegar hvala- stofnum hafði verið nær eytt hér á norðurhveli um aldamótin, fluttust veiðarnar á suðurhvelið. Þar reyndist erfíðara að átta sig á ferðum dý- ranna og voru verksmiðjuskip fljót- lega notuð við hvalveiðar og vinnslu.' Það var á þessum verksmiðjuskipum sem þróuð var betri tækni til að gera hvalalýsið hæfara í matvæla- framleiðsluna. Hvalalýsið var notuð til smjörlík- isgerðar fram til 1950, er veiðum var hætt m.a. vegna þrýstings frá umhverfiverndarsinnum sem þá þeg- ar vöruðu við útrýmingu hvala- stofna. Fiskiolíur notaðar til smj örlíkisgerðar Fiskiolíur og lýsi hafa verið not- aðar til smjörlíkisgerðar í fjölmörg- um löndum eins og Japan, Norður- löndum og Bretlandi og jókst fram- boð þeirra til muna upp úr 1960. Um 1950 koma á heimsmarkað nýj- ar olíur til smjörlíkisgerðar, aðallega fískiolíur eða búklýsi, sem unnin er úr físki eins og síld, sardínum, ans- jósum og á síðari árum loðnu. Þetta lýsi kemur aðallega frá íslandi og öðrum Norðurlöndum, Perú og suð- urhluta Afríku. Þetta lýsi er hert og má finna það hér í flestum mörgum tegundum smjörlíkis. Bandaríkjamenn hefja framleiðslu á snyörlíki eingöngu úr jurtaolíum Þróun í smjörlíkisiðnaði hefur fylgt efnahagsaðstæðum í fram- leiðslulöndunum. Á kreppuárunum fara Bandaríkjamenn að nota ein- göngu jurtaolíur í smjörlíkið. Oleo- olían (dýrafítan) hverfur þar sem hráefni í smjörlíkisframleiðslu. Lin- olía (bómullarolía) og sojaolía, sem voru innlent hráefni, komu í stað innfluttrar kókoshnetuolíu og pálmaolíu. Það er athyglisvert að á þessum tíma verður aukning þar í landi á hjartasjúkdómum. Neysla á smjörlíki jókst hratt í Bandaríkjunum, Hollandi, Þýska- landi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi og í öðrum löndum, og með tilkomu jurtaolíu og bættum gæðum smjör- líkisins varð smjörlíkið smá saman á borðum fólks úr öllum stéttum. Eftir því sem þróunin og velmegun var meiri í iðnríkjunum jókst smjör- líkisneysla úr 30 í 60 prósent af heildar fituneyslunni. Kom þar til heilsuvakning, breytt mataræði, gæði framleiðslunnar, umbúðir og pökkun, auglýsingar og fl. Ný þróun í smjörlíkisiðnaði verður um 1950 Um 1950 var upphaf nýrrar þró- unar í smjörlíkisiðnaðinum sem byggði á notkun á mismunandi jurtaolíum sem hráefni fyrir iðnað- inn. Þróunin hafði verið mun hægari í sumum Evrópulöndum en öðrum, vegna þess að lönd sem byggðu af- komu sína á landbúnaði og smjör- framleiðslu lögðu hömlur á iðnaðinn. í Hollandi var t.d. skylt að bæta smjöri í smjörlíkið á árunum 1931-37. Framleiðslan var öll undir opinberu eftirliti stjórnvalda bæði í Hollandi og Bretlandi en þeir létu fyrstir þjóða vítamínbæta smjörlíkið um 1940. Aðrar þjóðir tóku það upp um 1950. Jurtaolíur er ekki hægt að nota í smjörlíki nema hertar. Um 1950 þróuðu vísindamenn nýjar og full- komnari aðferðir við herslu á olíunni, (Hydro refming). Sojaolían reyndist mjög heppilegt hráefnið vegna þess að hægt var að vinna hana á auð- veldari og ódýrari hátt en aðrar ol- íur. Um 1960 var farið að huga betur að heilbrigðisþættinum þ.e. vinnsluaðferðum sem ekki voru fítu- sýrunum skaðlegar. I sögu smjörlíkisins kemur fram, að margs konar fíta og olíur hafa verið notaðar til smjörlíkisgerðar í gegnum árin og jafnhliða hefur framleiðslan farið í gegnum mörg þróunarstig. Það leiðir hugann að því, hvort einhveijar breytingar hafi orðið á framleiðsluferlinum sem gæti hafa haft áhrif á á hráefnið, þ.e. samsetningu fitunnar og þá um leið á myndun kransæðasjúkdóma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.