Morgunblaðið - 28.04.1991, Page 11

Morgunblaðið - 28.04.1991, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRIL 1991 -C 11 Pétur Kristjánsson sá ég margar af helstu hetjunum t.a.m. John Mayall og Frank Zappa. í London var ég á tónleikum á hveiju einasta kvöldi. Þá var ég fimmtán ára og sá Spooky Tooth, Vanilla Fudge frá Bandaríkjunum, Traffic, Flowerpot Men og fleiri sveitir. Ég náði tónleikum um átta til tíu, en fór síðan á klúbb um kvöldið. Eitt sinn elti ég Small Fac- es í úthverfi London og kom ég heim á hótelið um þijúleytið um nóttina. Þegar þessu ævintýri lauk fór ég á Núpsskóla mettur og með bítlið beint í æð. Ég fór með lítið útvarpstæki á skólann og hlustaði á Radio Luxemburg til að fylgjast með og var í bandi í skólanum sem hét Lords. Ég náði að vinna mig upp í fyrstu einkunn um veturinn 1967—68, en vorið 1968 kom ég í bæinn sjúkur í að fara að spila. Eg talaði við Bigga Hrafns, sem þá var hættur í Pops. Ég þurfti að fara til mömmu hans og telja hana á að leyfa honum að byija aftur, því hún var þá alveg á móti því. Ég gat loks talið hana á að leyfa honum og svo hann á að byija aftur og við fengum til liðs við okkur Ólaf Sigurðsson trommara og Benedikt Torfason, bróður Harðar Torfa. Við héldum nafninu Pops og spiluðum mikið í Búðinni um sumarið. Okkur var borðið að spila í Þórsmörk um verslunarmannahelgina, sem var mikil upphefð, því þar áttu allar helstu sveitir landsins að spila. Þangað komu menn af Vellinum og þeir réðu okkur á staðnum til að spila öll föstudagskvöld næsta mánuð á Vellinum. Við spiluðum þar allan veturinn 1968—69, á hveiju föstudagskvöldi, þá fimmt- án-sextán ára. Það urðu manna- breytingar hjá okkur um veturinn og Björgvin Gíslason bættist við, sem hleypti nýju lífi í sveitina. Um vorið varð sprenging í rokkheimin- um og Trúbrot byija, Ævintýri og Náttúra. Bjögga var boðið í Náttúru sem hann þáði auðvitað og Birgir fór í Ævintýri stuttu á eftir Bjögga. Við héldum samt ótrauðir áfram sumarið 1969, spiluðum allan þann vetur og vorum orðnir ansi góðir, spiluðum í sjónvarpinu og víðar. Trúbrot, Náttúra og Ævintýri voru í fyrstu deildinni, en flestir töldu Pops efnilegustu sveitina. Þá var mér boðin söngvarastaðan í Nátt- úru. Pops var mín hljómsveit í öll þessi ár og það var erfitt að hætta. Náttúra var þó aðal hljómsveitin og mikið í aðsigi. Ég hugsaði mig lengi um og ákvað svo að slá til og ákvað um leið að hætta í_ skóla og helga mig tónlistinni. Ég sá ekki á eftir því næstu tvö ár voru skemmtileg og lærdómsrík enda var mikið að gerast í Náttúru á þessum árum.“ Pétur hætti í Náttúru um ára- mótin 1971/72, enda þótti honum tónlistin vera full framúrstefnuleg, „mig var farið að langa að spila kraftmeiri tónlist." Það var því kominn tími til að breyta til og Pétur stofnaði Svanfríði með Bigga Hrafns og Sigurði trommara, sem fannst þeir vera að spila eintómt tyggjópopp, og Gunnari Hermanns- syni. „Við þóttum villtir og urðum strax vinsælir og 1972 spiluðum við 265 sinnum. Þrátt fyrir annir gáfum við okkur tíma til að taka upp plötu á 36 tímum í London um sumarið." Svanfríður starfaði fram á vor 1973 og í restina gaf sveitin út smáskífu með Jibbí jei og Kalla kvennagulli. „Það var gert sem brandari, en við heyrðum þessi lög hjá Gylfa Ægis þegar við vorum veðurtepptir í Eyjum í viku og ákváðum að gefa þau út. Platan mokseldist, var tíu vikur í efsta sæti á Tíu á toppnum og 3.000 ein- tök seldust upp á þrem vikum. Þetta var fyrirrennari gleðipoppsins." Vorið 1973 leystist Svanfríður upp, þegar Biggi og Siggi ákváðu að verða heimsfrægir með Change. Úr varð að Pétur og Björgvin, sem var við það að ganga í sveitina skömmu áður, ákváðu að stofna nýja sveit og nefndu hana Pelican. Pelican var fljótt vinsælasta rokk- sveit landsins. í mars 1974 var haldið til Bandaríkjanna að taka upp breiðskífuna Uppteknir, sem kom út um haustið. „Þegar platan kom út vorum við með tónleika í Stapa og veldið var svo mikið á okkur að við vorum með tvær heil- síðuauglýsingar í lit í Mogganum; aðra til að auglýsa plötuna og hina tónleikana. Það var byijað að selja miða á Stapaballið kl. hálf níu og kl. níu var orðið uppselt, 700 miðar farnir. Platan seldust rosalega vel og einhverntímann heyrði ég að það hefðu verið framleidd 11.000 ein- tök, plata og kassetta, og það seld- ist allt upp.“ Það var því eðlilegt framhald að sveitin gerði aðra plötu og í janúar 1975 fóru sveitarmenn aftur til Bandaríkjanna. Eigendur Shaggy Dog Studios, þar sem við tókum upp fyrstu plötuna, höfðu trú á okkur, því þeir buðust til að tryggja okkur sölu á 5.000 eintök- um á Austurströndinni. Það stóð reyndar ekki og þurfti málaferli til að greiða úr því, en við treystum þó á það og gáfum okkur því góðan tíma og vorum úti í fimm vikur. Þessi tími var kallaður fimm milljón króna sukkið. Við spiluðum víða á þeim tíma og lokatónleikarnir voru stórtónleikar í háskólabæ, þar sem farið var með okkur sem stjörnur. Þetta var það næsta sem ég komst heimsfrægðinni.“ Eftir að sveitin kom heim voru sveitarmenn flestir komnir á bragð- ið með heimsfrægðina og vildu leggja áherslu á að komast á mark- að ytra. „Ég lagði hinsvegar áherslu á að við þyrftum að sinna aðdáend- unum og vildi að við æfðum upp ný lög til að bæta í dagskrána til að geta sinnt heimamarkaði." Svo fór að Pétur var rekinn úr sveitinni og þótti meira lagi fréttnæmt. Hann var þó ekki af baki dottinn og dag- inn eftir var hann byijaður að æfa með nýrri hljómsveit, Paradís. Para- dís gerði út á heimamarkað og varð vel ágengt í samkeppninni við Pelic- an „sem við kaffærðum einn, tveir og þrír“ og Júdas. Með Pétri í Para- dís voru ungir tónlistarmenn, en með tímanum fóru að tínast inn í sveitina gamlir samheijar, því Björgvin og Ásgeir Óskarsson, sem voru áður í Pelican, gengu í sveitina í byijun árs 1976 og þannig skipuð varð sveitin vinsælasta poppsveit landsins það árið og fram á vetur 1977, að sveitin breyttist í grund- vallaratriðum og ný sveit, Póker, var stofnuð. „Hér var þá staddur upptöku- stjórinn Geoff Calver sem heyrði í okkur og vildi ólmur fá að taka upp með okkur þijú lög. Það varð og hann bætti síðan á það blæstri og strengjum, en ekkert gerðist frekar og það kvarnaðist úr sveitinni í kjöl- farið. í febrúar 1978 kom vinur Björgvins okkur í samband við tvo lögfræðinga í New Orleans, sem leist afskaplega vel á það sem við vorum að gera. Á endanum buðu þeir okkur samning sem tryggði okkur milljón dala tekjur á þremur árum, 300.000 dali fyrsta og annað árið og 400.000 þriðja árið. Á end- anum fengum við samninginn und- irritaðan af þeirra hálfu um haustið og aðeins vantaði okkar undir- skrift, en á síðustu stundu vildi Jói Helga ekki vera með og þar fór það; hálfs árs vinna í vaskinn.“ Póker fór þó utan til að spila án Jóa Helga, og dvaldist ytra í nokkr- ar vikur. Síðan var haldið heim, en Pétur var búinn að fá nóg í bili. „Ég hætti þessu og fór að vinna í piötubúð hjá Skífunni. Þar var ég í hálft ár, en byijaði þá hjá Stein- um, hálfan dag á skrifstofunni, en hálfan daginn var ég verslunastjóri hjá Steinum í Glæsibæ. Tónlistin varð að aukastarfi og þó ég hafí spilað með nokkrum sveitum síðar, þá var það bara hobbí. Til að mynda varð til rokksveitin Start um ára- mótin 1979—80, þegar þeir Jón Ólafsson, Sigurgeir Sigmundsson og Eiríkur Hauksson fengu mig með sér í sveit, sem síðan spilaði víða næstu fjögur árin, að Eiríkur hætti vorið 1983. Þá ákvað Steinar Berg ísleifsson að flytja til Eng- lands, vegna Mezzoforte og réð mig til að taka við hér heima. Þá hafði ég ekki lengur tíma í hobbíið." Hjá Steinari starfaði Pétur fram að áramótum 1988—89, að hann fór yfír til Skífunnar eftir rúmra níu ára starf hjá Steinari. „Það var komin viss þreyta í samstarfíð hjá Steinari, Jónatan Garðarssyni og mér eftir allan þennan tíma, en við stýrðum útgáfunni í sameiningu. Þá var mér var boðið að stýra al- gjörlega útgáfunni hjá Skífunni, sem mér fannst spennandi." Stuttu eftir síðustu áramót ákvað hann svo að stofna eigin fyrirtæki, til að sinna útgáfumálum ytra, en í því er mikil gróska. Fyrirtækið nefndi hann p.s. músík og er þegar orðinn umboðsaðili fyrir helstu lagasmiði landsins, Gunnar Þórðarson, Magn- ús Eiríksson, Bubba Morthens, Jó- hann Helgason, Eyjólf Kristjánsson og fleiri. Eg réð mér sjálfur á með- an ég var í hljómsveitabransanum en gerðist svo launþegi í ellefu ár. Þegar svo vantaði fyrirtæki hér á landi sem gæti sinnt höfundaréttar- sölu til útlanda sá ég að það var að duga eða drepast." Til viðbótar við höfundaréttarmál mun p.s. músík gefa út plötur og væntanlegar eru plötur með Eyjólfi Kristjánssyni, Rocky Horror-söng- leiknum, og KK blúsbandinu. „Það græðir enginn á útgáfu hér heima, eins og flestir vita, en nánast allt sem ég er að gefa út er hugsað fyrir erlendan markað." Þriðji þátt-_ urinn í starfsemi fyrirtækisins er svo að p.s. músík sinnir útgáfu Steina hf. ytra, en Steinar og p.s. músík hafa fengið álitlegt tilboð um útgáfu á Norðurlöndunum. „Gott dæmi um það sem ég er að gera er lagið um Nínu eftir Eyjólf, en strax og það hafði sigrað í söngva- keppninni ákváðum við Eyjólfur að taka það upp á íslensku og ensku. Síðan sendi ég lagið til fyrirtækja víða í Evrópu og fékk góðar undir- tektir; síminn þagnaði ekki. Sum smáfyrirtæki vildu gefa út plötu með Eyjólfi sjálfum, en að vel ígrun- duðu máli ákvað ég að taka tilboði Warner-Chapell samsteypunnar, sem mun annast höfundarrétt lags- ins um heim allan, en það er það stöndugt fjölþjóðafyrirtæki og stórt að það tryggir að lagið verður gef- ið út sem víðast." í annað, Pétur. Þú ert búinn að vera að fást við tónlist í þijátíu ár, og reyndar hefur tónlistin fylgt þér lengur, ertu ekkert farinn að fá leið? „Ég held að tónlistin eigi eftir að fylgja mér það sem eftir er. Ég sé mig fyrir mér í tónlistarstússi um sjötugt. Ég get sagt þér til gamans að maðurinn sem samdi við mig fyrir hönd Warner-Chapp- els er 65 ára þannig að það er ekk- ert því til fyrirstöðu að ég verði forfallinn þungarokksáhugamaður, á fullu á grafarbakkanum. Ein- hvernveginn kom aldrei neitt annað til greina en tónlistin; þetta er eitt- hvað í blóðinu." Að lokum Pétur, langar þig aldr- ei til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og fara að syngja aftur? „Það þarf töluvert til ef halda á úti góðri hljómsveit, og ég hef ekki nennt að vera að spila með ein- hveiju dansbandi. Ég gæti þó vel hugsað mér að starfa með ein- hverri góðri sveit í nokkra mánuði og jafnvel gera plötu, en ég er orð- inn of gamall til að standa í sliku til langs tíma. Kanski sendi ég frá mér plötu fyrir fertugt." Omega-3 duft Omega Dry n-3 Nú á íslandi Færð þú nóg af fjölómettuðum omega-3 fitusýrum sem eru líkamanum lífsnauðsynlegar? Borðar þú lítið af fiski? Ef svo er þá höfum við ráð við því. Omega Dry n-3, sem inniheldur 30% omega-3, er nú fáanlegt í duft- og pilluformi. Bæta má Omega Dry n-3 í matvæli, t.d. brauð (Omega brauð), kökur og annan kommat, ungbamamat, jógúrt, súrmjólk, kjötbollur, súpuduft, pizzur o.fl. Bættu einum skammti af Omega Dry n-3 í jógúrtina og þú færð dagskammt af omega-3 fitusýmm og því fylgir ekkert auka- né eftirbragð. Fæst í apótekum og heilsuvömbúðum. Fiskafurðir hf„ Skipholti 17, 105 Reykjavík, Sími: 91-672280

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.