Morgunblaðið - 28.04.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. AERÍL 1991
C 15
sex til átta milljónir íslenskra króna.
Landbúnaður er helsti atvinnu-
vegurinn og setti Carol upp pening-
asvip þegar hún sagði frá bændum
landsins. Skildist okkur að budda
þeirra væri þung í vasa. Ferðaþjón-
usta er önnur helsta atvinnugreinin,
„þótt aldrei sjáist ferðamaður" eins
og einn írinn sagði seinna, og h
átækniiðnaður kemur þar á eftir.
Kaupmaðurinn
í gamla daga sigldu menn skút-
unum sínum inn í Cork. Áin Lee
rennur eftir borginni sem er á suð-
urströndinni, næststærsta borg ír-
lands, og við mynni hennar stendur
Blackrock-kastali. Borgin er ákaf-
lega skemmtileg, byggð á hæðum
og á einni þeirra stendur háskólinn
þrjú hundruð ára gamall og minnir
á Oxfordháskólann. Borgin er yfir-
full af gamaldags krám og litlum
skrýtnum búðum og þama hefði ég
getað fengið alfatnað á mig og
mína fyrir helminginn af því sem
hann kostar heima.
í einni búðinni hitti ég Paddy,
hávaxinn eldri mann sem rekur
verslun með gömlum og nýjum hlut-
um í bland, en veit ekki sjálfur
hvað er nýtt og hvað gamalt.
— Ér þetta gömul kaffikvörn?
spurði ég og benti á rykfallinn
kassa.
„Ha? Gömul?“ sagði hann og blés
af henni, ,já, já, allt voða gamalt,
hvaðan kemur þú?“
— Frá íslandi.
„Vinur minn sem fór til Islands
sagði að konurnar drykkju viský
eins og svampar.“
— Það er haugalygi.
„Nei, það er alveg satt. En hvaða
mál talið þið?“
— íslensku, en langar ykkur
ekki að halda í írskuna ykkar?
„Jú, eitt sinn töluðum við írsku.
En það fór í taugarnar á Englend-
ingum og þeir skám tunguna úr
þeim sem það gerðu.“
Mig grunaði að Paddy Cashell
væri nú eitthvað að ýkja, en smám
saman komst ég að því að þótt langt
sé um liðið síðan írar endurheimtu
sjálfstæði sitt frá Englendingum,
hafa þeir engu gleymt. I átta hundr-
uð ár máttu þeir lúta yfirstjórn
þeirra, eða allt til ársins 1921.
Bæði enska og írska, eða gelíska,
eru opinber mál á Irlandi, en þó eru
ekki nema 150 þúsund manns sem
enn tala gelísku, flest eldra fólk sem
býr á eyjum undan vesturströnd-
inni.
Gelar komu til írlands á 4. öld
fyrir Krist og stofnuðu mörg smá
konungdæmi. Á 5. öld f.Kr. vom
flestir írar orðnir kristnir og á ír-
landi urðu fjölmörg klaustur og
menningarsetur til. Víkingamir
heijuðu á landið á 9. og 10. öld og
geta íslendingar þakkað þeim írska
blóðið sitt af O-flokki og sennilega
málgleðina líka.
írar vom sífellt að gera uppreisn-
ir gegn Bretum, allt fram á 20.
öld, og hvað eftir annað geisuðu
blóðugar styijaldir þegar þeir börð-
ust gegn yfirráðum þeirra, svo og
fyrir kaþólskri trú sinni.
írar voru leiguliðar í eigin landi
en aldrei var um neina hlýðni að
ræða af þeirra hálfu gagnvart Bret-
um. Þeir hefðu betur farið að eins
og við íslendingar þegar Danir
sendu okkur maðkað rnjöl, tekið því
með þögn og rölugangi. Þá hefðu
þeir kannski ekki misst tungu sína,
bæði 5 eiginlegri og óeiginlegri
merkingu.
Ströndin
Algengasta karlmannsnafnið á
írlandi er Paddy, og það var Paddy
Mulcahy sem brunaði með okkur
milli þorpa í litlu rútunni sinni og
sagði okkur sögu landsins. Hann
ók auðvitað vinstra megin og í
hveiju þorpi fékk ég taugaáfall því
mér fannst hann alltaf vaða á móti
umferðinni. Annars er miklu minni
umferð á írlandi en íslandi, kannski
ferðast þeir meira með lestum eða
eru ekki með bíladellu eins og við.
Þorpsbúar tíndust á krárnar, ungir menn og stúlkur, gamlir menn með hunda
og konur með börn í burðarrúmum.
Stúlkurnar eru líka með þessa höku, laglegar og lausar við stresshrukkuna.
Paddy Mulcahy í Cork:
MXSÆ EKKl DM TRÍM4L
FLESTIR írar eru kaþólskir eða um 95% þeirra, og svo er einnig
rnn Paddy Mulcahy. Þegar hann var drengur bjó hann skammt frá
kirkju mótmælenda sem var ekki heppilegt, því ef þeir strákarnir
voru að leika sér í götunni urðu þeir að gæta þess að líta aldrei inn
í kirkjuna þá arna. Það þótti hin mesta synd og kallaði á skriftir
þjá klerki.
Samband kaþólskra og mótmæl-
enda á írlandi hefur breyst
mikið síðan ég var drengur," segir
Paddy, „Við störfum nú samán i
hinu mesta bróðemi og hér í Cork
til dæmis tökum við kaþólikkar
þátt í viðgerðarkostnaði á kirkju
mótmælenda sem er ein hin feg-
ursta í bænum.“
Paddy er fæddur og uppalinn í
Cork, giftur, þriggja bama faðir
og fer í kirkju á hveijum laugar-
degi klukkan sex. Síðustu sjö árin
hefur hann unnið hjá írskri ferða-
skrifstofu sem fararstjóri. Paddy
er manna fróðastur um lancl og
sögu írlands og sameining írska
lýðveldisins og Norður-írlands er ingana i eigin þágu en varpar af
ofarlega í huga hans eins og flestra og til sprengjum í Lundúnaborg
íra. svo að menn trúi að þeir séu að
„Útlendingar álíta oft að írar beijast fyrir málstaðinn.
eigi í eilífum trúarbragðastyijöld- Flestir af þessum 200 mönnum
um, en deilumar á Norður-lrlandi írska lýðveldishersins eru kaþól-
snúast aðeins að hluta um trúmál. skir, en kirkjan hefur fyrir löngu
í raun em það aðeins um 200 úthýst þeim. írar hafa margbeðið
manns sem valda óeirðunum í Belf- Bandaríkjamenn að láta af þessum
ast og að baki aðgerðum þeirra peningasendingum, en þeir ekki
em fjárhagslegir hagsmunir en sinnt því. IRA er rekinn eins og
ekki hugsjón um sameinað írland,“ mafían, það er mikil illska íþessum
segir Paddy. mönnum og við írar líðum fyrir
Upphaflega var þaö þannig að það þegar IRA varpar sprengjum
mótmælendur og Bretar bjuggu á á saklausa borgara.
Norður-írlandi og áttu kaþólikkar Það kostar bresku þjóðina 800
þar erfíttt uppdráttar, meðal ann- milljónir punda á ári að halda úti
ars í sambandi við vinnu. Þegar Norður-írlandi. Þeir fæm á morg-
Martin Luther King fór að beijast un ef þeir gætu, en svo lengi sem
fyrir jafnrétti í lok sjöunda áratug- fólkið vill breska stjóm þá verða
arins í Bandaríkjunum hófu kaþó- þeir áfram. Á Norður-írlandi er
likkar á írlandi að beijast fyrir allt ódýrara, bæði daglegar nauð-
rétti sínum. synjar og félagsleg þjónusta og
í Bandaríkjunum eru um 45 því ekki furða þótt Norður-írar
milljónir manna af írsku bergi vilji hafa Breta áfram.
brotnir og menn úr þeim hópi Ég vil sameinað írland ef meiri-
senda Qámiagn til IRA í þeirri trú hlutinn vill það, en ég hef ekki þá
að verið sé að beijast fyrir samein- trú að kynslóð mín eigi eftir að
uðu írlandi. IRA notar síðan pen- lifa þann dag.“
i
Við þutum fram hjá tæmm ám
og grænum golfvöllum og ég hugs-
aði með mér að eins gott væri að
hleypa ekki íslenskum golfsjúkling-
um hingað, hvað þá heldur laxveiði-
mönnum, maður fengi þá ekki til
baka aftur.
Ströndin er ákaflega rómantísk
og kallar á ýmsar hugrenningar.
Ég mundi strax eftir bíómynd þar
sem ungur írskur kennari varð hrif-
inn af póstafgreiðslustúlku þorps-
ins, einrænni og dularfullri og svo
stóðu þau saman á ströndinni með
hafgoluna í þykku hárinu og tárin
í augunum. Mig minnir að þau hafi
gifst í lokin. Allavega hætti hún á
pósthúsinu.
Þetta dramatíska andrúmsloft
við suðurströndina hafði þó sína
skýringu. Fyrir nær 150 árum stóðu
írar á þessum stað og horfðu á
eftir ættingjum sínum sigla yfir
hafið. Hungursneyð af völdum kart-
öflumyglu á árunum 1846 til 1851
varð til þess að fjórar milljónir íra
fluttust til Bandaríkjanna og
Kanada. Fyrir landflóttann höfðu
íbúar verið 6,5 milljónir.
Það var því kartöflum að þakka
að Kennedyættin náði völdum vest-
an hafs en ekki á írlandi. En Paddy
sagði okkur, að við höfnina í Cobh
og á svæðinu í kring hefðu stöðug
harmakvein heyrst þegar mæður
og feður sáu á eftir sonum og dætr-
um ti! Vesturheims. Staðurinn er
nefndur „Harmastaður" og enn ér
loftið þar magnað. Maður segir að
minnsta kosti ekki mikið þama, ein-
hverra hluta vegna.
Þorpið
Fyrir tuttugu árum kom ungur
Frakki frá Bretagneskaga til þorgs-
ins Baltimore á suðvesturströnd ír-
lands og ætlaði að dvelja þar í einn.
dag. Hann er ekki enn farinn. Hvað
olli seinagangi Youen Jacob er ekki
alveg vitað, en hann opnaði fransk-
an veitingastað í þorpinu sem nú'
er rómaður fyrir sjávarrétti og góð
frönsk vín.
Youen bauð íslensku sölumönn-
unum upp á glas af víni og meðan
við stóðum þarna gónandi í allar
áttir og hummandi yfír húsnæðinu
spurði ein úr hópnum hvort hann
spilaði kannski á píanóið fyrir mat-
argesti?
Youen sagðist stundum gera það
en þá aðallega við jarðafarir. „Ég
skaut nefnilega píanóleikarann,"
sagði hann grafalvarlegur.
Eg trúði auðvitað manninum og
smeygði mér út, en komst að því
síðar að setning sem þessi er dæmi-
gerð á írlandi. Útlendingar halda
að alltaf sé verið að skjóta menn á
írlandi, og því skyldu þeir ekki
stríða þeim örlítið?
Ég held að hljóðin í Baltimore
hafi dáleitt Youen hinn franska.
Fáir voru á ferli eftir hádegi á þess-
um laugardegi, flestir sennilega
fleygt sér eftir miðdagsmatinn og
vindurinn af hafinu lék óáreittur á
hljóðfæri sín. Ein aðalgata með
hlöðnum steinveggjum lá eftir þorp-
inu, kastalarústir voru á lítilli hæð
og kirkja neðar við sjóinn. Gömlu
krárnar við höfnina voru opnar og
við eina skútuna stóð kona sem
reyndi að hemja pils sitt í blæstrin-
um. Þögn ríkti í þorpinu, en skyndi-
lega fór allt af stað. Kaðlar slógust
í möstrin, kráarskilti skelltust,
gluggahlerar hriktu og krákur
flugu gargandi upp.
Mér varð ekki um sel og hljóp
upp í þorpið. Gamall Lassýhundur
sem legið hafði á kirkjuþrepinu
brölti á lappir og lúsaðist á eftir
mér. Haldið að hann ætti að hlaupa
eins og hinir.
Þremur mönnum mætti ég á
þessu rölti um þorpið, gömlum
manni með hund, garðyrkjumanni
og ungum pilti í köflóttum jakka,
og allir heilsuðu þeir mér að fyrra
bragði. Mér leið eins og frænku
þeirra að vestan.
Um kaffíleytið fóru þorpsbúar
að tínast á krárnar, ungir menn og
stúlkur, gamlir menn með hunda,
konur með börn í burðarrúmum,
og nokkrir sumarhúsaeigendur sem
sögðu okkur endilega að koma með
íslendinga til þorpsins. Maður not-
aði auðvitað hvert tækifæri til að
auglýsa ísland og hélt ég stuttan
fyrirlestur um skyldleika þjóðanna
með tilliti til blóðflokka. Horfðu þá
hinir grænklæddu írar á fyrirlesar-
ann, brostu þessu írska hökubrosi
og sögðu „Welcome sister“. Mikið
voru mennirnir huggulegir. Svo
vorum við kvödd með handabandi.
Kastalinn
Ungar stúlkur heima höfðu sagt
mér að írar væru laglegir, einkum
strákarnir í írsku hljómsveitinni U2.
Ekki rakst maður á þá kappa en
eitthvað er nú rétt í þessu með útlit-
ið. Það fallegasta við Ira eru aug-
un, „írsku augun mjúku“ eins og
írska skáldið George Moore segir
einhvers staðar. Einkennandi er líka
lítill munnur og framstæð haka sem
gerir þá eitthvað svo uppreisnar-
gjarna í framan. Stúlkurnar eru líka
með þessa höku, laglegar og lausar
við stresshrukkuna sem algeng er
á þreyttum dætrum Austurstrætis,
enda skildist mér á öllu að írskir
karlmenn væru einstaklega góðir
við kvenfólkið.
Á írlandi hafa margir herragarð-
ar verið gerðir að hótelum og kast-
alar að veitingastöðum. Við borðuð-
um dýrindis máltíð í einum kast-
alanum eitt kvöldið, „Black Rock
Castle", og það var sama sagan þar
og annars staðar, menn heimilisleg-
ir og skrafhreifir. Kastalaeigandinn
sjálfur Thomast McCarty gekk milli
gesta og spurði okkur meðal annars
hvernig okkur fyndist lambakjötið?
Við sögðum honum auðvitað að
við á íslandi værum með besta
lambakjöt í heimi, en hann hélt nú
ekki, vildi ekki hlusta á slíkt bull
og hótaði að henda okkur í dýfliss-
una ef við segðum ekki að írar
væru með besta kjötið. Þótti okkur
þetta fyndið mjög og hlógum hátt,
en gamanið kárnaði þegar hann
sendi Tony þjóninn sinn í gömlum
riddaraherklæðum til að handtaka
okkur.
Hann sagði okkur hins vegar eitt
og annað um írsku fjölskylduna og
m.a. það að hún væri í fyrsta sæti
hjá írum. „Fjölskyldutengsl eru gíf-
urlega sterk og það er sagt að írski
karlmaðurinn yfirgefi aldrei móður
sína,“ sagði hann.
Ég sagðist auðvitað sáröfunda
írsku eiginkonurnar, en ekki var
þetta allt búið því McCarty hélt
áfram og sagði: „Menntun kvenna
er á háu stigi hér á írlandi, en þótt
þær verði vísindamenn, læknar eða
lögfræðingar þá hætta þær oftast
að vinna úti þegar þær eignast
böm. Það er enginn sem biður þær
um það, þær viljá þetta sjálfar."
Þá vildum við ekki ræða meira
um konur, en snerum okkur að
kránum sem virðast áberandi í írsku
samfélagi og eru oft sjö í 250
manna þorpi. Hann sagði að írar
færu ekki á krárnar til að drekka
Guinnesbjórinn sinn eingöngu,
heldur til að spjalla við náungann.
„Við þurfum að rækta vini og ná-
granna ekki síður en fjölskylduna,"
sagði McCarty kastalaeigandi og
kvaddi okkur svo með handabandi
þegar við fóram.
Eftir því sem Paddy bílstjórinn
okkar sagði þá þykir það ekkert
tiltökumál þótt menn bregði sér á
krána eftir kirkjuferð og skildist
mér að trúin væri hluti af daglega
lífinu en ekki svona spari eins og
hjá okkur íslendingum. Það sem
virðist skipta Irann mestu máli er
sem sagt fjölskyldan, trúin, Guinn-
esbjórinn og pólitíkin.
Þótt rómantísku sveitavegirnir,
og græni og himinblái liturinn sitji
lengi í auganu eftir ferð til írlands,
þá era írsku augun og sálin sem
þau spegla miklu þaulsætnari í hug-
anum.
Því miður sá ég aðeins einn rauð-
hærðan Ira, blaðasalann í Cork,
þennan sem laug mig fulla.