Morgunblaðið - 28.04.1991, Síða 18
-18 C
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMtÐUVR SUNNUDAGUK 28. APRÍL ,1991
Sjónvarpið:
Þrjár nýjar
.íslenskar
þáttaraðir
í sumar
Þrír nýir íslenskir þættir hefja
göng-u sína í Sjónvarpinu bráðlega
og verða á dagskránni vikulega í
sumar. Að sögn Sveins Einarsson-
ar hefur stefna Sjónvarpsins verið
sú undanfarin tvö til þrjú ár að
vera með sem svaraði einum ís-
lenskum þætti á hveiju kvöldi,
jafnt sumar sem vetur.
Þættir, sem bera heitið „Nöfnin
okkar“ verða á dagskránni á
mánudagskvöldum í umsjón Gísla
Jónssonar, menntaskólakennara á
Akureyri. Hann mun í þáttum þess-
um fjalla um íslensk mannanöfn og
velta því m.a. fyrir sér hvað hin
ýmsu nöfn þýða, hvað þau tákna,
hvemig þau dreifast og hver sé saga
þeirra. Fyrsti þátturinn verður á dag-
skránni í byijun maí.
Þáttaröðin „Hristu af þér slenið"
verður á dagskrá vikulega á miðviku-
dagskvöldum í umsjá Sigrúnar Stef-
ánsdóttur. Þar verður aðaláherslan
lögð á andlega og líkamlega vellíðan
fólks og hin ýmsu ráð til þess að
*" menn og konur geti verið sem best
á sig komnir. Nýlega var auglýst
eftir sjálfboðaliðum í þáttinn og voru
viðbrögð mjög góð. Fyrsti þátturinn
verður á dagskrá í lok maí og verður
hver þáttur fimmtán mínútur.
Þriðji íslenski þátturinn, sem á
næstunni hefur göngu sína í Sjón-
varpinu, er ætlaður bömum og ungl-
ingum og kemur í stað Stundarinnar
okkar á sunnudögum. Sá þáttur mun
bera nafnið Sólargeisli og hefur að
geyma blandað efni af ýmsu tagi.
_Bryndís Hólm verður umsjónarmað-
ur.
Að auki má geta þess að Örn Ingi
myndlistarmaður á Akureyri heilsar
upp á Norðlendinga einu sinni í mán-
uði í sumar og útilífs- og ferðaþætt-
ir ýmsir verða á meðal efnis í Sjón-
varpinu í sumar. Þannig verður sérs-
taklega vandað til dagskrárinnar um
hvítasunnuna, 17. júní og verslunar-
mannahelgina svo eitthvað sé nefnt.
Nýafstaðin kosningabarátta gaf ábendingar um að Morgunblaðið, DV og Dagur ætli sér í nútíð og
framtíð pólitískt sjálfstæði sem geri þeim kleift að sinna frumskyldu allra góðra blaða, en það er að
veita almenningi sannar og réttar upplýsingar.
AF FLOKKSBLÖÐUM
OG FRÉTTABLÖÐUM
Gamalreyndur starfsmaður Morgunblaðsins komst þannig að orði
þegar ég spurði hann rétt fyrir kosningar hvort ekki væru miklar
annir, að það væri nú allt í lagi að hafa svolítið fyrir því að koma
blessuðu blaðinu út ef það væri bara ekki fullt af krata- og komma-
áróðri. Hann bætti því við að blaðið væri varla lengur neitt hægri
blað. Þessi ágæti maður er ekki einn um það að hafa tekið eftir því
að Morgunblaðið var í nýafstaðinni kosningabaráttu vettvangur
fólks úr ölium flokkum til þess að koma á framfæri skoðunum sín-
um. Einnig var eftir því tekið að blaðið hafði í frammi á vettvangi
ritstjórnar sjónarmið sem sumir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins
sáu ástæðu til þess að gera að sínum. Hafi Morgunblaðið einhvem-
tíma einungis verið málpípa Sjálfstæðisflokksins þá er það beinlínis
rangt að halda því fram að svo hafi verið í þessari kosningabaráttu.
Iþessum orðum felst ekki sá
dómur að Morgunblaðið hafí
verið hlutlaust. Blaðið tók
afstöðu til málefna og flokka
í skoðanadálkum ritstjómar auk
þess sem hættan af vinstri stjóm
þótti nægjanlega fréttnæm til þess
að verða slegin tvisvar sinnum, á
síðustu tveimur
sólarhringum
fyrir kosningar,
upp í fyrirsagnir
á aðai fréttasíðu
blaðsins, baksíðu.
En blaðið tók einnig aðra afstöðu
sém allir unnendur góðrar og
fijálsrar fjölmiðlunar hljóta að
fagna. Sú afstaða var að upplýsa
lesendur um stefnumál allra flokka,
eftir því sem þau lágu fyrir, og
greina skilmerkilega frá öllum þeim
málum sem efst voru á baugi. Einn
athugull andstæðingur Sjálfstæðis-
flokksins komst raunar að þeirri
niðurstöðu að sumt af því sem blað-
ið sagði um stefnu Sjálfstæðis-
flokksins hefði verið það skilmerki-
legt að það gaf
andstæðingum
flokksins vís-
bendingar um
hvar mætti
sækja.
Hvað um það, Morgunblaðið var
helsti vettvangur vitrænnar um-
ræðu um málefni þessarar kosn-
ingabaráttu. Blaðið lét sér ekki
nægja að tala í leiðurum um það
að umræðan þyrfti að vera skyn-
samleg, heldur fengu þeir postula
þekkingarinnar úr Háskóla Islands
til þess að hugsa upphátt um póli-
tík og biaðamenn tóku saman yflr-
lit yfír afstöðu allra flokka til lykil-
mála í kosningabaráttunni.
Vegna þessa m.a. þá varð Morg-
unblaðið það blað sem flestir litu
á sem helsta vettvang skoðana-
skipta og þar með stal blaðið að
hluta til senunni frá DV sem ann-
ars hélt óbreyttri stefnu og sinnti
öllum framboðum og kjördæmum
jafnt og af yfirvegun.
Önnur dagblöð voru í raunar
kosningasneplar. Alþýðublaðið var
með krataauglýsingu sem þakti
hálfa forsíðuna tvo síðustu daga
kosningabaráttunnar auk allskyns
lofrullna um ágæti sinna manna.
Steingrímur Hermannsson virtist
vera upphaf og endir alls hjá rit-
stjórn Tímans. Blaðinu tókst að
háfa hann á forsíðu allra tölublað-
anna í vikunni fyrir kosningar, —
fímm að tölu. Þjóðviljinn sagði
varla nokkrar aðrar fréttir síðustu
dagana fyrir kosningar en fréttir
af frambjóðendum Alþýðubanda-
lagsins og baráttu þeirra, rétt eins
og ekkert annað markvert hefði
gerst í landinu dagana fyrir kosn-
ingar.
H í nýafstaðinni
kosningabaráttu
var Morgunblaðið
helsti vettvangur
opinnar og vand-
aðrar umfjöllunar
um málefni kosn-
inganna.
Eitt þeirra dagblaða sem oftast
eru kölluð flokksblöð bar af í vik-
unni fyrir kosningar. Það var dag-
blaðið Dagur á Akureyri. Eðlilegt
mannlíf virtist þrífast norðan heiða
þrátt fyrir kosningar. Almennar
fréttir höfðu áfram sinn sess í
Degi, — atvinnuleysi á Húsavík var
ennþá forsíðuefni, einnig spamað-
urinn af snjóleysinu sem og gjald-
þrot Fiskmars. Pólitíkin (og fram-
sóknarspekin) var á sínum föstu
stöðum í blaðinu, en blaðið var auk
þess vettvangur ólíkra flokka í
Norðurlandskjördæmi eystra. Blað-
ið tók sem sagt fréttir og upplýs-
ingar fram yfir boðun framsóknar.
Það er næsta víst að í svartnætti
flokksblaða í Reykjavík er sólar að
leita í Degi á Akureyri.
Það má því segja að nýafstaðin
kosningabarátta hafi gefið sterkar
ábendingar um að Morgunblaðið,
DV og Dagur ætli sér í nútíð og
framtíð pólitískt sjálfstæði sem
geri þeim kleift að sinna frum-
skyldu allra góðra blaða, en það
er að veita almenningi sannar og
réttar upplýsingar. Ennfremur hef-
ur kosningabaráttan fært okkur
heim sanninn um að hin dagblöðin
3 eigi sér fá önnur markmið en að
þjóna Flokknum og frambjóðend-
um hans.
Þó svo margir haldi því fram að
þessi kosningabarátta hafi verið
rislítil og gleymist þá fljótt í sögu
íslenskra blaða gæti hún hins veg-
ar verið skráð sem kosningabarátt-
an þar sem Morgunblaðið komst
mjög nærri því að vera blað allra
iandsmanna.
BAKSVIÐ
Ásgeir Friðgeirsson
Góðar Jtliðar og slæmar
*
nýafstöðnum Alþingis-
kosningum og á undir-
búningstíma þeirra
sýndu fréttamenn á sér góð-
ar hliðar og slæmar eins og
gengur. Sjaldan eða aldrei
reynir meira á skipulag, ná-
kvæmni og hugmyndaauðgi
fréttamanna og samstarfs-
manna þeirra en í kosning-
um. Því má segja að kosning-
ar séu kærkomið tækifæri
fyrir fjölmiðla til þess að
sýna hvað í þeim býr og
hvers þeir eru megnugir.
Samkeppni og víðsýni
- Aukin samkeppni á ljós-
vakasviðinu hefur hleypt
miklu lífi í kosningadagskrár
útvarps og sjónvarps. Hvað
prentmiðlana áhrærir skera
tvö blöð sig úr hvað varðar
fjölþættan fréttaflutning og
skoðanaskipti. Morgunblaðið
og DV leggja bæði áherslu
á að sem flestar skoðanir
komi fram. Þannig er Morg-
unblaðið til dæmis orðið mun
öflugri skoðanavettvangur
kommúnista en málgagn
þeirra sjálfra, Þjóðviljinn.
Samvinna í
samkeppninni
Á sjálfan kjördag og á
kosninganótt mæðir mest á
sjónvarpsstöðvunum tveimur
sem keppa um hylli lands-
manna. Hætt er við að út-
‘varpið falli þar nær algjör-
lega í skuggann, enda mögu-
leikarnir á framsetningu efn-
isins margfalt meiri í sjón-
varpi. Á fyrstu árum Stöðvar
2 var samkeppni sjónvarps-
stöðvanna tveggja háð nán-
ast af blindri heift af beggja
hálfu og einskis svifist í þeim
efnum. Nú virðist hins vegar
sem mesti vígamóðurinn sé
runninn af mönnum og skyn-
semin hafí tekið völdin.
Þannig hafa stöðvarnar
komist að því, að þær eiga
möguleika á samstarfi sín í
milli, þrátt fyrir harða og
holla samkeppni. Það var
einkar ánægjulegt að verða
vitni að þessum umskiptum
í kosningasjónvarpinu að
þessu sinni. Sameiginlegar
útsendingar af þeim toga
sem þar gat að líta þjóna
sjónvarpsáhorfendum ekki
síður en stöðvunum sjálfum.
Hannes og Óskar
Á kosninganótt kom fjöldi
gesta á sjónvarpsstöðvamar
til þess að spjalla um úrslitin
og ýmis mál sem tengjast
kosningum. Mest ánægju
hafði ég af spjalli þeirra dr.
Hannesar Hólmsteins_ Giss-
urarsonar lektors og Óskars
Guðmundssonar ritstjóra, á
Stöð 2. Þeir tveir búa yfir
mikilli þekkingu, auk þess
sem þeir eru skemmtilega
ósammála um flesta hluti,
óragir við að halda fram
skoðunum sínum og koma
að auki vel fyrir í sjónvarpi.
Bent á slæmu hliðamar
Hins vegar urðu tveir
spjallþættir í Sjónvarpinu á
kosninganótt mér tilefni til
þess að ljalla hér um slæmu
hiiðarnar á íslenskri frétta-
mennsku. Þar á ég við spjall
Helga H. Jónssonar við tvo
reynda blaðamenn, Agnesi
Bragadóttur og Sigurdór
Sigurdórsson annars vegar
og hins vegar við tvo upp-
gjafa stjómmálamenn, þá
Sverri Hermannsson og
Magnús Torfa Ólafsson. I
þessum samræðum komu
fram sjónarmið sem brýn
þörf er á að blaða- og frétta-
menn taki til alvarlegrar
íhugunar.
Agnes og Sigurdór vöktu
athygli á hinum mikla þrýst-
ingi sem fjölmiðlamenn
verða fyrir frá stjómmála-
mönnum í kosningabarátt-
unni. Stjórnmálamenn panta
beinlínis fjölmiðlamenn til
þess að koma á fundi, henda
á lofti spakmælin sem hijóta
af munni frambjóðenda og
tii þess að fjalia um ýmis
málefni sem koma viðkom-
andi stjórnmálamanni vel
fyrir kosningar. Sverrir og
Magnús Torfi bentu á hvem-
ig stjómmáiamenn nýttu sér
fjölmiðla í síauknum mæli
fyrir kosningar til þess að
sprengja pólitískar púður-
kerlingar og efna til upp-
hlaups í því augnamiði að
koma höggi á andstæðing-
ana.
Stjórnmálamenn ganga
á lagið
Á síðustu tíu til fimmtán
ámm hafa orðið mikil um-
skipti í fjölmiðlun hér á landi.
Umfjöllun um stjórnmál er
orðin mun opnari en áður.
Nú em ríkisstjórnir sprengd-
ar og myndaðar í sjónvarpi
og stjórnmálamenn nýta sér
í auknum mæli möguleika
fjölmiðlanna og tileinka sér
allt í senn tækni leikarans,
brellur sjónhverfingamanns-
ins og skrúðmælgi flagarans.
Þetta em mikil umskipti frá
þeim tíma er stjórnmál vom
feimnismmál í fjölmiðlum.
En auk þess að tileinka sér
nýja tækni hafa sumir stjóm-
málamenn lært að hagnýta
sér veikleika fjölmiðlannaog
sýna oft ótrúlega hug-
kvæmni í þeim efnum.
U ndraformúlan
Formúla: Boðaðu blaða-
mannafund síðdegis. Leggðu
fram flókna útreikninga sem
sýna annars vegar góða
frammistöðu þína, og hins
vegar slakan árangur and-
stæðingsins. Láttu plöggin
líta afar trúverðuglega út og
vitnaði gjarnan í trausta að-
ila máli þínu til stuðnings.
Fylgdu málinu úr hiaði með
kjarnyrtri ræðu og gættu
þess að í henni séu setningar
sem nýta má í fyrirsögn í
blaði eða í inngang að frétt
í sjpnvarpi og útvarpi.
Árangur: Ef allt gengur
upp, fyrsta frétt í útvarps-
og sjónvarpsstöðvunum og á
góðum stað í dagblöðum.
Þessi formúla hefur verið
notuð með góðum árangri á
undanförnum misserum,
meðal annars af ekki ómerk-
ari mönnum en ráðherrum.
Þetta er útsmogin formúla,
samin af þekkingu á fjölmiðl-
unum. Lítum nánar á hana.
Fámenni og tímaskortur
Þeim mun seinna á degin-
um sem fundurinn er boðað-
ur, þeim mun minni tíma
hefur fréttamaðurinn til þess
að kynna sér málið og kom-
ast að kjarna þess. Þeim mun
meiri líkur eru á að boðskap-
ur fundarboðanda komist
athugasemdalaust til skila.
ísienskir fjölmiðlar eru
fáliðaðir. Þar af leiðir að ein-
stakir starfsmenn hafa sára-
litla möguleika á sérhæf-
ingu. Þeir koma á hveijum
morgni að auðu borði og
þurfa að vasast í öllu sem
kemur upp. Þeir þurfa að
fjalia um aflabrögð suður
með sjó, gjaldþrot KRON og
áhrif Evrópska efnahags-
svæðisins á íslenskan hús-
gagnaiðnað með „dead line“
yfir höfði sér eins og fallöxi
og enga sérhæfða aðstoðar-
menn.
Skortur á aðhaldi
Við þessar aðstæður er
vart hægt að búast við að
fundarboðandinn fái nokkurt
aðhald. Fréttamenn á fund-
inum hafa ekki haft tíma. til
að setja sig inn í málið og
geta því ekki spurt gagnrýn-
inna spuminga. Þegar þeir
koma aftur á vinnustað bíður
flöldi annarra verkefna úr-
lausnar og engir aðstoðar-
menn með sérþekkingu til
að halla sér að. Því fer oft
svo að málflutningur fundar-
boðanda fer í gegn án þeirra
nauðsynlegu viðbótarupplýs-
inga og skýringa sem gefa
raunhæfa og rétta mynd af
málinu.
Hvar er fréttin mín?
Dæmi veit ég um að fjöl-
miðill brást við atviki sem
þessu á þann hátt að geyma
frásögnina meðan aflað var
viðbótarupplýsinga og málið
sett í nauðsynlegt samhengi.
Meðan á því stóð höfðu
starfsmenn ekki frið fyrir
ráðherranum sem boðað hafi
blaðamannafundinn. Hann
varí kosningabaráttu,
hringdi nær látlaust í starfs-
menn og heimtaði „sína
frétt“.
Hvað er til ráða?
Hætt er við að þess verði
langt að bíða að íslenskir
fjölmiðlar hafí þann mann-
skap á sínum snærum sem
til þarf til að veijast sókn
ófyririeitinna stjórnmála-
manna. Til þess erum við of
fá sem kaupum blöðin og
borgum afnotagjöldin. Engu
að síður er hægt að bregðast
við þessu á margvíslegan
hátt ef vilji er fyrir hendi og
væri óskandi að starfsmenn
fjölmiðlanna tækju það til
athugunar.
Vilhelm G.
Kristinsson