Morgunblaðið - 28.04.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.04.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 28. APRIL 1991 C 25 og talaði aldrei nema vel um aðra, og gerði ekki aðrar kröfur en að búa sínum sem mesta gleði og góð- an tilgang með lífí sínu. Hafi tengdamamma þakkir. Gissiir Karl Vilhjálmsson Nú er elsku amma Pála horfin og hjá henni tekur við nýtt tilveru- stig. Við söknum hennar mikið. Hún var alltaf svo ljúf og ung í anda og skildi best allra þarfir og þrár unga fólksins. Það er skrítið að segja frá því að fáir höfðu jafn gaman af fótbolta og hún sleppti ekki að horfa á knattspymu á laug- ardögum svo og handbolta þegar um landsleiki var að ræða. Þegar við vorum litlir skiptumst við á að sofa heima hver hjá öðrum um helg- ar og var oft mikið um að vera hjá okkur og vei hugsað um að hafa nóg af öllu. Oft kom hún og bjó um tíma og hugsaði um heimilið í Smyrlahrauni þegar mamma og pabbi fóru til útlanda og síðast var það að hún og Smári Bjöm voru hjá okkur í 3 vikur sl. sumar og var það góður tími. Við fórum líka oft í smá ferðalög um helgar annaðhvort á einum eða tveimur bílum með nesti og stund- um veiðistengur og voru þetta alltaf skemmtilegar og eftirminnilegar ferðir. Sl. sumar fór hún sína síðustu ferð til Sauðárkróks, sem henni alla tíð þótti svo vænt um. Hún heimsótti marga af vinum sínum og var mjög ánægð er hún kom suður. Amma sagði að sér leiddist aldr- ei, hún las mikið, horfði á sjónvarp og svo hafði hún „Patta“, en hann er lítill poodle-hundur sem henni þótti afar vænt um og sagðist bara tala við hann ef hún hefði engan annan enda var hún mjög mikill dýravinur. Við vissum að amma var trúuð kona þótt hún færi ekki oft til kirkju. Hún var orðin þreytt kona enda búin að ganga í gegnum mikla og erfiða lífsreynslu og skildu margir ekki hvernig hún gat komist yfir þetta allt en svona var hún, miðlaði öðrum miklu og bar sorgir sínar í hljóði. Hún hélt sínu fallega útliti og villti um fyrir mörgum, jafnvel okk- ur sem þekktum hana best, að hún var orðin öldruð kona. Megi amma Pála hvíla í friði. Guð blessi hana. Siggí, Smári og Villi. Sterkt rautt koreskt C.A. Meyer PANAX GINSENG frá Natur Drogeriet Danska metsöluginsengið loksins á íslandi. Eykur þol og þrek, bætir einbeitingu og minni. Gott gegn þreytu, taugaálagi, námserfiðleikum. Blómaval, Yggdrasill, Höndin hf. Akureyri, apótek um land allt. Upplýsingar í síma 91-687844 á kvöldin og um helgar. LÍFSKRAFTUR heildverslun. bjuggu lengst af að Húsum, eða til ársins 1958, er þau brugðu búi og fluttu inn á Bíldudal. Á heimili þeirra Ingibjargar og Ólafs í Selár- dal höfðu margir sumardvöl eins og títt er og var í sveitum, og þann- ig var um mig, ég kom fyrst til dvalar að Húsum árið 1949, þá 7 ára gamall og var þar sumarlangt samfellt í átta sumur. Það var lær- dómsríkt að koma í þetta samfélag sem Selárdalur var. Þá var búið á átta bæjum í Selárdal, rafmagn ekki komið í dalinn, til upphitunar var notaður mór og kol. Það var aðdáunarvert hversu vel sveitungar stóðu saman í blíðu og stríðu í þessu litla samfélagi, og þarna naut sín kunnátta Ingibjargar til að hjúkra bæði mönnum og skepnum og var ósjaldan leitað til hennar um að- stoð, en ekki var alltaf hægt að kalla til lækni. Eins og áður hefur komið fram bjuggu þau Ingibjörg og Ólafur á Bíldudal eftir að þau hættu búskap í Selárdal. Bæði stunduðu þau vinnu í frystihúsi á þeim árum. í maí 1982 lést Ólafur og árið eftir, eða í janúar 1983, fékk Ingibjörg inni á Hrafnistu í Hafnarfirði og dvaldi þar síðustu árin og líkaði henni vel vistin þar. Nú þegar Ingibjörg er kvödd hinstu kveðju, leyfi ég mér að þakka henni og Ólafi fyrir góðar samveru- stundir á heimili þeirra í Selárdal og ég veit að ég mæli fyrir munn margra sem þar dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Blessuð veri minning Ingibjargar Þórðardóttur Waage. Hjörtur Guðbjartsson Ferðaskrifstofan ATLANTIK hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum ferðir til eyjarinnar MÖLTUI beinu leiguflugi. Við höfum fundið gistiaðstöðu sem fellur að þörfum íslendinga. Það er ST. GEORG S PARK COMPLEX, sem er íbúða og hótelsamstæða á besta stað á Möltu, skammt frá höfuðborginni Valletta. Þar er allt sem til Þarf til að gera fríið ánægjulegt. Góður garður með sundlaugum. Innisundlaug og jíkamsræktarstöð. Veitingastaðir og samkomusalir. í næsta nágrenni eru veitingastaðir og verslanir. Eyjabúar, sem allir tala ensku auk móðurmálsins, eru vinsamlegir og greiðviknir. Allt er gert til að fólki líði sem best. VERÐ: Júni Júlí, ágúst, sept. 4iíbúð 56.170 58.000 3 í íbúð 59.150 61.982 2 í ibúð 67.140 71.360 2 í stúdíó: 65.960 70.140 Barnaafsláttur: 2-llára: 17.500 H 12- 15ára: 13.000 Börn 0 - 2ja ára greiða: 6.000 BROTTFARARDAGAR: 29. maí 19. júní - 10. júli - 31. júlí 2 1 . ágúst - 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur Um er aft ræ&a takmarka& sætaframboð. National Tourism Organisation - Malta MRMALT4 HALLVEIGARSTÍG 1 SlMAR 28388 - 28580 GIH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.