Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 21
f'MORGUNBLAÍÖlÐ
MENNINGARSTRAUMAR sunnubaguk i«. baI im
C 21
I BIO
Það er gott úrval bíó-
mynda í kvikmynda-
húsunum i Reykjavík um
þessar mundir og fjöl-
breytnin er mikil. Ef það
er eitthvað sem einkennir
bestu myndirnar þá er það
stórgóður og eftirminni-
legur leikur.
Gérard Depardieu er
óborganlegur sem riddari
ástarinnar í frönsku stór-
myndinni Cyrano De Ber-
gerac, sem sýnd er í Regn-
boganum. í Stjörnubíói fer
Val Kilmer á kostum í hlut-
verki rokkgoðsins Jim
Morrisons í öflugri bíó-
mynd um dópsukkið á hetj-
unni. Gary Oldman leikur
frábærlega ofbeldisfullan
írskan gangster í mynd
Háskólabíós, í ljótum leik,
sem fjallar á áhrifaríkan
hátt um vini og fjölskyldu
í glæpum. Óskarsverðlaun-
aleikkonan Kathy Bates
fær hrollinn til að hríslast
eftir bakinu í hlutverki
geðsjúks aðdáanda í mynd-
inni Eymd í Bíóborginni.
Hún hefur rithöfund (Ja-
mes Caan) í haldi sem hún
pínir og kvelur til að skrifa
enn eina bók um uppáhalds
sögupersónu sína. Og loks
má nefna að Susan Sar-
andon leikur af fullkomnun
hlutverk miðaldra konu
sem kveikir neista í uppa-
stráknum James Spader í
myndinni „White Palace"
í Laugarásbíói.
Madonnu-
myndin nýja
Siguijón Sighvatsson og
Propaganda Films,
kvikmyndafyrirtæki hans
og Steve Golins í Los Angel-
es, er aftur í sviðsljósinu
vestur í Bandaríkjunum því
hann ásamt fleirum stendur
að baki nýrrar heimildar-
myndar um rokkgoðið Ma-
donnu, sem fengið hefur
ágæta dóma.
Rokkheimildarmyndin
heitir „Madonna Truth or
Dare“ og Sigurjón - hann
notar nú fullt nafn í stað
Joni áður - er ásamt Golin
sagður hafa haft yfirumsjón
með gerð hennar. Madonna
er sjálf framkvæmdastjóri
myndarinnar en leikstjóri
er Alek Keshishian.
„Madonna“ hefur verið
sett í bíódreifingu og hver
veit nema hún komi hingað
einn daginn. Myndin var
tekin á „Blond Ambition“-
hljómleikaferðalagi Ma-
donnu um Bandaríkin og
Evrópu árið 1990 og eru
baksviðsatriðin í svart/hvítu
en atriðin frá tónleikunum
í lit.
Þykir hún lýsa mjög vel
lífinu baksviðs (gestir þar
eru m.a. Warren Beatty,
sem virðist ekki líða alltof
vel, og Kevin Costner, sem
segir að tónleikarnir hafi
verið „fínir“ en Madonna
skopast að honum þegar
hann er farinn) og gefur
skemmtilega og sanna mynd
af rokkgoðinu, |<fi|
sem gefin er
fyrir það í seinni
tíð að hneyksla
fólk með ber-
söglishætti.
„Madonna" ku
síst draga úr því
heldur lætur Madonna;
allt flakka. Propaganda
„Hún dregur
fram öll ijölskylduleyndar-
málin sem allir vilja geyma
inní skáp hjá sér,“ segir
rokkgoðið.
Myndinni er á einum stað
líkt. við heimildarmyndina
um Bob Dylan, „Don’t Look
ný heimildarmynd frá
Films.
Back“, frá 1967 en það þyk-
ir einnig ljóst að þar sem
Madonna hefur töglin og
haldirnar við gerð hennar
geti hún nokk ráðið því
hvernig hún kemur út í
myndinni.
42 þús. á „Dansa“
Hin sjöfalda
Óskarsverð-
launamynd Ke-
vin Costners,
Dansar við úlfa,
hefur fengið
samtals . um
42.000 manns í
aðsókn frá því
hún var frum-
sýnd þann 16.
febrúar sl. að
sögn Andra Þórs Guðmunds-
sonar rekstrarstjóra Regn-
bogans.
Þá hafa að sögn Andra
Þórs um 3.000 manns séð
frönsku stórmyndina Cyrano
De Bergerac með Gerard
Depardieu á rúmlega viku.
Lífsförunautur er komin í
3.500 manns, franska mynd-
in Litli þjófurinn í um 3.000
1——
Hrói höttur Costners.
og bama-
myndin
Æfintýra-
eyja í um
2.000. Um
12.500
manns
hafa séð
gaman-
myndina
Öskukarl-
amir eða
„Men at Work‘l' með bræðr-
unum Emilio Esteves og
Charlie Sheen.
Stærsta mynd Regnbog-
ans í sumar verður án efa
Hrói höttur með Kevin Costn-
er en hún verður frumsýnd
um miðjan júní í Bandaríkj-
unum og ef áætlanir standast
mun hún verða frumsýnd í
bíóinu 5. júlí.
BART FERI BIO
Eitthvert albesta skrípó
síðustu árin er Simp-
sonfjölskyldan sem Sjón-
varpið sýnir á mánudags-
kvöldum. Það eru unaðslegir
þættir um raunir og sigra
bandarísku vísitölufjölskyl-
dunnar og bandarísku þjóð-
arsálarinnar eins og hún
speglast i heimilisföðurnum
Hómer, verkamanni í kjarn-
orkuveri, og fjölskyldu hans.
Það er orðinn heilmikili
markaðsbúskapur í kringum
Simpsonana, þeir raka inn
tugmilljónum dollara á ári,
og auðvitað er farið að tala
um næsta skref, sem er
bíómynd.
Höfundur teiknimynd-
aseríunnar, Matt Groening,
segir ráðagerðir uppi um að
flytja þau Bart og Hómer,
Marge og Lísu á hvíta tjald-
ið eins fljótt og auðið er.
„Við höfum rætt það,“ segir
hann, „og ég er viss um að
af því verður en það er eng-
in saga komin enn. Við erum
svo upptekin af því að búa
til sögur í hálftíma þættina
að við vitum eiginlega ekki
hvemig við eigum að vinna
með bíómynd."
Það ætti þó ekki að
vera til trafala því einn
af þeim sem stendur á
bak við Simpson-grínið
er James L. Brooks,
þekktur sjónvarpsleik-
stjóri og kvikmyndaleik-
stjóri líka, sem á að baki
gamanmyndir einsog
„Tenns of Endearment"
og„Broadcast News“.
Af nógu að taka;
Hómer og kó býr sig
undir tökur.
KVIKMYNDIR"'™
Má ekki sleppaþeim?
Hvimleið innskot
eftir Arnold
Indriðoson
Ihinum dökka og drunga-
lega þriller Sofið hjá
óvininum leikur Julia Ro-
berts eiginkonu sem setur á
svið dauða sinn og flýr þann-
ig undan
ofbeldis-
fullum
eigin-
mannin-
um, sem
lemur
hana og
kúgar and-
lega.
Byggð er nokkuð góð
spenna og ógnvænlegt and-
rúmsloft framan af en því
er fórnað um miðbikið með
stuttu tónlistarmyndbandi.
Þið hafið sjálfsagt séð
tónlistarmyndbandið úr
myndinni. Það hefur verið
sýnt í sjónvarpinu og þið
hafið örugglega heyrt lagið,
það er mjög vinsælt á út-
varpsstöðvunurn. Þið getið
keypt þessa tónlist úr mynd-
inni í næstu plötubúð.
Það er spilað á
skemmtistöð-
um. En það
hefur ekkert að
gera með mynd-
ina og er reyndar
versti partur hennar
því það birtist eins og
skrattinn úr sauðar-
leggnum, brýtur upp
spennuna og tvístrar hinu
ógnvænlega andrúmslofti
sem byggt hefur verið upp
með góðum árangri.
Sofið hjá óvininum er því
miður ekki einasta dæmið
um það þegar tónlistar-
myndbandi er skotið inní
bíómyndir með leiðinda af-
leiðingum. Það virðist vera
reglan i dag frekar en und-
antekningin. í mynd eftir
mynd eftir mynd koma þessi
stuttu innskot, aldrei í neinu
rökréttu samhengi við frá-
sögnina, gamall ástaróður
hljómar um stund og svo
getur myndin haldið áfram.
Myndbandið birtist í sjón-
varpinu, er á öllum útvarps-
stöðvunum, lagið selst í búð-
unum og bíómyndin fær
auglýsingu (Zucker, Abra-
ham og Zucker gerðu stór-
kostlegt grin að þessu í
mynd sinni Beint á ská). f
auglýsingum á nýjustu
mynd Cher, „Mermaids", er
sérstaklega tekið fram að
tónlistarmyndbandið, sem
þekkt er orðið í sjónvarpinu
vestra, sé að finna í heild
sinni í kvik-
myndinni.
En inn- á\
skotin
hafaekkert að
gera með kvik-
myndir. Þau heyra
félagi minn
„Mermaids"; tónlist-
armyndbandið er að finna
í myndinni.
> t’.
Árni Matt. skrifar um hér á
móti. Þetta er auðvitað smá-
ræði í rauninni og eflaust
taka fæstir eftir þessu og
ef þeir gera það geta þeir
allt eins haft gaman af en
hvað veldur þessum innskot-
um? Hvernig byijuðu þau?
Og hvaða áhrif hafa þær á
bíómyndir?
Svarið við fyrstu spurn-
ingunni er einfalt: þetta er
hagkvæm kaupsýsla. Þú sel-
ur myndina, setur lagið á
toppinn og býrð til auglýs-
ingu og tónlistarmyndband
í leiðinni. Það má vera að
fyrirbrigðið hafi orðið til á
undan vestranum „Butch
Cassidy and the Sundance
Kid“ en þar náði það fót-
festu - Newman, Redford
og Katherine Ross leika sér
á reiðhjólum undir mjúkum
óð. Það varð þó ekki fyrr
en með Vitni Peter Weirs
sem fyrirbrigðið fór að
skjóta rótunr, hlöðudans
Harrison Fords og Kelly
McGillis setti hinn frábæra
Sam Cooke aftur á landa-
kortið.
Stóri munurinn á þessum
tveimur myndum t.d. og hin-
um nýju er sá að í þeim kom
tónlistin í rökréttu framhaldi
og skapaði stemmningu sem
var i fuilu samræmi við þá
sem myndirnar leituðust við
að búa til. Það var ekki eins
og þeim hafði verið skotið
inn eins og auglýsingum.
Það er heila málið. Tón-
listarinnskotin draga bíó-
myndirnar niður á plan aug-
lýsingaskrumsins. Nóg er
um það samt. Það ætti ekki
að vera höfuðmarkmið bíó-
mynda að selja plötur.
■ Mýmörg bandarísk ieik-
rit, sem slegið hafa í gegn
vestra, eru væntanleg á
hvíta tjaldið. Má þar t.d.
nefna „Other People’s
Money“ eftir Jerry Stern-
er með Gregory Peck í
hlutverki fyrirtækjaeiganda
sem reynir að bjarga fyrir-
tækinu sínu frá óprúttnum
verðbréfásala, sem Danny
DeVito leikur.
■Þá má nefna að Kathy
‘Bates úr Eymd mun leika
á móti Alec Baldwin og
Meg Ryan í bíóútgáfu af
nýjasta leikriti Craig Luc-
as, „Prelude to a Kiss“,
en Lucas þessi gerði leikritið
Lífsförunautur eða
„Longtime Companion" um
samfélag homma á eyðniár-
atugnum. Frábær mynd var
gerð eftir því og er hún nú
sýnd i Regnboganum.
MLoks má nefna að ágætt
leikaralið kemur saman til
að leika í bíómynd sem
byggð er á leikritinu „Noi-
ses Off“ eftir Michael Fra-
yn en það fjallar um lítt
merkilegan leikhóp á leik-
ferðalagi. Carol Burnett,
Michael Caine, Annie
Potts og Christoper Reeve
fara með aðalhlutverkin en
bandaríski leikstjórinn Pet-
er Bogdanovich leikstýrir.
MOg yfir í allt aðra sálma.
Einhveijir verða eflaust án-
ægðir að heyra að harðhaus-
inn Chuck Norris er kom-
inn aftur í gang eftir tveggja
ára ijarveru frá hvíta tjald-
inu. Tökur á nýjustu mynd
hans, „Cold to the Touch"
hefjast í Chicago í sumar.
1