Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ R/IINMINGAfléÚ^NtlDAGUR 19. MAÍ 1991
C 25
Þórólfur J. Egils
son - Mirniing
Fæddur 24. júní 1921
Dáinn 26. apríl 1991
Mig setti hljóðan þegar mér barst
fregnin um að æskuvinur minn
Þórólfur Egilsson liefði látist fyrir
nokkrum klukkustundum. Við höfð-
um hist um morguninn og var hann
þá hress og kátur að vanda, en
mennirnir þenkja, Guð ræður. Með
Þórólfi er genginn góður drengur
og minnist ég hans sem góðs vinar
og á huga minn leita ljúfar minning-
ar um ánægjulegar samverustundir
í leik og starfi. Þórólfur fæddist á
ísafirði 24. júní 1921 og var hann
annað barn foreldra sinna, þeirra
Hrafnhildar Eiðsdóttur og Egils
Jónssonar, símamanns, en þau
eignuðust tíu börn, fimm stúlkur
og fimm drengi. Það má geta nærri
að erfítt hefur verið að sjá fyrir svo
stórri fjölskyldu og hafa foreldrarn-
ir oft átt langan vinnudag. En börn-
in voru hraust og fóru snemma að
hjálpa til, fóru í sveit á sumrin og
unnu fyrir sér. Egill og Hrafnhildur
áttu sér lítið hús í Skipagötu 12.
Oft hefur verið þröngt þar þegar
bömin voru komin með vini sína,
en aldrei var amast við neinum sem
að garði bar. Þórólfur hafði alla tíð
mikinn áhuga á íþróttum, hann
gekk ungur í knattspyrnufélagið
Hörð og stundaði knattspyrnu,
fijálsar íþróttir og sund. Eftir ferm-
ingu stundaði hann alla algenga
vinnu þar til hann ákvað að læra
rafvirkjun og ræður sig til náms
hjá Þórði Finnbogasyni rafvirkja
hér í bæ og útskrifaðist frá honum
með ágætiseinkunn. Þegar Þórður
flyst héðan kaupir Þórólfur af hon-
um verkstæðið og stofnar fyrirtæk-
ið Raf hf. sem, hann rekur um langt
árabil og mörg eru þau hús bæði
nÝ og gömul sem hann hefur lagt
rafmagn í hér í bæ og nágrenni,
og marga lærlinga hefur hann út-
skrifað. Árið 1946 kvænist hann
Guðrúnu Gísladóttur hjúkr-
unarfræðingi fra' Hofsstöðum í
Garðahreppi og eignuðust þau sex
böm. Þau eru: Gísli, sem þau misstu
ungan, Egill, rafvirki og bóndi í
Eyjafírði, giftan Petreu Hallmanns-
dóttur, Þórgunnur, gift Magnúsi
Árnasyni, búa í Garðabæ, Halldór,
giftur Þórnýju Heiðarsdottur, búa
í Danmörku, Sigrún, gift Björgvin
Árnasyni, búa á Húsavík, og Gísli
Öm, unnusta hans er Aðalheiður
Jónsdóttir og em þau við nám á
Ítalíu. Bamabörnin eru orðin níu.
Fyrstu hjúskaparárin bjuggu Guð-
rún og Þórólfur í leiguhúsnæði en
fljótlega eignast þau íbúð á Hlíðar-
vegi 5 og búa þar, þar til þau
byggja stórt og myndarlegt hús á
Seljalandsvegi 20, og reka þar á
neðri hæð verslun með rafmagns-
vömr og bflavarahluti. Þórólfur var
mikill félagsmaður. Var hann í
Oddfellowreglunni, Rotary og Sjálf-
stæðisflokknum og virkur félagi í
þeim öllum. Þegar Golfklúbbur Isa-
fjarðar var stofnaður gekk hann í
klúbbinn og var alla tíð mikill
Blömastofa
Friðfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið ðll kvðld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tllefni.
Gjafavörur.
áhugamaður um golf upp frá því,
og notaði frístundir sínar í að spila
golf þegar hægt var, bæði hér og
í Bolungarvík. Formaður golf-
klúbbsins var hann um tíma. Þórólf-
ur hafði gengið tvisvar undir hjarta-
aðgerð í Englandi, svo ekki gekk
hann alltaf heill til skógar en kvart-
aði ekki, en nú verður að fara að
slaka á með vinnu og fara sér hæg-
ar. Hann hættir að versla og ræður
sig sem áhaldavörð í Vélsmiðjunni
Þór og vann þar, þar til yfír lauk.
Þau voru þá búin að selja íbúðarhú-
sið á Seljalandsvegi 20 og kaupa
íbúð að Hlíf, en veran þar var styttri
en óskað var því kallið kom allt í
einu svo engum vömum varð við
komið. Við hjónin þökkum honum
samfylgdina og biðjum Guð að veita
honum góða heimkomu.
Eiginkonu hans og börnum og
öðrum ættingjum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt.
(V-Br.)
Halldór M. Ólafsson
t
Útför,
BJÖRNS SIGFÚSSONAR
fyrrum háskólabókavarðar,
verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. maí kl. 13.30.
Blóm afbeðin en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta
líknarstofnanir njóta þess.
Kristin Jónsdóttir,
Hólmfríður Björnsdóttir, Hörður Björnsson,
Sveinbjörn Björnsson, Guðlaug Einarsdóttir,
Sigfús Björnsson, Ólafur Grímur Björnsson,
Helgi Björnsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir
og barnabörnin.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,
SIGURRÓS SVEINSDÓTTIR,
fyrrum formaður
Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar
í Hafnarfirði,
sem lést á Sólvangi 13. maí, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar-
kirkju miðvikudaginn 22. maí kl. 13.30.
Þeir, sem vildu minnast hennar, vinsamlegast látið Sólvang njóta
þess.
Sveinn Magnússon,
Kristín Magnúsdóttir,
Erna Fríða Berg,
tengdabörn,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir vináttu og samúð við andlát og útför móður
minnar, tengdamóður og ömmu,
MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Torfgarði.
Sérstakar þakkir skulu færðar öllu starfsfólki lyflækningadeildar
St. Jósefsspitalans í Hafnarfirði svo og St. Fransiskus-systrum í
Hafnarfirði.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigurður Helgi Björnsson, Auður Theodórs,
Egill Birkir, Theodór Skúli.
t
Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vin-
áttu við andlát og útför,
JÓNS SIGURÐAR HALLDÓRSSONAR.
Louise Dahl,
Anna Einarsdóttir, Halldór Jónsson,
Einar Halldórsson, Gunnar Þorsteinn Halldórsson,
Frfður M. Halldórsdóttir.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 681960
t
Þökkum auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGU SIGURRÓSAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Efstalandi 4.
Sverrir Gunnarsson, Svanhiidur L. Gunnarsdóttir,
Gunnar Gunnarsson, Inga K. Gunnarsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför,
KJARTANS G. GUÐMUNDSSONAR
málarameistara,
ísafirði.
Guðrún Ásgeirsdóttir,
Margrét Kjartansdóttir,
Rannveig K. Grönás, Per Ragnar Grönás,
Guðmundur E. Kjartansson, Bryndís S. Jónasdóttir,
Ásgerður Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og
útför,
kristInar g. einarsdóttur syre.
Sérstakar þakkir til þess góða vinafólks sem heimsótti hana og
allra þeirra sem reyndu að gera henni lífið léttara í veikindum
hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurður Einarsson og vandamenn.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa,
EYJÓLFS VILMUNDSSONAR
frá Löndum, Grindavík,
Þórustfg 26,
Njarðvik.
Guðjón Eyjólfsson, Marta A. Hinriksdóttir,
Snorri Eyjólfsson, Ingileif Emilsdóttir,
Kristín Eyjólfsdóttir,
Ingilaug Gunnarsdóttir, Logi Guðmundsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HARTWIGS TOFT
fyrrverandi kaupmanns,
Baldursgötu 39.
Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarfólks og starfsfólks deildar
1-A á Landakotsspítala.
IrmgardToft, LeoMunro,
Sigrid Toft Magnús Pálsson,
Margrét Toft, Björn Þór Ólafsson,
AnnaToft, Indriði Indriðason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar og afa,
RAGNARS SVAFARS JÓNSSONAR
fyrrverandi baðvarðar,
Hofteigi 4,
Reykjavik.
Björg Guðfinnsdóttir,
Erla Ragnarsdóttir,
Guðfinna Ragnarsdóttir,
Ingveldur Ólöf Ragnarsdóttir,
Hrönn Hilmarsdóttir,
Björg Soffi'a Jónsdóttir,
Ragnar Karl Jónsson.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
VILBORGAR HELGADÓTTUR
Móeiðarhvoli,
Ágúst Valmundsson, Sigri'ður Guðjónsdóttir,
Sigurgeir Valmundsson, Vilborg Guðjónsdóttir,
Guðrún Valmundsdóttir, ísleifur Pálsson,
Guðmunda Valmundsdóttir,
Einar Valmundsson, Guðrún Jónsdóttir,
Helgi Valmundsson, Svanhvít Hannesdóttir,
Páll Valmundsson, Klara Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.