Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 29
í8Gi íam .er huo/i
MORGUNBLAÐIÐ
av UICfAJfmilOMOM
SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1991
) gjj
C 29
Elma Ágústsdóttir, 4 ára.
Heba Hilmarsdóttir
hefur verið unnt að halda uppi bekk-
jarkennslu. Við erum einnig heppin
með hvað aðstandendur skólans og
skólanefnd hafa sýnt skólanum mik-
inn velvilja og jákvæðni."
„Kem með jákvæðu hugarfari“
Heba Hilmarsdóttir er gift starfs-
manni hjá Sláturfélaginu, hún flutti
til Hvolsvallar fyrir réttri viku og
er fjölskylda hennar ein af þeim
fyrstu til að flytjast hingað. Hún er
spurð að því hvort það hafi verið
erfíð ákvörðun.
„Nei í sjálfu sér var það ekki svo
erfíð ákvörðun. Við höfðum aðeins
búið í 4 ár í Kópavogi en þaðan
komum við hingað. Ég er fædd og
uppalin á Siglufirði þannig að ég
þekki það vel að búa úti á landi og
kann að mörgu leyti betur við það.
Mér líkaði reyndar prýðisvel að búa
í Kópavogi og var komin í mjög
góða vinnu hjá Háskólanum. Ég
vonast til þess að ég geti einnig feng-
ið góða vinnu hér. Hvað varðar fjöl-
skylduna þá á ég tvær dætur 18 og
22 ára og þær verða hjá okkur a.m.k.
Margrét ísleifsdóttir
í sumar. Reyndar var erfiðast að
taka ákvörðun um að flytja hingað
dætranna vegna en sú yngri er við
nám í Menntaskólanum í Kópavogi.
Heba er því næst spurð að því
hvernig henni litist á sig hér.
„Mér fínnst fallegt hérna og ég
er hingað komin með jákvæðu hug-
arfari. Það er nú komin lítil reynsla
á þetta ennþá því ég hef aðeins ver-
ið hér í eina viku. En þau samskipti
sem ég hef átt við fólk hér hingað
til hafa verið mjög jákvæð."
Heba er bjartsýn á framtíðina hér
á Hvolsvelli og ef henni líkar vel að
búa hér hyggst hún festa kaup á
húsi, en til að byrja með verður hún
og fjölskylda hennar í leiguhúsnæði.
Að síðustu varð á vegi okkar lítil
dama sem heitir Elma Agústsdóttir.
Hún er fjögurra ára og hún var spurð
að því hvernig henni litist á að vera
búin að fá stæstu pylsuverksmiðju
á landinu í bæinn sinn.
„Mér finnst það bara gaman og
núna eru SS pylsur uppáhaldsmatur-
inn minn.“
S.Ó.K.
Endurnýtum
vínflöskurnar
Umhverfisvernd er orð dagsins
í dag og tala stjórnmálamenn
mikið um slík efni en oft virðist
standa á framkvæmdum og orðin
eru látin duga.
Áberandi var fyrir nokkrum
árum að bjórdósir væru út um
allt og óprýddu víða umhverfið.
Nokkur umræða varð um þetta
og fannst sú farsæla lausn að
skilagjald var sett á þessar umbúð-
ir. Afleiðingin er að nú sjást varla
dósir á gangstéttum og það vanda-
mál virðist leyst.
Oðru máli gegnir um aðrar
umbúðir og vil ég sérstaklega
nefna vínflöskur. Þær má víða sjá
og sumar brotnar. Ekki hefur ver-
ið sett skilagjald á þær og er af-
leiðingin sú að þær má víða sjá á
förnum vegi, og er það heldur
hvimleitt að reka augun í slíkt.
Væri ekki tímabært að bæta úr
þessu — setja skilagjaldið á þann-
ig að þessum flöskum mætti skila
á sömu stöðum og bjór- og gosfl-
öskum er skilað á? Þar með er
þetta vandamál einnig úr sögunni.
Umhverfisverndarmaður
....♦ » ♦---
Einhleyping'-
ar fá ekkert
til baka
að er átakanlegt, en sannleikur
engu að síður að einn þjóðfé-
lagshópur er verr settur í þjóðfélag-
inu en aðrir. Það er einhleypingur-
inn. Við borgum öll í samfélaginu
skatta, sem er sjálfsagður hlutur,
en hjón með böm fá barnabætur.
Einnig á þetta við um einstæðar
mæður, þannig að samfélagið greið-
ir til baka til hjóna með börn og
einstæðra mæðra en einhleypingur
fær ekkert til baka. Samt er hann
ásamt hinum greiðandi til samfé-
lagsins. Ég spyr fjármálaráðherra,
hvers vegna er þetta svona? Væri
ekki hægt að bæta einhleypingum
þetta upp með persónufrádrætti?
Er það hugsanlegur möguleiki að
einhleypingar eigi miljarða inni hjá
ríkinu? Ég vona að fjármálaráð-
herra svari þessu þó hann sé einn
af styrkþegum.
Launþegi
SKYLDUR OG RETTINDI
Itilefni fréttar í Morgunblaðinu 4.
maí sl. er segir frá því að Hall-
dóri Þorsteinssyni hafí verið neitað
um vegabréfsáritun til Bandaríkj-
anna. Það er undarlegt að blaðamað-
ur Morgunblaðsins skuli birta þessa
frétt án þess að geta frekari stað-
reynda í málinu.
Það er dæmigert íyrir okkur Ís-
lendinga að vilja njóta réttinda án
þess að taka á okkur skyldur. Það
er umhugsunarefni útaf fyrir sig
hvað valdi þessari hugsunarveilu.
Það er útilokað að Halldór hafi
verið kvaddur í herinn án þess að
hafa verið skráður „borgari" eða
„íbúi“ í Bandaríkjunum. Þessa stöðu
getur hann ekki öðlast nema að
hann óski eftir því sjálfur.
Hafí hann fengið þessa stöðu hef-
ur hann gengist undir ákveðnar
skyldur, þar á meðal að veija landið
ef þurfa þykir. Hér liggur misskiln-
ingur Halldórs og margra annarra
á því hvað sé lýðræði. Því þegar
þingið ákveður að kalla menn til
herþjónustu samkvæmt lögum, eru
ALLIR þegnarnir jafnskyldugir að
svara kallinu. ENGINN er undan-
skilinn ábyrginni.
Til að lýðræðisriki virki þarf rétt-
lát lög, en þeim þarf að fylgja
strangt eftir. Eg efast um að marg-
ir okkar íslendinga geri sér grein
fyrir hversu ströng okkar eigin lög
eru gagnvart útlendingum hér, eða
hversu margir útlendingar eru rekn-
ir héðan á hveiju ári þar sem þeir
hafa ekki farið eftir okkar ströngu
lögum um landvist hér. Mörgum er
snúið til baka á flugvellinum og fá
ekki að koma inn í landið. Yið ætl-
umst til að aðrar þjóðir virði okkar
lög og venjur, en höldum svo oft að
við getum gert það sem okkur hent-
ar í öðrum löndum.
Bandaríska þjóðin hefur yfirleitt
sýnt okkur íslendingum vinsemd og
virðingu. Starfsmenn sendiráðsins
hér eru einungis að vinna skyldu-
störf sín. Þeir bjóða mönnum að
gera hreint fyrir sínum dyrum en
til þess þarf að sækja um að mál
þeirra sé tekið fyrir og koma i við-
tal. Það er ekkert óeðlilegt við þetta
fyrirkomulag. Ég vil ráðleggja
Halldóri að fara í viðtalið, halda
uppá sjötugsafmælið i „Ameríku“
og njóta frábærrar gestrisni Amerík-
ana sem ferðamaður í þeirra landi.
Guðjón Sigurðsson
REYKLAUS DAGUR 31. MAÍ
Tilefnið
seiti þú beiðst eftir?
Búðu þig
undir
aS hætta
að reykja
Leiðbeiningarrit Krabbameinsfélagsins
ÚT ÚR KÓFINU
°9
EKKI FÓRN - HELDUR FRELSUN
fást ókeypis á heilsugæslustöðvum
um land allt, í mörgum apótekum
og hjá Krabbameinsfélaginu.
Reyklaus dagur
- reyklaus framtíð!
TÓBAKSVARNANEFND
687111
HöTtx ýmw)
HQjjiJjssínm
¥(S)ft!]y®T®lg
"(Ö
[Jj][LcÐ(S)[jffl©WIlDTrD[M
THE ROCKING GHOST
®DTn]®i____
fim. fös. 25.
23. 24. og lau. maí
DANSANDI FJOLSKYLDA
Margfaldir íslandsmeistarar í Ballroom
og suður - amerískum dönsum
á Hótel ísiandi fim. 23. og fös. 24.