Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 13
. MO^KBLA»H> .SljflNUiMWK, 1%>1 X SI3 að allt sem heitir ljóð sé það? Það er nú. Hvað er ég að fara? Það er oft talað um að við þýðum hugsanir eða tilfinningar yfir í orð. Og samkvæmt því eru öll ljóð þýð- ingar. Ég er ekki viss um að ég geti fallist á þá hugmynd, nema að vissi marki, en þá eru líka ljóðin þýðingar úr máli sem er ekki til. -Þegar við spáum í texta gerum við oft ráð fyrir að það sé eitthvað á bak við hann, einhver hulinn leynd- ardómur, eitthvert djúp. Og við göngum út frá því að þetta djúp sé ekki hjá okkur sjálfum. Þegar ég les ljóð finnst mér nóg verkefni að búa til eitthvert vit í það fyrir mig, þótt ég sé ekki að velta mér uppúr því hvað aðrir séu að hugsa. í staðinn fyrir að pæla í hvað einhver höfundur hafi verið að hugsa ætti maður að spyrja: Hvað er ég að hugsa meðan ég les? Ég vil setja sviga utanum höfundinn. Það er hvorki af hroka né lítillæti, ég lít svo á að birtur texti sé almenn- ingseign. Hver getur skilið sínum skilningi og hann er jafn góður og skilningur höfundarins. Og hvað er þó Ijóðið. Hvað gerir það. Skapar það fortíð eða er það meira eins og hús að vera í, sem skapar manni bæði fortíð og framtíð? Það er engin niður- staða fyrirliggjandi hjá mér um það. En ég trúi á orðin. Ég held að orð hafi áhrif á veruleika okkar og móti líf okk- ar. Hafí bein áhrif. í Ijóðinu Ólestur skrifarðu: /Skoð- anir þínar þykja mér ekki kyssileg- ar. / Það fínnst mér skemmtileg skoðun. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt talað þannig um skoðan- ir áður. Og það á kannski eftir að breyta áliti þínu á skoðunum. Venjulega tölum við um skynsamlegar skoðan- ir, eða miður skynsamlegar og vís- um til gáfnafars. Ef við hugsum okkur skoðanir sem kyssilegar eða ekki kyssilegar fara skoðanaskipti kannski að líkjast ástarleik og það getur leitt til þess að einhverjir muni fremur laðast að þeim. Svona getur lítið og að því er virðist ómerkilegt atriði haft bein áhrif á heiminn. Þetta hefur margt gott fólk reynt að benda á í gegnum árin. Mörg Ijóóin þín sýndist mér ekki hægt að skilja' öðrum skilningi en tiifínningalegum. Þannig var ljóð eins og — frinn frinn — mjög magn- að án þess að ég réði við að tengja það nokkrum ákveðnum veruleika. Nema þá stafrófinu. Og þá verð ég afskaplega forvitin og æfísagnaleg í hugsun, vil vita hvað höfundurinn var að hugsa, hvemig ljóðið varð til. Þú hlýtur að sjá að þarna er einn stafur horfínn úr stafrófínu. Ein- hverntíma ætlaði ég að skrifa barn- asögu sem átti að heita: Þegar A fór að heiman. En það varð ekkert úr því frekar en svo mörgu öðru. En þetta ljóð .. . fyrir mér tengist það dauðsfalli. Ég gat ekkert annað gert en að grípa til þeirrar líkingar og láta einn staf hverfa úr stafróf- inu. En af hverju alltaf þetta að spá í hvað höfundurinn var að hugsa þegar hann orti Ijóðið? Þú lest ljóð eftir mig og tengir það þínum heimi, ég les sama ljóð og man að þegar ég var að yrkja það hringdi vinur minn og vildi fá mig til að bera með sér þvottavél. Skiptir engu máli fyrir skilning á ljóðinu. Þótt ég sé höfundur þá er ég kominn í sömu stöðu og hver annar lesandi um leið og Ijóðið hefur birst. Þetta Ijóóasafn, Ljóðaþýðingar úr belgísku, það minnir svolítið á leik- rit . . . Við skulum frekar kallað það revíu. En gott þú nefnir ljóðasafn, þetta er eins konar revía um ljóða- safn. En upphaflega ætlaði ég að skrifa framúrstefnuskáldsögu um skáldaþing. Svo þróaðist þetta í svona hlutverk eða persónur. Eða bara níu sinnum Anton, ef þú vilt. Ég hef alltaf átt í erfíðleikum með að vera heilsteypt persóna, hvað þá heilsteypt skáld, ég hef ekki meikað það að kom mér upp stíl. Er ekki almennt viðurkennt að fólk gangi með margar sjálfsímyndir, frekar en eina alveg ákveðna? Það fer eftir því hvaða klíku þú umgengst. 1985 gaf ég út pínulitla ljóðabók í örfáum eintökum. Ljóð nætur hét hún. Ýmsir sem lásu hana sögðu við mig að það væri undarlegt með svona þunna bók hvað hún væri ósamstæð. Mér þótti soldið sárt að heyra það fyrst, en það kom mér á sporið. Ég fór að hugsa; kannski er ég enginn Hann- es Pétursson. Kannski yrki ég líka illa. Kannski er það minn stfll, að ég yrki líka illa. Kannski er ekki bara einn stíll, heldur margir. Um þetta leyti komst ég líka í tæri við portúgalska skáldið Femando Pessoa. í honum bjuggu mörg skáld. Hvert öðm ólíkara. Sumir segja að hann hafí verið bilaður, en eftir að ég kynntist honum hef ég orðið sáttari við sjálfan mig. Skrifaðu að hann sé mitt uppáhalds- skáld núna. Hann dó 1935 en áður en hann dó tókst honum að þýða töluvert af mínum óortu ljóðum yfír á portúgölsku. Sama með Dyl- ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gæði, þjónusta Rimlagluggatjöld í yíir 20 litum. Sérsniöin fyrir hvern glugga eftir máli. Sendum í póstkröfu um land allt. <!J) Einkaumboð á íslandi Sími: 31870 - 688770. Tjarnargötu 12 - Keflavík - Sími: 92-12061. an, mér fínnst til einhvers hafa verið lifað, bara að fylgjast með hamskiptum hans. Áttu einhvern uppáhalds heimspek- ing? Er það hægt? Að eiga uppáhalds heimspeking? Þú ert kannski að hugsa um þessa gömlu kalla sem smíðuðu einhver kerfí, sem maður gat verið að máta sig í á iangri ævi? Þeir bjuggu til módel sem áttu að skýra allt. Sko, það er eitthvað sem gengur ekki í mig. Ég sit ekki inni með sannleikann með stóru essi. Ég sit inni með marga sannleika ... En auðvitað hefur maður alls konar viðmiðanir sem maður er ekki með- vitaður um, eitthvað sem maður hefur fengið úr einhveijum heimspe- kikerfum eða reglugerð- um. Þegar ég var ungl- ingur las ég dæmisögu eftir Sigurð Nordal sem hafði mikil áhrif á mig. Það var Ferðin sem aldr- ei var farin í bókinni Líf og dauði. Ég er enn að pæla í þeirri sögu, rífst mikið við sjálfan mig útaf henni. Ertu trúaöur? Nei, það er ég ekki. Ég get a.m.k. ekki sagt að ég trúi á neitt sem heitir Guð. En ég gæti vel hugsað mér að trúa á Maríu mey. Viltu gera nónar grein fyrir því? Nei, mér fínnst bara falleg sagan af konunni sem átti þetta barn. Og myndirnar eru fal- legar, hún með litla bamið. Gæti verið ég og mamma. Hmm. En þú trúir á hulduheima. Mér sýnd- ist það á ljóðunum? Ja, ég praktísera náttúrlega enga trú í þeim efnum, en hulduheimar eru veruleiki í huga margra og um leið veruleiki í lífi okkar. Ég ólst upp við að hugsa um þetta sem sjálfsagðan hlut og maður stendur ekkert upp og kveður það niður, ha? Nei, en hélstu það, finnst þér ég skrifa eins og ég trúi eitthvað sérstaklega á hulduheima? Þú kannt að nota hulduheima sem myndmál sem ég trúi á meðan ég les. Já. Ju, það er satt, svona á ég ekki að spyija... Ég hef hleypt þér í þessi ljóð og þar með eru þau þín. Það veit auðvitað enginn betur en ég sjálfur að sum af þessum ljóð- um eru heivíti géð, og óhjákvæmi- legt annað en að þau hafí einhver áhrif á þann sem les. En ég á ekki að standa yfír lesandanum með kennaraprikið og segja: Þú átt að skilja þetta svona eða svona. Ljóð eru ekki bara miðill hugsunar sem er klár og skýr í kolli höfundar en kemur svo meira eða minna bækluð fram á blaðinu. Ég nýt þess að skrifa, en það er ekki endilega víst að ég viti alltaf sjálfur hvert ég er að fara. Það versta sem ég heyri sagt um mig er þegar einhver kall- ar mig rithöfund. Skáld er skárra. Liturðu ú það sem tvö ólík hlut- verk, það að vera rithöfundur og svo hitt að fást við að skrifa? Sko, rithöfundar eru alltaf að skrifa eitthvað ákveðið, sakamála- sögur eða æviminningar eða landa- fræði og jafnvel ljóð, þeir sem eru sérlega miklir rithöfundar. En ég á engin ákveðin svör við þessum spurningum sem allir miklir rithöf- undar hafa svo gaman af að velta sér upp úr: Um hvað ertu að skrifa? Hveiju viltu koma á framfæri? Hvað viltu segja? Ég er bara að skrifa. Það er ástand sem ég lifi við. Og ég skrifa helst fyrir mig sjálfan, er að tala við sjálfan mig, kannski að leita svara við þessum spumingum sem ég nefndi. Fyrir mig sjálfan. En það útilokar ekki að ljóðin komist í annað samtal þegar þau verða birt. Nei, kallaðu mig frekar skáld en rithöfund. Hvar er þú skúldið þegar bókin kemur út? í viðtali hjá þér. Við megum ekki gleyma því að þegar ljóðin birtast þá er þetta orðin showbissness. 0g ég vil fyrir alla muni verða vinsælt skáld. Ég vona að aðrir muni hafa gaman af þessum ljóðum mínum. Já, og meir en vona, ég er sann- færður um það. Annars væri ég ekki að gefa þetta út. En ég veit þó ekkert hveijir þessir aðrir eru ef út í það er farið. Ég hef enga áskrifendur. Þorsteinn Erlingsson, sem er nú mín mikla fyrirmynd, á að hafa sagt að hann miðaði við að meðalgreint sjö ára barn gæti skilið kvæðin sín. Gerirðu þó rúð fyrir að meðalgreint sjö ára bam skilji ljóðin þin? Neei. Ekki endilega. En ég held að þetta sé léttlesin ljóðabók. Hér geta allir fundið eitthvað við sitt hæfí. Ég er ekki kominn af bók- mennta- eða menntafólki og á ein- hvern hátt hef ég alltaf átt erfitt með að sætta mig við alla þessa upphafningu bókmenntanna sem margir í ljóðabransanum eru svo uppteknir af. Það lið er helst á því að hvert einasta ljóð eigi að redda íslenskri tungu frá glötun og vera dokúment fyrir komandi kynslóðir. Mér fínnst mikilvægara að einhver geti brosað hér og nú. Að minnsta kosti út í annað. Hvenær úkvaðstu að verða skáld? Æti ég hafí ekki tekið þá ákvörð- un á unglingsárunum. Það gekk ekki upp hjá mér að vera í skóla. Ekki nennti maður heldur að vinna og þá var að fínna sér leið til að koma sér hjá því og mér datt þetta snjallræði í hug að gerast listamað- ur og skáld. Einhverstaðar hafði maður fengið hugmyndina um skáldið sem ábyrgðarlausan bóhem sem þyrfti ekki að vinna. Feiilinn hjá mér var bara sá að reikna ekki með helvítis samviskuseminni. Vanda, vanda, verk þinna handa, eins og Nordal sagði í sjónvarpinu. Og þetta rennur ekki útúr mér eins og hjá þeim sem eru fæddir skáld. Nú er ég búinn að reyna að vera skáld í helvíti mörg ár og hef litlu afkastað. Það er nó gúd í aflakónga- samfélagi, ha. Svo þú skilur hvers vegna ég get ekki búið á íslandi. Ætlarðu nokkuð að svara eins og Hemingway, þegar ég spyr þig hvað sé besti skólinn fyrir unga rithöf- unda, óhamingjusöm æska á hann að hafa sagt. Gorkij sagði að maður ætti að vera úti í lífínu til þrítugs, kynnast fólki og setjast svo og skrifa. Óham- ingjusöm æska? Þá er ég illa skólað- ur. Nei, það er ekki hægt að al- hæfa. Vandamálið fyrir mér er handverkið. Þegar ég var lítill lærði ég bragfræði til að geta ort rétt, eins og maður segir. Núna les ég stundum málvísindagreinar og svei mér þá ef ég er ekki að vonast til að komast að einhveijum sannleika um sérhljóðana. Til dæmis. Hver er galdurinn með a-ið? En kannski ég hafí átt svo óhamingjusama æsku og hafí svo miklu að leyna sem ég get ekki tekist á við, að ég geri mér upp hagnýt vandamál til að fást við í staðinn. Kannski er draumurinn um að skrifa hina full- komnu setningu uppbót fyrir óham- ingjusama æsku. Það er kannski mergur málsins. Nei, ég veit ekkert hvað ég er að þrugla. Þú heyrir sjálf hvað ég er ruglaður, ekki heil brú í því sem ég segi, mótsögn á mótsögn ofan. HLUTABRÉFASJÓÐUR VÍB HF. AÐALFUNDUR Þriðjudaginn 28. maí 1991, kl. 17:30 Höfða, Hótel Loftleiðum Dagskrá: 1. Venljuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins 2. Erindi Þáttur hlutabréfa í fjármálum einstaklinga: Bera hlutabréfa áfram hæstu ávöxtun? Sigurdur B. Stefánsson, framkvœmdastjóri VIB 3. Onnur mál Hluthafar eru hvattir til að mæta VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Armula 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25. Heimferð llm leið og komið er í ófanga vaknar lingun eftir öðrum. ÞeHa veit ég. Þú hefur sagt mér það óður. Ég veit að framrósin verður ekki stöðvuð. Ég veit að við eigum bókað i framtíðinni. Raunsæið var aldrei min sterka hlið. Ekki bíður ferjan. Ekki hægjum við ú bflnum og snúum til baka. ÞeHa veit ég allt. En ég gleymdi að læsa bakdyramegin get ekki munoð hvort ég slökkti ú ofninum minnist þess ekki að hafa skrúfað fyrir kranann og við hefðum óH, við hefum ÚH að negla fyrir glugga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.