Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 30
iðo 3C ! (MoKÖÍJNSlÁ'Ö16 (SAWI®KMlWCIill&ÍÍ)ÁGltlRlf&;15í Aí>'llð91 ÆSKUMYNDIN... ERAF SVÖVUHARALDSDÓTTUR, FEGURÐARDROTTNINGUÍSLANDS ÚR MYNDAS AFNINU ÓLAFURK. MAGNÚSSON ~4 Ofboöslega feimin HotfintíÖ Sunnudagskvöld í janúarmánuði síðastliðnum kom upp eldur í Skíða- skálanum í Hveradölum og brann hann til kaldra kola. Þar með hvarf af sjónarsvið- inu elsti skíðaskáli á Suðurlandi og hefur sjálfsagt mörgum þótt mikill sjónarsviptir að þessu merka kennileiti á leiðinni austur fyrir flall. Skíðaskálinn var vígður 15. september 1935 og þótti sá atburður marka þáttaskil í sögu skíðaíþróttarinnar á íslandi. Þó má segja að skálinn í Hveradölum hafi átt sér eins konar fyrirrennara þar sem veitinga- og gistihúsið að Kol- viðarhóli var. Þar hafði verið sælu- hús frá 1842, en veitingahúsið, sem sumir muna enn, var reist 1929. Þar var oft gestkvæmt um helgar þegar skíðafæri gafst og geta heim- ildir þess að stundum hafi 100 manns gist þar og 300 verið í mat. Búsforráð á Kolviðarhóli höfðu hjónin Valgerður Þórðardóttir og Sigurð- ur Daníelsson, en Val- gerður seldi ÍR Kolvið- arhól þegar Sigurður féll frá árið 1938, en stóð þó áfram fyrir veit- ingarekstri þar til ársins 1943. Þá lagðist allur rekstur af og var húsið í niðurníðslu um ára- bil, þar til það var rifið á sjöunda áratugnum. Myndirnar eru teknar um og eftir 1960 og sýna annars vegar Skíðaskálann í Hveradölum reisulegan og vel hirtan og hins vegar Kolviðarhól í niðurníðslu skömmu áður en húsið var rifið. Hún var með afbrigðum feimin sem krakki. Samt var stutt í striðnispúkann í henni. Hún þótti félags- lynd og átti traustan vinkvennahóp. Símaat naut gíf- urlegra vinsælda meðal þeirra og oft eyddu þær tím- anum í slíkt athæfi. Þær neita þó alfarið að gefa nánari lýsingar á því, segjast löngu vaxnar upp úr sliku. Svava Haraldsdóttir var kjörin fegurðardrottn- ing íslands 1991 á dögunum og kemur hún því til með að verða fulltrúi Islands í keppninni Ungfrú Heimur sem fram fer síðar á árinu. Svava Haraldsdóttir Svava er fædd í Keflavík þann 10. október árið 1972 og verð- ur því 19 ára í haust. Foreldrar hennar, Hafrún Albertsdóttir og Haraldur Þór Skarphéðinsson, slitu samvistir er Svava var íjögurra ára gömul, en hún á eina alsystur, Rak- el, sem er tveimur árum eldri. Hún tók einnig þátt í fegurðarsam- keppninni nú á dögunum. Svava á fjögur hálfsystkin og eina stjúpsyst- ur. Svava bjó hjá móður sinni í Keflavík til níu ára aldurs og gekk þar í skóla. Síðan segist hún hafa flakkað á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og í Reykjavík fór hún fyrst í Hlíðaskóla, síðan í Lauga- lækjarskóla og loks í Hvassaleitis- skóla. Eftir að grunnskólanum lauk lá leið Svövu vestur yfir haf, til Rhode Island í Bandaríkjunum þar sem faðir hennar hefur búið síðustu þrjú árin. Þar var hún við nám í eitt ár. Að því loknu settist hún í Menntaskólann í Hamrahlíð og er nú á þriðja ári. Jafnframt hefur hún undanfarið eitt ár tekið þátt í sýn- ingarstörfum á vegum Icelandic Models. Þær systur Svava og Rakel eru góðar vinkonur í dag, en á sínum tíma þótti eldri systurinni ekki mik- ið varið í að hafa þá yngri með sér hvert sem ferðinni var heitið. Rakel sá sér því ekki annað fært en að beita hinum ýmsu brögðum til að losna við að hafa yngri systur sína í eftirdragi. „Hún var lítil og mjó, feimin og ofboðslega forvitin. Hún vildi bók- staflega vita allt,“ segir Ragnheiður Eiríksdóttir, stjúpsystir Svövu. „Við vorum þarna þijár á hver á sínu árinu. Tvö ár eru á milli Rakelar og Svövu og svo er ég á milli þeirra. Auðvitað var rifist stundum, en sem betur fer fékk það alltaf farsælan enda. Við erum allar mjög góðar vinkonur í dag,“ segir Ragnheiður. Bryndís' Grétarsdóttir var ná- granni Svövu í Suðurgötunni í Keflavík og gátu þær dundað sér tímunum saman við alls konar „dúl- lerí“, eins og hún orðar það. „Vin- sælast var að sauma föt á Barbie-dúkkurnar og þegar við vor- um 12 og 13 ára tókum við upp á því að fara á tískunámskeið, sem haldið var í Keflavík. Þegar því lauk þurftum við auðvitað að koma fram og sýna og ég man að við tókum okkur mjög alvarlega." Rakel Halldórsdóttir kynntist Svövu í Hvassaleitisskóla. „Fyrsta árið vorum við bara kunningjar. Næsta ár á eftir urðum við mjög samrýndar. Þegar hún kom fyrst í skólann var hún alveg rosalega feimin og hlédræg. Það tók eigin- lega enginn eftir henni því hún fór nánast með veggjum og hafði sig lítið í frammi. En Svava er bæði góð og hlý manneskja og vill allt fyrir alla gera. Hún er traust vin- kona og mjög heiðarleg." SUNNUDAGS- SPORTID . . . Siglingar „Ef einhver íþrótt væri til þess kjörin að vera þjóðaríþrótt, finnst mér að það ættu að vera siglingar, því hefðu menn ekkijþekkt siglinga- íþróttina til forna, væru engir Islendingar til!“ segir Baldvin Einarsson sem er einn af 1.500 manna hópi sem stundar siglingar á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Alls eru starfandi fimm siglingaklúbbar á Stór- Reykjavíkursvæðinu og hefur áhugi á þessari íþrótt aukist til muna á síðustu árum. „Hingað var siglt á 9. öldinni en kunnáttan týndist niður á harðindatímum. Menn lærðu aftur að sigla á Skútuöldinni en aftur týndist kunnáttan niður. Það var svo ekki fyrr en uppúr 1960 að nokkrir sérvitringar hér fóru að sigla aftur,“ segir Baldvin. Baldvin segist hafa haft áhuga á seglbátasiglingum frá því hann var smápatti, en fyrir 14 árum smíðaði hann sér trébát sem hann nefndi Randy. „Ég hef verið með bátinn við Skorradalsvatn þar sem ég á sumar- bústað og þar sigli ég þegar tæki- færi gefst,“ segir hann. Baldvin seg- ir að í siglingaklúbbum sé reynt að leggja áherslu á kennslu og hafi klúbbfélagar kennt unglingum í sjálf- boðavinnu, Það er dýrt að stunda siglingar, því Baldvin segir að ef byijandi vilji kaupa bát til að geta stundað íþrótt- ina sjálfstætt þurfi hann að leggja »út inilli 250 og 300 þúsund krónur. Baldvin á bátnum Randy sem hann smíðaði sjálfur. Margir siglingaklúbbar eiga hins vegar smábáta sem þeir nota í kennslunni. Siglingar eru vinsæl keppnisíþrótt og í Kópavogi er árlega haldið hið svonefnda Nýársmót sem fer fram á nýársdag. „Félagsstarfið í Kópavogi er mjög öflugt og það er sérstaklega gaman að fylgjast með þessu móti, sem oft fer fram í miklum kulda og við erfiðar aðstæð- ur,“ segir Baldvin. Baldvin segir að ekki taki langan tíma að læra að sigla seglbát. „Ungl- ingar með meðalgreind læra þetta á hálftíma," segir hann og bætir við: „Það er eins með siglingar og annað sem maður heillast af. Siglingarnar eru hluti af lífinu og mér líður óskap- lega vel þegar ég kem heim eftir að hafa siglt og átt í viðureign við höfuð- skepnurnar." _________________ ÞANNIG... FARÐAR Ingibjörg Dalberg íanda 7. áratugarins „Þó sagt sé að tiskan fari í hringi, er hún aldrei nákvæmlega eins þegar hún kemur aft- ur,“ segir Ingibjörg Dalberg snyrtifræðingur sem rekur Snyrtistofuna Maju í Reykjavík. Ingibjörg var ung stúlka á 7. áratugnum og man því vel eftir tískunni þá. „Mér finnst að vísu óþægilega stuttur tími hafa liðið, en þó þykir mér gaman að sjá 13 ára dóttur mína upplifa sömu tísku- sveifluna og ég gerði á sínum tíma. Yfirleitt eru það ömmurnar sem sjá tískuna koma aftur, en nú eru það mömmurnar. Kannski ber þetta vott um skort á hugmyndaflugi," segir Ingibjörg. Hún farðaði 16 ára gamla stúlku fyrir okkur, Önnu Töru Edwards og notaði Estée-Lauder-snyrtivörur. „Ég byija á að farða andlitið með farða sem líkist hennar eigin húðlit. Síðan púðra ég miðju andlitsins, ennið, nefið og hökuna, en ekki vangana. Það er allt í lagi þó þeir glansi svolítið. Ég set bleik- an kinnalit á vangana til að fá fram roða. Á augn- lokin nota ég ljósa, fjólubláa og bleika augnskugga og þá eru fölsku augnhárin fest. Það er mikilvægt að festa þau vel eins nálægt rótum náttúrulegu augnháranna og kostur er. Augnlínan er síðan teikn- uð með svörtum blýanti eða pennsli og fljótandi eye-Iiner. Þessi Iína er fyrst og fremst gerð til að ekki sjáist hvar fölsku augnhárin eru fest, en með „Varirnar eiga að vera þykkar og augnlokin þung,“ segir Ingibjörg Dalberg um förðunina í anda 7. áratugarins. henni virðast augnlokin líka þyngri og það er ein- mitt hluti af tískunni. Þykkar varir og stór munnur eru í tísku núna og þess vegna eru útlínurnar teiknaðar eins stórar og hægt er með dökkum blýanti. Ég lita síðan varirnar með ljósbleikum sanseruðum varalit, sem er sumar- legur og fer mjög vel við sólbrúna húð.“ Ingibjörg segir að mikilvægt sé að snyrta auga- brúnir, plokka þær vel en hafa þær samt skarpar og þykkar. Undir augabrúnir eru notaðir ljósir sans- eraðir litir. „Óneitanlega minnir þessi tíska mjög mikið á þá sem ríkti á 7. áratugnum, en allur farði er miklu léttari og náttúrulegri núna en áður. Mér finnst þessi tegund förðunar eiga vel við stúlkur undir tvítugu, en þær sem eru eldri ættu að nota mildari liti og ekki of löng fölsk augnhár. Það er sjálfsagt að konur á öllum aldri farði sig í anda tískunnar, en þær verða að passa að ofgera ekki. Gullna reglan í allri förðun er: aldrei að nota of mikinn farða. Lítið gerir meira.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.