Morgunblaðið - 28.05.1991, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROI I IRþRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991
B
ARSÞING HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ISLANDS
ítfóm
FOLX
■ HELGA Magnúsdóttir fráfar-
andi gjaldkeri HSI hefur átt sæti í
stjórninni í 8 ár. Hún upplýsti vegna
fyrirspurnar að fjárþörf sambands-
ins væri mikil. Reikningar streymdu
inn og eins og staðan væri í dag
vantaði einar 7 milljónir í kassann
svo unnt yrði að borga reikningana.
■ ÞORGILS Óttar Mathiesen
einn þeirra þriggja sem gerði nýja
fjárhagsáætíun fyrir næstu stjórn
HSÍ sagði að nauðsynlegt væri að
farið yrði eftir áætluninni og lykilat-
riði að því væri að færa bókhald
daglega og gera upp mánaðarlega.
Þorgils Óttar var síðar við stjórn-
arkjör kjörinn annar tveggja endur-
skoðenda.
■ TILLAGA frá ÍBV um að tveir
erlendir leikmenn fengju að leika
með meistaraflokki-A karla og
kvenna fékk lítinn hljómgrunn.
Þingfulltrúar töldu gallana fleiri en
kostina og þá ákváðu Eyjamenn
að draga tillöguna til baka.
■ RAUTT spjald á þá sem sitja
á bekknum og eru á leikskýrslu
mun framvegis þýða tveggja
mínútna brottvikningu og verður
liðið því að kalla einn mann af leik-
velli. Þessi tillaga var lögð fram af
dómaranefnd og gildir um alla sem
frá útilokun og skráðir eru á leik-
skýrslu eftir að leikur er hafinn.
■ STARFSMAÐUR vegna HM
’95 á íslandi hefur verið ráðin og
var Jón Hjaltalín Magnússon for-
maður HSÍ gagnrýndur fyrir þá
ráðriingu án samráðs við sambands-
stjórnina. Júlíus Hafstein, borgar-
fulltrúi í Reykjavík sté þá í pontu
og upplýsti að starfsmaðurinn hefði
verið ráðinn um áramót og að hann
væri ekki starfsmaður HSI. Laun
hans væru af hálfu_ greidd af
Reykjavíkurborg og ÍSI.
■ TILLAGA um svokölluð leik-
mannaskírteini náði ekki fram að
ganga. Hún var ætluð sem tekju-
lind, en öll þátttökugjöld eru nú
greidd með svokölluðum Lottó pen-
ingum og verður svo áfram.
M JÓN Hjaltalín Magnússon
formaður HSI upplýsti á ársþinginu
að Bandaríkjamenn hefðu boðið
karlalandsliðinu til keppnisferðar til
Bandaríkjanna í júlí. Bandaríkja-
menn væru að undirbúa sig vegna
svokallaðra Pan Am leika og æt-
luðu þeir að greiða alian kostnað
vegna ferðarinnar.
■ KRISTJÁN Örn Ingibergsson
einn af fulltrúum KR á þinginu
sagði að mörg handknattleiksfélög
ættu nú við verulegan fjárhags-
vanda að etja og upplýsti að hann
vissi til þess að tvö Reykjvaíkurfé-
lög skulduðu_ meira en 8 milljónir.
■ KRISTJÁN Örn Ingibergsson
óskaði eftir þegar stungið var uppá
Jóni Hjaltalín Magnússyni sem
formanni að fram færi atkvæða-
greiðsla. Við því var orðið og
greiddu 45 fulltrúar atkvæði. Nafn
formannsins var á 36 seðlum, 8
voru auðir og einn ógildur.
■ SIGURÐUR INGI TÓMAS-
SON fyrrum formaður handknatt-
leiksdeildar Fram gagnrýndi ýmis:
legt í störfum stjórnarmanna HSI
og þar á meðal störf heiðursmerkja-
nefndar sem hefði litlu áorkað. Þeg-
ar kom að tilnefningu í nefndina
var stungið uppá Sigurði Inga sem
öðrum af tveimur í nefndinni og
■var einrómá kjörinn með lófaklappi.
Nýttfyrirkomulag íslandsmótsins íkarla og kvennaflokki:
Höfðadi ekki til áhorfenda
- sagði Örn H. Magnússon formaður FH um gamla kerfið
„ÞEGAR við breyttum fyrirkomulaginu í deidlarkeppninni síðast
var það gert með þeim ásetningi að auka áhugann og við gerð-
um okkur vonir um fjölgun áhorfenda. En það gangstæða gerð-
ist — leiknir voru of margir leikir sem engu máli skiptu og þetta
fyrirkomulag höfðaði einfaldlega ekki til áhorfenda," sagði Örn
Magnússon formaður handknattleiksdeildar FH sem lagði til að
breytingar yrðu gerðar á fslandsmótinu og voru tillögur FH-inga
samþykktar með smávægilegur breytingum. Einnig voru sam-
þykktar breytingar á fyrirkomulagi í meistaraflokki kvenna og
verður nú leikið itveim riðlum í einni deild.
Fyrirkomulag í 1. deild karla
verður nú þannig að 12 Iið leika
tvöfalda umferð heima og heiman
og hlýtur sigurvegari í þeini keppni
þátttökurétt í
Bjöm keppni IHF. Verði
Blöndai það lið einnig ís-
skrifar landsmeistari fær lið
nr. 2 þátttökurétt-
inn í IHF keppninni. Ef það lið
öðlast þátttökurétt í Evrópukeppni
bikarmeistara fær lið nr. 3 þátt-
tökuréttin í IHF keppninni. Að lok-
inni þessari keppni skiptist deildin
í tvo hluta. í efri hluta leika þau
lið sem verða í sætum eitt til átta
um íslandsmeistaratitilinn. Þau lið
sem hafna í sætum tíu og ellefu
leika um hvort liðið fellur í 2. deild
með liði sem hafnar í 12. sæti, er
fellur beint.
Leikin verður úrsláttarkeppni
þannig að lið sem hafnar í 1. sæti
leikur gegn liðinu í 8. sæti, 2. sæti
gegn 7. sæti, 3. sæti gegn_6. sæti
og 4. sæti gegn 5. sæti. í fyrstu
umferð verður leikið þar til annað
liðið hefur sigrað í tveimur leikjum
og skal hver leikur leikinn til þraut-
ar. Það lið sem hafnar ofar í for-
keppninni fær fyrsta og þriðja leik.
Þá standa eftir fjögur lið og leika
sigurvegarar I leik í-8 gegn sigur-
vegara í leik 4-5 og sigurvegari í
leik 2-7 leikur gegn siguivegara í
leik 3-6 þar sem það lið heidur
áfram sem fyrr vinnur tvo leiki. Þá
standa eftir tvö lið og það sem fyrr
sigrar í þremur leikjum verður ís-
landsmeistari.
Örn Magnússon sagði að þeir
FH-ingar hefðu kynnt sér þessi mál
ítarlega og þessar hugmyndir væru
komnar víða að, frá Bandaríkjun-
um, Þýskalandi, Svíþjóð og frá úr-
valsdeildinni í körfubolta á íslandi.
„Við teljum að áhorfendur vilji sjá
keppni þar sem hver leikur skiptir
máli og getur það bæði átt við for-
keppnina og ekki síst í úrslitakeppn-
inni. Áhorfendum á leikjum FH var
farið að fækka verulega og svo var
einnig hjá flestum hinum liðunum.
Með þessu nýja fyrirkomulagi von-
umst við til að snúa við þessari
þróun og gera handboltann að vin-
sælli keppnisgrein að nýju.“
Þór frá Akureyri lagði einnig til
að breyting yrði gerð á keppnisfyr-
irkomulaginu í meistaraflokki
karla. í tillögum norðanmanna var
gert ráð fyrir að ieikið yrði (16 liða
deild í tveim riðlum og síðan léku
4 efstu liðin í hvorum riðli um ís-
landsmeistaratitilinn. Þessi tillaga
náði ekki fram að ganga og var
felld.
í meistaraflokki kvenna verður
eins og áður sagði leikið í einni
deild verði liðin 15 eða færri. Leik-
ið verður í tveimur riðlum og fara
fjögur efstu liðin úr hvorum riðli í
úrvalsdeild þar sem leikin verður
tvöföld umferð heima og heiman.
Fjögur efstu liðin fara síðan í loka-
keppni úrvalsdeildar og er fyrir-
komulag þeirrar keppni með líku
sniði og hjá körlunum. Leikið verð-
ur með úrsláttarfyrirkomulagi og
heldur það lið áfram sem fyrr sigr-
ar í tveimur leikjum. Þá standa eft-
ir tvö lið sem leika til úrslita um
Islandsmeistaratitilinn og hlýtur
það lið sigur sem fyrr sigrar í tveim
leikjum.
Morgunblaðiö/Björn Blöndal
Jón Hjaltalín Magnússon var endurkjörinn formaður Handknattleikssambands íslands á ársþingi þess sem haldið var
í Keflavík um helgina. Á myndinni óskar Sigurður Tómasson formanninum til hamingju með endurkjörið.
Jón Hjaltalín endur-
kjörínn formaður
Jón Hjaltalín:
Viður-
kenni að
ég er ekki
gallalaus
„ÉG vil ífyrstu þakka
það traust sem mér hef-
ur nú verið sýnt í átt-
unda sinn,“ sagði Jón
Hjaltalín Magnússon
eftir að hann hafði verið
kjörinn formaður Hand-
knattleikssambands ís-
lands á ársþingi þess í
Keflavík á sunnudaginn.
„Ég skal viðurkenna að
ég er ekki gallalaus, en
ég vona að við sem nú
höfum verið valdir til
forystu í HSÍ berum
gæfu til að vinna saman
þvíframundan eru mörg
og erfið verkefni."
Jón Hjaltalín Magnússon var
endurkjörinn formaður Hand-
knardeikssambands íslands á
ársþingi þess sem haldið var í
Keflavfk um helgina í áttunda
sinn. Fyrir og á meðan á árs-
þinginu stóð fóru fram þreif-
ingar um að velja nýjan mann
til forystu. Samstaða varð ekki
og varð niðurstaðan sú að
stungið var uppá Jóni Hjaltalín
sem áframhaldandi formanni
og hlaut hann því sem næst
rússneska kosningu íleynilegri
atkvæðagreiðslu.
Nýr gjaldkeri kom inn í stjóm-
ina, Valur Páll Þórðarson í
stað Helgu Magnúsdóttur sem ekki
gaf kost á sér og Gunnar Kvaran
sem meðstjórnandi í
stað Björns Jóhann-
essonar sem ekki
gaf kost á sér.
Áfram sitja Gunnar
K. Gunnarsson varaformaður og
Þórður Sigurðsson ritari. Erfiðlega
Björn
Blöndal
skrifarfrá
Keflavik
gekk að fínna menn sem voru til-
búnir að starfa í sambandsstjórn
og varð að gera fundarhlé á meðan
gengið var frá þeim málum.
Áður en kom til stjórnarkjörs
töluðu Sigurður I. Tómasson form-
aður handknattleiksdeildar Fram
og Öm Magnússon formaður hand-
knattleiksdeildar FH sem báðir áttu
sæti í uppstillinganefnd. Gagnrýndu
þeir formanninn og störf hans. Sig-
urður sagði að innan stjórnarinnar
ríkti trúnaðarbrestur og að of oft
framkvæmdi formaðurinn fyrst og
spyrði síðar. Það væri ekkert laun-
ungamál að hann hefði viljað sjá
nýjan mann sem formann HSÍ en
samstaða hefði ekki verið fyrir
hendi. Hann hefði jafnvel orðið að
snúa upp á hendur á mönnum til
að fá þá til starfa í sambandsstjórn-
inni og jafnvel að hringja til útlanda
í sama skyni.
Örn sakaði Jón um hina slæmu
fjárhagsstöðu og að HSÍ væri í raun
gjaldþrota. Erfitt væri að vinna með
formanninum sem væri einfari. Örn
sagði að rætt hefði verið við fjölda
manna en undirtektir verið dræmar
og að þeim hefði verið hlegið. Þeir
Sigurður og Örn sögðu að eins og
staðan væri yrði farsælast að styðja
Jón Hjaltalín áfram og að menn
yrðu að standa saman til að bjarga
sambandinu frá kollsteypu.
Samkvæmt ársreikningum eru
skuldir HSÍ nú rúmar 40 milljónii
króna og kom fram að þær eru að
mestu tilkomnar vegna misheppn-
aðs skafmiðahappadrættis þar sem
töpuðust um 15 milljónir svo og
kostnaðar vegna HM á íslandi árið
1995. Tillaga kom um að fresta
umræðum um skýrslu formanns og
ársreikningana til að þingfulltrúar
gætu kynnt sér gögnin betur og
gekk hún eftir. Þegar þessf mál
voru tekin á dagskrá aftur urðu
flestum á óvart engar umræður og
voru ársreikningarnir samþykktir
samhljóða. Kostnaður við rekstur
sambandsins á síðastliðnu ári nam
um 50 milljónum og var tap ársins
liðlega 9 milljónir.
Jón sagði að þetta ársþing
hefði verið eitt það besta
sem hann hefði setið og að
hann væri ánægður með niður-
stöður þess.
Björn Stærstu ákvarð-
Blöndal anatökurnar
skrifarfrá hefðu verið að
Keflavík breyta fyrir-
komulaginu í keppni meistara-
flokks karla og kvenna og einn-
ig hefði verið lögð fram ákaf-
lega vel unnin fjárhagsáætlun.
Hann sagði að nú yrðu menn
að einbeita sér að undirbúningi
B- keppninnar í Austurríki og
einnig væri framundan þýð-
ingamikil verkefni hjá öllum
landsliðunum því í október
kæmi í ljós hvort kvennaliðið
öðlaðist þátttökurétt í næstu
HM-keppni eftir frækilega
frammistöðu á Ítalíu í vetur.