Morgunblaðið - 28.05.1991, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROI I IRpRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991
B 3
íþrmr
FOLK
■ SABURO Fujiki setti vallar-
met á Mennenike-vellinum í
Tókíó á laugardag, fór á 10 undir
pari eða 61 höggi. Hann var með
11 fugla, þar af fimm í röð.
■ MARY Slaney náði besta tíma
ársins í 1.500 hlaupi á grand-prix
móti í San Jose um helgina. Hún
hljóp á 4.4,92 mín.
■ BEN Johnson tók þátt í 100 m
hlaupi í Granada um helgina, því
fyrsta síðan á Ólympíuleikunum í
Seoul. Johnson fékk tímann 10,54
sek. og var í 5. sæti, en huggun
harmi gegn var að Calvin Smith,
fyrrum methafi og nú 30 ára, var
síðastur í 6. sæti.
Johnson. Clough.
■ BRIAN Clough hjá Notting-
ham Forest lét loks verða af því
að kaUpa dýran leikmann. Forest
greiddi Barnsley 1,4 millj. pund
(tæplega 150 millj. ÍSK) fyrir enska
U-21 landsliðsmanninn Carl Tiler.
„Mig hefur vantað miðvörð í árarað-
ir og ég vona að Tiler sé rétti
maðurinn,“ sagði Clough.
■ DRAGAN Stojkovic verður á
bekknum hjá Marseille í úrslitaleik
Evrópukeppni meistaraliða gegn
Rauðu stjörnunni annaðkvöld.
Stojkovic, sem hefur verið lengi frá
í vetur vegna meiðsla, lék áður með
Rauðu stjörnunni.
■ PSV og Ajax eru jöfn að stig-
um, þegar tvær umferðir eru eftir
í hollensku 1. deildinni, en marka-
hlutfall PSV er betra og munar fjór-
um mörkum.
■ RUI Aguas gerði tvö af þremur
mörkum Benfica í 3:0 sigri gegn
Beira mar í portúgölsku deild-
inni. Þar með varð Aguas marka-
kóngur með 25 mörk og Benfica
meistari. Porto var tveimur stigum
á eftir og Domingos de Oliveira,
sem gerði ijögur mörk í síðasta leik,
var samtals með 24 mörk.
GOLF / STIGAMOT A HOLMSVELLI LEIRU
Þorsteinn hafði
betur í bráðabana
ÞORSTEINN Hallgrímsson
frá Vestmannaeyjum gerði
sér lítið fyrir og sigraði í
Maxfli-Dunlop golfmótinu
sem fram fór á Hólmsvelli
í Leiru um helgina eftir að
hafa sigrað Hannes Ey-
vindsson úr Reykjavík í
bráðabana. Mótið gaf stig
til landsliðsins og er Þor-
steinn nú efstur f stiga-
keppninni að tveim mótum
loknum. Góð þátttaka var
í mótinu enda mikið í húfi
- stigin til landsliðsins og
svo vegleg verðlaun sem
gefin voru af Austurbakka.
Gott veður var fyrri dag mótsins
og þá náðu flestir kylfinganna
ágætu skori. Þorsteinn Hallgríms-
son GV og Tryggvi Traustason GK
HflBI höfðu forystuna
Bjöm voru á 73 höggum
Blöndal hvor og Hannes Ey-
skrifar vindsson var á 75
höggum.
Seinni daginn var talsverður
vindur sem gerði mögrum kylfingn-
um erfitt fyrir. „Þetta var erfitt í
rokinu og útlitið var allt annað en
gott hjá mér þar til undir lokin að
ég náði að leika 4 síðustu holumar
á 2 undir pari og það nægði til að
jafna við Hannes og komast í bráða-
bana,“ sagði Þorsteinn eftir mótið.
Upphafshögg Hannesar mis-
heppnaðist með öllu í bráðabanan-
um. Honum tókst þó að bjarga sér
á glæsilegan hátt úr erfíðri aðstöðu
en mistökin kostuðu högg og meira
þurfti Þorsteinn ekki og tryggði sér
öruggan sigur með því að leika 1.
holuna á pari og tryggja sér þar
með sigur í fyrsta „stórmótinu".
Tryggvi Traustason GK varð í
þriðja sæti með á 152 höggum og
síðan kom þeir Sigurður Hafsteins-
son og Bjöm Knútsson á 154 högg-
um hvor, en Bjöm lék best allra
síðasta daginn þegar hann lék völl-
inn á 74 höggum.
Hannes Eyvindsson varð að láta sér
lynda annað sætið eftir bráðabana.
Morgunblaðiö/Bjöm Blöndal
Þorsteinn Hallgrímsson GV siguiyegarinn í Maxfli-Dunlop mótinu
tekur hér á móti verðlaunum úr hendi Áma Árnassonar í Austurbakka.
í keppninni með forgjöf sigraði
Friðjón Þorleifsson GS en hann var
jafnframt elsti keppandinn og í örðu
sæti varð Þorstreinn Hallgrímsson
GV.
Elnar fékk golfsett
Glæsilegt golfsett var í boði fyrir
þann keppanda sem næði því að
fara holu í höggi og þar sem enginn
náði draumahögginu var dregið út
eitt nafn þeirra sem í keppninni
vom og hlaut Einar Aðalbersson
GS golfsettið góða að þessu sinni.
Einnig fékk Siguijón Amarsson GR
fallegan pútter fyrir að ná Albatros
á einni brautinni - það er 3 undir
pari.
■ Úrslit / B9
Staðan
Staðan í stigakeppni Golfsam- *■
bandsins til landsliðsins að
tveim mótum loknum er þessi:
Þorsteinn Hallgrímss. GV..87
Tryggvi Traustason GK.....82
Björgvin Sigurbergsson GK.. 81
Hjalti Pálmason GR........79
Guðmundur Sveinbj. GK.....79
Hannes Eyvindsson GR......78
Sveinn Sigurbergsson GK...75
Sigurður Hafsteinsson GR ....74
Sigurður Sigurðsson GS....73
Bjöm Knútsson GK..........73
Staðan í stigakeppni 18 ára
og yngri er þessi:
Tómas Jónsson GKj........250
Þórður E. Ólafsson GL........ 195
Öm Amarsson GA...........195
GOLF / OPNA BRESKA MEISTARAMOTIÐ
Severiano Ballesteros fagnaði sigri á opna breska meistaramótinu í ann-
að sinn í gær.
L____________________________________I I .linöjjhrn G E-goióii
Ballesteros sigr
aði öðru sinni
- eftir bráðabana við Montgomerie
SEVERIANO Ballesteros frá
Spáni varð sigurvegari á opna
breska meistaramótinu sem
lauk í gær eftir bráðabana við
heimamanninn, Colin Montgo-
merie. Þeir léku báðir á 271
höggi, eða 17 höggum undir
pari vallarins. Þetta var annar
sigur Ballesteros á þessu móti
og í sjötta sinn sem hann vinn-
ur á golfvellinum fWentworth.
Ballesteros hafði tveggja högga
forystu fyrir síðasta dag
keppninnar, en lék á 70 höggum
eftir að hafa náð að pútta niður af
tæplega þriggja metra færi á
síðustu holu. „Ef ég hefði misst af
púttinu á 18. holu hefði það sært
stollt mitt þar sem ég hafði sigurinn
í hendi mér,“ sagði Ballesteros.
Montgomerie lék í gær á 67
höggum og náði að jafna Balleste-
n"0 .riB'inío hscv rno« munirmcrmoi
ros og því varð að koma til bráða-
bana. Þar hafði Ballesteros vinning-
inn eftir fyrstu holu og hlaut fyrir
það 144 þúsund dollara eða um 9
milljónir íslenskar krónur í sigur-
laun. Montgomerie fékk tæpar 6
milljónir í sinn hlut.
„Það var mikil pressa á mig að
sigra og ég er ánægður með að
sigurinn er í höfn,“ sagði Balleste-
rós, sem sigraði á opna japanska
mótinu og varð annar á opna
spænska mótinu fyrr í þessum
mánuði, en áður hafði hann ekki
komist á meðal efstu manna í stór-
móti í 14 mánuði. „Það var mjög
mikilvægt fyrir mig að ná að bijóta
ísinn vegna þess að margir voru á
því að ég væri búinn að vera. Sigur-
inn þakka ég fyrst og fremst bresku
áhorfendunum sem studdu mig svo
vel allan tímann.“
imo!nn':'‘l .nEjii noaaú'iirg
í'ri. iutno<l
Úrslit
271 - Severiano Ballesteros (Spáni)
67 69 65 70, Colin Montgo-
merie 69 66 69 67. (Ballesteros
vann í brábana eftir fyrstu
holu).
272 - Eamonn Darcy (trlandi) 69 66
70 67
273 - Bemhard Langer (Þýskalandi)
67 67 69 70
274 - Nick Faldo 69 70 65 70, Je-
sper Pamevik (Svíþjóð) 73 67
65 69
276 - Gordon Brand yngri 66 69 71 70
277 - Sandy Lyle 71 72 69 65, Jose
Rivero (Spáni) 69 70 69 69,
Rodger Davis (Ástraliu) 71 66
68 72, Johan Rystrom (Svíþjóð)
68 69 68 72
278 - lan Woosnam 70 70 66 72
279 - David Feherty 70 73 70 66,
Peter Teravainen (Bandar.) 67
71 74 67
[
Ttm