Morgunblaðið - 28.05.1991, Side 7

Morgunblaðið - 28.05.1991, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ IÞROI IIRÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991 B 7 Körfuknattleikur: Landsliðið fer til Bandaríkjanna Islenska landsliðið í körfuknattleik fer í æfinga og keppnisferð til Bandaríkjanna í nóvember. „Við förum með fjórtán leikmenn í þessa ferð og leikum gegn sterkum háskólaliðum,“ sagði Torfi Magnússon, þjálfari iandsliðsins. Ferðin mun standa yfir í tvær vikur. Um jólin er fyrirhugað að landsliðið fari utan og taki þátt í fjög- urra þjóða móti. Þessar ferðir er undirbúningur fyrir Norðurlanda- mótið, sem verður í apríl 1992. Carl J. keppir í Miinchen og Ziirich Carl J. Eríksson, skotmaður, fór fyrstur íþróttamanna frá And- orra, en hann tók bifreið á leigu í Barcelona og hélt þaðan til Þýskalands og Sviss. „Carl mun taka þátt í mótum í Miinchen og Ziirich, þar sem hann reynir við lágmark fyrir Ólympíuleikana í Barce- lona 1992,“ sagði Axel Sölvason, stjórnarmaður í Skotsambandinu. Carl, sem er 61 árs, keppir í Miichen í kvöld og Zurich eftir viku. Hann keppir í 60 skot liggjandi með riffli. Það hefur lengi verið draum- ur Carls að keppa á Olympíuleikum og til að draumur hans rætist verður hann að keppa á löglegum velli. Péturfékk gull í Granada Pétur Guðmundsson og Andrés bróðir hans skutust til Granada á Spáni, til að taka þar þátt í alþjóð- legri fijálsíþróttakeppni á laugar- daginn. Pétur varð sigurvegari í kúluvarpi - kastaði 19.02 m, en Andrés var annar með 17.05 m kast. Þeir bræður mættu síðan íslenska íþróttahópnum í Barcelona. Verðlaunaskipting Verðlaunaskiptingin var þannig á Spáþjóðaleikunum í Andorra - gull, silfur, brons og samtals: ísland ..27 19 18 64 Kýpur ..22 16 23 61 Luxemborg ..23 22 16 61 Mónakó .. 8 13 14 35 Andorra 5 9 14 San Marínó.... ..1258 Malta ..1247 Liechtenstein. 3 3 6 Með 102 verðlauna- peningar fá Andorra Sund Landsliðsmennirnir í sundi fengu 51 verðlaunapeninga. 30 gull, 9 silfur og 12 brons, sem skiptust þannig: Ragnheiður Runólfsdóttir....5 2 0 7 Helga Sigurðardóttir.........5 10 6 Arna Þ. Sveinbjörnsdóttir...2 2 2 6 Ingibjörg Arnardóttir........4 10 5 Magnús Már Ólafsson..........3 115 Bryndís Ólafsdóttir..........2 0 3 5 Eðvarð Þór Eðvarðsson........4 0 0 4 Arnþór Ragnarsson............1 0 2 3 Gunnar Ársaelsson............2 0 0 2 Arnar Már Ólafsson...........1 0 12 Elín Sigurðardóttir..........1 0 12 Ævar Orn Jónsson.............0 112 Hörður Guðmundsson...........0 112 Frjálsar íþróttir: Landsliðsmennirnir í fijálsum fengu 22 verðlaunapeningá, 10 gull, 7 silfur og 5 brons, sem skiptust þannig: Guðrún Arnardóttir...........2 10 3 Martha Ernsdóttir............2 0 0 2 íris Grönfeldt...............1 10 2 Eggert Bogason...............1 1 0 2 Pétur Guðmundsson............1 0 12 EinarÞ. Einarsson............0 112 GunnarGuðmundsson............0 112 Sigurður Einarsson...........1 0 0 1 Þórdís Gísladóttir...........1 0 0 1 Guðmundur Karlsdóttir........1 0 0 1 Einar Vilhjálmsson...........0 10 0 Andres Guðmundsson...........0 10 0 Júdó: Landsliðsmennirnir í júdó fengu sex verðlaunapenings, 2 gull, 3 silfur og 1 brons, sem skiptust þannig: Eiríkur Kristinsson..........1 0 0 1 Freyr Gauti Sigmundsson......1 0 0 1 Baldur Stefánsson............0 10 1 Sigurður Bergmann............0 10 1 Halldór Hafsteinsson.........0 1 0 1 Gunnar Jóhannesson...........0 0 11 Körfuknattleikur: Karlalandsliðið fékk 12 gullpeninga og kvennalandsliðið fékk 10 bronspeninga. Skotfimi: Carl J. Eiríksson féll bronsverðlaun. „Það var léttara að hlaupa núna“ - sagði Martha Ernstdóttir, sem tryggði sér gullverð- laun í 1.500 m hlaupi. íris á pall í kúluvarpi MARTHA Ernstdóttir tryggði sér sín önnur gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum í Andorra þegar hún varð öruggur sigur- vegari í 1.500 m hlaupi á nýju Smáþjóðameti 4:32,44 mín. „Það var léttara að hlaupa fimmtán hundruð metrana hér i þunna loftinu heldur en þrjú þúsund metrana," sagði Martha, sem hefur hlaupið 1.500 m hlaup á einni sek. betri tíma. ÆT Iris Grönfeldt tryggði sér einnig sín önnur verðlaun; þegar hún varð í öðru sæti í kúluvarpi. “Það var erfitt að keppa í hringnum, sem var mjög sleipur. Ég páði ekki rétt- um snúningi," sagði Iris.'sem kast- aði kúlunni 14,13 m, eða einu metra lengur en hún hafði áður gert best. Sigui-vegarinn var Evangelidou frá Kýpur, sem kastaði 15,02 m og bætti Smáþjóðamet Soffíu Gests- dóttur, sem var 12,54 m. Birgitta Guðjónsdóttir varð í fjórða sæti með 12,00 m. Erfitt ferda- lagfrá Andorra ÞAÐ voru þreyttir íþróttamenn sem komu til Keflavíkurflug- vallarfrá Andorra á mánudags- morgun kl. 5, eða eftir átján klukkustunda ferðalag frá And- orra. Margir þeirra voru þó ekki lausir við flug, því að eftir vartil Akureyrar. Islensku íþróttamennirnir héldu frá Andorra kl. 10 á sunnudags- morgun og var ekið í tveimur lang- ferðabifreiðum til Barcelona, þ'ar sem boðið var upp á skoðunarferð um það svæði sem Ólympíuleikarn- ir 1992 fara fram á. Þriggja tíma tafir urðu á flugi til íslands vegna seinagangs flug- vallarstarfsmanna á Palma á Mall- orka, þar sem flugvélin millilenti. Ekki bætti það úr skák, að starfs- menn í flughöfninni í Barcelona höfðu ekki hugmynd um flugvélina - hvenær hún kæmi og gátu því ekki bókað íþróttamennina inn. Martha Ernstdóttir. Kvennasveitin dæmd úr leik íslenska sveitin í 4x100 m hlaupi varð í þriðja sæti á 41,81 sek. í sveitinni voru Egill Eiðsson, Einar Þór Einarsson, Gunnar Guðmunds- son og Ólafur Guðmundsson. Kvennasveitin var aftur á móti dæmd úr leik, eftir ranga skiptingu hjá Þórdísi Gísladóttur og Þói-u Ein- arsdóttur. „Þetta var grátlegt. Ég var kominn framúr stúlkunni frá Luxemborg og var að nálgast Þóru. Hún var spennt og fór of snemma af stað. Þá hrópaði ég; bíddu, bíddul, en hún hélt áfram og fálm- aði með hönd eftir keflinu, án þess að líta við, en það hefði hún átt að gera,“ sagði Þórdís, sem hefði viljað enda Smáþjóðaleikana eins og hún byijaði þa, með gullverðlaun. Geir- laug Geirlaugsdóttir og Guðrún Arnardóttir hlupu fyr’stu sprettina. Sögðu að það yrði ekki gert fyrr en tveimur tímum fyrir brottför. Spánveijar þurfa greinilega að taka sig á í þjónustu ef þeir ætla sér að halda Ölympíuleikaha í Barcelona skammlaust. Lesiö fyrir próf. Þóra Ein- arsdóttir notaði tímann vel á rútuferðinni, með því að lesa undir próf í íslensku. Þóra, sem er í MA, átti að mæta beint í próf í gærmorgun. ^A/Dorra Vanda Sigurgeirsdóttir. ■ VANDA Sigurgeirsdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, stoppaði ekki lengi hér á landi er hún kom frá Andorra. Hún kom til landsins á fimmta tímanum að- faranótt sunnudagsins, en kl. sjö fór hún til Gautaborgar í Svíþjóð. Vanda fór þangað með unglingum í félagsmiðstöðinni í Arbæ. ■ THEÓDÓR Kjiirtíuisson, haglabyssuskotmaður, varð eftir á Spáni, þar sem hann verður í viku í æfingabúðum. ■ TVEIR haglabyssuskotmenn verða sendir til Alandseyja í sum- ar, þar sem þeir taka þátt í Eyjaleik- unum. ■ ÞAÐ vakti athygli að íslenski fáninn, sem var hífður að húni þeg- ar körfuknattleiksmenn tóku á móti gullverðlaunum sínum, var ekki eins og menn áttu að venjast. Rauða línan fór í gegn, þannig hvíti krossinn brotnaði á henni. ■ SIGURJÓN Sigurðsson, lækn- ir Ólympíunefndar, fékk íslenskan fána sem notaður var í Andorra, gefins og mun hann færa Þorsteini Einarssyni fánann, en Þorsteinn hefur safnað íslenskum fánum, sem hafa verið notaðir á Ólympíuleik- um og leikum sem alþjóða ólympíu- nefndin hefur staðið fyrir, eins og Smáþjóðaleikunum. ■ BJÖRN Guðbjörnsson, blak- dómari, fékk það hlutverk að dæma fjóra leiki á Smáþjóðaleikunum. Hann dæmdi síðast leik um þriðja sætið í keppni karla. ■ JÓN Kr. Gíslason, fyrirliði landsliðsins í körfuknattleik, tók á móti gullinu eftir að hafa leikið sinn 100. landsleik. Landsleikjamet Torfa Magnússonar, landsliðsþjálf- ara, 131 leikir, er í hættu. ■ SIGURÐUR Einarsson, spjót- kastari og Einar Þór Einarsson, hlaupari, ásamt Stefáni Jóhanns- syni, þjálfara, kvöddu íslenska hópinn í Barcelona. Þeir héldu til Sevilla, þar sem þeir taka þátt í móti um næstu helgi. Björn Guðbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.