Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991
SMAÞJOÐALEIKARNIR I ANDORRA
íslendingar voru
sigursælir í Andorra
ÍSLENDINGAR urðu sigurvegarar á
Smáþjóðaleikunum í Andorra, þar
sém þeir unnu 64 gull, silfur og
brons, en næstir komu íþróttamenn
frá Kýpur og Luxemborg með 61
verðlaunapeninga. Samtals fengu
íslensku íþróttamennirnir 102 verð-
launapeninga í Andorra. Sundmenn
fengu 51 pening, en frjálsíþrótta-
menn og körfuknattleiksmenn
fengu 22 peninga, júdómenn sex
og skotmenn einn. Aldrei áður hafa
íslenskir íþróttamenn komið með
svo marga peninga með sér heim
eftir mót.
Sundmenn fengu fjói-tán gull, níu
silfur og þrettán brons. Frjáls-
íþróttamenn fengu tíu guil, sjö silfur og
tvö brons. Júdómenn fengu tvö gull,
Sigmunduró. Landslið karla í körfu-
Steinarsson knattleik fékk gull, en
skrifarirá kvennaliðið brons og Carl
Andorra j_ Eirfksson fékk brons j
skotfimi.
Ragnheiður Runólfsdóttir vann til
fersta verðlauna, en hún fékk sjö verð-
launapeninga — fimm gull og tvö silfur.
Helga Sigurðardóttir fékk sex verð-
launapeninga - fimm gull og eitt silfur.
Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir fékk einnig
sex verðiaunapeninga - tvö gull, tvö
silfur og tvö brons.
„Þetta var sigur
liðsheildarinnar“
- sagðiTorfi Magnússon, þjálfari körfuknattleikslandsliðsins
„ÉG er mjög ánægður með
strákana. Þeir hafa staðið sig
mjög vel hér í Andorra og það
var Ijúft að taka á móti gull-
verðlaunum," sagði Torfi
Magnússon, landsliðsþjálfari
íslands í körfuknattleik, eftir
að ísland hafði unnið Luxem-
borg í úrslitaleik 85:53. Lands-
liðið hefur náð mjög góðum
árangri undir stjórn Torfa -
unnið 21 leik af 24 sem hann
hefur stjórnað liðinu í.
Eg er með mjög stóran af góðum
leikmönnum. Sautján til átján
leikmenn hafa verið í landsliðshópn-
um og margir leikmenn eru byijað-
ir að banka á dyrnar," sagði Torfi.
íslenska liðið byijaði með miklum
látum og sterk pressuvörn setti
Luxemborgarmenn út af laginu.
Eftir sex mín. var staðan orðin
19:2, en Luxemborgarmenn náðu
að minnka muninn í 34:29 fyrir
leikhlé. Þegar staðan var 41:31
skoruðu leikmenn íslands tólf stig
í röð og eftir það var aldrei spurn-
ing um hveijir færu með sigur að
hólmi, heldur hvað sigurinn yrði
stór.
„Þetta var sigur liðsheildarinnar.
Stákamir hafa náð vel saman hér
í Andorra og leikið vel,“ sagði Torfi.
Stig íslands skoruðu: Falur
Harðarson 16, Axel Nikulásson 14,
Guðmundur Bragason 11, Teitur
Örlygsson 11, Valur Ingimundarson
10, Guðni Guðnason 8, RúnarÁrna-
son 5, Jón Kr. Gíslason 5, Jón Arn-
ar Ingvarsson 3, Guðjón Skúlason 2.
Skeggið af!
TVÖ íslandsmet féllu á síðasta
keppnisdegi í sundi á Smá-
þjóðaleikunum í Andorra og
þar með var Ijóst að Jón Helga-
son, flokksstjóri sundlands-
liðsins, myndi missa skegg sitt.
Hann sagði fyrir leikanna að
hann myndi raka skegg sitt af,
ef sundlandsliðið myndi setja
fimm met. Kakkarnir settu sex
met og þau tóku sig síðan til
að rökuðu skeggið að Jóni.
Karla- og kvennasveitin settu
íslandsmet í 4x100 skriðsundi.
Karlasveitin hafnaði í fjórða sæti á
3:41,47 mín. Eðvarð Þór Eðvarðs-
son, Arnar Freyr Ólafsson, Magnús
Már Ólafsson og Gunnar Ársælsson
skipuðu sveitina.
Kvennasveitin varð sigurvegari
og kom í mark á 4:04,90 mín., sem
er einnig nýtt Smáþjóðamet. Ingi-
björg Arnardóttir, Ragnheiður Run-
ólfsdóttir, Bryndís Ölafsdóttir og
Jón Helgason skegglaus.
Helga Sigurðardóttir skipuðu sveit-
ina.
Ingibjörg Arnardóttir hafði fyrr
á laugardegi unnið tryggt sér gull
í 800 m skriðsundi á 9:30,33 mín.,
sem var nýtt Smáþjóðamet.
Ragnheiður Runólfsdóttir náði
ekki að endurtaka árangur sinn frá
Kýpur fyrir tveimur árum, þar sem
hún vann sex gullverðlaun. Ragn-
heiður varð í öðru sæti 400 m fjór-
sundi á 5:26,63 mín., en Arna Þ.
Sveinbjörnsdóttir varð þriðja á
5:29,52 mín.
Arnþór Ragnarsson varð þriðji í
400 m íjórsundi á 4:53, 14 mín.
og Arnar Freyr varð fjórði á 5:03,28
mín.
Hörður Guðmundsson varð þriðji
í 1500 m skriðsundi á 18:24,14 mín.
Sundlandsliðið sópaði til sín verð-
launum á Smáþjóðaleikunum, eða
alls 36. Luxemborg kom í öðru
sæti með 25 og Mónakó í þriðja
með 18.
Morgunblaöið/Sigmundur
Einar Vilhjálmsson er hér að koma spjótunum sínum fyrir í langferðabifreið-
inni, sem flutti íþróttamennina frá Andorra til Barcelona.
Blakstúlkumar
skorti reynslu
Reynsluleysi blaklandsliðs
kvenna kostaði það að stúlk-
uraar fengu ekki bronsverðlaun á
Smáþjóðaleikunum í Andorra. Þær
töpuðu, 2:3, fyrir San Marínó í leik
um þriðja sæti, en að öllu eðlilegu
eiga stúlkurnar að leggja San
Marínó að velli.
San Marínó vann fyrstu hrinuna,
16:14, en ísland tvær næstú, 10:15
og 11:15. San Marínó vann svo
17:15 í fjórðu hrinu og síðustu hrin-
una 15:12.
íslensku stúlkurnar gátu gert út
um leikinn í fjórðu hrinu og unnið,
3:1. Þær voru þá yfir, 10:2. Þá kom
reynsluleysið fram og stúlkurnar
skorti sjálfsálit til að gera út um
hrinuna, sem þær töpuðu, 15:17.
Karlalandsliðið vann San Marínó,
3:0, í keppni um fimmta sæti í
karlaflokki. Hrinurnar fóru: 15:10,
15:8, 15:5.