Morgunblaðið - 28.05.1991, Side 8

Morgunblaðið - 28.05.1991, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ, k l//?ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991 8 B ÍSHOKKÍ / URSLIT NHL-DEILDARINNAR PITTSBURGH Penguins fagnaði fyrsta meistaratitlinum í keppni um Stanley-bikarinn í íshokkí um helgina í 23 ára sögu félags- ins. Penguins gerði út um keppnina í 6. leik gegn Minnesota North Stars, sem fórfram í Bloomington, með 8:0 sigri og er það stærsti sigur í úrslitakeppninni í áratugi. orth Stars byijaði betur í keppninni og komst í 2:1. Þá lnémR FOLX ■ CHARLOTTE Hornets hefur komið nokkuð á óvart í NBA-deild- inni í körfuknattleik. Liðinu hefur gengið vel og uppselt er á alla heimaleiki þess. Eins og í mörgum ríkjum I suðurhluta Bandaríkjanna eru menn trúaðir og því gilda sér- stakar reglur ..fyrir leikmenn og þjálfara. Þeir verða að vera í hvítri skyrtu og með bindi þegar þeir koma fram opinberlega. Þeir eiga að raka sig á hveijum morgni og mega ekki undir nokkrum kringum- stæðum bölva. „Ég er ekki að segja að ef þjálfarinn missir útút sér blótsyrði, verði hann að leita að nýju starfi. En hér trúa menn heitt og því geri ég ákveðnar kröfur,“ segir George Shinn, eigandi Charlotte Hornets. ■ MIAMI Heat er annað af nýju liðinum í NBA-deildinni og hefur ekki gengið jafn vel. Stuðnings- menn liðsins virðast ekki vera ýkja hrifnir af blökkumönnum og kom það best í ijós í fyrra er þeir völdu leikmann ársins. Fyrir vaiinu varð Scott Skiles, sem er hvítur á hör- und. Það merkilega við það var að hann var aldrei í byijunarliðinu, lék reyndar aldrei meira en hálfan leik og var í níunda sæti yfir stiga- hæstu menn liðsins. Þeldökkir leik- menn liðsins iitu á kjörið sem móðg- un og nú hefur verið ákveðið að íþróttafréttamenn velji leikmann ársins næst en áhorfendur fá að velja þann vinsælasta. Skiles hefur hinsvegar átt frábært tímabil í vet- ur og verið besti maður liðsins og hlýtur titilinn örugglega aftur. ■ GEORGE Foreman er kominn aftur í hringinn og er tilbúinn til að etja kappi við bestu hnefaleika- menn heims. Hann eignaðist fyrir skömmu fímmta son sinn og hánn hlaut nafnið George V. Það er ekki V heldur 5 en hinir synir hans heita allir sama nafni, frá I til IV. En hvað hefði hann gert ef hann hefði eignast stúlku? „Hún hefði heitið Judy,“ svaraði hann. „En millinafnið hefði auðvitað verið George." ■ PÓSTFAX getur komið að gagni í íþróttum og sú varð raunin í sundkeppni tveggja háskóla í Bandaríkjunum. Háskólinn í Cornell átti að keppa við Prince- ton en þá var ófært. Það varð því úr að liðin kepptu í sínum eigin laugum. Úrslitin voru send með póstfaxi á milli og borin saman og áhorfendur fögnuðu sigri á báðum stöðum. Ekki þegar sundgarpamir komu í mark, heldur þegar póstfax- ið kom! ■ DENNIS Erickson, þjálfari háskólaliðs Miami í ruðningi, hefur oft verið gangrýndur fyrir aðferðir sínar. Áhorfendur hafa ekki alltaf kunnað að meta hann en Erickson getur svarað fyrir sig: „Hinn dæmi- gerði áhorfandi situr í 40. röð, gagnrýnir þjálfarann og leikmenn, og veit alveg hvað á að gera til að vinna. Svo lýkur leiknum og hann fer út og finnur ekki bílinn sinn.“ bókuðu allir í Minnesota sigurinn og báru minjagripir merktir „meist- urunum" þess augljós merki. En lið frá Pittsburgh eru þekkt fyrir að sigra komist þau í úrslitakeppni, hvort sem það er í amerískum fót- bolta, hafnarbolta eða körfubolta, og íshokkíliðið reyndist ekki undan- tekning. Það tók sig á og sigraði í þremur leikjum í röð eða 4:2. I fjórða og fimmta leik komst Pittsburgh í 3:0, en Minnesota gafst ekki upp, sótti látlaust og var ná- lægt því að jafna, en punktinn yfír i-ið vantaði. I síðasta leiknum komst Pittsburgh hins vegar í 4:0 og við það var sem allur máttur væri úr Minnesota, sem fyrir vikið komst aldrei í gang. Pittsburgh var hvorki fugl né fískur fyrir fímm árum, en síðan hefur liðið verið byggt markvisst upp og sigurinn að þessu sinni var verðskuldaður. Leikmennirnir mættu öruggir til leiks í sjöttu við- ureigninni, léku eins og meistarar — og urðu meistarar. Mario Lemieux, fyrirliði meistar- ana, var allt í öllu hjá meisturunum í úrslitakeppninni og var valinn besti maður hennar. Kanadamaður- inn frá Quebec hefur verið hjá félag- inu í fimm ár og tók við fyrirliða- stöðunni fyrir þetta keppnistímabil. Hann kom, sá og sigraði og og verði han ekki fyrir skakkaföllum er almennt talið að hann verði næsta stórstjarnan í íshokkíinu — taki við af Wayne Gretzky. Mario Lemieux fagnar langþráðum áfanga og heldur Stanley-bikamum hátt á lofti. Reuter KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN MichaelJordan Lakers í miklu studi Frá Gunnari Valgeirssyni i Bandarikjunum GÖMLU kempurnar hjá Los Angeles Lakers hafa gert það gott í úrslitakeppninni í NBA- keppninni og eru á góðri leið með að gera út um úrslitin í vesturdeildinni. Staðan er 3:1 gegn Portland og bendir allt til að liðið fari í úrslitin, en aðeins einn sigur þarf til þess í þrem- ur leikjum. Lakers vann 106:92 á föstudag og síðan 116:95 á sunnudag. Liðið fór hreinlega á kostum í báð- um leikjunum og sérstaklega á sunnudag. Eftir jafnan fyrsta leik- hluta var munurinn 20 stig í hálfleik, 62:42, en í byijun íjórða hluta var staðan 106:73 og sigur örugglega í höfn endda tóku heimamenn lífinu með ró tii loka. Portland, sem barðist vel í fyrstu þremur leikjunum, átti ekki svar í þeim fjórða, en liðið er þekkt fyrir baráttu og of snemmt er að af- skrifa það. Allir spiluðu mjög vel hjá Lakers og hittnin var frábær. Júgóslavinn Divac og „Magic“ Johnson voru stigahæstir hjá Lakers með 20 stig hvor. Green var maður leiksins, skoraði 16 stig og hirti sjö fráköst, en Kersey skoraði 25 stig fyrir Portland. Chicago í úrslit? Chicago sigraði í þriðja leiknum í röð gegn Detroit á laugardag og var staðan þá 3:0, en liðin léku fjórða leikinn í Detroit seint í gær- kvöldi. Chicago vann 113:107 á laugardag og var sigurinn aldrei í hættu, þó Detroit tækist tvisvar að minnka muninn. Chicago hafði leik- inn í höndum sér og hélt uppteknum hætti. Jordan (33 stig) og Pippen (26 stig) voru bestir hjá Chicago, en Isiah Thomas hjá Detroit, en hann skoraði 29 stig. Margir eru nú famir að tala um einvígi „Magic" Johnsons og Jor- dans í úrslitum, en þeir vilja lítið um það segja að svo stöddu, segja að ekki sé Ijóst hvaða lið Ieiki í úrslitum. TENNIS / HM LANDSLIÐA Edberg tryggði Svíum sigur Stefan Edberg, sem er efstur á heimslistanum, tryggði Svíum sigur á Heimsmeistaramóti landsliða í tennis í Dusseldorf í Þýskalandi um helgina. Edberg, sem var tæpur þar til skömmu fyrir keppni á laugardag vegna meiðsla, vann Júgóslavann Ivan- isevic 6-4 og 7-5 á sunnudag og þar með var 2:1 sigur í höfn. Magnus Gustafsson vann Goran Prpic 6-2, 3-6 og 6-4, en Svíarnir töpuðu í tvíliðaleik 6-3, 3-6 og 4-6. Svíar urðu fyrir áfalli fyrir helgi, þegar Jonas Svensson varð að hætta keppni vegna meiðsla, en þeir létu það ekki á sig fá. Þeir fengu um 21 millj. ÍSK fyrir sigurinn. Stefan Edberg í úrslitaleiknum. Pittsburgh meistari ífyrsta sinn: sig- urinn í áratugi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.