Morgunblaðið - 28.05.1991, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 28.05.1991, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991 B 5 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Reiðarslag í Albaníu Oskiljanlegt óöryggi og deyfð í ósamstilltu íslensku liði TAPIÐ í Tirana, 0:1 gegn Albaníu í Evrópukeppninni á sunnudag- inn, var reiðarslag fyrir íslenska knattspyrnulandsliðið, vegna þess hve illa liðið lék. Þetta hlýtur að teljast með allra lélegustu leikjum íslensks landsliðs í mörg ár. Fyrri hálfleikur var í nokkuð góðu lagi, liðið var þá nokkrum sinnum nálægt því að skora en sfðari hálfleikur var hræðilegur. Þá var langtímum saman nánast ekkert um að vera, kraft vantaði í flesta leikmenn liðsins. Þeir léku eins og ellefu einstaklingar en orðið liðsheild kom sjaldan upp í hugann — ekki þá nema sem slæm liðsheild. Sundurlaus, óörugg og hugmyndasnauð. Og jaf nvel eftir að besta manni Al- bana, Demoliari, var vikið af velli 20 mín. fyrir leikslok, náðu íslendingar ekki að komast neitt áleiðis. ísland hefur nú enn aðeins tvö stig að fimm leikjum loknum, jafn mörg og Albanir eftir sex leiki. Þetta mun hafa verið fyrsti sigur Albaníu í knatt- spyrnulandsleik síðan 1984. Reuter Sævar Jónsson, fyrirliði landsliðsins, gefur ekkert eftir gegn albanska leikmanninum Millo. Leikurinn byrjaði alls ekki illa. Lofaði raunar góðu fyrstu 10-15 mínútumar. Liðin sóttu á víxl og sköpuðu sér ágætis tæki- g^HI færi til að _ skora. Skapti Kantmenn íslands, Hallgrímsson Sigurður og Þor- skrífarfrá valdur, voru frískir, en mikið var lagt upp úr því fyrir leikinn að nýta kantana. En síðan fjaraði leikur liðsins út. Eyjólfur barðist vel og reyndi að skapa hættu, aðallega upp á eigin spýtur, Þoi-valdur var frískur og átti góða spretti, en þá er nán- ast upp talið. íslendingar léku undan léttum vindi í fyrri hálfleik. Strax á upp- hafsmínútunum átti Þorvaldur gott skot framhjá yst úr teig eftir send- ingu Sigurðar og fijótlega varði Bjarni vel skalla frá Albana í ákjós- anlegu færi. Rúnar var síðan klippt- ur niður aftan frá nokkrum metrum utan teigs hinum megin eftir góða rispu, en Sævar skaut yfir úr auka- spymunni. Rúnar meiddist lítils háttar þegar þetta gerðist, það virt- ist há honum en var þó ekki skipt út af fyrr en í seinni hálfleik. ísland ógnaði marki Albaníu nokkrum sinnum til viðbótar í fyrri hálfleiknum; Eyjólfur skaut naum- lega framhjá frá vítateigshorninu vinstra megin um miðjan hálfleikinn eftir að hafa unnið knöttinn með mikilli baráttu og var stuttu síðar felldur gróflega er hann var að komast framhjá aftasta varnar- manni. Þorvaldur átti síðan annað gott skot, aftur eftir sendingu frá Sigurði, en það var vel varið. Ólaf- ur var nálægt því að fá boltann í góðu færi eftir sendingu frá Sig- urði en markvörðurinn var aðeins á undan honum, og rétt fyrir leik- hlé var ísland tvívegis til viðbótar ekki langt frá því að skora. Eyjólf- ur skallaði glæsilega að marki en yfír eftir snarpa sókn og Antony Karl skaut rétt framhjá frá víta- teig. Á þessari upptalningu má sjá að Island átti að geta skorað í fyrri hálfleiknum, en heimamenn ógnuðu sjaldan. Samt var alltaf eins og vantaði einhvern örlítinn neista í íslenska liðið. En miðað við það sem kom á eftir var fyrri hálfleikinn í la». I seinni hálfieik gerðist nánast ekki neitt. Nema hvað Albanir gerðu auðvitað mark; laglegt mark, sem þó hefði átt að vera hægt að koma í veg fyrir. Eins og svo oft í seinni hálfleik myndaðist allt of mikið bil milli varnar og miðju, Albanir komust fimm gegn fjórum varnarmönnum eftir að boltinn tap- aðist við miðlínu. En þeir voru sein- ir að átta sig og ekkert virtist ætla að verð^, úr. Islenska liðið náði bolt- anum en glataði honum strax aftur fyrir utan teig. Þaðan kom falleg sending inn á Abazi, leikmann Hajduk Split í Júgóslavíu, sem skor- aði með fallegu skoti vinstra megin úr teignum. Gunnar Gíslason virtist eiga möguleika á að komast fyrir hann en var of seinn. Þetta er fyrsta mark Albana í keppninni til þess. Fyrir utan markið gerðist ákaf- lega lítið í seinni hálfleik; það minn- isstæðasta er brottrekstur Demoll- aris. Gunnar Gíslason braut á hon- um, fékk gult spjald fyrir, en Alban- inn gerði sér lítið fyrir og hrækti kröftuglega beint framan í Gunnar og fékk að líta rauða spjaldið. Ég fékk væna slummu frá hon- um,“ sagði Gunnar á eftir. Einu sinni munaði að vísu litlu að íslandi tækist að skora — Ólafur Kristjáns- son átti góða sendingu inn í teig á Eyjólf sem negldi fyrir markið en Antony Karl náði ekki til knattar- ins. Eins og áður sagði var leikurinn 5 heild ákaflega slakur. Það var óskiljanleg deyfð yfir íslenska lið- inu. Menn voru ósamstilltir, náðu alls ekki að leika eins og þeir eiga að geta. Bjarni hafði ekki-mikið að gera í markinu, en gerði svo sem vel það sem þurfti og átti varla möguleika á að koma í veg fyrir markið. Gunnar Gíslason lék af miklum krafti sem oft áður, varðist vel en byggði ekki mikið upp. Það mæddi ekki mikið á Guðna en hann skilaði sínu ágætlega. Sarna má sega um Sævar, en Ólafur Krist- jánsson, vinstri bakvörður, skilaði vamarhlutverki sínu ekki nægilega vel. Sóknarhliðin á greinilega betur við hann. Vörnin var sem sagt í nokkuð góðu lagi, en .það sama verður eki sagt um miðjumennina. Þorvaldur lék reyndar vel, var hreyfanlegur og skapaði usla en hinir náðu sér alls ekki á strik og það veit auðvitað ekki á gott þegar slíkt hendir svo marga í einu. Þetta var örugglega lélegasti landsleikur Ólafs Þórðarsonar, hann var nánast úti á þekju. Sendingar mistókust, baráttan var ekki til staðar nema í byrjun — allt það sem hann er þekktur fyrir vantaði. Rúnar byrj- aði vel en fjaraði út og sama má segja um Sigurð Grétarsson. Hann var frískur í byijun en síðan ekki söguna meir. Sendingar hans voru slæmar eins og margra annarra. Eyjólfur barðist mjög vel sem fyrr segir og skapaði nokkrum sinnum mikla hættu í fyrri hálfleiknum. Ántony náði hins vegar ekki að sýna hvað í honum býr. í albanska liðinu voru nokkrir mjög góðir leikmenn. Demollari er ákaflega flinkur, dreifði boltanum Ólafur Þórðarson 1 C£ini98'i i með glæsilegum sendingum og Lek- bello, frá Aris Saloniki í Grikk- landi, er firnasterkur varnarmaður. Hann hélt Antony Karli í skefjum. Albanir stilltu nú upp sterkasta liði sínu, en það hafa þeir ekki gert lengi. Vitað mál var að þeir yrðu erfiðir heim að sækja, sterk lið hafa unnið nauma sigra hér að undan- förnu en samt var gríðarlega svekkjandi að verða vitni að þessu tapi. Því augljóst var að ísland gat unnið leikinn. Menn ætluðu sér það, varla hefur verið um vanmat að ræða, en enginn lék af eðlilegri ÓLAFUR Þórðarson fékk gult spjald fyrir að öskra að dóm- aranum í síðari hálfleik — hver andsk... er eiginlega um að vera hér? kallaði Ólafur, svo hátt að það heyrðist um allan leikvang. getu og því var ekki von á góðu. Og það er auðvitað áhyggjuefni hversu erfiðlega liðinu gengur að skora. Nú verða menn að gjöra svo vel að taka sig saman í andlitinu og sýna landanum í leiknum gegn Tékkum á Laugardalsvelii 5. júní að liðið er í raun ekki jafn grútmátt- laust og það var í Tirana. Að frammistaðan hér hafi verið slys sem eigi sér ekki stað aftur. Til þess þarf margt að breytast en verður að gera það. Það þýðir ekki að bjóða íslenskum áhorfendum upp á svona leik. Astæða þess að Ólafur reiddist var að hann vildi fá dæmda vítaspyrnu, en fékk ekki. „Einn Álbaninn stökk bara á mig aftan frá þar sem ég var með boltann í teignum. Svona bak- hrinding á að vera víti. Það er engin spurning, þó svo mjög sjald- an sé dæmt á þetta,“ sagði Ölafur. Einar í 23 daga knatt- spymutöm eriendis Einar Jónsson, læknir frá Vestmannaeyjum, kemur til landsins í dag með íslenska hópnum, en hann hefur verið erlendis á vegum KSÍ síðan 5. maí — i 23 daga. Einar fór með landsliði 16 ára og yngri á úrslitakeppni Evrópumóts- ins í Sviss og síðan beint tii móts við lið 18 ára og yngri, sem var í keppnisferð í Austurríki og Tékkóslóvakíu. Þegar sá hópur fór heim hélt Einar með honum til Lúxemborgar, gisti þar í eina nótt, og kom síðan til Zúrich þar sem hann hitti landsliðshópinn sem hann þjónaði nú síðast. „Ég hef verið með um hundrað kíló af dóti með mér. Alla lyfja- flokka, vðkva í æð, allan saumaskap, gifs og fleira,“ sagði Einar, og bætti við að eins gott væri að hafa þetta allt með sér til Albaníu. „Maður fer ekki að leggja neinn inn hér. Ef einhver veiktist alvarlega yrðum við að koma honum yfir til Ítalíu,“ sagði læknirinn við Morgun- blaðið í Durres. \ Albanía - ísland 1:0 Quemal Stafa leikvangurinn í Tirana, Evrópukeppni landsliða í knattspymu, sunnu- daginn 26. maí 1990. Mark Albaníu: Abazi (56.) Gult spjald: Ólafur Þórðarson (71.) og Gunnar Gíslason (75.) íslandi, Ocelli (23.) og Abazi (64.) Albaníu. Rautt spjald: Demolari (75.) Dómari: Vargas frá Ungveqalandi. Dæmdi að mörgu leyti ekki illa, en gerði þó nokkur glappaskot. M.a. það að gefa Abazi aðeins gult spjald eftir að hann spark- að( viljandi í Ólaf Kristjánsson er boltinn var víðs fjarri. Linuvörðurinn sá atvikið, tilkynnti það samviskusamlega en Vargas hafði ekki kjark til að veifa rauða spjaldinu. Áhorfendur: 5.000. Lið Albaníu: Nallbani, Memushi (Josa 17.), Shiuza, Daja, Ocelli, Lekbello, Kushta, Micori, Millo, Demollari, Abazi. Lið íslands: Bjami Sigurðsson, Gunnar Gíslason, Ólafur Kristjánsson, Rúnar Krist- insson (Hlynur Stefánsson 67.), Sigurður Grétarsson, Sævar Jónsson, Guðni Bergs- son, Þorvaldur Örlygsson, Eyjólfur Kristjánsson, Ólafur Þórðarson, Antony Karl Gregory (Andri Marteinsson 75.) Ólafur Þórðar- son vildi fá víti Fékk að sjá gula spjaldið í staðinn tit

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.