Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA
Áttum
aðgeta
unnið
Við geturrf farið að telja upp í
2:0 áður en leikirnir byija.
Þetta gengur ekki svona, sagði
Ríkharður Daðason, Framari, og
var vonsvikinn eftir tapið í Elbasan.
Hann vísaði til þess að í leiknum
gegn Tékkóslóvakíu í haust var
staðan orðin 3:0 eftir um sjö mínút-
ur og eftir fimmtán mín. leik á
Spáni var staðan orðin 2:0.
„En þetta var erfitt hér. Það var
nánast ekkert hægt að spila á vellin-
um eins og hann var. Boltinn varð
að vera á lofti.“ Ríkharður sagði
íslenska liðið hafa gert þau mistök
að dekka andstæðinga sína ekki
nógu vel í fyrri hálfleiknum. „Við
hefðum þurft að vera miklu nær
þeim, þeir fengu of mikið pláss.
En þetta var allt annað í seinni
hálfleik. Þá vorum við miklu meira
með í leiknum og fengum tvö, þijú
ágæt færi til að klára dæmið. Þetta
var því ekki alslæmt, við náðum
að skora loksins — það var heldur
betur kominn tími til — og hefðum
átt að geta unnið þetta lið. Og ég
er viss um að við eigum að geta
tekið stig í þeim leikjum sem eftir
eru.“
Ríkharður var nálægt því að
jafna er hann skallaði naumlega
yfir markið í seinni hálfleik: „Bolt-
inn kom snöggt til mín yfir tvo
varnarmenn sem voru fyrir framan
mig. Ég var ekki viss hvort boltinn
kæmi, sá hann seint en reiknaði
með honum, stakk mér inn á milli
tveggja og reyndi að hitta boltann
vel. Þetta var tæpt — hann fór
ekki nema 10-20 sentímetra yfir
markið,“ sagði Ríkharður um atvik-
ið.
Bíðum alltaf...
„Þetta var í lagi hjá okkur eftir
að menn náðu taktinum. Við bíðum
alltaf eftir því að sjá hvað andstæð-
ingurinn getur í staðinn fyrir að
leika eins og við erum vanir — hlut-
irnir geta gengið ágætlega þannig,“
sagði Steinar Adolfsson. „Það
gengur auðvitað ekki að lenda fljót-
lega 2:0 undir í hveijum leik og
ætla sér þá að fara af stað,“ sagði
Steinar.
Loksins mark
en enn tap!
Valdimar Kristófersson gerði
fyrsta mark U-21 liðsins í Evrópu-
keppninni etir 416 leikmínútur
ÞAÐ tók íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 21 árs og yngri,
416 mínútur að skora í Evrópukeppninni að þessu sinni. Loks nú,
ífimmta leik, skoraði Valdimar Kristófersson eftir 56 mínútur.
En það dugði skammt — önnur vítaspyrna liðsins í keppninni fór
forgörðum og liðið tapaði 1:2 fyrir góðu albönsku liði í borginni
Elbasan. ísland er enn neðst í riðlinum — hefur eitt stig eftir
fimm leiki en Albanir eru næst neðstir með fjögur stig.
Reuter
Kristján Halidórsson reynir að stöðva Albana í Elbosan. Þormóð-
ur Egilsson er við öllu búinn í bleytunni.
Islenska liðið var allt of lengi í
gang og það hafði mikið að segja
um hvernig fór. Leikið var við
hroðalegar aðstæður, völlurinn var
_■■■■■ sem sundlaug eftir
Skapti gnðarlega rigningu
Hallgrímsson heilan sólarhring
skrifarfrá fyrir leik. Það stytti
ekki upp fyrr en
klukkan tíu að morgni leikdags en
leikurinn hófst klukkan 17. Leik-
menn áttu því ákaflega erfitt með
að fóta sig á vellinum, boltinn varð
hvað eftir annað eftir í pollum þeg-
ar menn óðu menn áfram á fleygi-
ferð. Þetta virtust íslensku strák-
amir sætta sig mun verr við en
heimamenn — í það minnsta í fyrri
hálfleiknum þegar þeir náðu sér
alls ekki á strik. Knötturinn hélst
þá mjög illa innan liðsins.
Albanir byijuðu mun betur, sóttu
nokkuð stíft og skoruðu strax á 13.
mín. Ágúst Ólafsson var með knött-
inn á hægri vængnum, datt í polli
og einn albönsku framheijanna var
fljótur að átta sig — náði knettin-
um, lék skemmtilega í gegn og
sendi laglega fyrir markið þar sem
Altin Rahlli var óvaldaður og skall-
aði fallega í netið af markteig.
Strax í næstu sókn fékk Island
svo vítaspyrnuna. Sending kom fyr-
ir markið, Ríkharður Daðason féll
í teignum og Búlgarinn var greini-
lega ekki í neinum vafa. „Ég hefði
örugglega ekki fengið víti ef ég
hefði ekki látið mig detta. Ég átti
möguleika á að ná boltanum — en
Albaninn ýtti olnboganum niður í
öxlina á mér allan tímann, og stopp-
aði mig þannig af,“ sagði Ríkharður
við Morgunblaðið eftir leikinn.
Steinar Adolfsson tók vítið sem'
fyrr segir; skaut innanfótar en
markvörðurinn sá við honum. Kast-
aði sér til vinstri og varði örugg-
lega. „Skotið var ekki nógu fast
hjá mér. Það var slæmt að skora
ekki á þessum tíma,“ sagði Steinar
eftir leikinn.
Jöfnunarmark á þessum tíma
hefði getað breytt miklu fyrir
íslenska liðið, ekki veitti af, en fljót-
lega var knötturinn aftur kominn í
netið hjá Kristjáni Finnbogasyni.
Albanía - Ísland2:1
Evrópukeppni landsliða 21 árs og
yngri, Elbasan í Albaníu, laugardag-
inn 25._ maí 1991.
Mark Islands: Valdimar Kristófers-
son (56.)
Mörk Albaniu: Rahlli Altin (13.),
Artur Kallco (22.)
Lið Albaníu: Artan Nika, Kastriot
Pezini, Aijan Zare, Nordik Ruhi,
Shkelzin Basha, Ervin Lamce (Eriom
Melilli 68.), Edmir Bilali (Sajmir
Malko 80.), Edmond Ruco, Artur
Kallco, Kliton Bozgo, Altin Rahlli.
Lið íslands: Kristján Finnbogason,
Kristján Halldórsson, Ágúst Ólafs-
son (Grétar Steindórsson 70.), Þor-
móður Egilsson, Finnur Kolbeinsson,
Arnar Grétarsson, Valdimar Kristó-
fersson, Steinar Adolfsson, Ágúst
Gylfason, Steinar Guðgeirsson,
Rikharður Daðason.
Gult spjald: Valdimar Kristófersson
og Kristján Haildórsson, íslandi.
Basha Shkelzin, Albaníu.
Dómari: Lube Spasov frá Búlgarfu,
og stóð sig nokkuð vel þegar á heild-
ina er litið.
Áhorfendur: Um 5.000.
Staðan því 2:0 í stað 1:1. Vörnin
var illa á verði, hélt að einn Alban-
inn væri rangstæður, sem hann var
ekki, aftur kom fyrirgjöf frá vinstri
kanti, Kristján varði meistaralega
fyrstu skottilraun Albana en knött-
urinn hrökk til Arturs Kallco sem
afgreiddi hann efst í hliðarnetið af
stuttu færi.
Tíu mín. fyrir leikhlé voru íslend-
ingar heppnir að fá ekki á sig þriðja
markið, Kristján missti knöttinn frá
sér í úthlaupi og einn Albaninn
skaut hárfínt yfir mannlaust mark-
ið utan teigs.
Allur annar bragur var á leik
íslenska liðsins eftir hlé. Valdimar
fékk gott færi eftir laglega sókn
snemma í síðari hálfleik, en alb-
anski markvörðurinn varði mjög
vel. En Valdimar var aftur á ferð-
inni stuttu síðar er hann gerði mjög
laglegt mark. Ríkharður Daðason
fiskaði aukaspyrnu á hægri kantin-
um á miðjum eigin vallarhelmingi.
Steinar Guðgeirsson spyrnti upp að
vítateig, þar sem Ríkharður var
kominn og skallaði knöttinn fallega
niður í teiginn á Valdimar. Hann
var öryggið uppmálað, lék áfram
nokkra metra og skoraði með föstu
innanfótarskoti í nærhornið. „Ég
var hræddur um að ég næði boltan-
um ekki með mér eftir að hann fór
í poll í teignum, en ég náði að lyfta
honum upp úr pollinum — og setti
honum svo innanfótarefst í nærhor-
nið,“ sagði Valdimar á eftir. Mjög
vel að verki staðið. Einföld sókn en
árangursrík.
íslenska liðið náði mjög góðum
kafla framan af hálfleiknum, en svo
dofnaði yfir leiknum á ný. Albanir
fengu dauðafæri en Kristján varði
mjög vel skalla af stuttu færi.
Stuttu síðar munaði litlu að
Ríkharði tækist að jafna. Skallaði
rétt yfir þverslá af markteig eftir
aukaspyrnu frá vinstri. Lokakafla
leiksins sóttu íslendingar svo mjög
en náðu þó ekki að skapa hætta
við mark heimamanna. Albanir voru
greinilega hræddir og „pökkuðu" í
vöm, en fengu svo síðasta færi
leiksins eftir skyndisókn á síðustu
„VIÐ byrjuðum mjög illa. Þeir
pressuðu mikið á okkur og
þegar við fengum boltann náð-
um við ekki að halda honum
og búa eitthvað til. Þeir voru
með snarpa og sterka stráka,
fyrsta kortérið voru þeir mjög
kröftugir og við vorum ekki til-
búnir til að mæta því,“ sagði
Hóimbert Friðjónsson, þjálfari
íslenska U-21 íandsliðsins, eft-
ir leikinn í Elbasan á laugardag-
inn.
Hólmbert sagði hafa verið verra
að spila á þeim helmingi vall-
mínútunni — en Kristján varði vel
lúmskt skot utan teigs._
Þetta var leikur sem ísland hefði
allt eins getað fengið eitt stig úr,
jafnvel tvö með örlítilli heppni.
Slæmur fyrri hálfleikur varð liðinu
að falli. Varnarmennirnir hugsuðu
of mikið um að gera laglega hluti
í bleytunni. Hluti sem voru illmögu-
legir við þessar aðstæður — að spila
sig út úr vörninni, í stað þess hrein-
lega að spyma fram. Það hefði
getað komið í veg fyrir bæði mörk-
in, ekki beint áferðarfalleg leið en
hefði getað verið árangursrík að
þessu sinni.
Kristján Finnbogason stóð sig
mjög vel í markinu og verður ekki
sakaður um mörkin. Vörnin var
hins vegar ekki nógu sannfærandi.
Ágúst Olafsson var óöruggur og réð
illa við mótheija sinn. Hann var
hægra megin í vörninni og bæði
mörk Albana komu eftir undirbún-
ing þeim megin. Kristján Halldórs-
son, aftasti maður varnarinnar, var
traustur, stöðvaði upphlaup Albana
vel en skilaði knettinum stundum
ekki nægilega vel frá sér. Þormóður
Egilsson, fyrirliði liðsins, var ákveð-
inn og gekk nokkiíð vel. Steinar
Guðgeirsson var á hægri vængnum
og náði sér ekki nægilega vel á
strik. Sérstaklega var hann daufur
í fyrri hálfleiknum. Inni á miðjunni
vom Steinar Adolfsson, sem á að
geta ieikið meun betur, Finnur
arins er íslenska liðið varðist í fyrri
hálfleik. Enda var hann mun blaut-
ari en hinn hlutinn. „Það var ekk-
ert hægt að gera þama megin.
Boltinn stoppaði hvað eftir annað í
polli. Jú, það er spurning hvort við
hefðum átt að gera meira af því
að „kýla“ fram, en menn reyndu
að gera það sem þeir em vanir.“
Þjálfarinn sagðist í raun ekki
sáttur við vítaspyrnudóminn í fyrri
háifleik. „Mér fannst vítið vera gjöf
— ég hefði að minnsta kostí ekki
viljað fá svona víti dæmt á mig.
Eftir vítið fannst mér eins og dóm-
arinn væri í varnarstöðu gagnvart
Albönum, sérstaklega í seinni hálf-
Kolbeinsson úr Fylki, sem stóð sig
vel — barðist af miklum krafti og
gerði laglega hluti — og Arnar
Grétarsson úr Breiðabliki. Arnar
var lengi í gang, náði ekki að sýna
hvað í honum býr í fyrri hálfleikn-
um, en eftir hlé lék hann vel. Skil-
aði góðu varnarhlutverki og náði
að dreifa spilinu nokkuð vel. Ágúst
Gylfason var á vinstri vængnum,
einn fárra sem voru sprækir fyrir
hlé en lítið bar á honum í síðari
hálfleik. Ríkharður Daðason og
Valdimar Kristófersson voru í
fremstu víglínu. Ríkharður lék vel,
ógnaði oft með hraða sínum og
krafti — fiskaði vítið, átti stóran
þátt í markinu og var nálægt því
að skora með skalla. Að öðrum
ólöstuðum besti maður liðsins
ásamt Kristjáni markverði. Valdi-
mar barðist einnig vel og markið
var mjög laglegt hjá honum.
Grétar Steindórsson, Breiðabliki,
kom inn á sem varamaður fyrir
Ágúst Ólafsson á 70. mín. Finnur
fór þá í vörnina og Grétar í hans
stöðu á miðjunni. Grétar var dug-
legur, barðist vel en setti ekki mik-
ið mark á leikinn.
Lið Albaníu lék ágæta knatt-
spyrnu. Leikmenn liðsins eru fljótir
og léttleikandi, hafa góða knatt-
tækni og mesta furða var hvað
þeir náðu að gera við erfiðar að-
stæður. Þeir náðu oft ágætu
þríhyrningaspili.
leiknum er sumir dómar hans voru
furðulegir. Hann hreinlega snéri
sumum brotum algjörlega við. Þeir
fengu aukaspyrnu þegar brotið var
á okkar manni! Það hefði verið betra
að fá ekki vítið og hafa dómarann
meira með sér í seinni hálfleik."
Hvað leikmenn sína varðaði sagði
Hólmbert að margir þeirra hefðu
einfaldlega ekki náð að sýna sitt
rétta andlit í fyrri hálfleik. „Til
dæmis Valdimar og Arnar, en það
var allt annað að sjá til þeirra í
seinni hálfleiknum." Þá nefndi
þjálfarinn Kristján markvörð s’ér-
staklega fyrir góða frammistöðu.
Við vorum ekki tilbúnir
gegn svo mikilli pressu