Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 B 17 STEINAR: Mikið úrval afgeisladiskum og myndböndum STEINAR opna í dag verslun í Borgarkringlunni. Þar verður lögð áhersla á geisladiska í ódýr- ari kantinum, auk þess sem mik- ið úrval verður af myndböndum, bæði til sölu og leigu. Steinar Berg ísleifsson, forstjóri Steina, segir að fyrirtækið hafi rek- ið myndbandaleigu frá því í apríl í hluta þess húsnæðis, sem nú fari undir verslunina. Áfram verði leigð- ar út myndir, en nú verði einnig hægt að kaupa þar myndbönd, bæði sígildar myndir, tónlistar- myndbönd og myndir sem tengist áhugamálum fólks, til dæmis mat- reiðslu, golfi og öðrum íþróttum. Hann segir að verslunin muni leggja mesta áherslu á gott fram- boð af geisladiskum. Þar verði hægt að fá allar tegundir tónlistar, bæði allt það nýjasta í tónlistinni eins og í öðrum verslunum, og að auki verði mikið úrval af ódýrum diskum jafnt með nýrri tónlist sem gamalli. Auk geisladiskana verður hægt að fá hljómplötur og segulbandsspólur í versluninni. Steinar Berg segist hafa trú á framtíð Borgarkringlunnar. Þetta sé góður staður og endurbætur á húsinu hafi tekist vel, þannig að það muni hafa mikið aðdráttarafl fyrir fólk. Morgunblaðið/KGA Steinar Berg ísleifsson opnar í Borgarkringlunni verslun, sem hann segir að muni leggja sérstaka áherslu á að hafa á boðstólum mikið úrval geisladiska og myndbanda. MAMMAN: Tískufatnaður og ráðgjöffyrir verðandi mæður í MÖMMUNNI, nýrri verslun fyrir verðandi mæður, verður boðið upp á tískufatnað og ráðgjöf, m.a. í tengslum við snyrtivörur. Opnunarhelgina verður snyrtivörukynning frá Clarins og Jóhanna Jóhanns- dóttir, annar eigenda verslun- arinnar, kveðst hafa hug á því að bjóða upp á ráðgjöf sjúkra- þjálfara síðar. Verslunina á Jóhanna ásamt móður sinni Guri Liv. Jóhanna hefur áður komið nálægt verslun- arrekstri, hún hefur rekið mat- vöruverslun og skyndibitastað en reynir nú fyrir sér með fatnað. „Þegar ég var sjálf ólétt, fannst mér vanta verslun með tískufatnað fyrir verðandi mæður. Þær vinna margar hveijar fram á síðasta dag og bæði vilja og verða að líta vel út,“ segir Jóhanna. Hún hefur hug á því fjölga merkjum og þá fatnað í vandaðri kantinum, auk þess sem hún íhugar að láta sauma fatnað hér á landi þegar fram í sækir. Morgunblaðið/Bjarni Guri Liv og Jóhanna Jóhannsdóttir í Mömmunni, verslun fyrir verð- andi mæður. TÖFRAR Borgarkringl u FERMOY * X-IT * TOM TAYLOR * LEE COOPER + MEXXOFL. Fiðrildið flýgur í BORGARKRINGLUNA OPNUM I DAG STÓRGLÆSILEGA VERSLUNí BORGARKRINGLUNNI ÞÚ ERT ÖRUGG í RODIER BORGARKRINGLUNNI, SÍMI678055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.