Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991
Tvö hús í eitt
Hlýlegt andrúmsloft var aðalmarkmið hönnuða Borgarkringlunnar
þegar þeir settust niður til að hanna verslunarmiðstöð úr tveiinur
húsum, sem voru upphaflega aðskilin og teiknuð af sitt hvorum
arkitektinum. Oðru var ætlað hlutverk kvikmynda- og verslunar-
húss, hitt átti að hýsa prentsmiðju, verslanir og skrifstofur. En þær
áætlanir breyttust og í febrúar 1990 var hafist handa við að breyta
húsnæðinu í verslunarmiðstöð. Olíkum listgreinum var tvinnað sam-
an; textíl, glerlist, grafískri hönnun og arkitektúr og reynt að ná
fram samstæðri en jafnframt sérstæðri heild.
Arkitekt Borgarkringlunnar er
Halldór Guðmundsson hjá Teikni-
stofunni í Ármúla. Samstarfsmaður
Halldórs er Bjarni Snæbjörnsson
arkitekt. Halldór teiknaði jafnframt
Kringluna 4 en Kristinn Ragnarsson
hannaði Kringluna 6. Húsin voru
samliggjandi og voru breytingar því
nær eingöngu innanhúss. Þær fólust
aðallega í því að samræma bygging-
arnar tvær, opna meira á rnilli hæða
þar sem lofthæðin er fremur lítil og
fjölga bílastæðum. Prentsmiðju í
kjalllara var brejdt í tveggja hæða
bílastæðahús.
„Við vildum fá reynda menn með
okkur í hönnunina og þar sem
Frakkar standa mjög framarlega í
hönnunm verslunarmiðstöðva,
afréðum við að leita þangað. Þar var
okkur bent á Björn Ólafsson arki-
tekt, sem hefur starfað í París í rúm
20 ár,“ segir Halldór Guðmundsson,
arkitekt hússins. Hann hafði sam-
band við Björn og fékk hjá honum
fjölda ábendinga og tillagna. „Það
liggur heilmikil sálfræði bak við
hönnun svona verslunarmiðstöðvar
og taka þarf tillit til óteljandi þátta.
Uppbygging hússins verður að vera
einföld og fólk á að hafa góða yfir-
sýn yfir það nánast hvar sem það
stendur. Þá skiptir máli hvernig
verslanir eru í húsinu og hvernig
þeim er raðað. Við reyndum að setja
þær verslanir saman sem eru með
svipaða vöru og þær verslanir sem
hafa mest aðdráttarafl á „erfiðustu"
staðina. Og síðast en ekki síst, vild-
um við reyna að skapa hlýlegt and-
rúmsloft innandyra.
Húsið er að mörgu leyti andstæða
Kringlunnar, enda nauðsynlegt
vegna nálægðarinnar. Gólf í sameign
er allt úr viði til að draga úr hávaða
og skapa hlýlegt andrúmsloft, svo
og gulir veggirnir. Þar sem kaffihús
eru staðsett í húsinu, reynum við
að ná fram kaffihúsastemningu með
setbekkjum, söluvögnum og fleiru.
Viðarsúlur skapa rómantískt and-
rúmsloft og glerlistaverk, sem Stein-
unn Þórarinsdóttir vann fyrir húsið,
setur mikinn svip á umhverfið. Þá
var haft samband við Helgu Björn-
son tískuhönnuð hjá Louis Ferraud
í París og hún beðin um að hanna
skreytingar í húsið, m.a. flögg, sem
svo verður hægt að skipta út ef
menn vilja t.d ná fram árstíðabund-
inni stemningu. Hannaðir voru nýjir
inngangar þar sem merki hússins
verður komið fyrir og markmiðið er
að sjálfsögðu að fólk veiti húsinu
athygli. En það sem skiptir höfuð-
máli eru verslanirnar og þess hefur
verið gætt að yfirkeyra þær ekki.“
Aðspurður segir Halldór að ekki
hafi verið hannað samkvæmt
ákveðnum byggingarstíl, heldur
blandað saman hinu og þessu.
„Heildarmynd hússins er mjög sterk
og óvenjulega mikil samræming í
henni. Elísabet Cochran hannar t.d.
skilti fyrir allar verslanirnar, allar
merkingar innanhúss, að ógleymdu
merki Borgarkringlunnar."
Hvers vegna nafnið Borgarkringl-
an? „Það kom vissulega til álita að
efna til samkeppni um nafnið á nýju
verslanamiðstöðinni en til þess kom
þó ekki. Ástæðan var sú að mönnum
datt þetta heiti snemma í hug og
það varð okkur og verslunareigend-
um fljótlega tamt.“
Næst að ljúka verkinu fyrir laug-
ardag? „Jú, íslenska aðferðin. lýsir
Sér í því að ekki er hægt að setja
neinn kraft í verkið fyrr en búið er
að njörva niður dagsetningu. En
þetta næst.“
Morgunblaðið/KGA
Halldór Guðmundsson, arkitekt Borgarkringlunnar með hluta úr glerlistaverki Steinunnar Þórarinsdótt-
ur í baksýn.
BREYTINGAR
^Blóm (3°
Jíistmumr
I BORGARKRINGLUNNI
(v/BORGARLEIKHÚSIÐ)
S(MI 687075
OPIÐ KVÖLO OG HELGAR
t Morgunblaðið/Bjarni
Sólin - tákn um hlýleika og mýkt
Elísabet Cochran hjá AUK hefur umsjón með
grafískri hönnun Borgarkringlunnar. Merki hússins,
sólina sem sést fremst á myndinni, hannaði Elísabet
með aðalþema hússins í huga; hlýleika og mýkt.
Sólin verður á turnum við austur- og vesturinn-
ganga, um 4,60 metrar í þvermál. Elísabet hefur
einnig hannað allar merkingar innanhúss, í bíla-
geymslur og sameign. Skilti í sameign verða með
íslenskum texta og enskum fyrir útlendinga og fyr-
ir utan hvetja verslun verður tákn um þá vöru sem
seld er innandyra. „Það auðveldar fólki að finna þær
verslanir sem það leitar að og að fá yfirsýn yfir
þær, auk þess sem skiltin gefa húsinu skemmtilegan
heildarsvip" segir Elísabet.