Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 Hefmikla trú áframtíð Borgarkringlunnar - segir Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Morgunblaðið/Þorkell Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Borgarkringlunnar, fylgist með framkvæmdum í verslun- armiðstöðinni ásamt arkítektum hússins, þeim Halidóri Guðmundssyni og Bjarna Snæbjörnssyni. VÍGLUNDUR Þorsteinsson, stjórnarformaður Borgarkringl- unnar, segist sannfærður um að þessi verslunarmiðstöð eigi mikla framtíð fyrir sér. Stað- setning hennar sé góð, húsnæðið aðlaðandi og vöruúrval gott. Su þróun eigi sér hvarvetna stað, að verslun færist í verslunarmið- stöðvar af þessu tagi og þangað komi fólk ekki eingöngu til að versla, heldur Iíka til að sýna sig og sjá aðra. Hann segist líka eiga von á að hægfara bati í efna- hagslífinu og þróun í frjálsræði- sátt í Evrópu muni styrkja versl- un hér innanlands á næstunni. í Borgarkringlunni eru tvær verslunarhæðir, samtals um 6.700 fermetrar að stærð. Undir þeim er bílakjallari, sem að hluta til er á tveimur hæðum. Hann er liðlega 8.500 fermetrar að flatarmáli og er þar gert ráð fyrir tæplega 300 bílastæðum. Utanhúss er hins veg- ar geit ráð fyrir rúmlega 50 stæð- um. í norðurturni hússins eru 7 skrifstofuhæðir og 3 í suðurturni og eru þær samtals um 2.700 fer- metrar, þannig að húsið í heild er á átjánda þúsund fermetra að stærð. Meðal stærri hluthafa í Borgar- kringlunni eru steypustöðin B.M. Vallá, ísafoldarprentsmiðja, Leó Löve, lögfræðingur, Gunnar Guð- mundsson, lögfræðingur, Verk- fræðistofa Stefáns Ólafssonar, Blikk og stál, BYKO, Byrgi hf. Gunnar Geirsson bóndi á Vallá, Jónas Sveinsson, viðskiptafræðing- ur, Demantahúsið í Hafnarfirði, Teiknistofan í Ármúla, Lífeyris- sjóður lækna, Magnús og Steingrímur, byggingaverktakar, Raf-Ex hf., Álstoð hf. og Arnardal- ur sf. Stjórnarformaður Borgarkringl- unnar er Víglundur Þorsteinsson, forstjóri hjá B.M. Vallá. í samtali við hann koma fram þær upplýsing- ar, að arkítektar hússins séu Teiknistofan við Ármúla, aðallega þeir Halldór Guðmundsson og' Bjarni Snæbjömsson, en norður- hluti hússins, Kringlan 6, hafí hins vegar upphaflega verið teiknaður af Kristni Ragnarssyni. Endur- skipulagning hafi fyrst og fremst verið í höndum Halldórs Guð- mundssonar en aðalráðgjafi hans hafi verið Bjöm Ólafs, arkítekt í París. Enn fremur hafi Kristinn Ragnarsson veitt ráðgjöf varðandi Kringluna 6. Verkfræðistofa Stef- áns Olafssonar hafi séð um verk- fræðilega hönnun, Rafn Jensson hafi séð um hönnun loftræstikerfa og Stýritækni séð um hönnun raf- kerfís hússins. Heildarfjárfesting 1,5 miiyarður króna Víglundur Þorsteinsson segir að heildarfjárfesting í húsinu sé upp á 1,5 milljarð króna. Þar af sé fjár- festing Borgarkringlunnar um 1,2 milljarður en gert sé ráð fyrir að tjárfesting leigutaka verði um 300 milljónir króna. Hann segir að búið sé að ganga frá útleigu nánast alls þess rýmis á verslunarhæðunum, sem leigja eigi út. Eina undantekningin sé lítil eining, sem ætlunin sé að fari und- ir veitingastarfsemi. Jafnframt sé búið að leigja út nánast allt það skrifstofuhúsnæði sem sé til út- leigu, en ætlunin sé að selja nokk- urn hluta þess. Það verði boðið til sölu á næstunni. í máli hans kemur fram, að allir leigusamningar í húsinu feli í sér forkaupsrétt leigutaka á því hús- næði sem þeir hafi til leigu, en langtímamarkmið fyrirtækisins sé að selja stóran hluta hússins. Borgarkringlan stofnuð 1989 Að sögn Víglundar var Borgar- kringlan hf. stofnuð í árslok árið 1989. Þá hafi ýmsir; efnissalar, hönnuðir og byggingarmeistarar gengið til liðs við þá aðila, sem hefðu hafið framkvæmdir við bygg- ingu húsanna að Kringlunni 4 og 6 árið 1987. Þá hafi verið farið að huga að endurhönnun húsnæðisins og endurfjármögnun framkvæmda. Vinna við teikningar vegna breyt- inganna hafi hafist snemma sum- ars 1990 og framkvæmdir fljótlega í kjölfar þess. Um 1% af verslunarrými á höfuðborgarsvæðinu Víglundur Þorsteinsson segir aðspurður, að hann telji alls ekki hættu á að með opnun Borgar- kringlunnar sé verið að bera í bakkafullan lækinn varðandi versl- unarhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu. Borgarkringlan verði um það bil 1% verslunarrýmis á svæðinu og svari stærð hennar til um helm- ings þess versiunarrýmis, sem úr- eldist þar á hveiju ári. Hann segist vera afar bjartsýnn á framtíð Borgarkringlunnar, enda eigi sú þróun sér hvarvetna stað, að verslun færist í verslunarmið- stöðvar af þessu tagi. „Það er líka að byija hægfara uppsveifia í þjóð- félaginu og í kjölfar þess að kaup- máttur styrkist mun verslunin vaxa. Ég er líka sannfærður um að sú þróun, sem nú á sér stað í Evrópu, muni hafa þau áhrif, að verslun íslendinga færist í meira mæli heim. íslenskir ferðamenn hafa verslað mikið erlendis en nú verður meðal annars sú breyting að fríhafnarverslunin hverfur og það mun hafa í för með sér aukn- ingu hér á landi. Ég er þess vegna viss um það eru fyrir hendi miklir möguleikar á að auka verslun í landinu," segir Víglundur Þor- steinsson. Ný heimilis - & gjafavöruverslun og gallerí. Hringur Jóhannesson sýnir 17 olíumálverk. - leggja rækt við listina BORGARKRINGLAN • KRINGLUNNI 4-6 SÍMI: 67 84 30 BORGARKRINGLAN: Simpson-fjölskyld- an á opnunarhátíð MIKIÐ verður um að vera á opnunarhátíð Borgarkringlunnar um helgina. Opið verður frá kl. 14 til 18 laugardag og kl. 10-18 sunnudag. Sjálf opnunin verður kl. 13.30 á laugardag og meðal þeirra sem koma fram er Simp- son-fjölskyldan víðfræga. Tilboð, kynningar og uppá- komur ýmiskonar verða báða dagana og verslanirn- ar að sjálfsögðu opnar. Dagskráin hefst kl. 13.30 við aust- urinngang Borgarkringlunnar með ávarpi Víglundar Þorsteinssonar en frá 13.10 leikur stórsveit FÍH. Kl. 13.50 verður glerlistaverk Steinunn- ar Þórarinsdóttur afhjúpað og tíu mínútum síðar, kl. 14 verða verslan- ir og veitingastaðir opnaðir, svo og sýning á verkum Hrings Jóhannes- sonar í Gallerí Koti. Stóruppákoma Simpson-íjölskyldunnar verður kl. 14.30, Jóhanna Linnet og Jónas Þór- ir skemmta frá kl. 15.30 og kl. 16.30 verður sýna Model ’79 föt frá öllum fataverslunum Borgarkringlunnar. KI. 17.15 bregða Simpson-ijölskyld- an og tískusýningarfólk á leik en verslanir loka kl. 18. Á sunnudag opna verslanir, veit- ingarstaðir og þjónustuaðilar ki.10. Fram til kl. 12 verður morgunstemn- ing, boðið upp á frítt morgunkaffi og vínarbrauð, ókeypis innlend og erlend dagblöð, morguntrimm í Kringlusporti með sérfræðingum frá Mætti og kynning á nýjum orku- drykk frá Sól og hreysti. Á hádegi verður lifandi tónlist á Kringlukránni og frá kl. 13 leika Szymon Kuran og Reynir Jónasson tónlist á veit- ingastöðum, strætum og torgum. Stóruppákoma Simpsons verður kl. 13.30, klukkutíma síðar leikur Stór- sveit FÍH og kl. 15.30 er tískusýning Model ’79 og barnahóps. Simpson- fjölskyldan endurtekur uppákomu sínakl. 16.30 ogkl. 18 loka verslanir. Báða dagana verður gestagetraun Borgarkringlunnar, en vinningar eru að verðmæti 300.000 kr. Blöðrur og Simpson-kort verða fyrir börnin og tilboð, kynningar og uppákomur á öllum vígstöðvum. Veitingastaðurinn Amma Lú verður opinn kl. 13-16 laugardag og kl.13-17 sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.