Morgunblaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991
KÚNIGÚND:
Dönsk
gjafavara
í gjafavöruversluninni Kúní-
gúnd verður lögð megináhersla á
vörur frá danska fyrirtækinu Roy-
al Kopenhagen, en það er sam-
steypa nokkurra þekktust gjafa-
vöruframleiðenda Dana, Að sögn
Sigurveigar Lúðvíksdóttur annars
eiganda verslunarinnar, er hún
einskonar útibú frá Kúnígúnd á
Skólavörðustíg.
„Við verðum með ýmiskonar
gjafa- og nytjavöru, m.a. borðbúnað
frá Royal, glervöru frá Holmengaard
og stálvöru frá Georg Jensen, með
áherslu á að klukkur, úr og skart-
gripi, en það höfum við ekki áður
verið með.“ segir Sigurveig. Aðspurð
hvort ekki fari dauflegur tími í hönd
fyrir gjafavöruverslun, segir hún svo
ekki vera, þar sem mikið sé um gift-
ingar á sumrin og í Kúnígúnd sé að
fá gjafavöru við allra hæfi. Og að
sjálfsögðu sé hægt að skipta þeirri
vöru sem keypt er, á hvorum staðn-
um sem er.
Morgunblaðið/KGA
Sigurveig Lúðvíksdóttir í Kúní-
gúnd.
Morgunblaðið/KGA
Hjördís Agústsdóttir, eigandi Rodier-búðarinnar, segist afar
ánægð með opnun Borgarkringlunnar, en verslun hennar flutti
þar inn fyrir rúmum tveimur árum.
RODIER-BÚÐIN:
Búin að bíða eftir
opnun Borgarkríngl-
unnar í tvö ár
RODIER-búðin hefur verið í Borgarkringlunni frá því vorið
1989 og segir Hjördis Agústsdóttir, eigandi hennar, að hún sé
búin að bíða Iengi eftir að verslunarmiðstöðin opnaði, enda
hafi það staðið til frá upphafi.
Hjördís segir að í versiuninni
sé fyrst og fremst boðið upp á
vörur fyrir konur frá Rodier.
Þetta sé þekkt merki um allan
heim og verslunin hér eigj sér
stóran og góðan kúnnahóp.
Hjördís segir að sér lítist afar
vel á opnun Borgarkringlunnar.
Rodier-búðin hafí verið þarna
allt frá því vorið 1989 og hún
væri búin að bíða lengi eftir opn-
uninni. „Mér líst líka vel á hönn-
unina hér í húsinu, aðkoman er
hlýleg og mér sýnist verslanirnar
hér skemmtilegar," segir hún.
GLERAU GNASMIÐ J AN:
Verslunin verður björt
og nýtískuleg
„GLERAUGNASMIÐJAN í Borgarkringlunni verður björt og nýtísku-
leg,“ segir Höskuldur Einarsson, verslunarstjóri. „Það leggst vel í
okkur að opna verslunina hér, enda erum við bjartsýnir á að Borgar-
kringlan eigi eftir að ná miklum
Höskuldur segir að í Gleraugna-
smiðjunni verði boðið upp á alla
hefðbundna gleraugnaþjónustu.
Þar verði líka mikið úrval sólgler-
augna, auk margra tegunda af
stækkunarglerjum, smásjám og
sjónaukum.
Höskuldur rekur verslunina í
samstarfi við Austurríkismennina
vinsældum."
Helmut Kreidler og Stephan Marc-
us. Hann segir að þeir séu bjartsýn-
ir á að Borgarkringlan eigi eftir að
éiga mikla framtíð fyrir sér. Þar
séu margar sterkar verslanir, auk
þess sem yfirbyggðar verslunarmið-
stöðvar af þessu tagi henti íslensk-
um aðstæðum mjög vel.
Morgunblaðið/KGA
Höskuldur Einarsson hefur undanfarna daga verið önnum kafinn
við að ganga frá húsnæði Gleraugnasmiðjunnar.
Morgunblaðið/Bjarni
Ágúst Líndal og Valtýr Helgi Diego viö dyrnar að Blazer.
BLAZER:
Vönduð fotfyrir
unga menn
INN af voldugri gylltri dyraumgjörðinni tekur við þungur grænn
litur og hlýleg innrétting. Fyrirmynd herrafataverslunarinnar Blaz-
er eru frönsku verslanimar Old River, en fatnaður frá þeim verður
aðalstolt Blazer.
Eigendur Blazer eru Ágúst Línd-
al og Valtýr Helgi Diego. Ágúst
hefur fram að þessu verið einn af
eigendum Hanz í Kringlunni en
segist á leið út úr því samstarfi til
að stofna Blazer. „Mér líst mjög
vel á Borgarkringluna, hún er opin
björt og hlýleg,“ segir Ágúst.
„Við beinum sjónum okkar aðal-
lega að karlmönnum á aldrinum
25-35 ára, sem vilja vera fínir í
tauinu. Við verðum með alhliða
fatnað, bæði til vinnu og frístunda
og við leggjum áherslu á vandaða
vöru og góða þjónustu. Old River-
vörurnar eru frá stærsta og vinsæl-
asta karlmannafataframleiðanda
Frakklands og því er sérstaklega
spennandi að geta boðið upp áþær.“
NIKON-BÚÐIN:
Allt sem viðkemur Ijósmyndun
NIKON-búðin, sem opnar nú í
Borgarkringlunni, tengist einni
af elstu verslununum með ljós-
myndavörur í borginni, Týli. I
Nikon-búðinni verður boðið
upp á mikið úrval af öllu því
sem viðkemur ljósmyndun og
er stefnt að því að hægt verði
að bjóða gott úrval af vörum
frá hinu kunna fyrirtæki Nik-
on.
Áslaug Cassata, eigandi Nikon-
búðarinnar, segir að þar verði
boðið upp á allar ljósmyndavörur
og markmiðið sé, að reyna að
hafa á boðstólum gott úrval af
vörum frá Nikon. Auk hinna al-
mennu ljósmyndavara verði tölu-
vert úrval af öðrum vörum, svo
sem sérlega góðum sjónaukum.
Áslaug segist ánægð með
Borgarkringluna. Hún komi til
með að líta vel út og þar verði
margar góðar verslanir. Ánægju-
legt sé hversu fjölbreytnin sé mik-
il þar; þarna séu ekki eingöngu
fataverslanir.
Morgunblaðið/Bjami
Iðnaðarmenn eru hér í óða önn við að ganga frá innréttingum í Nikon-búðinni. Fremst á myndinni
eru þeir Sighvatur Cassata, starfsmaður i versluninni og sonur hans Erlendur.